Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1992, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1992, Blaðsíða 6
Norðan byggða milli Eyjaíjarðar og Skjálfanda Veðraskil við suðurbrún Leirdalsheiðar. Almannakambur á Flateyjardalsheiði. ú Hróarsson. Véskvíakambur á Flateyjardalsheiði. Ma Byggð á skaganum lagðist af um það leyti sem bifreiðar fóru að verða almenningseign á ís- landi. Er það ein af ástæðunum fyrir því að lítið er um góða vegi á svæðinu. Kemur þar einnig til að fáir hafa haft bein not af skagan- Látur á Látraströnd, þar sem Látra-Björg átti heima. Slysavarnarskýlið stendur Arbók Ferðafélags íslands kemur út innan skamms í 65. sinn. Hún fjallar nú um svæðið milli Eyja- íjarðar og Skjálfanda, geysilega fagurt og tignar- legt landsvæði, mestan part óbyggt og almenningi ókunnugt. Björn Hróars- son, jarðfræðingur, skrifar textann og gerir góð skil jarðfræði svæðisins, en aðrir kaflar Qalla um helztu leiðir að fornu og nýju, veðurfar, snjóflóð, jökla, jarðveg, gróður, dýralíf og landnýtingu. Síðan er hagnýt jeiðbein- ing, sem heitir Á ferða- lagi, og þar er fjallað um Látraströnd, Leirdals- heiði og Fjörður, Út- Fnjóskadal, Flateyjardals- heiði og Flateyjardal, Kinnarfjöll og Náttfara- víkur. Ritstjóri árbókar- innar er Hjalti Kristgeirs- son. Eftir BJÖRN HRÓARSSON um og því ekki brýn nauðsyn til vegagerðar. Að Homströndum slepptum er óvíst að ann- ar útkjálki íslands hafi verið jafn frásneidd- ur verkfærum vegagerðarmanna. Einnig er lítið um önnur mannviriki. Rafmagnsstaurar og símastaurar sjást ekki, girðingar eru fáar og flest eyðibýlin rústir einar. Frá Grenivík liggur ágætur vegur nokk- urn spöl út að Finnastöðum á Látraströnd. Áfram norður Látraströnd liggur þokkaleg slóð að eyðibýlinu Svínárnesi. Lengra ættu bifreiðar ekki að fara. Slóðin liggur að vísu áfram allt til Grímsness. Henni hefur hins vegar ekki verið haldið við og er beinlínis ófær nema undir iok allra mestu þurrka- sumra. Nokkru utan við býlið Grýtubakka í Höfðahverfi liggur slóð upp á Leirdaisheiði og yfir í Fjörður. Fyrst er um brekkur að fara en síðan tekur ávöl heiðin við. Brú er á Gljúfurá. Vegarslóðin að gangnamanna- kofanum við Gil er góð af fjallaslóð að vera og þangað má jafnvel teljast fólksbílafært þegar best lætur. Jeppafært er hins vegar allt norður að sjó í Hvalvatnsfirði, um 25 km leið úr Höfðahverfi. Upp með Árbugsá að vestan, skammt austan við bæinn Þverá á mótum Fnjóska- dals og Dalsmynnis, liggur slóð um Flateyj- ardalsheiði og til Flateyjardais. Um er að ræða þokkalega jeppaslóð sem fólksbílar fara raunar á hverju sumri. Út að sjó frá Þverá eru um 33 km. Náttfaravíkur geta vart talist í vegasam- bandi. Slóð liggur þó upp frá bænum Nípá í Köldukinn, um Víknaskarð milli Bakranga og Skessuskálar og niður Kotdal vestan ár allt norður á Kamba suður og upp af Nausta- vík. Hæst nær slóðin um 450 m hæð í Víkna- skarði og þar er snjóþungt. I bestu sumrum verður slóðin snjólaus um miðjan ágúst og fær góðum jeppum skömmu seinna. Þegar verr árar verður slóðin ekki farin á bifreið. Bændur lögðu veginn til að auðvelda fjár- rekstur og göngur í Náttfaravíkur eftir að leiðin um fjöruna hjá Ágúlshelli versnaði fyrir nokkrum áratugum. Slóðin úr Köldukinn yfir í Náttfaravíkur er og eina vegarslóð Kinnarfjalla, fyrir utan smáslóðir upp frá bæjum Köldukinnar að túnskikum, rafstöðvum og öðrum mannvirkj- um nærri byggð. Frá Björgum, ysta byggða bóli í Köldukinn, liggur vegarslóð út að sjó við Bjargakrók milli kletta Bakranga og lóna Skjálfandafljóts. Er þar um ágæta slóð að ræða þegar vorbleyta er úr vegum. Vegurinn endar út við sjó, þar sem bændur hirða rekav- ið en þaðan er styst að ganga til Náttfara- víkna. Á veturna gilda að sjálfsögðu önnur lög- mál. Vetur eru yfirleitt snjóþungir með af- brigðum og hvít hula leggst yfir skagann. Þá er tilvalið að ferðast um skagann á tveiniT ur jafnfljótum, gönguskíðum, vélsleðum eða bifreiðum. Fjölmargar jeppabifreiðar eru þannig útbúnar að þær geta ekið ofan á snjónum og á slíkum farartækjum má fara um stóran hluta skagans á vetrum þótt eigi komist á sumrum. Umsjónarmenn skálanna á skaganum hafa hins vegar kvartað yfir umgengni vetrarferðalanga og telja þar ,jeppamenn" hvað versta. Þeir eru hér hvatt- ir til betri umgengni jafnt um land sem mannvirki. Rétt er að benda jeppamönnum á að liliðarhalli hamlar för á Látraströnd, svo þar er yfirleitt ófært öllum ökutækjum. Slóðin upp frá Höfðahverfi yfir á Leirdals- heiði er brött og torfarin að vetri nema fyr- ir allra bestu torfærubifreiðar. Leiðin áfram norður frá gangnamannakofanum við Gil er einnig mjög erfið að vetri. Á veginum norð- ur á Flateyjardalsheiði hindrar hliðarhalli oft för á vetrum. Þá er þægilegra að halda út Garðsmóa, austan Árbugsár. Árgilið er oft

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.