Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1992, Blaðsíða 4
Vetr arr íki í
Jerúsalem
að var hressileg síðdegisganga til baka. Ég
hafði verið rúmar 10 mínútur að fara sömu
leið stuttu fyrr. Þá var sæmilega bjart og lítils-
háttar rigning. Nú var ég nærri klukkustund
að bijótast til baka í þreifandi byl. Engan leigu-
Það var rétt eins og
heima að fá snjóbolta í
hnakkann frá nokkrum
hlæjandi krökkum, sem
nutu snjókomunnar. Við
fréttum að miðdegis-
fundinum hefði verið
aflýst — enginn í Knesset
ísraelska þinginu.
Starfsfólk þess og
þingmenn náðu ekki til
vinnu fremur en aðrir.
Eftir ÁRNA R.
ÁRNASON
bíl að fá — þeir sem þorðu voru jafn harð-
an fastir í næstu brekku, hinir sögðust
ekki rata. Ekki var kalt, en bylurinn slíkur
að varla sá út úr augum, og yfirhöfnina
mátti vinda þegar inn kom. Eg hafði skot-
ist út til að kaupa fáeina hluti og bjóst við
að verða rúman hálftíma. Það varð gott
betur.
Já, það er hressandi að vera úti í svona
veðri ef klæðnaður hentar, og svo heppinn
var ég. En það átti engan veginn við um
alla heimamenn. Þeir eiga ekki allir skjól-
góð hlífðarföt við slíkum veðurham og van-
búnir þessum snöggu veðrabrigðum. Að
ganga berfættur á sandölum í snjó og
krapaelg hlýtur að vera kulsamt. Svona
vetrarveður hefur ekki gengið á í um 70
ár. Allt borgarlíf lagðist af um kvöldið —
fólk komst ekki leiðar sinnar vegna snjó-
komu. Það var mánudagur 24. febrúar
1992. Ég var kominn til Jersúsalem.
í BORGINNI ElLÍFU
Um kvöldið áttum við von á nokkrum
gestum til kvöldverðarfundar, en þeir kom-
ust hvergi. Að morgni var enn snjókoma
en vind hafði lægt. Allir vegir að og frá
borginni voru tepptir, borgarstrætin aðeins
fær fuglinum fljúgandi og manninum gang-
andi. Af morgunfundum okkar varð ekki
— ráðuneyti lokuðu því starfsfólk, emb-
ættismenn og ráðherrar komust ekki til
vinnu. Herstöðvar lokaðar svo herforingjar
komust ekki þaðan út.
Við fórum því gangandi inn í gömlu
borgina, en við gistum örskammt þaðan.
Enn kyngdi niður snjó en hann var bfautur
og krapaði mjög hratt á götum og gang-
stéttum. Gamla borgin er sú Jerúsalem,
sem var reist á rústunum eftir að Titus
sonur Vespianusar Rómarkeisara lét
brenna borgina árið 72 e. Kr. eftir miklar
uppreisnir og innaniandsróstur, og bannaði
gyðingum þar búsetu, sem leiddi til þess
Pílagrímar í Jerúsalem á páskum.
að þeir fluttu burt og leituðu skjóls og
búsetu víða um heim, dreifðir og oft smán-
aðir ogjafnvel ofsóttir, einkum af kristnum
mönnum. Musterið og aðrar byggingar
voru ekki brenndar. Aðrar þjóðir (arabar)
sem í landinu bjuggu fluttust í borgina 6g
endurbyggðu, en að vísu hafa þar alla tíð
síðan, bæði í Jerúsalem og víða um landið
búið gyðingar, múslímar og kristnir menn
saman, t.d. eru nálega 14% Palestínu-
manna kristnir, svo og nokkur hluti afkom-
enda gyðinga. Musterið var síðar brotið til
grunna en kristnir menn réðu borginni, frá
4. og fram á 7. öld. Innan borgarmúranna
eru götur þröngar og hús öli sambyggð —
hvergi blettur til spillis.
Við gengum inn um Nýja hliðið, um
kristna borgarhlutann með armenska
hverfið á aðra hönd, fram hjá Kirkju Hins
Heilaga Frelsara og að hinu mikla guðs-
húsi Kirkju hinnar heilögu grafar. Hún er
raunar margar kirkjur og myndar hring
yfír og um helgustu staði kristninnar, og
var upphaflega byggð sem moska músl-
íma, því í Islam er Jesús Kristur helgur
maður. Þar skoðuðum við klettinn sem álit-
inn er hafa verið Golgatahæð og á honum
blettinn sem talið er að kross frelsarans
hafi verið reistur á. Síðan litum við staðinn
þar sem fannst hauskúpan sú hin forna
sem hæðin dró nafn af, og var haldin haus-
kúpa Adams. Enn gengum við um og sáum