Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1992, Page 2
BENEDIKT AXELSSON
Nóbelsskáldið og
bændur á J ökuldal
Nóbelsskáld okkar íslendinga, Hall-
dór Kiljan Laxness, f. 23. apríl
1902, „sem gnæfir yfir samtíð
sína“ samkvæmt fjoifræðibók,
hefur verið fyrirtaks umræðuefni í heima-
landi sínu í meira en 70 ár. Og það var
ekki eingöngu vegna vinsælda, heldur jafn-
vel frekar af öðru. En engum leiddist þegar
Laxness var til umræðu.
Það var einstæður viðburður þegar Lax-
ness fékk bókmenntaverðlaun Nóbels árið
1955. Skáld samtímans í sagnalandinu forna
komst í röð hinna fremstu í heiminum.
Ég var ekki hár í loftinu þegar ég heyrði
fyrst talað um Laxness. Það var sennilega
fáum misserum eftir að „Sjálfstætt fólk“
birtist, en það kom út 1934-35. Það var
sveitafólkið sem lét Ijós sitt skína. Þetta
fólk bjó í samfélagi þar sem tíminn leið í
lygnum farvegi á gamla vísu.
Flestir Argir En Bækurn-
arVoruLesnar
Mér skildist á því sem ég heyrði af um-
ræðunum að Laxness væri mjög merkileg
Eftir STEFÁN
AÐALSTEINSSON
persóna. Flestir voru argir yfir því hvernig
hann lýsti bændum og sveitamenningu.
Sumum fannst kannske þá þegar að hér
væri frábært skáld á ferðinni. En þeir'létu
ekki til sín taka. Á Jökuldal þar sem ég
ólst upp voru menn andvígir Halldóri Kiljan
Laxness, eða Kiljan eins og sumir kölluðu
hann með svolítilli lítilsvirðingu.
Samt sem áður lásu menn bækur hans.
Menn gátu ekki á sér setið. Hann sagði frá
á svo kynngimagnaðan hátt. Menn þekktu
efnið út í æsar. Þeir höfðu fundið fyrir því
á líkama og sál.
Það nísti merg og bein þegar hann lýsti
atviki, óhappi, verknaði sem lá utan við allt
viðtekið velsæmi. Menn könnuðust að sjálf-
sögðu við marga þá viðburði úr eigin um-
hverfi. En þetta voru hlutir sem ekki átti
að nefna, að minnsta kosti ekki fyrir allra
eyrum. Og það var fáheyrt að maðurinn
skyldi skrifa um þetta.
Að hugsa sér að hann skyldi segja frá
því sem hafði gerst hér eða þar og hafa
að fyrirmynd fólk sem mátti þekkja af hinu
eða þessu sem hafði komið fyrir það. Hvern-
ig gat Laxness, maður úr allt öðru um-
hverfi, leyft sér að gera sér mat úr þessu
samfélagi, þessu fólki? Af hveiju fékk það
ekki að vera í friði?
Sauðland á Ítalíu
Jökuldælingar könnuðust svolítið við Lax-
ness. Hann hafði ferðast þar um einu sinni.
Fylgdarmaður hans af Jökuldal vestur til
Möðrudals var bóndi úr sveitinni. Á leiðinni
komu þeir við á heiðarbýli og var boðið inn.
Laxness lýsti þeirri heimsókn í „Dagleið á
fjöllum".
Fylgdarmaðurinn sagði bóndanum að
þessi maður væri víða búinn að fara og
hefði meira að segja verið á Ítalíu. Bóndan-
um fannst það að vísu athyglisvert. En
honum var ofar í huga hvort það væri gott
sauðland á Ítalíunni.
Þetta kom við menn. Var það svona aug-
ljóst að fólk í þessari sveit gat um ekkert
talað nema kindur? Var það eins í öðrum
sveitum? Þurfti endilega að koma þessu á
prent?
Bækurnar hans hlutu að koma því inn
hjá kaupstaðarfólki að sveitamenn væru
fábjánar. Hann sagði líka stundum frá hlut-
um sem gátu bent til þess að samfélagið í
sveitinni væri gegnsýrt af ódámi. Aldrei
áður hafði neinn leyft sér að setja slíka hluti
á blað. Það var óafsakanlegt.
En gremjuna lægði smám saman. Fólk
fór að lesa Laxness á annan hátt en áður.
Nú las það hann ekki til að setja út á hlut-
ina heldur til að finna mannlega hlýjuna í
frásögninni.
Það rann allt í einu upp fyrir fólki á svæð-
um þar sem hann hafði viðað að sér efni
að frásagnir hans stóðust. Hanri' leit bara
hlutina öðrum augum en venjulegt fólk. Og
nú gátu heimamenn glaðst við að sjá þekkta
hluti í nýju ijósi.
„Sjálfstætt fólk“ olli líklega mestu um-
róti í hugum manna af öllum bókum hans.
Bókarheitið eitt var móðgun.
Hvernig dirfðist Laxness að gera Bjart í
Sumarhúsum að ímynd hins sjálfstæða
manns? Bjartur bjó uppi í Heiði, átti ekkert
nema þennan jarðarskika, Sumarhús, hafði
framfæri sitt af nokkrum rolluskjátum og
gat ekki einu sinni reytt upp hey handa kú.
En við nánari kynni af Bjarti fundu menn
nýjar hliðar á honum. Bjartur treysti bara
á sjálfan sig. Hann treysti yfirmáta mikið
á sjálfan sig. Hann komst af. Og hann bað
engan um hjálp til eins né neins.
Bjartur leyfði sér að koma fram við hvern
sem var sem jafningja sinn. Hann skuldaði
ekki neinum neitt. Hann lagði sig í líma við
/ að komast af á eigin spýtur. Fram í rauðan
dauðann vildi hann vera óháður, sjálfstæður.
Bjartur Og Sauðkindin
Halldór Laxness hefur að mínu viti aldrei
skapað sannari persónu en Bjart í Sumar-
húsum. Bjartur hefur enga menntun fengið.
Hann ber lítið skyn á það sem kallað er
menning. En það er eitt sem hann þekkir út
í æsar, ef til vill betur en nokkur annar í
sveitinni. Það er að sinna kindum.
Sauðkindin réð fyrir lífi manna árið um
kring. Flest féð var að vísu á fjalli sumar-
langt. En á sumrin þurfti að afla heyja til
að eiga handa fénu þegar vetur lagðist að.
Á veturna börðust menn hins vegar við að
halda fénu til beitar á þá hnjóta sem upp
úr stóðu svo hægt væri að spara dýrmæt
heyin.
Lífið var eilífur barningur við að halda
lífínu í sauðfénu. Það var skilyrði þess að
menn gætu séð sér farborða af eigin ramm-
leik, verið sjálfstæðir.
Lýsingarnar á Bjarti í bjástri hans við
dagleg störf eru endalaust undrunarefni.
Næmi Laxness á hugsunarhátt og viðbrögð
fjárbóndans er með fádæmum.
Hvar í ósköpunum hafði Laxness komist
að því hve ómögulegt það var Bjarti að
reka tvær nýbornar ær saman í sömu átt?
Og tökum vorharðindin. Bjartur var
heyknappur og vorið kom seint. Ærnar voru
afholda þegar þær voru látnar út. Bjartur
fylgdi þeim niður á mýrina þar sem þær
drógu upp stararkólfinn frá árinu áður. Það
var safaríkt og kjarngott fóður. En það
varð að reka ærnar varlega. Þeim mátti
ekki verða kalt. Þær voru svo máttvana að
ef þær sukku í fönn upp að hné á fram-
fæti sátu þær fastar.
Sauðkindinni hætti svo til að deyja á
vorin. Það vissi Bjartur.
Jafningjar Íslenskra
Bænda í New York
Mönnum varð rórra þegar Laxness fékk
Nóbelsverðlaunin. Þá gat það ekki vefið svo
bölvað sem hann var að skrifa. En íslenskir
bændur fyrirgáfu Laxness þá fyrst þegar
þeir fréttu að „Sjálfstætt fólk“ hefði vakið
fögnuð í Ameríku. Fréttir bárust af því að
í New York einni væru þúsundir manna
með sama hugarfar og Bjartur í Sumarhús-
um.
Það varð minnisstæð reynsla íslenskum
bændum af gamia skólanum að komast að
því að þeir áttu fjölda jafningja í heimsborg-
inni.
Höfundur er búfjárfræðingur og er framkvæmd-
astjóri norræns genabanka fyrir búfé með að-
setur við Landbúnaöarháskólann að Ási í Nor-
egí. Grein þessi birtist upphaflega á norsku í
skólablaði stúdentafélagsins við háskólann,
„Tuntreet", 3. tbl., 47. árg. 1992. Höfundur
sneri greininni á islensku.
Sigur
Erfitt á einmana hjarta
með auðn sína og tóm.
Þótt ætli það ekki að kvarta
það aldrei sér dagana bjarta
og lifir sem litlaust blóm.
Ef kemst það eilítið innar
en andi þess sjálfs.
Leitar þar iöngunar sinnar.
Lítur þar tárvotar kinnar
er heimurinn unninn til hálfs.
En veröld að vinna alla
er visnandi hold.
Sterkustu stofnarnir falla
standa eftir hinir og kalla
í angist á örlitla mold.
ÓLAFUR GÍSLASON
Leitun
Leitir þú einhvers
langt yfir skammt
að lokum muntu
finna það samt.
Og fyrir utan
að finna það dót
ferðina hefurðu
í þokkabót.
Andstæður
Góðvildin oft
sem geðill sköss
grimm er í lund
og röddin hvöss
meðan illviljinn
mjúkum róm
mælir út öðrum
vesaldóm.
Herslu-
munurinn
Á herslumun grundvallast
heimsins mein;
hvað heimskan er fljót,
en viskan sein.
Höfundur er bóndi á Neðrabæ í Arnar-
firði. Ljóðin eru úr stefjabókunum Nýjar
áttir '89 og Tigin nýju '90.