Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1992, Qupperneq 3
LESBOK
H ® 1«: O JJ. N B L A O 8 1 N 8
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór-
ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn-
arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs-
son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100.
Þrælkun
var gömlu konunni svo í blóð borin, að
hún fór að gráta þegar sonur hennar
dró hana í burtu frá síldarkössunum ní-
ræða. í tilefni níræðisafmælis Halldórs
Laxness birtir Lesbók eina af smásögum
hans. Hún heitir Saga úr síldinni, skrifuð
1926.
IVIyndlist
er ekki það sama og „eitthvað sem lítur
út eins og myndlist“ Á máiþingi um
myndlist, sem fram fór í Gerðubergi í
marz sl., hélt Þorvaldur Þorsteinsson
framsöguerindi, sem verulega athygli
vakti. Hann ræddi stefnu- eða afstöðu-
leysi íslenzkra myndlistarmanna og vitn-
aði í 28 viðtöl úr blöðum máli sínu stil
stuðnings. Framsöguerindið er birt hér í
heild.
Forsídan
Portrettið er af Halldóri Laxness, og
málaðfyrirLesbók í tilefni 90 ára afmæl-
is skáldsins þann 23. apríl sl. Höfundur
myndarinnar er Einar Hákonarson.
Vísindi
Ragnheiður Gunnarsdóttir í Stykkis-
hólmi segir frá merkilegu rannsóknar-
verkefni. Hvalkýr sem við útlitsskoðun
reyndist vera blanda af langreyð og
steypireyð. Hún var tæplega 70 fet á
lengd, jafnlöng allrastærstu langreyðum.
Séð á bakið var hún lík langreyð, en
kviðurinn hinsvegar miklu líkari steypi-
HALLDOR LAXNESS
ÚR KVÆÐAKVERI
Dáið er alt án drauma
Komdu fram til kletta
í kvöld er rökkva fer.
Eftir að sól er sigin
sittu þar með mér.
Hljótt er fram við hóla,
hljótt og kyrt og rótt.
Bæði skulum við blunda,
- brátt er komin nótt.
Hugsum ekki um harma,
sem hjartað geta mætt,
en blundum eins og börnin
bæði vært og sætt.
(1918)
Atlantshafið
Sigli ég enn um Atlantshafið auða,
um Atlantshafið fagurgræna rauða,
hafið mitt ríka, hafið bláa snauða,
hafíð sem gerir fræknleik minn að
fálmi,
fjör mitt að snöggum blossa
í þurrum hálmi,
von mína og trú að vitlaust kveðnum
sálmi,
- og stari enn á lítinn lokk úr hári.
Líkist ei hafið þessu eina tári
sem féll á hönd mér fyrir tæpu ári?
(1927)
(
Þíngsetníng
Heimsfræga stund nær pólitíin prúð
puntuð með bláhvítt vísuðu oss í gjána,
þángað sem hnipin hlustar Snorrabúð
á helga ræðu um Jesúkrist og Stjána.
Ég veit það hefði margur maður flúð,
í manndrápsþaunkum hlaupið beint í ána
hefði ann í þeirri helgu morgunúð
hugleitt þann prett við Grím og Úlfljót dána.
Og meðan hélst sú makalausa slúð
meyar úr ýmsum sveitum tóku að blána
og féllu í yfirlið með hári og húð
und himingnæfum íslandsþjóðarfána.
Ég vildi að einhver vísaði oss á búð
sem verslaði meðsnúss. Þá mundi oss skána.
(1930)
í túninu heima
Á þessu nesi
í þessu túni
stóð bær.
Brúnklukka í mýri?
Nei, ekki meir.
En altær lind og ilmur af reyr.
Og þegar þú deyr þá lifir reyr
á þessu nesi
við þessa lind
í þéssu túni
þar sem stóð bær:
Lind
Reyr -
(1975)
Hjá bókaforlaginu Vöku-Helgafelli er nýlega komin á bókamarkað 5. útgáfa af Kvæðakveri Halldórs
Laxness; það kom fyrst út 1930. Síðasta Ijóðið er frá 1975 og birtist hér: i túninu heima. í eftirmála
um kvæði og kver segir Halldór Laxness m.a. svo: „Kvæðakver það sem hér kemur fyrir augu lesara
er um mart ólíkt þeirri syrpu smákvæða sem fór í prentverkið 1930. Kverið var þá fremur magurt
en hefur gildnað gegnum tíðina. Ósagt skal látið hvort frekari gæði hafa fylgt auknu umfangi."
RAUÐA
SPJALDIÐ
að er ekki alltaf hægt að
ganga út frá því sem vísu
að þeir sem uppvísir
verða að því að hafa
framið það sem flestir
telja stórglæp, fái refs-
ingu í samræmi við það
hversu alvarlegt brot
þeirra er. Þeim mun við-
bjóðslegri sem öfuguggar okkar smáa sam-
félags eru í óeðli sínu, þeim mun vægar
virðist íslenskt réttarkerfi taka á brotum
þeirra þegar upp kemst. Þessari hugsun
skaut upp í kolli mér, sem oft áður, þegar
ég Ias um dóm Sakadóms Reykjavíkur í
marsmánuði yfir Reykvíkingi á fertugsaldri
sem dæmdur var í 10 mánaða skilorðsbund-
ið fangelsi fyrir að hafa tvívegis misnotað
fjögurra ára dóttur sína kynferðislega.
Degi áður, eða þann 12. mars, hafði viku-
blað slegið upp hjá sér á forsíðu öðru dóms-
máli, þar sem maður hafði verið dæmdur
fyrir skjalafals og fjársvik í 8 mánaða fang-
elsi, þar af þriggja mánaða fangelsi óskil-
orðsbundið. Blaðið lét ekki þar við sitja,
heldur birti mynd af sökudólgnum og nafn
hans, þannig að þótt þessi tiltekni smák-
rimmi taki út sína refsingu og ætti sam-
kvæmt íslensku réttarfari að eiga sér endur-
komu von í íslenskt samfélag sem nýtur
þjóðfélagsþegn, þá kaus þetta tiltekna blað
að sjá til þess að svo getur aldrei orðið,
hvað þennan einstakling varðar. Stimpillinn
með biitingu ljósmyndar og nafns mannsins
mun fylgja honum svo lengi sem hann lifir
og þvælast fyrir honum í okkar fámennis-
samfélagi, þegar hann verður fijáls á ný.
Auðvitað hljóta fjölmiðlar að íhuga hveiju
sinni, hvort ástæða er til þess að birta nafn
og mynd af sakamanni, sem hlýtur dóm,
en því miður eru sjónarmiðin ólík eftir því
hvaða fjölmiðill á í hlut hvort ákvörðunin
er jákvæð eða neikvæð fyrir fórnarlambið
hveiju sinni. Virðist mér sem sölusjónarmið-
ið ráði oftar en ekki hjá þeim fjölmiðlum
sem hvað iðnastir eru við mynd- og nafnbirt-
ingu, en ekki það að öryggi þjóðfélagsþegna
eða tiltekinna hópa sé betur tryggt, ef útlit
og nafn sakamannsins er öllum kunnugt.
Ég taldi rétt á sínum tíma að fjölmiðlar
birtu nafn og ljósmynd síbrotahommans sem
hafði, ég veit ekki hvað oft, nauðgað barn-
ungum drengjum. Það var bókstaflega nauð-
synlegt fyrir þjóðina, alla ungu drengina,
foreldra þeirra og vini að fá sem gleggsta
vitneskju um útlit þessa manns, hvar hann
héldi til og hvað hann héti, til þess að hægt
væri að varast djöfsa, fyrst brotalamir í ís-
lensku réttarfari gerðu það að verkum að
maðurinn fékk þrátt fyrir öll sín svíðvirði-
legu brot að ganga laus. Þannig má flokka
slíka nafn- og myndbirtingu sem fyrirbyggj-
andi ráðstöfun, sem verndi vonandi sem
flesta frá því að verða fórnarlömb þessa
ógeðslega öfugugga, sem að mínum dómi
hefur fyrirgert rétti sínum til samneytis við
þjóðfélagið að fullu og öllu.
Hvað er að íslensku réttarkerfi, þegar
smákrimmi, með nokkurra' milljóna króna
fjársvik á samviskunni er dæmdur til þess
að sitja í fangelsi í 3 mánuði, en faðirinn,
sem glæpsamlega svíkur fjögurra ára dóttur
sína og svívirðir það traust sem hann nýt-
ur, með því að misnota hana kynferðislega
fær þá refsingu eina að þurfa að haga sér
vel í 10 mánuði, fijáls ferða sinna, verndað-
ur nafnleynd, sem sjálfsagt flestir sem til
þekkja reyna að stuðla að, að haldist, sökum
viðkvæmni málsins og persónulegra tengsla?
Það er undarleg linkind að verðlauna
mann sem framið hefur slíkan glæp með
nánast engri refsingu. Sakhæfi mannsins
var óumdeilt og mér er til efs að nokkur
vitneskja geti legði fyrir þess efnis að hann
hafi einungis í tvígang framið glaap sinn á
dóttur sinni, sem auðvitað er tvisvar sinnum
of oft. Barnið var ekki nema fjögurra ára
þegar hún varð fómarlamb föður síns, en
hver mun nokkurn tíma geta fullyrt að hún
hafi ekki einnig verið fórnarlamb hans eins
árs, eða tveggja ára eða þriggja ára? Að
mínu mati, enginn. Enginn getur heldur
fullyrt að þessi maður, verndaður nafn-
leynd, eigi ekki eftir að bijóta af sér á sama
hátt á ný, þótt síðar verði.
Nú er ég alls ekki að gera lítið úr brotum
fjársvikara, eða mælast til þess að þeir hljóti
vægari refsingar fyrir brot sín, en þeir fá
samkvæmt íslensku réttarfarsRerfi í dag.
Miklu frekar tel ég ámælisvert að kynferðis-
glæpamenn, barnanauðgarar og aðrir þeir
sem níðast á og skaða kannski fyrir lífstíð
þann eða þá einstaklinga sem glæpur þeirra
bitnar á, skuli sleppa við refsingu, eða fá
svo væga refsingu að hún verður vart flokk-
uð sem refsing. Ég líki 10 mánaða skilorðs-
bundna fangelsi föðurins, sem ég gat um
hér að framan, við gula spjaldið í knatt-
spyrnuleik. Var ekki rík ástæða til þess að
íslenskt réttarfar veifaði rauða spjaldinu
framan í kauða, og lokaði hann að því búnu
inni á Hrauninu, að minnsta kosti til alda-
móta?
AGNES BRAGADÓTTIR
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. APRÍL1992 3