Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1992, Side 4
SAGA ÚR
SÍLDINNI
Smásaga eftir
HALLDÓR LAXNESS
ú er síldin komin. Hún hefur verið burtu í
seytján ár, ekki sést að neinu marki síðan
1909. En í sumar lætur hún náðarsól sína
skína yfir þorpið að nýu. Þessi undursamlega
dutlúngafulla skepna utanúr djúpinu, það er
hún sem komin er til að reka smiðshöggið
á örlög mannanna.
Það er síldin sem gerir menn ríka eða
fátæka, alt eftir geðþótta sínum. Hún er
það sem reisir heil þorp og hleypir daungun
í alt, hún sem kemur með útlenda kaup-
menn í eftirdragi, og þeir setjast að í bæn-
um og maka krókinn, og hún reisir þeim
fallega bústaði uppí hlíðinni. Það er hún sem
málar verslunarhúsin þeirra rauð, blá eða
græn og lætur skrautleg spjöld yfir dyrnar.
Og fólkið fær nóga vinnu; það þarf ekki
að sofa nema einn klukkutíma í sólarhríng,
því það fær bæði tímakaup og premíu, og
dreingirnir geta farið suður á skólana þegar
vetrar, en stúlkurnar fá nýa kjóla. Og þurra-
búðarmennimir kaupa sér pappa til að klæða
þurrabúðimar sínar, og jafnvel málníngu,
svo að kumbaldarnir innmeð sjónum leika
í sama litskrúðinu og húsin kaupmannsins.
Og kaupmaðurinn bregður á glens við þá
þegar hann mætir þeim á plássinu.
Og þegar þessu hefur undið fram í nokk-
ur ár hverfur síldin. Nætumar eru lagðar
einsog að vanda, en nótabátamir koma að
lásunum tómum. Það er snurpað og snurpað
dag eftir dag, en ekkert hefst nema illfiski
og marglyttur. Þannig líður ár eftir ár, íjörð-
urinn er sem tæmdur sjóður. Ef einhvers-
staðar fréttist af síld, þá koma þær fréttir
af alt öðru landshorni. Mögru árin koma í
laungum röðum einsog fylkíngar af beina-
grindum sem stjáka hljóðlaust í þaranum.
Yfirbragð þorpsins verður daprara ár frá
ári. Sjakketamir kaupmannanna slitna og
grænka, þeir gánga með trosnaðar slaufur
frá því á áranum og bregða ekki leingur á
glens er þeir mæta þurrabúðarmanninum á
plássinu. Verslanirnar draga saman seglin
afþvíað einginn borgar leingur skuldir sín-
ar, sumar fara á hausinn, aðrar hjara fyrir
náð bánkanna í von um að komandi ár veiti
einhveija úrlausn, og einginn hirðir leingur
að máia yfir skellurnar sem koma á húsin
undan lángviðrunum. Því það koma skellur
í málnínguna, rifur í pappann, bárajárnið
ryðgar á þökunum. Húsin sem léku áður í
öllum regnbogans litum, þau standa riú
hvert framaní öðru einsog apalgráar afalátt-
arbikkjur, og'Sum grotnuð; menn lofa veðr-
unum að handleika þau eftir geðþótta, og
papparifrildin utaná veggjunum flygsast í
allar áttir í vindinum, menn lofa tröppunum
að fúna svo það er mannhætta að gánga
þær, ög bíslögin grotna niður svo rignir inn
í dyrnar. Menn klæða sig ekki leingur í
spariföt á sunnudögum, og ef únga fólkið
þarf að dansa þá er harmonikan biluð.
Norski kaupmaðurinn, sem var Krösus
þorpsins á árunum, hefur nú sett upp litla
búðarholu undir nafni konunnar sinnar út-
með firðinum, og stendur sjálfur fyrir innan
borðið með frostbólgnar hendur og afgreið-
ir skro fyrir tíu aura og lakkrís fyrir tvo.
Þeir sem geta flytja búferlum, en hinir sem
eftir sitja fara í vegavinnu á sumrin eða
kaupavinnu, en krakkarnir og konan annast
túnskækilinn, sem fóðrar hálfa kú. Svo kem-
ur veturinn.
0g karlamir borða rúgbrauð og vatns-
graut við olíuljós með skítugan krakkahóp-
inn kríngum sig og gánga niðrá plássið tíu
sinnum á dag og gá til veðurs og fá nagla-
kul, því þorravindarnir blása um greipar
þeirra berar og tómar. Sýsluskrifarinn ligg-
ur þeim á hálsi fyrir að þeir séu sinnulaus-
ir letingjar. Hann segir að þeir hafi nægan
tíma til að lesa bækur og menta sig, í stað-
En af öllum þeim bökum
sem bogra meðfram
kössunum, beygja sig og
rétta í stöðugri óreglu, þá
er eitt bak bognara en öll
hin; það er svo bogið og
stirt að manni fínst í
rauninni guðs mildi að
það skuli ekki vera
brotnað fyrir lifandi
laungu. Þetta er bakið á
ævagamalli konu sem
heitir Kata mín í
Vörinni.
inn fyrir að hengilmænast í eldhúsunum,
norpa í plássinu eða slíta búðarborðunum
með sitjöndunum. Og þegar menningar-
frömuðirnir að sunnan gista þorpið og aug-
lýsa ókeypis fyrirlestur um andatrú, heilsu-
fræði eða pólitík, þá stórfurðar þá á því að
sjá ekki aðra á áheyrendabekkjunum en
prestinn, sýslumanninn og lækninn. Þeir
skilja ekki að þurrabúðarmaðurinn sem bar-
ist hefur öll þessi mörgu ár við fískleysið,
skuldirnar og húngrið, hefur öðram guðum
að gegna en mentagyðjunni og horfíst í
augu við alvarlegri rök en svo, að hann
hafi geð til að sitja undir hrókaræðum um
skrautið sem veggina prýðir í hásal lífsins.
Trúmálahreyfíngarnar liggja honum í léttu
rúmi úrþví síldin hefur ekki látið sjá sig
síðan sumarið sem hann Jónsi litli fæddist,
og honum er einnig býsna laust í hendi um
pólitíkina og heilsufræðina, meðan bragðist
getur til beggja vona hvort hann fái eina
lúku mjöls framar að láni hjá kaupmannin-
um.
Nei þeir hirða ekki einusinni um að ala
upp börnin sín, þeim stendur jafnmikið á
sama um börnin sín einsog yfirleitt er hægt
að láta sér á sama standa um böm. Þeir
bæta bara einu við á ári hveiju. En það er
ekki vegna þess að .þeim þyki svona gaman
að bömum, né svona vænt um börn, einsog
líklegast myndi þykja, heldur af alt öðrum
ástæðum.
Og krakkarnir alast upp í fjörunni og í
garðinum, eða á vegamótunum og við læk-
inn, og læra að bölva áðuren þau læra að
tala og að stela áðuren þau læra að fela.
Og sýsluskrifarinn og fríkirkjupresturinn fá
gráthljóð í kverkarnar af þessari spillíngu.
En þessir góðu menn hafa ekki tekið eftir
því, að bölvið fer að eldast af krökkunum
úr því að þau era tíu ára, og fæst þeirra
bölva að meðaltali öllu meir en fullorðið
fólk úr því þau era komin um fermíngu.
2.
En í sumar koma nótabátamir sem forð-
um utanaf fírðinum sökkhlaðnir á hverri
stundu dags og hverri stundu nætur. í sum-
ar hverfur enn sem forðum munur dags og
nætur í þessu ijarðarþorpi milli fjallanna.
Alla nóttina blandast vélahvissið utanaf firð-
inum við háreysti andvaka manna sem eru
að græða fé.
Niðrá bryggjunum morar af kvenfólki á
öllum hugsanlegum aldri og í öllum hugsan-
legum sniðum. Þær eru klæddar í úlpur og
burur af ótrúlegustu gerðum, og hver flík
er tilorðin í stíl hinnar ólistrænu fegurðar
sem nauðsyn hversdagsleikans ein er fær
um að skapa. Sama máli gegnir um alla
þá dýrlegu fjölbreytni sem hér er til sýnis
af höttum, húfum og hattkúfum. Það er
ekki sú kvenkind að hún skríði ekki þessa
daga útúr hinum helgu véum heimilisins til
þess að taka á móti dýrðinni. Mæðurnar
stínga hvítvoðúngunum niðrí vöggurnar og
fara út til að kverka, heimasæturnar hlaupa
flaumósa frá saumaborðunum og ókurteis-
um nálunum, sem hafa stúngið út og inn
drauma þeirra gelgjuárin öll, og piparmeyj-
arnar hafa sprottið upp í hálfsagði sögu og
eru hlaupnar burt frá könnunni og pokanum
í könnunni. Bátarnir halla kinnúngunum að
bryggjunum einsog elskhugar, og þar
standa karlmennirnir með háfa, á kafi í
dýrðinni, æstir og hreistrugir og skófla glitr-
andi undrafiskinum uppí kassana á bryggj-
unni, en konurnar bíða reiðubúnar með
hnífana. Hvílíkur fögnuður, hvílíkur handa-
gángur. Eftir seytján ára fjarvistir er drott-
inn aftur í bænum.
Það er ekki nema ein hugsun sem hugsuð
er í bænum, eitt orð sem talað er, eða rétt-
ara sagt: utanum þetta eina orð og þessa
einu hugsun snúast öll önnur orð og allar
aðrar hugsanir: síldin. Það sem var nefnt
gull í Klondike heitir síld á fjörðunum. Það
er talað um þessa blessaða skepnu í hveiju
eldhúsi og í hveijum kálgarði, það er talað
um hana við lækinn og á vegamótunum og
í fjörunni. Jafnvel í stofum prestsins, læknis-
ins og sýslumannsins heyrist ekki annáð en
síðustu nýúngar af síldinni. Fyrir hálfum
mánuði lá þorpið í seytján ára gamalli for-
dæmingu, en nú er sagt í bánkanum að
síðustu vikurnar hafi miljón króna auður
verið sóttur í gin hafsins. Fyrir hálfum
mánuði stóð þurrabúðarmaðurinn í
túnskæklinum sínum og var með hveijum
skáranum ákveðnari í að segja sig til sveit-
ar, því sprettan hafði brugðist og hann þótt-
ist sjá í hendi sér að tuggan af blettinum
mundi aldrei hrökkva til að fóðra þessa
hálfu belju sem hann átti í félagi við mág
sinh. Nú hafði síldin haft gagnger enda-
skifti á þessari svokölluðu tilvera, sem mest
hafði plágað fólk hér í þorpinu; fjörðurinn
virtist ótæmandi, og hlutur tómthússmanns-
ins mundi ekki aðeins nægja til að grynna
á skuldunum, heldur gera hann mann til
að kaupa sér nóg brennivín um jól, ef ekki
brygðust líkurnar fyrir haustsíld.
A örstuttum tíma gerast svo margir ör-
lagaþrúngnir viðburðir að þeir mundu nægja
til að breyta hveijum meðal annál í tröllaleg-
ustu dæmisögur, ef nokkur gæfí þeim gaum
til að skrifa þá upp. Öreigar verða þéttefnað-
ir á ekki leingri tíma en sem svarar einu
miðlúngsfylliríi, gjaldþrota menn eru flognir
uppí loftið einsog tappi úr rófubyssu áðuren
maður hefur svigrúm tl að snússa sig. Stál-
hraustir víkingar gánga svo nærri kröftum
sínum að þeir leggjast máttvana á planið,
missa mælið og andast fyrirvaralaust.
Sóma- og hæglætismenn veða ofsterkir af
næturvökum og ofreynslu, fara öskrandi
um göturnar með eldrauðar glymur, bijóta
rúður, guðlasta og leggjast á fólk. Dauð-
vona menn skvera sér frammúr kojunni,
henda öllu meðalaskítbrasinu framaní lækn-
inn og ráða sig í nótabrúk. Það era jafnvel
dæmi til að konur taki léttasóttina yfir síld-
arkössunum, og verður að beita þær ofríki
til að sannfæra þær um, að þeim sé betra
að skreppa af glámbekknum rétt á meðan.
Eftir dálitla stund koma þær aftur og halda
áfram að kverka einsog ekkert hafí ískor-
ist, en kýrnar vaða öskrandi inní kálgarðana
til að leita að mjaltakonunum, og troða nið-
ur alt kartöflugrasið af eintómri mann-
vonsku, uns einhver strákur er sendur neð-
anaf bryggjunni með stóra sfld í hendinni
til að reka þær. Og hann dánglar í þær
með síldinni.
3.
En af öllum þeim bökum sem bogra
meðfram kössunum, beygja sig og rétta í
stöðugri óreglu, þá er eitt bak bognara en
öll hin; það er svo bogið og stirt að manni
fínst í rauninni guðs mildi að það skuli ekki
vera brotnað fyrir lifandi laungu. Þetta er
bakið á ævagamalli konu sem heitir Kata
mín í Vörinni. Hún er klædd í karlmanns-
jakka gauðrifinn og útslitinn, og í strigapils
sem líklega hefur verið á litinn einsog hver
annar poki þegar það var úngt, en nú er
það einsog gamall poki sem leingi hefur
legið fullur af trosi niðrí fjöru. Um hálsinn
hefur hún mórauða dulu, og suðvestis-
ræksni í höfðinu, á hnýttum fótunum ein-
hveijar blöðrur sem einginn mundi trúa að
væra skór, ef það Iægi ekki næst að ímynda
sér að það sem fólk yfirleitt hafi á fótunum
muni vera þeirrar tegundar. Vilji einhver
sjá framanf hana þá gefur að líta hrukkótt
gamalmennisandlit með einni stórri tönn,
eldrauðum augum og illa sprottnu skeggi á
hökunni. Hendumar eru slyttislegar, horað-
ar og hnýttar af elli, þær eru einsog gamlar
tuskur, og það orkar á mann einsog eitt
af kraftaverkunum, að slíkar hendur skuli
fá haldið á hníf. Og samt hafa þessar gömlu
hendur verið að kverka síðan í morgun
klukkan sex. Hún fór níræð uppúr körinni
í morgun klukkan sex, og hefur haldið áfram
að kverka í allan guðslángan dag. Hún hef-
ur ekki mælt orð frá vörum í allan dag og
hvorki litið til hægri né vinstri, en samt
hefur hún ekki kverkað nema einar þijár
tunnur, bara einar þijár tunnur, samtals
tvær krónur tuttugu og fimm. Þessi kona
ætti skilið að fá premíu, þó ekki væri nema
fyrir hvað hún er gömul, en hún fær aungva
premíu.
Hún er gömul síldarkona héðan af fjörð-
unum og kverkaði stundum fjörutíu tunnur
á dag og fékk tvöfalda premíu. En í dag
stendur undirpakkhúsmaðurinn uppvið
tunnuhlaðann og hefur ort vísu, sem flýgur
mann frá manni um alla bryggjuna:
Kemurðu uppúr körinni,
Kata mín í Vörinni?
Gaman er að kverka.
Sú kann nú til verka.