Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1992, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1992, Page 10
Skáldið Henrik Nordbrandt og nokk- ur ljóð eftir hann Henrik Nordbrandt er fæddur árið 1945 og líta flest- ir á hann sem beint framhald af nútíma ljóðagerð- inni; modernismanum. Hann er ólíkur flestum jafnöldrum sínum að því leyti að stúdentaupp- reisnirnar og róttæka vakningin á sjöunda áratugnum virð- ast ekki hafa haft nein teljandi áhrif á hann. Á meðan jafnaldrar hans af skáldakyni þustu út á göturn- ar og teygðu og toguðu hlutverk skáldskaparins í allar átt- ir, mögulegar og ómögulegar, nam hann Austurlandamál við Kaupmannahafnarháskóla og lagði sig eftir því slípað- asta og fínasta í evrópskri og bandarískri ljóðagerð. Þannig er Hinrik Nordbrandt; einfari í ljóðagerðinni. Þegar hin skáldin hafa stigið upp í vagninn situr hann eftir á bekknum og horfir á framandi sólir. Hughrif sín sækir hann aðeins að litlu leyti til heimahaga sinna, Danmerkur. Tyrkland og Grikkland hafa orkað mun sterkar á huga hans, einkum þó grísku eyjarnar sem hann lítur á sem föður- land sitt. En ljóðagerð Henriks Nordbrandts er engin landafræði. Spumingin er um hughrif. Grikkland er honum ekki vagga evrópskrar menningar og söfn og minjar segist hann forð- ast einsog heitan eldinn. Á Grikklandi uppliflr hann á hinn bóginn ægivald lyktar, lita og hljóma, andlegt ástand, ekki óskylt vímu. „Grikkland er einfaldlega djarfasta áskomnin á skilningarvitin sem ég þekki," segir hann í ferðabókinni Breve fra en ottoman. „Og þegar skilningavitunum er ýtt út á ystu nöf hreinsast hugurinn." Henrik Nordbrandt birti sín fyrstu ljóð um tvítugt og var mönnum strax ljóst að þar var óvenju þroskað skáld á ferð. Þó vom fyrstu þrjár bækurnar hans aðeins vegvísirinn að því sem koma skyldi. í næstu bókum á eftir taka Miðjarðar- hafið, grísku eyjamar, tyrkneskar hafnarborgir og hótel að leika sín hlutverk, og litirnir skærir, bláir og hvítir, tærléikinn hreinn og ómengaður, snæviþakin fjöll, olívutré og hafíð í eilífð sinni og bláma. Staðarnöfnin sem aftur og aftur skjóta upp kollinum segja sitt: Aþena, Beirút, Istanb- úl, Simi, Lesbos, Naxos. Ljóðabækurnar Opbrud og ankomster, Ode til blæksprutt- en ogSprutten og Glas, sem komu út á árunum 1974 til 1976, mynda heild og teljast viss hápunktur. í þeim er ljóð- formið sífellt að fágast og slípast. Annar póll í ljóðum Hen- riks Nordbrandts em gagnrýnin Ijóð og fremur svartsýn. Slíkan kveðskap er að finna í bókunum Istid (1977) og Spögelseslege (1979). Henrik Nordbrandt er prýðilega kynntur á íslandi. Árið 1988 kom út úrval ljóðum hans í þýðingu Hjartar Pálsson- ar. Ber að vekja sérstaka athygli á þeirri bók og öðrum bókum sem bókaútgáfan Urta hefur gefið út til að kynna norræna nútímaljóðagerð. Hvert sem við fömm heitir sú bók og gefur prýðilega mynd af skáldskap hans. Ljóðin sem hér birtast em þýdd úr bókinni Under mausolæet, sem kom út árið 1987. Undirritaður hitti Henrik Nordbrandt á norrænum bók- menntadögum í Hamborg haustið 1988. Eitt kvöldið örkuð- um við um borgina og kíktum inn á tyrkneskan matsölu- stað. Hóf Henrik strax samræður við Tyrkjann sem tók á móti pöntunum. Töluðu þeir saman á tyrknesku. Heyrðust samræðurnar fram í eldhús og nú komu kokkarnir fram og ásamt þeim aðrir starfsmenn og ættingjar þeirra. Stóðu nú nokkrir tugir manna við afgreiðsluborðið og ræddu við Henrik út í salinn þar sem við höfðum sest við borð. Ég lét mér nægja hljómfall tungumálsins en þegar við fórum sögðu Tyrkirnir mér að þeir hefðu búið í Þýskalandi í fimmt- án ár og í öll þau ár ekki hitt jafn skemmtilegan mann og Henrik í því landi. Formáli og ljóðaþýðingar eftir EINAR MA GUÐMUNDSSON o Biðstofan Þetta er Bodrum. Halíkarnassons fornaldar. Þettta er sjúkrahúsið í Bodrum. Þetta er biðsofan á sjúkrahúsinu í Bodrum. Þetta er myndin á veggnum á biðstofunni á sjúkrahúsinu í Bodrum. Þetta er dauði maðurinn á myndinni á veggnum í biðstofunni á sjúkrahúsinu í Bodrum. Þetta er maðurinn sem sker í dauða manninn á myndinni á veggnum í biðstofunni á sjúkrahúsinu í Bodrum. Þetta er fólksmergðin umhverfis manninn, sem sker. Menn hrinda hver öðrum til að sjá betur dauða manninn á myndinni á veggnum í biðstofunni á sjúkrahúsinu i Bodrum. Þetta er biðstofan þar sem fólk hrindir hvert öðru til að koma fyrstir á sjúkrahúsið í Bodrum Halikarnassons fornaldar þar sem Grafhýsið var. Þetta er staðurinn, þar sem Grafhýsið var. Þetta er hið blindandi ljós yfir staðnum. Þetta er staðurinn, þar sem Grafhýsið-er jafn ósýnilegt nú og þegar Másólus leit Ijósið í fyrsta sinn. Þetta er biðstofan. Sorgarsaga Kerin voru aðeins tækið, tunglið takmarkið. Hinir voru leirkerasmiðir. Kerin voru margvísleg að lögun og þegar þau rak niður fljótið varð öllum skyndilega ljóst að ker eru sköpuð til að fljóta og fljót til að fleyta kerjum og tungl til að lýsa upp fljót iðandi af alls konar kerjum. Spölkorn neðar við fljótið veiddi óvinveittur þjóðflokkur kerin upp úr vatninu. Fyrst migu þeir í þau en brutu þau síðan Eftir það voru leirkerasmiðirnir bara gamlir menn enn líkari sínum eigin leir en nokkurn tíma áður. Til að enginn yrði.þess var ötuðu þeir sig alla út í leir. Hinir stungu þeim í ofninn því þeir voru, eins og áður segir, leirkerasmiðir. Vesalings leirkerasmiðirnir! Henrik Nordbrandt. Tunglið var hátt uppi og ósnertanlegt yfir 30 metra háum bambusskógi á meðan vesalings leirkerasmiðirnir flutu niður fljótið. Kerin voru aðeins tækið. Silfurspennan Júnígolan þrýstir þunnum kjól að líkama stúlkunnar sem í honum er og stendur undir lítilli sólhlíf í árabát. KjóIIinn er hvítur og tekinn saman með silfurspennu við vinstra brjóstið. Hafið í mjólkurhvítum bláma. Á ströndinni er fólk í röndóttum baðfötum baðhús og ís. Úr því að það er undirritaður sem rær virðist því sem stúlkan sé ein á bátnum og líði fram með aðstoð þess sama, hlutlausa krafts og silfurspennan sem kemur í veg fyrir að kjóllinn fljúgi burt. Tarífa Þeir skáru höfuðið af hvalnum en sagt er að miðað við líkamsstærð vegi heili hans jafn mikið og mannsheilinn. í tíu daga sat bæjarfíflið með opinn munn og buxurnar gegnblautar af öldunum - sat dag og nótt og horfði á leifar þessa undarlega dýrs sem menn vilja meina að átt hafi forfeður er eitt sinn gengu á land en iðruðust og sneru aftur til sjávar. Sá heltekni þáði hvorki vott né þurrt og þegar reynt var að tjarlægja hann æpti hann, reif sig lausan og hljóp aftur til hvalhöfuðsins sem í rás daganna fylltist af rottum. Morgun einn var hann horfinn og sást aldrei eftir það. Höfuðkúpa hvalsins liggur hér enn gulnuð, alþakinn þörungum og skeljum, undir borgarmúrnum, sem öldurnar lernja í vondum veðrum: Þessi stöðuga áminning um hafið gerir bæinn að aðlaðandi aðsetri fyrir okkur, sem ekki tilheyrum skilyrðislaust einni eða annarri höfuðskepnu og sama hverja við veldum hina myndum við án efa þrá.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.