Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1992, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1992, Síða 6
MINNISPUNKTAR AÐ NORÐAN Sólstöður, lengsti dagur ársins. Síðan fer jarðar- möndullinn að halla sér á hinn kantinn. Eitt hænufet á dag hét það í munni alþýðu. En nú vitum við að þessi fet eru mislöng; afar stutt í kringum sólstöður á vori og vetrarsólhvörf, en Á sólstöðum voru Eyflrð- ingar að byrja að bera ljá í gras og taðan ilmaði í sólinni. Tveimur dögum síðar náði sauðfé ekki til jarðar fyrir snjó og vestar, í Húnavatnssýlu, fórst margt fé í þessu veðri. Þannig er Island löng í kringum jafndægrin. Fannimar á Öxnadalsheiðinni ná niður á móts við veginn. Fylla sum gilin. Eru eins og rúnaletur eða mannamyndir í hlíð- unum, hverfa uppí þokuna, sem nú er að læðast inn úr vestri. Dauðinn er hreinn og hvítur snjór, segir Jónas Hallgrímsson í hinu torræða ljóði sínu, Alsnjóa. Mér finnst þetta líka; þessvegna leiðist mér snjór og ég vildi helzt að ég þyrfti aldrei að hafa hann undir fótum - og bíldekkjum. En uppi í fjöllum er hann fallegur, ekki sízt á haustin þegar fyrst hvítnar í fjöll. Og á vorin þegar hann afmarkar gilin eins og nú á Öxnadalsheiðinni. En daginn eftir brast hann á með snjókomu um mestallt Norðurland; sauðfé náði naumast til jarðar þar sem verst var og ungar mófuglanna hafa stráfallið. Sú hlið á Islandi sést ekki á póstkortunum sem túristarnir kaupa. Þar er himinninn alltaf skærblár. Og landið er líka blátt, póstkortablátt. Þegar eitthvað gerist í veðurfarinu sem þykir óeðlilegt miðað við árstíma, halda margir að það boði varanlegar breytingar. í fyrra varð óvenjulegur sumarhiti, sem raunar byrjaði um miðjan júní og stóð út júlí. Annað eins sumar hafði víst ekki kom- ið síðan 1939, sögðu hinir iangminnugu. Samt var strax farið að gera því skóna, að nú væri að hlýna svo um munaði. Það væru gróðurhúsaáhrifin, bara sísona eins Sól og blíða og bæirnir allt í kring: Eyfirzk búsæld á lengsta degi ársins. Bær- inn fyrir miðju á neðri myndinni er höfuðbólið Grund. Myndirnar tók greinarhöf. í GHjareitum, vegarkantur lagfærður með jarðýtu. Grund í Eyjafirði. Kirkjan sem Magnús Grundarbóndi byggði af miklum metn- aði er óhefðbundin að því leyti, að hún snýr frá norðri til suðurs. og hendi væri veifað. Svo kemur vetrar- kuldi á sama tíma ári síðar. Og þá er sagt:- Þetta er einhverskonar stór breyting á veðurfari; það er áreiðanlega að kólna. En veðurfræðingar trúa ekki svona af- dráttarlaust á varanlegar breytingar. Við erum einfaldlega háð því hvar hæðir og lægðir setjast að; hvort hingað er dælt lofti úr suðri eða norðan af norðurpól. En allar verulegar breytingar taka tíma, sem fremur mælast í öldum en árum. Vegurinn um Giljareiti á Öxnadalsheiði þótti kvíðvænlegur á fyrstu árum bílaum- ferðar um heiðina. Hapn var mjór, kantur- inn laus í sér og viðsjárverður og gljúfrið fyrir neðan. Nú er verið að koma þessum vegi í viðunandi horf; um sólstöður var búið að undirbúa hann undir varanlegt slitlag að stórum hluta. Einhver ofurhugi á jarðýtu var að snyrta upprótið neðan við vegarkantinn. Mér sýndist ýtan allt að því standa uppá endann stundum. í smásögu sinni, „Slys í Giljareitum", ^allar Þórir Bergsson um afleiðingar af ábyrgðarlausu blaðri. Maðurinn í leigubíln- um var að grobba sig af kvennafari um borð í strandferðaskipi, sem fékk þær hörmulegu afleiðingar að stúlkan hvarf fyrir borð. Hann vissi ekki, að hún hafði verið heitbundin einmitt þessum manni, sem ók leigubílnum. Stund hefndarinnar rann upp. Og um leið stund sjálfsmorðs- ins. Kaldur og rólegur ók hann bílnum framaf brúninni. Hann endastakkst niður snarbratta hlíðina og hafnaði í ánni. II Eyjafjarðardalurinn er búsældarlegasta sveit á Islandi; Borgarfjörðurinn kemst ekki uppað hliðinni á honum og ekki held- ur sveitir á Suðurlandsundirlendinu. Hrunamannahreppur í Árnessýslu kemst þó að minni hyggju næst því. í Eyjafjarðar- sveit, áður Öngulsstaðahreppi og Hrafna- gilshreppi, sem eru sinn hvorum megin Eyjafjarðarár er allt sem til þarf: Tilkomu- mikil náttúrufegurð, grasgefið undirlendi og glæsilega byggt. Þar að auki er snyrti- mennska í kringum bæi til fyrirmyndar. Það gerist ekki betra annarsstaðar. Á lengsta degi ársins var heiðríkja og fegurð á þessum slóðum; Kaldbakur sveif í grænblárri móðu í norðrinu, en fjólu- blárri slykju sló á Súlur. Á einstaka bæ höfðu menn borðið ljá í gras, því hér virt- ist fullsprottið og taðan lá og ilmaði eins . sæta. Annaðhvort var að koma helli- demba, eða hann var uppgróinn með aust- antórum og vætan alveg á næsta leiti. Næst þegar stytti upp, eða „tók af“ eins og sagt var, þurfti kannski að breiða að nýju úr öllu sætinu og þá var komin önn- ur lykt af töðunni, dálítið súr og ekki eins fersk og eftir fyrsta þurrkinn. I óþurrka- sumrum var hreinlega enginn ilmur eftir þá loksins að hægt var að koma heyinu í hlöðu. Stundum stigu gufur upp úr hlöð- unni, þegar hitnaði í heyinu; þá „ornaði“ taðan eins og sagt var og fékk þá enn nýjan ilm. 111 í Eyjafjarðarsveit hafa menn myndarleg kúabú og troðjúgra kýr voru að úða í sig grasi í beitarhólfum og í öðrum hólfum var krökkt af lambfé. Þegar maður lítur svo augljósa búsæld, virðist erfitt að trúa því að landbúnaður á íslandi búi við þreng- ingar. í hnotskurn má segja að þær séu afleiðingar þess, að við höfum farið okkur of hægt í umskiptunum úr bændaþjóðfé- laginu til fjölbreyttara nútímaþjóðfélags, sem þó er ekki nægilega fjölbreytt. Alltof margir bændur stunda búskap miðað við þá tækni sem tiltæk er. Það er út af fyrir sig sorglegt í heimi, þar sem sárlega vant- ar matvæli. En jafnframt segir það sig sjálft, að hnattstaða íslands gerir það ekki vænlegt til framleiðslu á ódýrum matvæl- um. Það er með öðrum orðum dulbúið at- vinnuleysi í sveitum sem dekkað er með því að ríkið ábyrgist ákveðið verð fyrir afurðir og niðurgreiði þær, séu þær fluttar út. Sá herkostnaður hefur verið þungbær, það er svo aftur á móti spuming hvort ekki sé frá mannlegum sjónarhóli ennþá verra að borga fólki bætur, en að það hafi ekkert að gera. Æskilegast væri að geta haldið sem flestum jörðum í byggð á Islandi, en að þar væri hægt að framleiða eitthvað sem stendur undir sér. Byggð á ugglaust eftir að gisna á af- skekktum stöðum og þar sem erfítt er undir bú. En gósenland eins og Eyjafjarð- ardalurinn hlýtur að halda stöðu sinni. Og bændur þurfa varla að kvíða neinu þó ein- hver erlend samkeppni komi til skjalanna síðar. Framfarir í vörugæðum og fjöl- breytni hafa verið með ólíkindum. Mér kemur til hugar frumstæðir og hálf óætir ostar, sem Mjólkurbú Flóamanna sendi í mjólkurbrúsunum á bæina fyrir 40 árum, - og allt það góðgæti, ostakyns, sem nú er framleitt bæði nyrðra og syðra. IV Sumir bæir urðu frægir og jafnvel tald- ir til höfuðbóla vegna þess að þar bjuggu nafntogaðir höfðingjar. Mér er til efs að Möðruvellir í Eyjafirði hafi fyrir sakir land- kosta og landstærðar geta talizt höfuðból. Samt hefur sú jörð haft þá tign í hugum margra vegna þess að þar bjó Guðmundur Eyjólfsson ríki á 10. og framá 11. öld. Og síðar bjó þar Loftur ríki Guttormsson. Guðmundur ríki var á sinni tíð einn voldugastur maður á íslandi, talinn hand- genginn Hákoni jarli Sigurðarsyni og mælti eins og kunnugt er með því, að ís- lendingar gæfu Ólafi konungi helga Gríms- ey, en fengju í staðinn fríðindi úti í Nor- egi. Jafn kunnug er röksemd Einars Þveræings gegn þessari tillögu, en þeir Guðmundur ríki og Einar voru reyndar bræður. Síðan hefur Einar verið eftirlæti allra svokallaðra þjóðvarnarmanna, svo og þeirra sem ævinlega óttast landsölu þegar náin samskipti við nágrannalöndin komast á dagskrá; nú síðast í sambandi við Evr- ópska efnahagssvæðið. Guðmundur ríki á Möðruvöllum fór með Möðruvellingagoðorð; hann hefur verið uppi á dögum kristnitökunnar og líklega orðið kristinn að nafninu til. Möðruvellir eru kirkjustaður; kirkjan er frá 1847, ein- falt hús klætt með reisifjöl, turnlaus að kalla. Kirkjuklukkum var komið fyrir í sérstöku klukknaporti frá 1781, sem er friðað og í sumsjá þjóðminjavarðar. V Grund í Eyjafirði hefur ótvírætt á sér svipmót höfuðbóls. Þó bærinn standi lágt, er bæjarstæðið fagurt og umfram allt set- ur kirkjan svip sinn á staðinn. Hún er ein af perlum íslenzkra kirkna, timburkirkja, reist árið 1905 af Magnúsi Sigurðssyni, bónda á Grund (1846-1925). Fyrst er get- ið um kirkju á Gund í lok 12. aldar; hún var helguð Lárentíusi. Hugmynd Magnús- ar bónda var að reisa á staðnum kirkju fyrir allan Eyjaíjörð. Fékk hann Magnús Asmund Bjarnason frá Geitaskarði í Möðruvellir í Hörgárdal, kirkjan og minningarskjöldur um Nonna. Möðruvellir í Eyjafirði, bær Guðmundar ríka og Lofts Guttormssonar hins ríka. Á neðri myndinni er kirkjan og klukknaportið. og bezt getur orðið. Merkilegt hvað lykt getur framkallað ákveðnar minningar; jafnvel lykt sem löngu var búið að gleyma. Töðuilmurinn flutti mig á svipstundu aftur til barnæsku í Uthlíð, þar sem ég rakaði dreif, en þeir fullorðnu hömuðust við að Fljótsdal til að gera endanlega teikninjgu af kirkjunni og sjá um smíði hennar; As- mundur hafði numið trésmíði í Kaup- mannahöfn og var greinilega maður fyrir sinn hatt. Við endanlegar teikningar kom einnig við sögu Sigtryggur Jónasson, tré- smíðameistari á Akureyri. Magnús á Grund rauf gróna hefð þegar hann ákvað að láta kirkjuna snúa í norður og suður í stað hins hefðbundna, austur og vesturs. Svo var vandað til smíðinnar, að Magnús þurrkaði efnið sérstaklega við ofn í baðstofu, áður en úr því var smíðað. Og glerið skar hann sjálfur. Aftur á móti var fenginn norskur málari, Muller að nafni, til að skreyta kirkjuna og mála. Vígð var kirkjan á Grund 12. nóvember, 1905, daginn eftir að Akureyringar héldu uppá sjötugsafmæli séra Matthíasar Joc- humssonar, eftir því sem segir í bók séra Gunnars Kristjánssonar, Gengið í guðshús. Þau mistök hafa verið gerð eins og oft fyrr og síðar, að tijáplöntum hefur verið plantað niður alltof nærri kirkjunni á Grund. Nú er gróska þessara tijáa slík, að við liggur að þau skyggi á kirkjuna og að hún njóti sín ekki sem skyldi vegna þessa. Auk þess draga trén um of úr birtu inni í kirkjunni. Úr þessu er að sjálfsögðu hægt að bæta með því að fella trén og planta nýjum, ef hægt er, aðeins fjær kirkj- unni. En svo fögur sem hún er, virðist mér að tré bæti þar ekkert um og séu einfaldlega ónauðsynleg. VI Á öllu Eyjafjarðarsvæðinu eru Möðru- vellir í Hörgárdal ugglaust nafnfrægasta bújörðin; höfuðból, valdamiðstöð og menntasetur fyrr á tíð. Líkt og á Grund er það kirkjan, sem setur mestan svip á staðinn. Turninn er tvískiptur og sérkenni- legur, en kirkjan er verk Þorsteins skipa- smiðs Daníelssonar á Skipalóni, sem byggði hana 1865-67 eftir að kirkjan sem fyrir var eyðilagðist í eldsvoða. Þetta er stór kirkja, tekur 250 manns, en að innan getur hún naumast talizt fögur og kemst ekki í neinn samjöfnuð við Grundarkirkju. Þar er altaristafla eftir danskan málara, E.J.Lehman og yfír sáluhliðinu er vers úr Passíusálmunum: Jurtagarður er herrans hér.. Bæjarstæðið á Möðruvöllum er fallegt að því leyti, að þaðan er gott útsýni inn í Öxnadal og út yfír fjörðinn. En bærinn stendur ekki hátt og ekki getur talizt fram- úrskarandi „staðarlegt" heim að líta eins og stundum var sagt. Þar eru tvö íbúðar- hús; annað með danskt stílbrigði á þakinu og skammt frá því er steinn með minnin- garplötu um Pater Jón Sveinsson, Nonna, sem fæddist á Möðruvöllum 1857. Það er vegna bóka hans, að enn eru að koma þýzkir pílagrímar til íslands að sjá með eigin augum þá staði hér á þessum slóð- um, sem Nonni lýsir. Hann lézt úti í Köln 1944. Möðruvellir voru höfðingjasetur, að minnsta kosti frá því Eyjólfur ofsi bjó þar á 13. öld. Seint á þeirri öld var stofnað til munklífis á Möðruvöllum og stóð klaustrið þar fram að siðaskiptum 1551. Þá urðu þau umskipti í sögu Möðruvalla, að konungur eignaðist jörðina og sátu þar umboðsmenn hans, unz staðurinn var gerð- ur að amtmannssetri fyrir Norður- og Austuramtið. Og hér var stofnsettur fyrsti gagnfræðaskóli á íslandi árið 1880 og var starfræktur þar unz hann var fluttur til Akureyrar 1902. Á Möðruvöllum verður manni umfram allt hugsað til Bjama skálds Thorarensen, sem þar var amtmaður og þótti líta nokk- uð stórt á sig. Að minnsta kosti fékk Hjálmar skáld frá Bólu að kenna á því, þegar hann hugðist leita ásjár hjá amt- manninum. Þessi eini fundur tveggja stór- skálda okkar á 19. öldinni hefur verið án jafnræðis og Bjarni gat ekki setið á valda- hrokanum. Hann viðurkenndi samt í ljóði, að „ekki er hollt að hafa ból/ hefðar uppá jökultindi/ af því þar er ekkert skjól/ úti fyrir frosti snjó né vindi“. Ég hef aldrei haft miklar mætur á Bjarna sem skáldi, finnst hann oft stirður og óskáldlegur og alls ekki jafnoki bónd- ans í Bólu. En hann hefur verið kóngur í ríki sínu hér á Möðruvöllum og líklega átt nokkuð góða daga miðað við það sem al- mennt gerðist á þeim tíma. Bjarni var jarð- settur í kirkjugarðinum á Mörðuvöllum og þar hvílir raunar annað eyfirzkt skáld: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Framhald síðar. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22.ÁGÚST1992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.