Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1992, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1992, Page 5
ÞORVALDUR KRISTJÁNSSON Hundasleði á Kong Oscars-vogi. FIugleiða-Fokker og þyrla Greenlandair (Glace) á Kulusuk-flugvelli. brauð er í farteskinu, fyrir utan rifflana sem best er að hafa með ef bangsar skyldu sækja í bakkelsið. Hvert eyki telur um 10 hunda en sleðarnir eru léttir og mjóslegnir, allir skrúfaðir saman eða vafðir með þvengjum á samskeytum svo að þeir nái að jagast eftir undirlaginu án þess að brotna fyrr en síðar. Ofan á 2-3 metra þykkum sjávarísnum er um 1 metra þykkur snjór með skafsköflum. Ekill hvers eykis kann sitt fag, skipanir gjalla á austur-grænlensku: Jú, jú og svo: Rí, rí og hundarnir, sem oftast eru órólegir í upp- hafi ferðar, taka á rás eftir hjarninu í eina slóð í átt til þorpsins Ikateq, um 35 km í burtu. Þetta verður dagsferð, fram og til baka. Einn ferðalangur situr hvern sleða með eklinum en hundarnir hlaupa rösklega milli borgarísjaka sem sitja fastir í freranum, frá síðasta sumri fram á vor. Að Vera með Náttúrunni Leiðin liggur til fjalla. Farið er um allhátt skarð því að litla þorpið er á þeirri strönd Ammassalik-eyjarinnar er snýr að megin- landinu en bærinn Ammassalik er á suðaust- urströndinni, móti Grænlandshafi. Hundarnir eru á stærð við t.d. Labradorhunda en ólíkir þeim í útliti, loðnir með upprétt eyru og ská- sett augu. Þeir eru ótrúlega dugmiklir við dráttinn en þegar verst lætur í bratta verða bæði ekill og farþegi að bregða sér af sleðan- um og ganga með eða ýta. Efst í skarðinu er skafrenningur. Fínkorna og þurr snjórinn þyrlast milli kletta. Yfír gnæfir þungbrýnn fjallvegur með svartar brár og það dansa litlir snjóþyrlar eftir sprungum og glufum. Þeir glitra í sólinni. Það er lágur dynur í loftinu. Skafrenningur- inn deyfir fjarlægðarskynið og fjöllin sýnast hærri en þau eru og úfnir steindrangar nærri hallast yfir mann. Másið í hundunum gleymist og menn skynja að óvíða er hægt að vera jafn einn í víðáttunni og á þessum slóðum. Að slepptum hinni smálegu mannabyggð í héraðinu er varla nokkurt lífsmark að finna hundruð og þúsundir kílómetra vegalengd í allar áttir. Svo taka hundamir að gjamma og allt í einu tekur við snarbrattur foss, allur í klakad- róma, og flughátt klif fram úr skarðinu. Grænlendingarnir taka öllu með ró og stýra leiðangrinum rétta leið til smáþorpsins, sem eins og hímir undir stórum borgarísjökum, á klettóttri strönd við lagnaðarísinn. Háværir Vélfákar í ferðahópnum er fólk af sjö þjóðernum. Sá hluti hans sem ekki tekur þátt í hunda- sleðaferð þennan-daginn sest á urrandi vél: sleða, einn maður aftan við hvern ekil. í bakpokum er aukafatnaður og nesti. Sleðarn- ir þeysast upp og niður brattar brekkur á götum bæjarins, frá hótelinu sem stendur efst í honum, niður að ströndinni innarlega í bænum. Tveir skemmdir kajakar á hvolfi, nokkrir yfirbreiddir vélbátar og samsíða sprungur í ísnum sýna hvar sjór tekur við af landi undir klakabreiðunni. Sjávarföllin bijóta íshelluna við fjöruborð. Bátamir minna líka á að önnur faratæki en hljóðlátir hunda- sleðar eða háværir vélsleðir duga hér best á sumrin. Stefnan er tekin upp í fjallskarð, yfir sjáv- arísinn á Kong Öscar-voginum. Þar uppi, rétt eins og á leiðinni til Ikateq, sést inn á meginlandsjökulinn á Grænlandi, 3.000 metra þykkan og nokkur hundmð þúsunda ára gamlan hveljökul sem er um 2 milljónir ferkílómetra að flatarmáli. Hann er a.m.k. 250 sinnum víðáttumeiri en Vatnajökull! Vissulega er kalt á kinn er menn aka á tuga kílómetra hraða á klukkustund í frosti en nútímaskjólfatnaður gerir svona ferð bara ánægjulega. Granítfjöllin eru ólík þeim ís- lensku og hvergi lát á forvitnilegu landslagi til að skoða. Næsti Nágranni í Vestri Ammassalik er á svipaðri breiddargráðu og Patreksfjörður. Bærinn er miðstöð stjórn- unar, þjónustu og verslunar á Austur-Græn- landi, en þar er meginbyggðin í Tasiilaq-hér- aði. I bænum búa um 1.500 manns en í hérað- inu öllu á 45.000 ferkílómetrum (tæpl. hálfu íslandi), búa alls 3.000 manns. Að slepptum Ammássalik-bæ eru þar sex þorp (byggðir). Næstu byggðir eru órafjarri í Suður-Græn- landi og firnarvegalengd er til Scoresby- sunds í norðri. Ammassalik stendur fallega við góða, nátt- úrulega höfn, á nokkrum klettóttum hæðum. I apríl er þar enn mikill snjór og grýlukertin falda öll þakskegg. Malbikaðar göturnar eru samviskusamlega ruddar og bílar, flestir á vegum fýrirtækja og stofnana, eru þar á sí- felldum þeytingi. Höfnin er lokuð 8-9 mán- uði á árinu vegna ísa en vöruskemman er líka risastór og olíugeymamir eftír því digr- ir. Öll raforka er framleidd með þremur þung- gengum díselvélum og hér er allt til alls: Tryggt símasamband, ágæt hlustunarskilyrði útvarps og sjónvarps, nokkrar verslanir, skóli, sjúkrahús, kirkja, byggðasafn, dans- staður, veitingastofa og minjagripagerðir. Við flest af litskrúðugum timburhúsum stað- arins eru bundnir margir hundar og þar er sums staðar þurrhjalla og skutla að sjá í undarlegri mótsögn við gervihnattadisk á húshorni eða vélsleða undir vegg. VlNUR Miðpunktur mannlífsins er á litlu torgi við kjörbúðina, bankann og pósthúsið, skammt frá höfninni. Þar staldra menn við og spjalla, sumir með öldósina í hendi eða börn á sleða. Þótt allmargir bæjarbúa stundi veiðar úti við ísröndina og enn aðrir hafi nógan starfa við þjónustu, við bæjarstörf eða verslun, eru all- margir alveg atvinnulausir eða hafa a.m.k. lítið að gera fyrr en vorar og sjófært verður í júní. Fólk er vingjarnlegt við okkur, heilsar alla- jafna með hæ-i eða davs-i og margir spyija hvaðan þessi rauðklæddu með með tól og. tæki séu að komnir. ísland er vel kynnt hér sem góður nágranni og opnar margar leiðir í samræðum er oftast fara fram á misstirðri dönsku eða ensku, einkum ef rætt er við ungt fólk. Algengt er að menn viti um vinabæinn Kópavog á ísiandi og kunni að segja eitt orð á íslensku: Vinur. AUÐVELD AÐKOMA TlL V ETRARPARADÍSAR Ammassalik er mjög nálægt Kúlusuk-eyju en þar er allstór flugvöllur, kippkorn frá 350 manna þorpi. Þangað senda Flugleiðir nærri daglega Fokker-vélar á sumrin en flugfélag- ið Óðinn (Odinair, Flugskóli Helga Jónsson- ar) flýgur þangað í áætlunarferðum allan ársins hring. Flugleiðir hafa nú tekið til við sérferðir í apríl öllu þessu til viðbótar, í sam- vinnu við hótelið í Ammassalik og fleiri að- ila. Ýmsar ferðaskrifstofur, bæði innlendar og erlendar, bjóða fram fleiri nokkurra daga ferðir en áður á þessum árstíma, enda fellur nóg til af flugi milli íslands og Kuiusuk. Flug til Kulusuk tekur aðeins um 2 stund- ir en 10-5 mín. flug með þyrlu Greenlandair (Glace) kemur fólki til Ammassalik. Á hveiju sumri nýta allt að 6.000 erlendir farþegar sér flugferðir til Kulusuk og þangað hafa allmargir Islendingar komið. Um 2.000- 3.000 manns halda áfram til Ammassalik, aðallega í júlí og ágúst. Islendingar eru þá í miklum minnihluta á þessari síðari vertíð ferðaþjónustunnar grænlensku. Enn færri líta vetrarparadísina Ammassalk í apríl eða síðla vors. Forvitnilegar Ferðaslóðir Á sumrin stansa ferðamenn oftast 2-5 daga í bænum. Þeir fara í langar og suttar gönguferðir í fagurri náttúru, skjótast með þyrlu í jöklaferðir eða sigla á kútterum um firði og lygna voga, innan um borgarísinn. í apríl og maí er annað upp á teningnum. Þá geta Islendingar, sem og reyndar aðrir, notið sérstakra töfra Grænlands og kynnst nýjungum eða iðkað íþróttir sem þeir kunna að meta. Auk útsýnis- og jöklaflugs á þyrlu er boðið til ógleymanlegra hundasleðaferða og vélsleðaferða, líkt og fyrr var lýst. Góðar gönguskíðaslóðir eru nærlendis og ný 400 metra löng toglyfta er í bænum, við ágæta svigskíðabrekku. Gönguferðir um bæinn og á ísilögðum voginum eru forvitnilegar, stutt er í fjöll til göngu og harðsnúnir prílarar geta meira að segja stundað ísklifur á borgar- ískjökum eða alvöru fjallaklifur. Kvöldlangt er unnt að dunda sér við mat og drykk og m.a. horfa á makalausa trommudansa. Grænlendingar reyna mjög að fjölga ferða- mönnum hjá sér á fyrri ferðavertíðinni. Vissu- lega er Grænland áhugavert í sumartíð en líklega enn nær réttu í apríl, snævi þakið í sólríku staðviðri, séð af nærri hljóðlausum hundasleða. Það er full ástæða fyrir íslend- inga að heimsækja granna sína í vestri á vormánuðum, t.d. um páska eða langa frí- helgi. Menn hafa bæði gagn og gaman af að kynna sér lífshætti Austur-Grænlendinga og njóta óvenjulegrar og frískandi útiveru á dálítið framandi slóðum, sem' þó eru svo nærri okkur sem raun ber vitni. Ferð til Austur-Grænlands er tilvalin sem tilbreyting að vori, tilvalin handa þeim er líkar við vetrar- íþróttir og tilvalin handa hópum úr félögum eða fyrirtækjum sem vilja reyna eitthvað eftirminnilegt. Höfundur er jarðeðlisfræðingur. j Afsalið Þið girnist mína gróskumiklu sál, sem þúsund skóga og hundrað nætur. Þið eruð hörn ástarinnar og eruð hörn mín. Og með yfirlæti í augum biðjið þið um afsal af þeirri bók, sem aðeins stendur opin meðan ég rita í hana. Og biðjið um hana strax. Þegar humallinn bærist í vorgolunni og það skijáfar í blöðum eikarinnar, ísing er á veginum, svo maður verður að ganga meðfram honum, tek ég upp lykil minn og opna þær dyr, sem hingað til hafa verið læstar og hleypi ykkur inn., Þið vaðið vatnsflauminn og skoðið allt með girnd í augum og titrandi hendur ykkar teygja sig eftir öðru skjali. Ég stend eftir í dyragættinni og sé dýrmæt leyndarmál, sem ég hef geymt svo vel, hverfa mér sjónum. Ég sit í sófa við kertaljós inní húsi, sem stendur á hólma. Þú situr í sófanum hjá mér, móðir barna minna, við ræðum um afsalið og sálusvipti minn við það. Hér sitjum við tvær skapandi verur á óvenju dimmum vordegi. Það er læðingur yfir vatninu og í djúpi þess synda börn ástarinnar. Höfundur er 14 ára Reykjavíkurdrengur. Ljóð eftir hann birtist fyrst í Lesbók fyrir 2 árum, en Ijóðið að ofan er úrfyrstu Ijóða- bók hans, Við enda sléttunnar, sem ný- komin er út hjá forlaginu Listhúsi. EIRÍKUR BRYNJÓLFSSON Haustljóð Trén í garðinum blakta og skuggarnir flökta einsog svipir feðranna Laufm falla og blærinn þeytir þeim á loft og hvirflar og safnar í hauga Brátt kemur vetur breiðir hvítt teppi óminnis yfir minningar sumars Sem sofa undir hvítri voð þar til vorar og minningatrén klæðast á ný laufskrúði liðinna ára Höfundur er rithöfundur og þýðandi. Ljóð- ið er í bók sem væntanleg er á þessu ári. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29.ÁGÚST 1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.