Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1992, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1992, Síða 2
PAAL-HELGE HAUGEN (Útskýring) Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson þýddi. eftir svona mörg ár opnar þetta kvöld sig: göng niður á við og til baka, birtan flæðir inn þangað sem við héldum að hún kæmist ekki tré hreyfa sig hægtr kvöldið bærist fyrir vindi tímans sem flytur á brott afganginn af veðruðu hatri, uppnám gjall, hröngl af orðum með trosnaða kanta, bindi fyrir augun, hljóðið frá hurð sem skellist og skellist eftir verða útlínurnar á nærfærnum ástarhótum og galopnum morgnum, gegnumlýstum neðanfrá og með bakið í myrkrið, einbeittur vilji til að skilja það sem verður að skiljast vindurinn fer hjá, það birtir til ég snerti þig með hófstilltri hönd (um engla) englarnir á glansmyndunum okkar voru hátíðlegir og nýþvegnir þeir voru nýbúnir að greiða sér og leggja vængina snoturlega saman á milli herðablaðanna alltaf gult sítt liðað hár, slegið enginn með fléttur eða tagl í ' hnakkanum aldrei gleraugu eða smalahúfa og það var ómögulegt að sjá hvernig þeir voru búnir til fótanna eina nótt dreymdi mig lítinn, þrekinn karl í vaðmálsbuxum og peysu hann svitnaði og var að vandræð- ast með vængina þeir voru svartir og litlir um það bil einsog á þresti hann brosti, næstum einsog afsakandi og tölti sína leið ég sagði það aldrei neinum Paal-Helge Haugen er norskt skáld, f. 1945, og hefur m.a. hlotið tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Noröurlandaráðs. Ljóðin eru úr bókinni „Tré hreyfa sig hægt" sem nýkomin er út með styrk frá norræna þýðingarsjóðnum. Þýöandinn er skáld og hefur gefiö út sex Ijóðabækur. Hvaðan var Kristmann? í kynningartexta um Kristmann Guðmunds- son, skáld, sem birtur var í Lesbók með ljóði hans, Blábrá, 29. ágúst sl., var hann sagður upprunninn af Snæfellsnesi. Kvartað hefur verið yfir því að þetta sé ekki rétt. Krist- mann er fæddur á Þverfeili í Lundarreykjad- al í Borgarfirði en fluttist ungur að árum með afa sínum og ömmu að Fáskrúðarbakka í Miklaholtshreppi og ólst upp hjá þeim. Þar átti hann heima á unglingsárum sínum og er mér kunnugt um að gömlum Snæfellingum finnst hann vera þaðan, en hitt er rétt, að hann er fæddur Borgfirðingur. GS. Kvöldin í garðinum Tileinkað verki Magnúsar Pálssonar, „Dreams“ 1992 Eftir KRISTÍNU BJARNADÓTTUR Eg er á leiðinni í Tijágarð- inn. Stefni að hliðinu sem er næst Drottningartorgi, fyrsta torginu sem ie- starfarþegar koma að, stígi þeir út í Gautaborg. „Er það satt sem sagt er að það séu talandi tré hér í garðinum," spyr ég vaktmanninn við hliðið. „Já. Stendur heima,“ svarar vaktmaðurinn líkt og ekkert sé sjálfsagðara og horfir á mig eins og sá sem af skyldurækni bíður eftir að taka á móti gjaldi, svo hann geti lofað mér innfyrir. „En varla tala þau stöðugt. Heldurðu að þau segi nokkuð svona að kvöldi dags?“ Vaktmaðurinn virðist nú undrandi á efa- semdum mínum í garð tijánna og reynir að sannfæra mig um að trén séu ekkert síður málgefin þótt sól sé tekin að hníga. Þó verð ég öllu tortryggnari. Veit hann ekki að ég er að tala um eitthvað mjög merkilegt? Hann lætur eins og nánast hvaða tré sem er geti talað. Tilhvurs að flækjast hér innfyrir ef ég get farið út í skóg og hlýtt þar á ræðuhöld hjá hveiju því tré sem ekki hefur orðið fyrir exi skógarhöggsmanns og sem ekki er orðið þögult af þurrki og ekki mjög veikt af eitri. Eg hef ekki sagt orð um að ég sé að leita að listaverki eftir íslenskan listamann og ekki neinum venjulegum sænskum tijám. Hvað veit vaktmaðurinn? Til að komast að einhveiju, rétti ég fram Selmu-Lagerlöfseðilinn méð tvíeykinu og nóbelshöfundinum sjálfum aftast í kerrunni og öðrum hestinum að stökkva útúr mynd- inni meðan maður horfist í augu við hinn. Hinum megin á seðlinum flýgur Níls Hólm' geirsson með jólasveinahúfu yfir akrana á gæsinni sinni. Og vaktmaðurinn gefur mér helminginn af andvirði seðilsins til baka, sleg- inn smápening og hans hátign kóng Carl XVI Gustaf. „Hefurðu heyrt í þeim sjálfur?“ prófa ég enn. „Já já“. „Og hvað sögðu þau?“ „Þú átt eftir að heyra það sjálf“. „Ég er að tala um listaverk". „Auðvitað". „Og hvemig fínn ég verkið ef það er eins og hvaða tré sem er?“ held ég áfram að stríða, rétt eins og Hamsun sé lifandi kominn í hug minn og svangur. „Veistu nema ég muni ganga framhjá án þess að uppgötva nokkuð?“ „Engin hætta. Þú heyrir klukknahljóm. Klingalingaling." Hljóðið í bjöllunum er frá forustugeitinni, það þykist ég heyra, þekki hljóminn úr bók sem ég las í bernsku, líkleg einhverri Heiðu- bókhmi. Þá er bara að ganga á hljóðið, sjá hver ber það með sér. Eða skyldi þetta eiga að tákna eitthvað sem er örlítið lengra í burtu. Ákveðna geit? Kannski steingeit eins og sú sem í Egyptalandi var vígð Seth, guði m ÍJJCOD -° < -tmz EESTI O ““Q 4£S TO FAX • ESTONIA 0142-440348 eyðimerkurinnar, og borðaði Reshef, guð eld- ingarinnar. Gæti líka verið nær. Þá mætti hugsa sér geitumar fjórar fýrir vagni hins norræna Þórs. Svo er víst til vatnaguð í líki geitar. Nóg af geitum meðal guða. Ef þétta er þá geit! Þegar ég kem að tré sem útvarpar háfjalla- kliðnum, heyri ég rödd. Hún er að segja draum. Röddin í trénu. Hann er byijaður áður en ég tek að hlusta og örugglega hálfn- aður, þegar ég sest niður í skugga trésins til að taka mark á því sem ég heyri. Hvem hefur dreymt þetta? Hvaða rödd er í trénu og hvað vill þessi rödd? Bara gefa mér drauminn sinn, án þess að fá nokkuð í staðinn. Ögn af mínum tíma. Fá áheyrn í kvöldinu mínu. Kannski minna mig á að allt hefur eitthvað að segja, ekki síst tréð. Þetta er alvöru draumur. Ég heyri það. Og þegar hann er búinn kemur önnur rödd. Hver draumur hefur sína rödd. Sinn tón, sína sögu, sinn tíma. Ef maður gefur sér tíma. Já, ef maður gerir það, þá syngur aðeins í trénu. í eyðunni á milli draumanna. Og stundum er þögn í eyðunni. Og stundum kemur bjölluklingalingið. Meðan ein þögnin heldur áfram, heyri ég rödd í fjarlægð. Hún er frá öðm tré, með allt aðra drauma. Nú er það beykið sem tal- ar. Það talar ekki um brostna drauma, það segir drauma eins og væru þeir sögur. Og þá verða þeir sögur. Frá löngu liðnum árum og hingað, án þess að biðja um sérstaka túlkun. Án þess að spyija hvað sé gott og hvað sé illt. Þessir draumar eru líf einhvers. Biður um þá þekkingu sem lýsir sér ef til vill best í eigin draumum með sínum goðsögu- legu myndum, vilji maður horfa á þá þannig. Oft eru þeir bestir sem óklippt kvikmynd, því draumurinn klippist svo snilldarlega eins og af sjálfu sér. Gott er að láta hallast að beykinu. Stofn- inn dimmur og traustlegur í kvöldinu. Ba- kvið draumana heyri ég lófatak. Mér heyrist það stafa frá tré í talsverðri fíarlægð, því nú-er ég farin að hugsa í tijám. Ef til vill frá hlyninum, hinum megin við flötina ba- kvið fiðrildasafnið? Trópísku fíðrildin sem tóku að spretta upp úr dagdraumi einhvers öðrum til augnayndis síðastliðin vetur eru meðal blóma bak við luktar dyr á þessum tíma dags. En á grasflöt- Greinarhöfundurinn í garðinum. Árið 1842 voru um 8 hektarar teknir frá fyrir tré ogrunna á enginu sunnan virkisgryfju Gautaborgar. Síðan 1975 er garðurinn í umsjá borgarinnar, sem hefur m.a. staðið fyrir skúlptúr-sýningum á sumrin, og allnokkur verk frá liðnum árum standa um kyrrt í garðinum, hafa „fengið að vera". í tilefni 150 ára afmælisins var 25 norrænum listamönnum boðið að sýna skúlptúra í garðinum, 5 frá hveiju landi. íslensku þátttakendurnir eru: Halldór Ásgeirsson, Steingrímur Kristmundson, Hannes Lárusson, Magnús Pálsson og ívar Valgarðsson. Ljósmynd: Sigfús Pétursson. (hljóðskúlptúr). inni fyrir utan dansar fólk í litríkum búning- um og skóm með löngum þvengjum sem ná upp á kálfa. Dansar munstur. Dansar leiki. Hringdansar og keðjudansar, raðadansar og ferhyrningsdansar. Mikið dansað rangsælis eins og gert var í minni sveit allt fram á sjöunda áratuginn og kannski lengur og sum sporin kunnugleg. Rælar með hiki á fyrsta spori og stökkrælar með skottíssporum og göngusnúningum. Þetta er mjög svipað. Sveiflurælar þekktust víst bara fyrir sunnan. Tírólavalsar og polkar með valhoppum, skó- sveina... er ég kom inn í vitlausan tíma, eða hef ég lent í ævintýri? Hvaðan kemur þetta fólk sem dansar eins og duglegasta huldufólk. Af kunnáttu og gleði og án þess að þreytast. Ég veit að hingað kemur fólk víðsvegar að, ekki síður þó garðurinn eigi afmæli í sumar og garðyrkjustjórinn hafi í votta viðurvist plantað ungri hríslu sem er nú að basla við að aðlaga sig. Ég veit að hér er tónlist fleiri kvöld í viku, írska stjarnan Van Morrisson var hér í byijun júní, eitt kvöldið söng Bob Dylan sjálfur og seiddi til sín gamla aðdáendur og svo léku hér ung- menni frá Blönduósi og nágrenni á flautur sínar, trompet, klarinettur og önnur blásturs- hljóðfæri sem þarf í lúðrasveit, sem getur státað sig af átta ára gömlum trommuleik- ara, undir stjórn Skarphéðins Einarssonar tónlistarkennara. Hljómsveitin sem lék ís- lensk vögguljóðalög og dixeland jöfnum höndum og gætti þess að geispa ekki vegna hitans nema meðan á lófatakinu stóð. En dansfólkið, hvaðan kemur það? Frá Tallin, upplýsir áhorfandi við hlið mér. Sjálfur frá Eistlandi, eins og flestir áhorfendur virðast vera, sumir búnir þjóðlegu skarti. Fólk sem hefur flúið fyrir löngu og fagnar nú löndum sínum sem eru að halda uppá fyrsta fijálsa sumarið. „Þau komu á hjólum? Hjóluðu gegn- um Þýskaland, Danmörk og hingað.“ Það má heyra bæði aðdáun og hreykni í rödd- inni. Og úr dansinum má lesa sögur ef vill. Þannig eru þjóðdansar, þessir dansar sem haf verið tískudansar um og fyrir síðustu aldamót, þróast á ólíka vegu meðal alþýðu ólíkra þjóða og byggðarlaga til þess síðar að mynda uppistöðuna í því sem við köllum þjóðdansa um alla Norður-Evrópu.1 Þegar horft er á dansleiki fólks, sem safn- ast saman að lokinni vinnuviku, og lagar hreyfingar sínar að síbreytilegri tónlist síns tíma má oft lesa inní dansinn, eitthvað um skapgerð og sögu einstaklinga. Sé dansað af leikni hjólreiðafólksins frá Tallin, koma fram sögur, sem ná langt útyfir tíma þess sem dansar. Leikir og störf ólíkra þjóðfélags- hópa, mótuð í munstur táknrænna hreyfinga. Skyndilega er. allt kvenfólkið úr leik, stendur með áhorfendum, þegar áflogadans hefst milli strákanna, sem dansa í pörum. Og áflogadansinn breytist í akrobatík, þegar annar hver stekkur í kuðung uppá öxl hins, sem þá glímir við að koma kuðungnum lipur- lega af sér og á réttum takti. Næst er bar- dagadans með tilheyrandi undirbúningsspíg- spori og síðan ráðist að mótheijanum með miklum kinnhestum, á leikaravísu, höfuð keyrt í jörðu niður og alltaf svarað í sömu mynt, hér er enginn sem tapar enginn sem vinnur, nema þá allir. Svo eru „skipti útáv- ið“, karlmönnum úr röðum áhorfenda er boð- ið upp. Borgarastríð? Bardaginn heldur áfram, en ekki lengur en lagið endist. Þetta er listafólk. í örstuttu hléi dregur eitt parið sig útúr og stúlka breytist í standandi snældu meðan drengurinn sem hún var að dansa við vefur af henni lindann, sem er svo langur að hann er kominn lengst inn í rósabeð, áður en séð verður hvað er að gerst. Hún vill anda bet- ur. Slaka á þéttreyrðum mittislindanum, sem er útsaumaður alla leið. Svo þeytir hún sér í hina áttina þar til drengurinn er aftur kom- inn að henni og lindinn í fullri lengd um miðjuna, tilbúin í næsta dans. Hinsvegar frétti ég seinna að klippt hefði verið á taugar milli tijánna, leiðslur þær sem eru nauðsynlegar eigi hljóðskúlptúrinn hans Magnúsar Pálssonar að virka. Þess vegna eru nú eitthvað færri tré sem tala heldur en hugsað var. Hvers vegna? Hver vill ekki radd- ir í trjánum, þó ekki sé nema til að minna mann á? Þetta eru nú einu sinni kúltúrtré hvort sem er! Höfundur er leikkona og skáld og býr I gauta- borg. ‘Heimild: Gamlir dansar, Bókaút.g. Kjölur 1968, Sigriður Þ. Valgeirsdóttir og Minerva Jónsdóttir söfnuðu og skráðu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.