Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1992, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1992, Blaðsíða 4
Lausþyrpingin Sjöstirnið í Nautinu. Yfir 100 sljömur mynda þennan hóp af ungum sólstjörnum. Einar sjö eru best sýnileg- ar með berum augum. (Ljósm. Hale Observatories). Til Pólstjörnunnar 360 ÁRA FERÐ Á LJÓS- HRAÐA Nú þegar við höfum lokið við að skoða Neptúnus og tungl hans, tökum við stefn- una til Pólstjörnunnar, út úr sólkerfinu. Við tökum á okkur nokkra króka til þess að skoða ýmislegt en linnum ekki för fyrr en við sólstjörnuna góðu sem menn lærðu snemma að hagnýta sem leiðarstjörnu á ferðalögum eða í siglingu. Beint neðan henn- ar, við sjóndeildarhring á Jörðu niðri, er hánorður. Við treystum á nútíma geimsigl- ingatæki og sprettum vel úr spori því ann- ars tekur okkur allt of langan tíma að ná til áfangastaðarins. Þótt við gætum knúið geimfar okkar á nærri ljóshraða, tæki það samt rúmlega 360 ár að fara umrædda leið. Hér má reyndar bæ'ta við að vegna afstæð- is tímans við þann hraða myndi árafjöldinn mælast mislangur eftir því hvort það væri gert í geimfarinu eða á Jörðinni. Við förum ekki nánar út í þá sálma hér. En allt að einu: Nú „hugsum“ við okkur til Pólstjörn- unnar á þeim tíma er okkur sýnist úr því að menn vita ekki enn hvernig á að komast á yfirljóshraða (sem er reyndar ekki til skv. hefðbundinni eðlisfræði!). í vísindaskáldsög- um er þessi hraði kominn til sögu, reyndar á óútskýranlegan hátt, og mörg hundruð ljósára vegalengd er þá lögð að baki á augnabliki með því einu að kveikja á ein- hveiju sem kallast „ofurdrif" eða því líkt. Eftir að hafa farið í gegnum Oort-skýið sem umlykur reikistjörnuhluta sólkerfisins, líklega langt utan við Plútó, komum við að lokum út í útgeiminn. Þar er þéttleiki efnis- ins svo lítill að einungis eitt eða fáein vetn- isatóm er að finna í hverjum rúmmetra geimsins og rykagnir eru þar á stangli. Það tekur ljós aðeins klukkustundir eða daga að ná endimörkum sólkerfísins en rúm fjög- ur ár að ná til næstu sólstjörnu (ekki er vitað um hvort þar er sólkerfi). Af þessu sést hve langt er á milli sólanna í þeim hluta Vetrarbrautarinnar er við tilheyrum. Um- rædd sól heitir Proxíma eða bara C í Kentár- um og telst í 4,22 ljósára fjarlægð (nærri 40 milljóna km). Hún er rauð og daufleit sól í þrístimi sem nefnist aKentár í heild sinni (lesið Alfa Kentár), er tífalt minni en Sólin Stjömurnar á næturhimninum, séð af Jörðinni, sýnast snúast um hana. í raun og veru er hreyf- ingin eins konar sjónhverfing því að það er Jörð- in sem snýst á öxli sínum. Öxullinn liggur um norður- og suðurpóla Jarðar. Beint þar fýrir ofan eru ímyndaðir himinpólar, bæði norð- ur- og suðurpóll. Næstum þvi við norðurpól himinsins og þar með nánast beint fýrir ofan norðurpól Jarðar (bara í bili!) er fjaríæg sólarstjama. Hún kallast Pólstjarnan og hafa athuganir leitt í ljós að stjaman er í tví- eða þrístirni, sú bjartasta í hópnum, og er í um 360 ljósára fjarlægð frá sólkerfi okkar. Það er tímabundin tilviljun að Pól- stjaman skuli vera svona nálægt norðurpól himinsins sem raun ber vitni. Hún er það bara í bili vegna þess að öxull Jarðar veltur líkt og við könnumst við af skopparakringl- um sem vagga hæga veltu meðan þær snú- ast hratt um hallandi öxul sinn. Umrædd pólvelta tekur um 26.000 ár (einn hringur) og á meðan bendir öxull Jarðar á aðrar sólir en Pólstjömuna á ferlinum sem hann líkt og „teiknar" á himininn. Krabbaþokan í Nautinu. Hún er leyfar sprengistjörnu er blossaði upp árið 1054, í 6000 ljósára fjarlægð. í miðju hennar er hvít nifteindastjarna. Þanhraði þokunn- ar er um og yfir 1000 km á sek. (Ljósm. Hale Observatories). „Ferð án enda“. Höf- undurinn, Ari Trausti Guðmundsson, hefur tekið saman geysimikinn fróðleik um himin- geiminn, stjörnur, sólir og vetrarbrautir í nálægð og fjarlægð - og sá fróð- leikur er fram settur á alþýðlegan og aðgengi- legan hátt. Eftir ARA TRAUSTA GUÐMUNDSSON Hringþoka með hvítum dverg í miðju (í stjörnumekinu Vatnsberanum). Þetta eru leyfar meðalstórrar sólar. (Ljósm. Hale Observatories). og blossar upp með vissu millibili vegna öflugra sólkyndla sem birtast snögglega á yfírborði hennar. Hinar sólirnar í þrístirninu eru dálítið lengra í burtu frá okkur (4,35 ljósár) og eru þær áþekkar Sólinni að stærð og gerð. Stjömumerkið Kentár eða Mann- fákur er á suðurhveli himinsins og telur allnokkrar, daufar stjörnur. Kentár er kynja- vera úr grískum goðsögum, í mannsmynd að hálfu en afturhlutinn er í hestslíki. Ef við gerum ráð fyrir að nokkrar reiki- stjömur séu á brautum umhverfis Prosímu og systursólir hennar sést ennfremur hve sólkerfin em í raun smá miðað við fjarlægð- ir á milli þeirra: Rétt eins og tvær baunir með margra tuga metra bili á milli sín. Á leiðinni um „tómið“ í útgeimnum er hvergi fyrirbæri að sjá nema í órafjarlægð. 25 SINNUM BJARTARIEN SÓLIN í 5-20 ljósara fjarlægð frá sólkerfi okkar eru svo nokkrar fleiri sólir til viðbótar Alfa Kentár, flestar áþekkar okkar sól eða minni og margar einmitt tvístirni. Dæmi um sól úr þessari nágrannabyggð er Síríus (Hunda- stjarnan) í Stóra hundi (Alfa Canis major). Kafli úr nýrri bók, sem út kemur innan skamms á vegum ísafoldar- prentsmiðju og ber heitið FprÖ án pnHa“ Höf-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.