Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1992, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1992, Side 12
RANNSOKN I R I S L A N D I Urasjón: Sigurður H. Rich ICI Hitamælingar úr þremur borholum. Ein er frá Akranesi þar sem jarðhiti er hvergi nálægt en hinar eru frá jarðhitasvæð- unum á Leirá í Leirársveit og Seltjarnarnesi. Allir þessir staðir eru í ámóta fjarlægð frá gosbeltinu og í öllum tilvikum er því álíka djúpt á bráðna lagið. Holan utan jarðhitasvæðisins sýnir jafnan og stöðugan hitastigul, um 130°C/km. Með því að framlengja hitastigul holunnar kæmum við í 1200°C á um 9 km dýpi sem er bráðna lagið. Holurnar á jarðhitasvæðun- um sýna mjög háan hitastigul efst en síðan vex hiti mjög lítið með dýpi niður á botn holanna. Neðan 500 m dýpis á Seltjarnarnesi og neðan 1300 m í holunni á Leirá er hiti orðinn lægri en í holunni á Akranesi. Ástæðan er sú að lóðrétt hringrás vatns flytur varma úr neðri hluta jarðlaga til þeirra efri. Hitastigull og jarðhitaleit U ndanfarna áratugi hafa verið boraðar fjölmargar holur víðsvegar um land til að leita að heitu vatni í jörðu. Jarðhitadeild Orkustofnunar ann- ast mælingar og rannsóknir í þessumholum til að fá upplýsingar um jarðhitannog hitaástand jarðskorpunnar á íslandi. HlTASTIGULL Hluti þessara hola hefur eingöngu verið boraður í þeim tilgangi að mæla hitastigul, þ.e. hve ört hiti vex með dýpi í jörðinni., Hitastigull er oftast gefinn upp í gráðum Mælingar á hitastigli í borholum eru mikið notaðar við jarðhitaleit og til að meta dýpi á bráðið berg undir landinu. Eftir Ólaf G. Flóvenz Celsius á kílómeter (oC/km). Hér er rétt að taka fram að þótt hitastigull mælist t.d. 100°C/km í 100 m djúpri holu þarf það ekki að þýða að á 1 km dýpi ríki 100°C hiti því ekki er víst að hitastigullinn haldist óbreyttur ef við dýpkum holuna í 1000 m. Orsakir Hitastiguls A meginlöndum jarðar er algengast að hitastigull nærri yfirborði sé á bilinu 20 til 70°C/km og lækkar hann yfirleitt eftir því sem neðar dregur. Það er vegna þess að varminn, sem veldur hitastiglinum á megin- löndunum, er einkum tilkominn vegna l JHOJE08000ÖQF L r I 80.120060 Oyð« Hitastigull í borholum utan jarðhitasvæða. Á myndinni sést hvernig Hm"c hitastigullinn minnkar eftir því sem fjær dreg- ur gosbeltunum. Inni í sjálfum gosbeltunum mælist engimi' hitasti- gull nærri yfirborði af því að jarðlög eru þar mjög opin og vatn leikur þar greiðlega um og ber burtu hitann sem berst að neðan. Sjá má tvö meiriháttar frávik frá hinni almennu mynd um minnkandi hitastigul með fjarlægð frá gos- beltunum. Frá miðju Snæfellsnesi teygir sig svæði með háum hita- stigli til norðausturs yfir Breiðafjörð. Þessi hái hitastigull er talinn stafa af því að gosbeltið lá þarna í gegn þar til fyrir um 6 milljónum ára að það fluttist í núver- andi stöðu sína um Hengil, Þingvelli og Langjökul. Hins vegar er líklegt að heiti blett- urinn á Austfjörðum starfi af hringrás vatns þannig að líkur eru á að þar megi finna nýtanlegt heitt vatn víðar en hingað til hefur fundist. Það er einnig athygl- isvert að hitastigull virðist ekkert vaxa er nær kemur syðri hluta eystra gosbelt- isins. Ástæðan gæti verið sú að þessi hluti gosbeltisins er það ungur að hita frá honum gætir lítið í jarðskorpunni í næsta nágrenni þess. geislavirkni í jarðlögum. Geislavirk efni eins og úran finnast í nokkru magni í efri hluta jarðskorpu meginlandanna. Við geislunina myndast varmi sem safnast fyrir og leitar til yfirborðs og veldur hitastiglinum. A íslandi er þessu öðruvísi farið. Jarð- skorpan hér er gjörólík jarðskorpu megin- landanna. í henni er mjög lítið af geislavirk- um efnum þannig að hitastigull á íslandi starfar að langmestu leyti af öðru en geisla- virkni í jarðskorpunni. Með hliðsjón af eld- virkni og niðurstöðum rafleiðnimælinga, sem sýna vel leiðandi lag á 10-20 km dýpi, er nærtækast að álykta að hinn hái hitasti- gull stafi af því að undir landinu sé lag með bráðnu efni þar sem hitastig er um 1200°C, sem er bræðslumark basalts, þess efnis sem jarðskorpa íslands er að lang- mestu leyti gerð úr. Frá þessu 1200°C heita lagi berst varmi jafnt og þétt upp til yfir- borðs. VARMAFLUTNINGUR í JÖRÐU Varmi berist einkum um jarðlög með tvennum hætti; með varmaleiðni í berginu sjálfu eða með vatni sem streymir um berg- ið. Á stöðum þar sem jarðskorpan er svo þétt að óverulegt vatn streymir um hana má búast við að allur varmi berist til yfir- borðs með varmaleiðni í berginu sjálfu. Þá mælist hitastigull í borholum, grunnum sem djúpum. Hversu hár hitastigullinn er ræðst af því hversu djúpt er á varmagjafann (t.d. bráðið lag) og hversu vel varminn berst gegnum jarðlögin. Ef mikið grunnvatn leik- ur um jarðlög berst varminn jafnóðum burt með vatninu og því mælist lítill sem enginn hitastigull við slík skilyrði. Almennt séð er jarðskorpan á íslandi mjög þétt nema þar sem ung og lítið um- mynduð hraun eru á yfirborði og í virkum sprungukerfum sem myndast hafa við jarð- skorpuhreyfingar síðustu árþúsundin. Lítt ummynduð hraun eru fyrst og fremst í gos- beltunum og þar fer því allur varmaflutning- ur fram með grunnvatni sem streymir mjög greiðlega eftir hraunlögunum. Því mælist lítill sem enginn hitastigull í efsta kilómeter gosbeltanna nema inni á jarðhitasvæðum. Eftir því sem neðar dregur í jarðlög verður ummyndun hraunlaganna meiri, en við ummyndun þeirra fyllist holrými bergsins af steinefnum sem falla út úr heitu vatni og þétta bergið. Utan gosbeltanna eru jarðlög yfirleitt nægjanlega þétt til að vatnsrennsli um þau sé óverulegt, nema helst til fjalla, þar sem ummyndun bergs er minni. Jarðhitavæðin eru þó undantekningar en þau eru yfirteitt bundin við nær lóðréttar sprungur sem myndast hafa við jarðskorpuhreyfingar. í þessum lóðréttum sprungum á sér stað hræring; á hluta sprungunnar streymir nið- ur kalt vatn sem hitnar af snertingu við heitt berg djúpt niðri og stígur síðan til yfirborðs annars staðar á sprungunni og hitar bergið á litlu dýpi. Af þessum sökum mælist yfirleitt mjög hár hitastigull í efstu 100-200 m jarðar á jarðhitasvæðum en þeg- ar neðar dregur verður hitastigull mjög lág- ur og nálægt neðsta hluta spumgnanna er jörðin mun kaldari en ef jarðhitakerfíð væri ekki til staðar. Mynd 1 sýnir mismun á hita í borholum inni á jarðhitasvæði og fjarri jarðhita. Hitastigulskort Og NOTAGILDIÞESS Ef litið er á hitamælingar sem gerðar hafa verið í borholum utan jarðhitasvæða kemur ýmislegt áhugavert í ljóst. Mynd 2 sýnir kort af hitastigli eins og hann mælist utan jarðhitasvæða. Þetta kort er mjög mik- ið notað við jarðhitaleit. Tökum dæmi. Land- eigandi í grennd Skagastrandar vill kanna hvort líkur séu á nýtanlegum jarðhita í landi sínu. Hann lætur bora þar 60 m djúpa holu "g kemst að því að hitastigullinn mælist 30°C/km. Hann lítur á kortið og sér að Dúast megi við hitastigli upp á 70°C/km í grennd Skagastrandar ef ekkert jarðhita- kerfí er nærri. Hann getur því dregi þá ályktun að jarðhita sé að finna í landareign- inni. Ef annar landeigandi norður í Aðaldal leikur sama leikinn og mælir einnig 100°C/km í sinni holu verður hann að draga þá ályktun að engann jarðhita sé að finna hjá sér því samkvæmt hitastigulskortinu er hitastigull upp á 100°C/km dæmigerður utan jarðhitasvæða í Aðaldal. Skýringarinn- ar á mismunandi hitastigli er að leita í mis- miklu dýpi á bráðna lagið undir þessum stöðum. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og starfar hjá Orkustofnun. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.