Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1992, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1992, Blaðsíða 10
 i^JLféí'^kM'nC'áE'j# KíkMXSM <B-M4 Vífni í veislusal u m miðja þrettándu öld þótti norskum höfundi mál til komið að styrkja siðgæði þjóðar sinn- ar með því móti að fræða hana um hvers konar kurteisi. Rit sitt kallaði hann Konungs skuggsjá, og er þar fjallað um hirðlíf og höfð- Ekkjan þjónaði sjálf og var veisla hin besta. Hún var væn kona og hin kurteisasta. Hún skenkti Auðuni eitt dýrshorn um kveldið. Hann tók hönd hennar með horninu og mælti: „Þú ert fríð kona og stórvel líst mér á þig. Og ef þú vilt að eg sofa hjá þér í nótt, þá vil eg r gefa þér gullhring þenna er konungur gaf mér og þar með marga hluti aðra, ef þú vilt þiggja.“ Eftir HERMANN PÁLSSON ingja, kaupmenn og konunga. Eins og raun- ar var einnig gert í Hávamálum, þá hvetur hinn ókunni konungur menn til að vanda hegðun sína í veislum og kynnum. Hitt þykir þó ekki síður athygli vert að hann ræður mönnum að vera léttir í máli og sýna konum virðingu: Það er hæverska að vera blíður og léttlát- ur og þjónustufullur og faguryrður, kunna að vera góður félagi í samsæti og í viðræðu við aðra menn, kunna á því góða skilning, ef maður talar við konur, hvort sem eru ungar eða meir aldri orpn- ar, ríkar eða nokkuð óríkari, að þau orð kunni hann til þeirra að mæla er þeirra tegund hæfi og þeim sami vel að heyra og manni vel að mæla. Orðið tegund lýtur hér að stétt eða stöðu fólks, enda gleymir hinn norski ritsmiður aldrei þeirri stéttaskipan sem þá þótti ein höfuðprýði Norðmanna. Og vitaskuld hefur hann ekki gert ráð fyrir því að lesendur Konungs skuggsjár myndu lenda í þeim ósköpum að verða sessunautar farand- kvenna eða snauðra kotkerlinga í þeim veisl- um sem hann hafði í huga. Um miðja þrett- ándu öld munu bæði Norðmenn og íslend- ingar hafa verið fúsir að temja sér þá hæ- versku sem skuggsjáin boðar, enda er auð- velt að benda á hvers konar siðgæði i forn- ritum vorum. Löngum hafa skáld og sagnamenn velt fyrir sér þeim mikla vanda sem piltar og aðrir garpar verða að glíma við þar sem drukkinn er tyímenningur; maður og kona eru þá ein sér um drykkjarker eða hom. Sérstaks eðlis em frásagnir af vífnum mönn- um sem létu sér ekki nægja orðin ein í sam- kvæmum, heldur varð þeim einnig þrifið í hönd þeirrar konu sem rétti þeim drykk og hugur þeirra stóð helst til í bili. í slíkum frásögnum er ekki verið að hlíta ráðum hinn- ar norsku skuggsjár, og þó kynni forvitið fólk að hafa gaman af þeim myndum sem brugðið er upp af kvenhollum fomköppum. Hitt skiptir einnig miklu máli að kurteisi og kvensemi eru svo mikilvægir þættif í ýmsum fornsögum að ritskýrendur hljóta að gefa þeim mikinn gaum. II Um miðja tólftu öld lagði Rögnvaldur kali Orkneyjajarl af stað í fræga för til Jórsala með íslensk skáld og aðra snillinga að fylgd- arliði. Jarl fór sér að engu óðslega, og segir ekki af ferð- um þeirra fyrr en þeir koma til Narbónar í Frakklandi, ekki ýkja langt fyrir norðan landamæri Spánar á strönd- inni við Miðjarðarhaf. Ork- neyinga sögu hermist svo frá að ung og glæsileg jarlsdótt- ir, Ermingerður að nafni, réð þá fyrir staðnum. Að ráði frænda sinna býður þessi drottning Rögnvaldi kala til veislu með svo miklu fjöl- menni sem hann kærði sig um. Jarl þekktist þoðið, heim- sótti drottningu með fríðu föruneyti, og var þar hinn besti fagnaður. Það var einn dag er jarl sat að veislunni að drottning gekk inn í höllina og margar konur með henni; hún hafði borðker í hendi af gulli. Hún var klædd hinum bestu klæð- um, hafði laust hárið sem meyjum er títt að hafa og hafði lagt gullhlað um enni sér. Hún skenkti jarli, en meyjamar léku fyrir þeim. Jarl tók hönd hennar með kerinu og setti hana á kné sér, og töluðu margt um dag- inn. Þá kveður jarl vísu um Ermingerði, minnist á visku hennar og gleymir þó ekki að lofa líki hins ljósa mans, telur að vaxtarlag hennar beri frá öðram konum og getur þess með velþóknun að hún lætur sér hár falla á herðar gult sem silki. Þótt höfðingjar í Nar- bóni vildu gifta jarl frúna, þá kveðst hann munu halda för sinni áfram enda mun hann þá hafa verið farinn að hlakka til að baða sig í ánni Jórðán að hætti pálmara og pílagríma. Þó lofar hann að koma við á heimleið, en slíkt sveik hann eins og skáldum er títt. Sem jarlinn og skáld hans sitja við drykk á skipi sínu, þá spretta upp einstaka vísur um Ermingerði, og er þá drepið á hluti sem munu lítt hafa verið ræddir í salarkynnum hennar. Enn minnast menn þeirrar vísu sem Ármóður orti: Eg mun Ermingerði, nema önnur sköp verði - margur elur sorg of svinna - síðan aldri finna. Væra eg sæll ef eg svæfa - sönn væri það gæfa, brúður hefir allfagrt enni, - eina nótt hjá henni. III Nú víkur sögunni norður á bóginn í þann mund sem frjálslynda höfðingja í Noregi fýsti úr landi svo að þeir gætu sloppið sem lengst í burtu frá konungum og illræðismönnum. Haraldur hárfagri er þá kominn til valda; eitt sinn lét hann búa sér jólaveislu á Þoptum í Guðbrandsdal, og sem hann situr að borði berast honum boð frá Finna (= Sama) nokkr- um sem Svási hét að koma út til hans. Harald- ur bregst illa við í fyrstu en lofar þó að fara á fund hans. Þar stóð upp Snæfríður dóttir Svása, kvenna fríðust, og byrlaði konungi ker fullt mjaðar, en hann tók aiit saman og hönd hennar, og þegar var sem eldshiti kæmi í hörund hans vildi þegar hafa hana á þeirri nótt. En Svási sagði að það myndi eigi vera nema að honum nauðgum, nema konungur festi hana og fengi að lögum, en konungur festi Snæfríði og fékk og unni svo með ærslum að ríki sitt og allt það er honum byijaði þá fyrir lét hann. IV Skálda saga greinir frá virðulegri veislu á Húsastöðum á Norðmæri, en þar bjó Ingi- björg hin auðga, sem þá var orðin ekkja. Hún var frændkona Haralds hárfagra sem sótti hana heim og hafði þá Auðun illskældu og tvö önnur skáld sín með sér. Ekkjan þjónaði sjálf og var veisla hin besta. Hún var væn kona og hin kurteis- asta. Hún skenkti Auðuni eitt dýrshom um kveldið. Hann tók hönd hennar með horninu og mælti: „Þú ert fríð kona og stórvel líst mér á þig. Og ef þú vilt að eg sofa hjá þér í nótt, þá vil eg gefa þér gullhring þenna er konungur gaf mér og þar með marga hluti aðra, ef þú vilt þiggja." Málum lauk þó á þann veg að hvorki Auð- uni né hinum skáldunum tókst að koma sér í mjúkinn hjá húsfreyju, jafnvel þótt hún þægi af þeim dýrmætar gjafir, og auk þess varð konungur öskuvondur þegar hann komst að viðleitni þeirra að brölta upp í bólið hjá Ingibjörgu. V Mönnum hefur löngum fundist mikið til um þá veislu sem Granmar konungur af Suð- urmannalandi í Svíþjóð hélt forðum daga og Snorri skáld Sturluson lýsti í Ynglinga sögu. Granmar hafði þann höfðingjasið að láta drekka tvímenning á kveldum, svo að saman drakku um hvert horn karlmaður og kona. Til þeirrar veislu bauð hann Hjörvarði kon- ungi af Ylfinga ætt, en það vora þá víkinga lög, þótt þeir væru að veislum, að drekka sveitardrykkju þar sem margir vora um eitt hom. Þá mælti Granmar við Hildigunni dóttur sína að hún skyldi búa sig og bera öl vík- ingum. Hún var allra kvenna fríðust. Þá tók hún silfurkáik einn og fylldi og gekk fyrir Hjörvarð konung og mælti: „Allir heilir Ylfíngar að Hrólfs minni kraka“ —’ og drakk af til hálfs og seldi Hjörvarði konungi. Nú tók hann kálkinn og hönd hennar með og mælti að hún skyldi ganga og sitja hjá honum. Hún sagði það ekki víkinga sið að drekka hjá konum tvímenn- „Það er hæverska að vera blíður, léttlátur ogþjónustu- fullur og faguryrður ef maður talar við konur, hvort sem þær eru ungar eða meir aldri orpnar, ríkar eða nokkuð óríkari...“ Teikning: Bo Bojesen. ing. Hjörvarður lét þess vera meiri von að hann myndi það skipti á gera að láta heldur víkingaiögin og drekka tvímenning við hana. Þá settist Hildigunnur hjá honum og drakku þau bæði saman og töluðu margt um kveldið. Lauk þeim málum á þá lund að þau Hjör- varður og Hildigunnur áttust, og þarf ekki meira um það að segja. Einsætt er að föður hennar var mikið í mun að mægjast við'Hjör- varð, enda þurfti hann mjög á herstyrk að halda, en hjúskapur þeirra Hildigunnar varð ekki langær; þeir Granmar og Hjörvarður voru báðir brenndir inni skömmu síðar. VI í Þiðreks sögu er gamansöm frásögn af Þéttleifi hinum danska og dóttur Sigurðar sveins. Hún var svo styrk að fáir karlmenn voru öflugri en hún, og þó varð hún að lúta í lægra haldi fyrir Þéttleifi þegar hún réðist á hann, en þá var hann raunar gestur föður hennar. Þó jafna þau hlutina með sér og Þéttleifur gengur inn til gistingar. Nú er honum veittur góður beini þá nótt. Og nú drekka þeir gott vín, en dóttir Sig- urðar þjónar og skenkir vel og kurteis- lega. Fríð var hún ásjónum á alla vega, eigi síður en styrk. Hún sér jafnan blíð- lega til Þéttleifs, og finnur hann það gerla. En þá er hún fær honum skálina, þá tek- ur hann allt saman og fingur hennar og kreistir lítt að. Og hún finnur þetta gerla, og þá er hún skenkir honum annað sinni, þá stígur hún á fót honum. Nú fellur hvorutveggja þeirra góður hugur til ann- ars. Um nóttina gengur hún í rekkju til Þétt- leifs í því skyni að koma á sættum með hon- um og Sigurði föður hennar, en hitt vakti þó einnig fyrir stúlkunni að skemmta Þétt- leifi með fögrum dæmisögum og öðrum kurt- eislegum ræðum, þeim er hún kunni betur en flestar meyjar aðrar. Fáum lesanda kemur það á óvart að Sigurður gefur Þéttleifi dóttur sína til eiginkonu. VII Litlum tíðendum hefur það löngum þótt sæta í Skagafirði og raunar víðar í byggðum landsins að ungur maður grípi í höndina á stúlku sem réttir honum eitthvað. Um forn- sögur okkar og hvers kyns bókmenntir frá fyrri öldum gegnir öðra máli; þær eru furðu snauðar að fjölmörgum atvikum sem oft bregður fyrir í daglegu lífi og getur þó verið býsna gaman að þeim. Myndir af mönnum sem þrífa í konuhönd sem heldur á drykkjar- keri era svo algengar í fornum letram að þær teljast vera steðjur, en svo kallast ýmiss kon- ar atriði sem eru svo oft endurtekin í bók- menntum fyrri alda að þau mega teljast hefð- bundin. Hér munu því vera einhver tengsl með þeim ritum sem nú voru nefnd. En þegar höfundur Bósa sögu lýsir heim- sókn þeirra Herrauðs til Hóketils þá fer hann sínar ’eigin götur. Hér er engin stórveisla á borðum, þótt ekkert skorti á beinleika. Hús- ráðendur era við aldur. Dóttur áttu þau væna og dró hún klæði af gestum, og vora þeim fengin þurr klæði. Síðan voru handlaugar fram látnar og var þeim reist borð og gefið öl að drekka og skenkti bóndadóttir. Bósi leit oft hýrlega til hennar og sté fæti sínum á rist henni, og þetta bragð lék hún honum. Aðrir sagnahöfundar myndu naumast hafa getað stillt sig að láta Bósa káfa á höndinni á bóndadóttur þegar hún rétti honum ölkrús eða horn, en hér er á ferðinni sagnamaður sem hagar orðum sínum að vild hvað sem allri hefð líður. Nokkru síðar í sögunni koma þeir Herrauður og Bósi að litlum og kyrfileg- um húsabæ, og þar er þeim boðinn nætur- greiði: Þeim var unninn góður beini, og voru tek- in upp borð og gefið mungát að drekka. Bóndi var fálátur og óspurull. Bóndadótt- ir var þar mannúðugust, og skenkti hún gestum. Bósi var glaðkátur og gerði henni smáglingrur. Hún gerði honum og svo í móti. í þriðja skiptið koma þeir enn að bæ þar sem bjó karl og kerling. Þau áttu dóttur væna. Þar var vel við þeim tekið og gefið gott vín að drekka um kveldið. Bögu-Bósi leit hýrlega til bóndadóttur, en hún var mjög tileygð til hans á móti. Þrisvar verður allt forðum, segir ævagam- alt spakmæli, enda hefur þrítalan löngum gegnt mögnuðum hlutverkum í sagnalist. Hinn forni sagnameistari var að því leyti hefðbundinn að hann lét þá félaga þiggja næturgreiða á þremur stöðum, og hagar alls staðar svo til að þar er þrennt í heimili: Hús- ráðendur og dóttir þeirra. Á hinn bóginn gleymdi sagnamaður ekki tilbrigðum: Gestum er ekki ávallt boðið hið sama, heldur öl, mun- gát og vín, sitt í hvert skiptið. Höfundur er fyrrverandi prófessor við Edinborgarháskóla. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.