Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1992, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1992, Blaðsíða 9
Kári og hugtak „móðurinnar“, sem fólgið var í ummáli Baugs. Hugtak „föður“ var fólgið í þvermálinu. Hjól Tímans í sólhofinu í Konarak. Hjólið er tíu fet í þvermál og táknar eilífa hringrás tímans. Þetta hjól virðist bein hliðstæða við Hjól Rangárhverfis. indóevrópska hliðstæðu í fornum gögnum. Ósennilegt er, að margir muni skilja hvern- ig heimsmynd landnámsmanna íslands snert- ir þá eldfornu tölvísi, sem Campbell ræðir í hinni miklu ritgerð sinni; talsverða þekkingu þarf til að kryfja slík efni. Hins vegar er ljóst, að íslendingar kunnu þessi fræði langt fram í kristni, það sýnir meðal annars lega hins fyrsta biskupsseturs í Skálaholti; setrið var lagt á ummál baugs Rangárhverfís; „móður- kirkjan" var lögð á það ummál, sem kennt var til Móður. Er ljóst, að í heiðnum sið var um að ræða hugtak hinnar „Miklu Móður“, sem svo er oftast nefnd í fræðiritum; í kristni var ummálið augljóslega tengt Maríu, móður Guðs. J OSEPHC AMPBELL OG ÍSLAND Joseph Campbell er orðinn að eins konar þjóðartákni Bandaríkjamanna í húmanistísk- um fræðum, einatt líkt við Ralph Waldo Emerson og Walt Whitman. Síðustu æviár Campbells voru gerðir með honum sjónvarps- þættir, sem náð hafa geysilegum vinsældum; bók með texta þessara þátta hefur náð út- breiðslu sem áður var óþekkt í Bandaríkjun- um, átta hundruð og fjörutíu þúsund eintök seld, ef rétt er frá greint. Er því sennilegt, að þótt ritgerð Campbells um tölvísina og hina „Miklu Móður" þyki nokkuð torskilin, verði hún allnokkuð lesin, einkum í tengslum við baráttu kvenna fyrir réttindum sínum. Er athyglisvert að sjá ritgerðina einmitt gefna út á þeim vettvangi. Ekkja Campbells skrifaði mér í vetur, að nú væri verið að gera heimildarmynd um líf Campbells og hefði verið valin ljósmynd af Campbell á Þingvöllum til að prýða umbúð- irnar. Er þannig augljóst, að tengsl Camp- bells við ísland þykja mikilvæg. Að Campbell skuli lýsa því yfir eftir dauða sinn, í ritgerð, sem hann sjálfur nefnir sendi- bréf sitt til heimsins, að hinar gömlu kenning- ar um sérstæði og frumstæði germanskrar heiðni séu nú hrundar, er engin smáfrétt. Campbell var þýzkumaður og velti löngum fyrir sér germanskri goðafræði — sem honum þótti óskiljanleg, eins og hún var að jafnaði sett fram. Eftir að hann kynntist hinum nýju viðhorfum hérlendis kvaðst hann um síðir hafa fengið botn í fræðin; loks væri fundinn grundvöllur, sem stætt væri á. Ekki er mér kunnugt um, að Campbell hafi skrifað neitt er þetta mál varðar í þeim bókum, er eftir hann birtust í lifanda lífí, en hann hafði rætt málið í fyrirlestrum og skrifað mér, að fjórða bindi mikils verks, er nefndist „Hi- storical Atlas of World Mythology" væri fyrir- hugað árið 1996, og að þar mundi hin ger- manska goðafræði öll skoðuð með hliðsjón af RÍM. Eigi verður nú séð, hvort það verk kemst nokkurn tíma á þrykk, en ritgerð Campbells um hina Miklu Móður tekur að sjálfsögðu af öll tvímæli um niðurstöður hans í þessum efnum. Hefur það vafalaust verið átak eigi alllítið, að segja svo skilið við flest sem vér lærðum í æsku — og benda veröld- inni á svo gagngera byltingu í opnu bréfi til framtíðarinnar. Er ekki ósennilegt, að Al- )ingis íslendinga verði jafnan getið í ritgerð- um um forna heiðni og tölvísi héðan í frá. Og þá mjög með öðrum hætti en hingað til. ALDUR KÁRA Hin bráðskemmtilega tilvitnun Campbells í andartök manna, sem talin voru að fornu 216 M í samræmi við hina Miklu Móður og náttúru heims, er merkilegt umhugsunar- efni. Samkvæmt þeirri reglu, að sú tilgáta standi, sem skýrir flest efnisatriði á einfald- astan hátt og kemur jafnframt heim við það sem rannsaka skal, er augljóst, að fornar indverskar bækur styðja rækilega niðurstöð- ur RÍM um Kára og tölu hans. En jafnframt sýnir tilvitnunin annað: íslenzk heiðni hefur augljóslega verið af indóevrópskum stofni og sama hugmyndafræði varðveitzt hér og í helztu speki Hindúa (sem einmitt er talin indóevrópsk). Þannig má ætla, að stofnun Alþingis á Þingvöllum og gjörvöll sú hug- myndafræði, sem ráða má af íslenzkum gögn- um sé mörg þúsund ára gömul. Ef ætlað er, að Dhyanabindu-fræði Indveija, sem að fráman er í vitnað, séu frá því um 1000 f.Kr., hljótum vér að hyggja, að grundvöllur þeirra, sem erfist jafnt suður til Indlands og norður til íslands sé mörgum öldum — sennilega árþúsundum — eldri. Sjálfur hef ég fundið eldri gögn um þetta en Campbell þekkti; tölvísi Alþingis virðist hafa verið til í Dan- mörku á fjórða árþúsundinu fyrir Krists burð. Opnast þannig rannsóknarefni og skýringar- möguleikar í allar áttir, þegar dæmi koma saman. „Móðurgyðjan Mikla“ hefur búið í Baug hins íslenzka goðaveldis, helgasta tákni fornrar heiðni. Stefnuyfirlýsingar Campbells á Ensku Yfirlýsing Campbells um samfélag og goðafræði Germana í heiðni er augljóslega rituð sem afdráttarlaus og formleg niður- staða eftir langa starfsævi. Vegna þess hve þýbingarmikil þessi yfiriýsing er fyrir stöðu rannsókna á hinum íslenzka menningararfi — og vegna þess hve gjörsamlega hún sting- ur í stúf við afstöðu heimspekideildar HÍ — skal hún hér birt á frummálinu: „The historical source of this concept of a society as a mesocosmic coordinating force attuning human life to a natural order math- ematically structured is not to be sought for in any of the primal Indo-European tribal pantheons, where, as George Dumézil has demonstrated, mytholögy and religion reflect the tripartite structural pattern of the basic Indo-European social hierarchy of (1) priests, (2) warriors, and (3) producers (cattle breeders and agriculturalists). What we here find, in contrast, is not a mythology reflect- ing the social order of a nomadic tribe, but a social order reflecting the Pythagorean concept of a mathematically structured macrocosm. For over a century and a half, Germanic scholarship has been arguing the opposed claims of those who interpret Ger- manic myth as a creation sui generis and those who view it as significally influenced by Hellenistic and even early Christian mod- els. Einar Pálsson’s uncovering in ninth- and tenth-century Iceland of the indubitable signs of a mathematically structured Pythagorean philosophical ground that was identical in all essentials with that of Cosimo de’ Medi- ci’s fifteenth-century Florentine academy confirms the case, once and for all, of those who — with Alfons Dopsch, Wirtschaftliche und soziale Grundlagen der europáischen Kulturentwicklung aus der Zeit von Caesar bis auf Karl den Grossen (2 vols [Vienna, 1918- 20; 2d ed., 1923-24], and Franz Rolf Schröder, Germanentum und Hellenismus (Heidelberg, 1924), Die Parzivalfrage (M?nchen, 1928, Altgermanische Kulturprob- leme (Berlin, Leipzig, 1929) — had rec- ognized that for centuries the Germans had been profoundly in touch with and influenced by the civilizations of Greece, Rome, and the Near East. (sll4) Á V í Ð O G D R E 1 F Undir- máls- matíð að er ömurlegt að verða vitni að því, þegar undirmáls-mat er lagt á listaverk — öll skrif og tal þeirra einstaklinga, sem þetta stunda hljómar sem fjas eitt, skilningur á stílsnilld og innra gildi verk- anna og formsins er ekki fyrir hendi og öll verk höfundarins eru felld að eigin mati og lágsmekk og síðan masað um þau atriði sem „bókmenntafræðingar“ telja að falli að eigin pólitísku og samfélagslegu mati, sem virðist kristallast í einhverskon- ar sósíal-realisma. Þessi viðhorf eiga ekki aðeins við um bókmenntafræðinga heldur einnig um sagnfræðinga, þegar þeir vitna í verkin, sem sögulegar heimildir. Átakan- legt dæmi um slíka „heimildanotkun" er að finna m.a. í kennslubók í íslandssögu, „Uppruni nútímans", eftir Braga Guð- mundsson og Gunnar Karlsson, bls 289, en þar er Atómstöðin metin sem sagn- fræðileg heimild. Þetta er því líkast að vitnað væri í Candide (Birting) eftir Volta- ire, sem heimild um heimspekisögu 18. aldar. Bókmenntaleg undirmáls-umfjöllun um verk Halldórs Laxness veldur því að þeir sem hana stunda, sem eru fjölmennur aðdáendakór, draga verk höfundarins nið- ur í eigið mat á listum og málsnilld, sem einkennist af mati nesjamennskunnar á bókmenntum og listum. Þeir fáu einstaklingar sem sætta sig ekki við skoðanir „kórsins" og innræting- arstarf hans, eru litnir hornauga og leit- ast er við að gera þá tortryggilega af aðdáendahópnum og skoðanir þeirra og skrif eru talin heldur en ekki hæpin um íslenskar bókmenntir. Átakanlegt dæmi um einokunaráráttu þessara manna á verkum Halldórs Lax- ness er „Laxness-stefna“ sem haldin var um miðjan júní sl., og Stofnun Sigurðar Nordals stóð að, í tilefni níræðisafmælis Halldórs Laxness. Af skrá yfir málflytj- endur má marka nokkra einhæfni í vali málflytjenda og undarlegast við valið var að á skránni var hvergi að finna þá ein- staklinga sem hafa ítarlegast fjallað um verk höfundarins, af mestum skilningi, næmi og yfirgripsmikilli þekkingu á for- sendum og tilurð verkanna. Eiríkur Jóns- son sem er öðrum kunnugri verkum höf- undarins og tilurð þeirra (sbr. Rætur ís- landsklukkunnar, Bókmenntafélagið 1981). Kristján Karlsson, sem hefur m.a. ritað krítískan formála að íslandsklukk- unni og fjallað um verk Laxness víða í greinum og því sem nefna má drög að íslenskri bókmenntasögu sem birst hafa í þeim fjölmörgu ritum sem hann hefur annast útgáfu á. Matthías Johannessen sem hefur flestum betur fjallað um þá þætti í verkum Laxness sem einkennast af ljóðrænu, sem fáum höfundum er léð. Hafi þessum höfundum ekki verið boðið að koma til stefnunnar sem málflytjend- ur, þá er það meira en lítið furðulegt og hafi þeim verið boðið og þeir hafnað boð- inu þá ætti það að vera skiljanlegt. Hér glittir í þá einhæfni, sem ástæða er til að varast, nema stefnt sé að því að setja höfundinn og verk hans á stall, sem verður honum og verkum hans því hættu- legri sem einfeldningsleg einsýni aðdáend- anna magnast. Aðdáunin getur orðið hættuleg, ekki síst þeim dáða. SlGLAUGUR BRYNLEIFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. OKTÓBER 1992 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.