Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1992, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1992, Blaðsíða 7
Kerskni og gaman á öldinni sem leið. Myndin er ferðabók og sýnir fslendinga og enska ferðamenn í hrossaprangi. MöðrufeUs- sálmur Um níðskældni Norðlendinga o.fl. ið ná í vatnagróður. tómið, sem var á jörðinni með útþurrkun flestra lifandi vera. Árið 1989 fundu José Bonaparte starfs- maður náttúrugripasafnsins í Buenos Aires og Paul Sereno frá háskólanum í Chicago 220 milljón ára gamlar. leyfar í Argentínu, sem virtust vera af elstu eðlunni. Skepnan var nefnd „Herrera-saurus“, grimm og liðug smáeðla, kjötæta, níu feta löng og tveggja feta há. Lífið á miðlífsöld (Mesozoic) sem stóð frá því um það bil fyrir 240 milljónum ára og þar til fyrir 65 milljónum ára, var þó enginn sældartími. Á nokkurra milljóna ára fresti dengdust geimsteinar og stundum geim- steinaskriða niður á yfirborð jarðarinnar utan axnar og mjög grimmar ráneðlur, fóru srri grænskeglur og þórseðlur, sem voru úr geimnum. Þessar hamfarir og geimgijótk- ast var, þótt undarlegt sé, ein af ástæðunum fyrir framþróun eðlanna. í lok „Triassic“- tímabilsins fyrir um það bil 201 milljón ára varð mikil dauðatíð. Geimsteinaregn olli þéss- um dauða, stærri spendýr virðast hafa þurrk- ast út. Paul Olsen frá háskólanum í Columb- ia hefur kannað þær tegundir sem lifðu af þessa hríð. í jarðlögum í Nova Scotia frá tímunum fyrir og eftir ósköpin, fann hann smáeðlur á stærð við dúfur og smáeðluleifar sem minna á stórsmækkaða mynd af „Brontosaurus", þetta voru kjötætur. Hvers vegna lifðu smáeðlurnar ósköpin af? Olsen telur að þær hafi ekki þarfnast mikillar fæðu og hafí tekið út kynþroska fyrr en stærri skepnur. Hveijar sem ástæðurnar eru, þróuð- ust eðlumar á fjölbreytilegan hátt, í grimmar litlar kjötætur, jurtaætuferlíki og margvísleg- ar aðrar tegundir, fjórfættar og tvífættar. „Þróunarhæfni risaeðlanna er einstök,“ segir Kevin Padian frá Berkeley-háskólanum í Kalifomíu. „Þær endurmótuðu sig stöðugt." 35 MELLJÓN ÁRA BLÓMA- SKEIÐ Nú hófst blómatími risaeðlanna. Á tímun- um frá 90 milljón ámm til 65 milljón ára varð stórstíg þróun í þróunarferli eðlanna. Líkamsbygging þeirra varð fullkomnari, heilabúið varð fullkomnara og hegðunar- mynstur þeirra sömuleiðis. Það er um aftur- för að ræða hjá nútíma skriðdýmm hvað þetta snertir. Þau öfl sem móta nýjar tegundir, um- hverfi og lífsskilyrði má sjá greinilega með hækkun vatnsborðsins í hinum mikla vatna- klasa sem teygði sig frá Norðurpólssvæðun- um og suður í Mexíkó. Með hækkun vatnsyf- irborðsins minnkaði það land, sem eðlumar bjuggu á, það varð þrengra og þrengra um þær. Fjöldi eðla féll í valinn, en þær sem lifðu af aðlöguðust breyttu umhverfi og nýir eigin- leikar koma í ljós, umsköpun til meiri og lipr- ari hreyfínga, hærra líkamshitastig, aukinn kynþokki breiðnefjanna, stærri kambur og ný afbrigði koma í ljós, „Lambeo-“ og „Styracosaurusar". Fyrir 65 milljónum ára dóu síðustu 300 tegundir risaeðla og smærri eðla út, innan við tugur tegunda lifði af hamf- arimar. Nokkur hluti steingervingafræðinga telur að loftsteinn eða loftsteinar hafi gert slíkan usla á jörðinni með því að sundra jarð- vegi yfirborðsins að rykmengunin hafi valdið því að sólar naut ekki, gróðurinn dó út og þar með jurtaætur. Þetta var kjamorkuvetur miðlífsaldar. E.t.v. dóu eðlumar ekki algjör- lega út. Fleiri og fleiri líkur benda til þess að hamfarirnar hafi aðeins þurrkað út land- dýrin, flughæfar tegundir þróuðust frá litlum kjötætueðlum í fugla. Steingerðar slóðir þar sem sjá má spor, vitna um að vaðfuglar og strandfuglar hafi lifað í Suður-Kóreu 30 milljónum ára áður en risaeðlurnar dóu út. Risaeðlumar skiptu jörðinni með fuglum í þúsundir ára, alveg eins og Neanderthal- maðurinn lifði í nágrenni við „Homo sapiens" í Evrópu. „Risaeðlumar eru ekki útdauðar," segir Brett-Surman hjá Smithsonian-stofnuninni. „Þær horfa niður til okkar. Gáið til fugla himinsins". Þriðja og síðasta greinin um risaeðlumar birtist í næstu Lesbók og fjallar um hver þau undur vom á himni og jörðu, sem ollu næst- um aldauða þessara risavöxnu dýra fyrir um 65 milljónum ára. Hér fer á eftir hluti kvæð- is sem er ort í Eyja- fírði á síðstu öld. Óvíst er nákvæmlega hve- nær. Höfundur er til- færður Benendikt Jón- son spámaður, svo nefndur af því að hann fór um og spáði fyrir menn á haustin um veðurfar komandi vetr- ar með að rýna í Vétrarbrautina. Það er út af fyrir sig rannsóknarefni að svo hafi ver- ið gert, og einnig það hvort Vetrarbrautin dragi_ ekki einnig hið íslenska nafn af -þeim sið. Ég get mér til að sá siður um veður- spár hafí þekkst um Norðurland mitt og a.m.k. vestanvert, því að það er sem mig rámi í að á sama hafi verið minnst í ritum Sigurbjarnar Sveinssonar (úr Húnaþingi). Hluti kvæðisins er hér tilfærður eftir handriti Ingimars Eydal eldra, sem lengi var ritstjóri Dags. Hann segir sálminn ortan út af kvöldræðum eftir (hús)lestur í búaska- partíð Páls Gíslasonar. Kvæðið er ekki birt hér fyrir skáldskapar- gildi, sem er ekkert. Heldur er það sýnis- hom þess kveðskapar sem virðist hafa verið iðkaður og gengið manna á milli í Eyjafírði öldina sem leið. Ekki er aðeins að það hérað hafi getað státað sig af góðskáldum á við Hannes Hafstein, Jónas Hallgrímsson, Skáld-Rósu, Ólöfu á Hlöðum af innfæddum héraðsmönnum, svo að tekið sé dæmi af alvöru skáldum, og af Jóni á Bægisá og Bjama Thorarensen, svo að nefndir séu aðfluttir. Heldur blómgaðist þar þessi „bak- hlið“ skáldlistarinnar, semsé kerskni og níð, sem er óvíst að hafí haft annað gildi en til ómerkilegrar skemmtunar og ef best lét að æfa brageyra manna og gera þá hæfari til skilnings annars skáldskapar. Oftast er ort undir ýmsum ferskeytluháttum, sbr. Bólu Hjálmar, sem er einn þátttakenda þessarar „listar", þótt hann byggi yfir annarri list og meiri. Möðrufellssálmur er undir passíu- sálmahætti, sem er tilkomumeiri. Nokkur önnur norðlensk kerskniskvæði undir sama hætti hafa verið þekkt og sungin fram til dagsins í dag. Ekki er að efa að sálmurinn hefur verið sunginn manna á meðal undir passíusálmalagi. Sálmurinn fer víða um hérað í fimmtíu og tveimur erindum, en er ekki í hinum eiginlega stíl sveitarbrags, sem einnig tíðk- uðust, þar sem farið var bæ frá bæ, og hveijum húsbónda eða heimamanni gefin viðeigandi einkunn, góð eða ill. Tilteknir eru heimilishættir, hald fénaðar og mataræði, og sjaldan til hóls. Nokkuð ber á brigslum fyrir hrossaketsát. Hins vegar er ekki hneykslast á að étið sé af sjálfdauðu (sjá erindi nr. 31). Kaffí er slík munaðarvara að neysla þess leiðir til ógæfu. Fátt er um þekkt nöfn nema Ara á Stijúgsá, ættföður þeirra Grýtubakka- manna, Jóns Bjarnasonar o.fl. Fróðir Eyfirð- ingar kunna að þekkja fleiri, og ættu að geta tímasett kvæðið nánar ef tilteknir eru ábúendur bæja með nafni. Hér hefur ei verið eytt til þess tíma að grafast fyrir um slíkt. Það' er nákvæmlega í þessum kersknis- stíl sem vísan er ort, sú sem lögð er í munn skagfirskra hatursmanna Edilsons Jónsson- ar í Spillvirkjum, er Edilon hefur fyrirkomið hrossum þeirra. Því erindi er þannig ekki ætlað að vera skáldskapur frekar en fyrir- myndinni, heldur er henni ætlað að vera trú uppruna sínum og umhverfi. Hér fara eftir um fimmtán af fímmtíu og tveim vísum Möðrufellssálms. Handrit Ingimars Eydal er ekki allstaðar jafn vel læsilegt, en þeir staðir þó fáir þar sem vafí er um orð. Áugljóst er af skipan ljóðstafa að kv-framburðurinn í stað hv er orðinn skýr um þetta leyti í Eyjafirði. Fylgt er nokkurnveginn stafsetningu skráanda. Helst er brugðið til um ritháttinn eg og ég, til að skýrar komi fram hver stuðlasetning er. Kvæðið ber nokkurt vitni um orðfæri og sjaldgæfar orðmyndir. Einnig má sjá í óbirtu erindi að Hólshúsabóndi, Jón að nafni, hefur verið læs á nótur úr grallaranum, og virðist höfundi það mikil fím. Kvæðið hefst sem orðræður manna eftir húslestur, að því er virðist á Möðrufelli, heldur síðan vítt um, og hér eru tilgreindar nokkrar vísur sem kenna má við einstaka bæi og ábúendur. Númer í röð erinda eru tilgreind einnig. 20 - Fyrrum harin Stijúgsár Ari óð elginn vitleysu mesta, en skáld nú sagður er hjá þjóð eitthvert liprasta og besta. Litli Karl honum líkur er. Löngum hann margt kann bulla. Átti eg súrgutl eftir hér sem í mig vildi eg sulla úr askinum fleytifulla. 21 Gilsbakka Jónas, ég vil tjá étur víst á við fjóra. Kaupa réð að mér kauði sá kornskeffu mikið stóra, en eg tók honum aftur hjá í bræðing mér úr hesti. En þetta berast út ei má. Eg lét það fara í nesti. Jóakim för þá fresti. DN ta eðlan með stór augu og heilabú á stærð við heilabú I smærri spendýra nú á dögum. Þrír fingur voru á hvorri g gat skepnan gripið með þeim utan um hluti. Ein tánna i kló sem skepnan gat notað til að drepa fórnarlambið. í Norður-Ameríku. Lifði fyrir 75 milljónum ára. NANOTYRANNUS Minnsta eðlutegundin, var með stórt heilabú, skarpa sjón og mikið þef- næmi, sem vísaði á bestu bráðina. Hefur fundist í Montana í Banda- ríkjunum. Lifði fyrir 65 milljónum ára. HADROSAURUS eða breiðnefur var 6-15 metra löng. Sumar þessar tegundir mynduðu samvinnuhreiður, önnuðust ungviðið og voru útbúnar með hljóðahæfni til þess að reka upp aðvörunarskræki og kynhljóð. Hafa fundist í Norður- Ameríku, Evrópu og Mið-Asíu. Lifðu fyrir 75 milljónum ára. TYRANNOSAURUS REX Konungur risaeðlu-harðstjóranna. Stærsta landkjötætan. Rúmlega 15 metra löng með 20 cm hárbeittar tennur. Lifði í Norður-Ameríku og Austur-Asíu fyrir 67 milljónum ára. KRIT Fyrir 144 til 66 milljónum ára LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. OKTÓBER 1992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.