Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1992, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1992, Blaðsíða 3
HANNES HAFSTEIN USBdE @ ® gj @ [u] 11 q e a [a tu [n si a Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan í dag verður opnuð í Lástasfni íslands sýning á verkum fínnstra aldamótamálara, sem ber hátt í norrænni myndlist, enda hefur skeið þeirra verið nefnt gullöld fínnskrar myndlistar. Forsíðumyndin er af þessu tilefni. Myndin er eftir Helene Scherfbeck frá árinu 1903 og heitir einfaldlega „Heima“. Um fínnsku gullöldina og listamennina, sem nú má sjá í Listasafninu, skrifarÞorgeir Ólafsson, listfræðingur. Stökk- breyting getur orðið í ríki náttúrunnar, bæði á plöntum og dýrum, við óhemjulegr náttúruhamfarir. Eitt- hvað slíkt átti sér stað fyrir 65 milljónum ára, þegar lauk 220 milljón ára tímaskeiði risaeðl- anna. í þriðju og síðustu greininni um líf risaeðl- anna, er fjallað um þessi endalok. Árið 1972 það var árið sem þeir hittust hér til að tefla, Spasskí og Fischer; sá atburður yfírskyggði flest, en margt annað skeði og um minnisstæða menn og atburði þessa árs skrifar Ólafur Ormsson, rithöfundur. Gagnrýni getur verið á svo listrænu plani, að hún fari í sjálfu sér að verða bókmenntir, en Keld Gall Jörg- ensen í Árósum telur að það sé ekki endilega til góðs í grein sem hann skrifar og heitir „Gildi gagnrýninnar". Hann telur farsælla að gagnrýni sé gagnrýni og bókmenntir séu bókmenntir. Undir Kaldadal Ég vildi óska það yrði nú regn eða þá bylur á Kaldadal og ærlegur k'aldsvali okkur í gegn ofan úr háreistum jöklasal. Loft við þurfum. Við þurfum það að þvo burt dáðleysis mollukóf, þurfum að koma á kaldan stað, í karlmennsku vorri halda próf. Þurfum á stað, þar sem stormur hvín og steypiregn gerir hörund vott. Þeir geta þá skolfið og skammast sín, sem skjálfa vilja. Þeim er það gott. Ef kaldur stormur um karlmann ber og kinnar bítur og reynir fót, þá fmnur'ann hitann í sjálfum sér og sjálfsín kraft til að standa mót. Að kljúfa ijúkandi kalda gegn það kætir hjartað í vöskum hal,- Ég vildi það yrði nú ærlegt regn og íslenzkur stormur á Kaldadal. Hannes (Pétursson) Hafstein, f. 1861, d.1922, varljóðskáld og stjórn- málamaður og fyrsti islenzki ráðherrann árið 1904. Hann var um tima sýslumaður ísfirðinga og sat á þingi. Oft birtist í kvæðum hans karl- mannleg afstaða til náttúrunnar, líkt og í kvæðinu að ofan. B B Tímasóun Oft er erfitt að bera sam- an störf þingmanna i ólíkum löndum. Nú gefst hins vegar ein- stakt tækifæri til þess, þegar þjóðþing 19 ríkja glíma við að lögfesta EES-samninginn, sem ætlunin er að taki gildi 1. janúar 1993. Samanburðarrannsókn á þinglegri meðferð samningsins gæti komið að góðum notum fýrir þá, sem vilja í alvöru ræða um breyting- ar á starfsháttum Alþingis. Fátt er mikilvægara en tíminn. Hann vilja allir nýta sem best og kjósa að starfa sam- kvæmt góðu tímaskipulagi. Efnt er til nám- skeiða til að kenna mönnum slíka skipulagn- ingu. Hún er talin ein helsta forsenda þess að árangur náist við úrlausn erfíðra og flók- inna verkefna. Fyrir þann, sem er nýr á Alþingi íslend- inga, eru umskiptin mikil frá öðrum störfum, vegna þess hve mörgum þingmönnum virð- ist ljúft að sóa sínum tíma og annarra. Að þessu leyti er Alþingi ekki til fyrirmyndar fyrir aðra vinnustaði. Starfsreglurnar þar, þingsköpin, bera þess sárafá merki, að menn hafi áttað sig á gildi tímaspamaðar við töku ákvarðana. í lok þinghaldsins í vor var vakin athygli á því, að hefðu allir þingmenn talað jafn- lengi og hinn málglaðasti í þeirra hópi, hefði það þing setið að störfum í fimm ár. Mál- æði af því tagi hefði að líkindum engu breytt um niðurstöður á þinginu frekar en allar hinar löngu ræður málglaðasta þingmanns- ins. Það er fráleitt að líta á ótakmarkaðan ræðutíma sem sönnun fyrir því að stjómar- hættir séu lýðræðislegir. Þeir, sem eru þess- arar skoðunar, hafa gleymt hinni gullnu reglu, að frelsi eins manns skuli takmark- ast af sama frelsi annars. Immanúel Kant sagði, að sérhver maður skyldi njóta hins fyllsta frelsis, er færi saman við jafnt frelsi annarra. Sá ræðumaður á Alþingi, sem tal- ar úr hófí fram, gengur á frelsi annarra þingmanna, því að tíminn er ekki endalaus til ræðuhalda. Málþóf kann að vera réttlætanleg aðgerð minnihluta í neyðartilvikum. Á Alþingi hef- ur tímanum hins vegar verið sóað svo lengi án nokkurrar réttlætingar, að orðið málþóf hefur misst gildi sitt sem nauðvörn minni- hluta. Þingmenn beita furðulegum ráðum til að misbjóða starfsbræðmm sínum með löngum ræðum. Algengt er til dæmis, að svari stjómarþingmenn ræðum stjómarand- stæðinga í umræðum um stjórnarfrumvörp, hafí hinir síðarnefndu í heitingum um að draga umræður von úr viti. Fái stjómarand- stæðingar ekki þau svör frá ráðherrum, sem þeir kjósa, í umræðum um lagafrumvörp, hefst sjónarspil, sem helst má túlka á þann veg, að stjórnarandstaðan telji sig hafa rétt til að semja ræður ráðherra. Vinsælt ráð til að spilla umræðum er að kvarta í sífellu undan því, að þessi eða hinn ráðherrann sé ekki í þingsalnum. Þótt þingmenn keppist við að skrá sig á mælendaskrá, standa þeir síðar í deilum við þingforseta vegna þess að hann vill halda umræðum áfram fram á nótt. Hafa ófáar umræður um þingsköp snúist um það, hvort kvöldfundi ljúki á miðnætti eða ekki. Kvöldfundi megi ekki mgla saman við næturfund! Virðingarleysi fyrir tímaskorðum í þing- sölum stuðlar að ómálefnalegum umræðum. Stundum dettur manni í hug, að málæði í ræðustól hafí svipuð áhrif og langhlaup. Ræðumaður komist í einskonar trans og vellíðan hans aukist eftir því sem hann heyrir lengur í sjálfum sér. Þeir, sem eiga að endursegja slíkar ræður í fjölmiðlum, tapa fljótt þræðinum, orðaflaumurinn fer fýrir ofan garð og neðan. Virðingarleysið torveldar ekki aðeins skipulagt starf þing- manna sjálfra heldur einnig hinna, sem segja þingfréttir. Er raunar undrunarefni, að fjölmiðlar skuli ekki leggjast hiklaust á sveif með þeim, sem vilja breytt og mark- vissari vinnubrögð á Alþingi. Þau mundu stuðla að hagræðingu og sparnaði víðar en innan veggja Alþingishússins. Flestir álíta líklega, að frá upphafi þing- halds á síðustu öld hafí þingmenn farið í ræðustól til að flytja mál sitt. Svo er alls ekki. Eftir að tekið var til við að útvarpa umræðum frá Alþingi fóru þingmenn að hljóðnema til að flytja mál sitt í útvarpsum- ræðum. Það var hins vegar ekki fyrr en á árinu 1952, sem ræðustóllinn í núverandi mynd kom til sögunnar. Þá var tekið til við að hljóðrita þingræður. Til þess að það væri unnt urðu þingmenn að tala í hljóðnema og þess vegna fara í ræðustól. Það setur sérstakan svip á fund, ef menn tala úr sæti sínu. Tíðkast sá háttur í mörg- um þjóðþingum. Formið hvetur fremur til hnitmiðaðra skoðanaskipta en upplestrar á heimastílum eða úr skjölum og skýrslum. Upptökutækni er orðin allt önnur nú, en hún var fyrir 40 árum. Þess vegna mætti kannski huga að því að fjarlægja ræðustólinn úr sal Alþingishússins. Sú ráðstöfun myndi stytta ræður. Hún myndi hins vegar flækja fram- kvæmd á því nýmæli sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar að senda beint frá þingfundum. Einfaldasta leiðin til að draga úr tímasóun á Alþingi eða útiloka hana með öllu er að færa þingsköpin í nútímalegra horf. Láta þau taka mið af almennt viðurkenndum sjón- armiðum um skynsamleg vinnubrögð. Málið er í raun ekki flóknara en það, þótt stjómar- andstaðan hafi í haust hafnað róttækustu tillögum forseta Alþingis í þá átt. íslenskir þingmenn eiga að tileinka sér samskonar reglur um skipulag umræðna og tíðkast í þeim þingum, þar sem áhersla er lögð á, að öll meginsjÓnarmið komist að í hveiju máli, án þess endilega að allir fái að tala eða eins lengi og þá sjálfa langar. Tímasóunin á Alþingi minnir á þá stað- reynd, að í opinberri stjórnsýslu og starfs- háttum æðstu stofnana íslenska ríkisins tíðk- ast víða vinnubrögð, sem þykja með öllu úrelt hjá einkafyrirtækjum. Nýlega hófst gæðaátak í þjóðlífínu öllu. Æðsta stjórn rík- isins á að taka þátt í slíku átaki eins og aðrir. Raunar ætti hún að ganga á undan með góðu fordæmi. Alþingismenn gætu til dæmis gert það með því að nýta tímann betur. Björn Bjarnason. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. OKTÓBER 1992 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.