Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1992, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1992, Blaðsíða 5
Hugo Simberg: Kartöflustúlkan, 1901. ís á þessum tíma. Hann málaði einkum alm- úgafólk við störf sín í sveitinni, í stíl sem í fyrstu virðist vera mjög raunsær, en við nánari skoðun er mjög rómantískur, því Bastian-Lepage stillti fyrirmyndum sínum upp eins og á leiksviði í stað þess að reyna að fanga augnabliksmyndir af raunveru- leikanum. Finnsku listamennimir, sem voru við nám í París, höfðu fyrir sið að fara heim á sumrin til að mála og þeir túlkuðu þessa sveitarómantík á þann hátt að þeir máluðu almúgafólk í Finnlandi í blíðu og stríðu og reyndu sjaldan að fegra raunveru- leikann. Þessi raunsæisstefna þeirra er eitt helsta einkenni „Gullaldarinnar" og hún kom vel heim og saman við þá þjóðemis- vakningu sem átti sér stað á sama tíma. Hið sama gildir um landslagsrómantíkina, sem flaut jafnhliða raunsæinu. Mynd Pekka Halonens „Óbyggðir" frá 1899 var þegar hún var fýrst sýnd, túlkuð sem innlegg málarans í andólfið gegn yfírgangi Rússa. Bjarkimar standa þá fyrir fínnsku þjóðina, sem reisir sig alltaf aftur, stolt og bein á hveiju sem gengur. Þessi náttúmrómantfk á sér samsvöran í kveðskap íslensku skáld- anna á þessum tíma, sem í óðum sínum um íslenska náttúra vora óbeint að efla þjóðernisvitund þjóðarinnar. Þjóðemisvakningin í Finnlandi stendur í beinu sambandi við spennuna sem ríkti í samskiptum við Rússa og til að koma henni á framfæri vora raunsæismálverkið og nátt- úrarómantíkin tilvalin meðul, því með þeim gátu listamennimir sameinað persónulega tjáningu og tiifínningar til lands og þjóðar í einni allsheijar þjóðemisrómantík. Að öllu samanlögðu verður að telja að aðstæður hafi skapað ákjósanlegan jarðveg fyrir kraftmikla og góða list, enda var óvíða á Norðurlöndum jafn mikið úrval frábærra listamanna og í Finnlandi um síðustu alda- mót. Á sýningu Listasafns íslands era einkum verk sem endurspegla raunsæistímabilið og náttúrarómantíkina. Þó era einnig verk eft- ir Gallen-Kallela og Hugo Simberg, sem falla frekar undir symbólisma, en helsti fulltrúi þeirrar stefnu var Magnus Enckell. Hugo Simberg var á margan hátt sér á báti í list sinni, því í raunsæislegum myndum sínum eins og t.d. „Kartöflustúlkunni" er margræður undirtónn og ekki nein fjar- stæða að lesa úr henni ýmislegt það sem álitið hefur verið einkennandi fyrir skap- gerð Finna. Heimur hinna dauðu var honum einnig mjög hugleikinn og hann túlkar hann sem „hinn staðinn", þar sem dauðir ganga til verka eins og lifendur. í þessum myndum er ekki að fínna ógn né ljótleika, heldur miklu fremur trúarsannfæringu og af þeim sökum var Hugu Simberg t.d. falið að gera skreytingar í kirkjunni í Tampere. Simberg og náði mikilli fæmi á þvf sviði. Viktor Westerholm var fyrsti forstöðumaður Listasafnsins í Ábo, en þaðan koma verk- in á sýningu Lista- safnsins. Hann var sá síðasti af sinni kynslóð, sem stund- aði nám í Diisseld- orf, þar sem hið upp- hafna landslagsmál- verk var í hávegum haft. Eldri verk Westerhoims era í þessum rómantíska stíl en eftir að hann komst í kynni við verk frönsku impres- sjónistanna fá verk hans fijálslegri blæ og einkum era skiss- ur hans hreinn im- pressjónismi. Viktor Westerholm var hvatamaður að stofnun listamann- anýlendu í Ábo og átti þannig stóran þátt í að opna augu listamanna og al- mennings fyrir feg- urð og áhrifamætti finnskrar náttúra. Helene Schjerfbeck er ásamt Axel Gal- len-Kallela þekkt- asta nafnið í fínnsku listasögunni. Þrátt fyrir veikindi og mótlæti allt sitt líf sinnti hún list sinni af mikilli staðfestu. Hún er sígilt dæmi þess að sköpunarþráin er skyldunni sterk- ari þegar öllu er á botninn hvolft. Þegar Helene fór átján ára gömul til framhalds- náms í París hafði hún að baki átta ára myndlistamám í Finnlandi. Hún bjó hjá hinum fræga landa sínum, myndhöggvaran- um Walter Runeberg og kynntist þar öðrum norrænum listamönnum. Á níunda áratugn- um bjó hún ýmist í Frakklandi, Englandi, Ítalíu eða Finnlandi, sýndi í Salon í París og fékk bronsverðlaun fyrir verk sitt „Sjúkl- ingurinn" á heimssýningunni í París árið 1889. Um aldamótin flutti Helene með móður sini til smábæjarins Hyvinkáa, sem er skammt frá Helsinki. Þar lifði hún mjög einangraðu Hfí framundir seinna stríð, í stöðugri baráttu milli skyldunnar og sköp- unarþrárinnar, því hún þurfti að gegna öll- um helstu heimiHsstörfum. Þetta tók mjög á krafta hennar og hún var löngum stund- um rúmliggjandi. Sænski listaverkasaUnn Gösta Stenman efndi til fyrstu einkasýning- ar hennar árið 1917 og átti stærsta þátt í því að vekja athygli á verkum hennar í Finnlandi og Skandinavíu. Helene hóf feril sinn með því að mála söguleg verk, bæði sígild viðfangsefni og hetjudáðir fínnskra hermanna í stríðinu 1809. Það þótti hins vegar ekki við hæfi kvenna á þessum tíma að fást við söguleg viðfangsefni, en verk Helenu urðu þó til þess að karlarnir viðurkenndu að konur gátu ekki síður en þeir gert þessu efni góð skil. Hún söðlaði engu að síður um og málaði landslagsmyndir í anda franska impressjónismans auk þess að mála manna- myndir. Með áranum varð stíll hennar sí- fellt einfaldari, myndir hennar efnisminni og að lokum miðill mjög sterkrar tjáning- ar. Hún fylgdi þannig þróun samtímalistar- innar með því að tileinka sér aðferðir ex- pressjónismans undir lok ferils síns. Frá árinu 1885 til 1945 málaði Helene sjálfs- myndir með jöfnu millibili og þær era ein- stæðar í listasögunni fyrir hreinskilni sína og miskunnarleysi. í síðustu sjálfsmyndum sínum málar hún sig sem liðið lík. Árið 1917 skrifaði Helene til vinar síns: „List- málaranum nægir ekki að hafa aðeins fag- urfræðilega afstöðu til verka sinna, hann verður einnig að hafa hið nauðsynlega hrá- efni: sterkar persónulegar tilfinningar. Ef ekki brenna neinir eldar innra með manni, getur maður ekki málað.“ Þessi orð Helenu má heimfæra upp á verk fínnsku listamannanna um aldamótin. Menntun þeirra og náin tengsl við samtíma- listina á meginlandinu var grannur hinnar fagurfræðilegu afstöðu og hinn innri eldur þeirra var ríkulega kynntur með persónu- legum metnaði og sterkum tilfinningum til lands og þjóðar. var aðstoðarmaður Gallens-Kallela um tíma, nam hjá honum grafískar aðgerðir Höfundur er listfræðingur. EDITH SÖDERGRAN Kyndlarnir Sigurjón Guðjónsson þýddi Ég vil tendra kyndla mína yfir jörðinni. KyndiIIinn minn skal standa að næturlagi á hverjum bæ í ölpunum, þar sem loftið er blessað, á túndrunum, þar sem himinninn er þunglyndur. Ó, kyndill minn, skín þú á andlit hins óttafulla, óhreina, grátna, myrkvaða. Mildur Guð réttir yður sína hönd: án fegurðar lifir maðurinn ekki augnablik. Sigur að vera til... Hvað óttast ég? Ég er hluti óendanleikans. Ég er hluti af hinni miklu orku alheimsins, einstæður heimur meðal ótal heima, lík fyrstu gráðu stjömu sem slokknar síðust. Sigur að lifa, sigur að anda, sigur að vera til! Sigur að finna ískaldan tímann renna um æðar sínar og heyra þögult flóð næturinnar og standa á ijallinu undir sólinni. Eg geng í sól, ég stend í sól, veit af engu öðru en sól. Tími — þú sem byltir, tími — þú sem tortímir, tími — þú sem seiðir, kemurþú með ný vélráð, ótal brögð til þess að bjóða mér tilveru sem smáfræi, sem hlykkjóttri nöðru, sem kletti í miðju hafi? Tími, þú morðingi — vík frá mér! Sólin fyllir brjóst mitt Ijúfu hunangi upp á barma og hún segir. einhvem tíma deyja allar stjömur, en þær lýsa alltaf óttalausar. EEVA-LIISA MANNER (1921-) Ég geri Ijóð úr lífi mínu Ég geri Ijóð úr lífi mínu, úr Ijóðinu líf, Ijóð er viss lífsmáti og eini mátinn að deyja leiðslubundinn og afskiptalaus: renna inn í óendanleikann, synda fram og aftur á fleti Guðs, góða, útvalda stund á ytra borðinu á köldum augum Guðs sem ekki gráta, ekki vaka, ekki mynda sér skoðanir, skoða óheft og samþykkja allt, leggja áherslu á orðin og fyllstu stundvísi, vemda sporðdreka, slöngu, kolkrabba (sem mennimir hata, af því að þeir blanda þessum formum saman við girnd sína). Játa trú: Forvitnin, fara um í gerfi fiska, sporðdreka og steingeitarhafra, fá Ijáða hjá fuglunum löngun og flótta og svífa niður sem vindbarinn vængur, í skyndi, ftjáls sem fuglinn. Edith Södergran, f. 1892, d. 1923, og Eva-Liisa Manner, f. 1921, eru finnsk Ijóð- skáld. Ljóðin er úr nýútkomnu „Finnsku Ijóðakveri", með Ijóðum eftir 16 finnsk skáld, sem Sigurjón Guðjónsson hefur þýtt og Alefli hf. gefur út. Leiðrétting Frá Gísla Jónssyni á Akureyri hefur Lesbók borist svofelld leiðrétting: Í grein minni Ulf- ur Kristinn Heiðimann, fórst mér ófimlega í tilvitnun í Eddukvæði, þegar segir frá því, að Úlfur muni gleypa Oðin. Þetta er að visu efnislega rétt úr Völuspá, en orðalagið, sem ég greip til, er úr Vafþrúðnismálum. Bið ég lesendur gæta þessa. Gísli Jónsson. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. OKTÓBER 1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.