Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1992, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1992, Blaðsíða 10
s?r M gagnrymnnar EftírKELDGALL JÖRGENSEN arsten Jensen gerði garðinn frægan fyrir nokkr- um árum með gagnrýni sinni í Politiken, en hefur síðan starfað á öðrum blöðum og verið ritstjóri helsta bókmenntatímaritsins í Dan- mörku. Hann hefur tvisvar komið til íslands og kynnt hugmyndir sínar. Eftir að hafa gef- ið út nokkur greinasöfn ákvað hann að skipta um starf og verða rithöfundur, þó að það sé að öllu jöfnu auðveldara fyrir rithöfund að snúa sér að gagnrýni en öfugt. Gagnrýnand- inn vill gjarnan hugsa bókmenntirnar út frá ákveðinni formúlu eða uppskrift, eða þannig líta menn að minnsta kosti oft á. Seint verð- ur hinsvegar skilgreint í hverju munurinn nákvæmlega sé fólginn á milli þeirra, sem skrifa skáldskap og þeirra sem skrifa um hann. Franski spekingurinn Tzvetan Todorov er talsmaður þeirrar skoðunar, að „bókmennt- irnar fjalli um heiminn, gagnrýnin um bæk- urnar", en þetta stenst að sjálfsögðu ekki, þar sem gagnrýnin fjallar einnig um heiminn og leita á sinn hátt að sannleika og góðum gildum. Munurinn á rithöfundi og gagnrýn- anda er sá sami og munurinn á stjórnmála- manni og framkvæmdastjóra, þ.e.a.s. jafn óljós. Nú er Carsten Jensen ekki neinn venjuleg- ur gagnrýnandi. Segja má, að hann sé fremst- ur meðal jafningja. Ef til stæði að halda heimsmeistarakeppni í ýkjum, ætti hann sig- urinn vissan, því að hann hefur einstakan hæfileika til að setja allt á oddinn og koma auga á andstæður, mótsagnir, þversagnir, fjarstæður. Þetta gerir stíl hans svo ferskan og skemmtilegan, en hefur jafnframt þann ókost, að markmiðið í skrifum hans gjarnan vill hverfa. Að lesa gagnrýni Carstens Jensen minnir oft á að lesa skrýtlur; þeir sem hafa prófað að lesa heilt hefti fullt af skrýtlum vita, hvernig það skilur mann eftir með innan- tóma tilfinningu. Skáldsaga Carstens Jensen fékk heldur dræmar viðtökur. Flestir gagnrýnendur voru sammála um, að höfundurinn væri frekar gagnrýnandi en rithöfundur. En nú hefur hinn afkastamikli gagnrýnandi sent frá sér eins konar minningabók, sem fjallar annars vegar um, hvernig áhuginn á bókum kvikn- aði hjá stráknum Carsten, og hins vegar um gagnrýni og listir. Bókin er ekki síst áhuga- verð vegna þess að það er mjög sjaldgæft, að það sé fjallað á ítarlegan hátt um fóst- bræðralagið milli lista og gagnrýni. „Ég segi nákvæmlega það sama um gagnrýnina, sem sumir rithöfundar segja um bókmenntirnar: gagnrýni á að vera gagnrýni. Hún á ekki að reynaað vera bókmenntir..." Fyrri hluti bókarinnar fjallar aðallega um það, hvernig Carsten Jensen í bernsku var illa haldinn af asma eða andarteppu og þar af leiðandi oft kaus einveruna og að kafa í eigin sál. Bækurnar urðu helstu félagar hans: „Með því að segja frá þessu (þ.e. asmanum) er ég ekki að halda því fram, að maður þurfi að hafa verið með asma sem krakki til að verða gagnrýnandi. Þó að ég haldi að vísu, að það sé kostur." Þetta sjónarmið hefur augljósa hliðstæðu í þeirri tilhneigingu fræðimanna að setja samasemmerki milli snilligáfu og geðbilunar. Sennilega er líka margt til í því, að sjúkdóm- ar geti opnað fyrir manni innri heim, eins og við vitum frá lífi Kafka, Nietzsches, Strind- bergs 'og J.P. Jacobsens, svo einhver dæmi úr röðum rithöfunda séu tekin. Sjúkdómurinn kennir mönnum að sviðsetja sjálfa sig og réttlætir, að þeir kafa djúpt í eigin sál. Af þessu leiðir engan veginn, að rithöfund- ar séu endilega allir haldnir banvænum sjúk- dómum, en þegar það er tilfellið, stuðlar það gjarnan að því, að listamaðurinn einblínir að því kraftaverki, sem felst í því, að maðurinn andi. „Leiðin að bókmenntunum liggur í gegn- um þunglyndið, leiðin úr þunglyndinu gegnum bðkmenntirnar," segir franski rithöfundurinn Daniéle Sallenaves. Ekki er óalgengt, að Carsten Jensen gagn- rýni eitt sjónarmið og skömmu síðar gagn- stætt sjónarmið af jafn mikilli leikni. Á einum stað setur hann út á og skopast að hugmynd- um Freuds, en fáeinum blaðsíðum seinna vitn- ar hann óbeint í karlinn og notar hann sem bakhjarl, enda væri enginn vandi fyrir Carst- en Jensen að sýna fram á, að allar niðurstöð- ur byggi á mótsögnum. Hann hefur nefnilega gaman af að vera ögrandi, eins og þegar hann lýsir fyrirmyndargagnrýnandanum sem sem „rassi með eyru", þ.e.a.s. persónu með hæfileika til að hlusta og með öflugt innra kerfi til að losa sig við úrgang. Ég álít það vera eitt aðalvandamál gagn- rýninnar, að enginn vill standa við eða viður- kenna að hann sé gagnrynandi, eins og oft hefur komið fram í umræðum um gildi gagn- rýninnar. Þeir eru fáir, ef þeir eru yfirleitt til, sem taka starf sitt sem gagnrýnendur alvarlega, en Carsten Jensen er góð undan- tekning frá þessari reglu. Ef einhver reynir að gagnrýna gagnrýnendur eða gagnrýni, þá er allt í einu enginn gagnrýnandi til: ég er ekki gagnrýnandi heldur skáld, á sama hátt og útgáfustjórar eru rithðfundar, og skáld- sagnahöfundar eru blaðamenn eða háskóla- kennarar o.s.frv. Mjög fáir virðast fá sinn sess í starfshringekjunni. Mergurinn málsins er í rauninni sá að finna og skilgreina þá orðræðu, sem á skilið að bera nafnið gagnrýni, og þar næst að taka til umræðu og gagnrýna slíka orðræðu, sem ekki einu sinni tekur sjálfa sig alvarlega. „I am not what I am", ég er ekki það sem ég lít út fyrir að vera, segir í Óþelló hjá Shake- speare. En seinna í sama verki segir íagó: „I am nothing if not critical", ég er aðeins til ef ég er gagnrýninn, sem ég get fyllilega tekið undir. Að mínu mati er það að vera gagnrýninn mikilvægasta afstaðan til bók- mennta, eða jafnvel til lífsins almennt. Það má mæta vel skilgreina þetta á þá lund, að hlutverk gagnrýninnar sé að viðhalda og betrumbæta dómgreindina. Og þetta er eitthvað það mikilvægasta á 20. öld, þar sem orðin eru okkar helsta hráefni. Gagnrýni má finna í blöðum, tímaritum og að hluta til einn- ig í öðrum fjölmiðlum eins og útvarpi og sjón- varpi. Til hægðarauka hér tala ég einungis um bókmenntagagnrýni, þó að gagnrýni nái að sjálfsögðu einnig yfir aðrar listgreinar. í Danmörku hefur verið algengt, og er enn, að greina á milli ritdómaraog gagnrýnanda, milli ritdóms og g^agnrýni. Ég er persónulega ekki fylgjandi slíkri aðgreiningu, en sam- kvæmt henni er ritdómarinn einhvers konar miðlari verksins, þ.e.a.s. sá sem les textann blátt afram og kynnir hann fyrir öðrum. Rit- dómurinn er þannig fyrstu kynni verksins og lesandans. Gagnrýnin á aftur á móti að stað- setja listaverkið í tíma, og á helst að rúma þau áhrif, sem verkið hefur á önnur verk. Þess vegna þarf gagnrýnandinn að geta horft á verk úr ákveðinni fjarlægð, og hann verður að geta stuðst við mat annarra eða hafnað því. í nauðsyn fjárlægðarinnar felst jafnframt skýringin á því, af hveiju rithöfundar séu sjaldan góðir gagnrýnendur: „Það er sjald- gæft, að listamaðurinn komi auga á sannleik- ann nema í eigin lífi, og í því, sem er honum nær. Fyrir gagnrýnandann tengist listrænn sannleikur ekki ákveðnum stað, og ekki held- ur ákveðnu tímabili, stefnu eða bókmennta- tegund," segir Carsten Jensen. Ef vel gengur, tekst gagnrýnandanum að ná hinni „áhugalausu hrifningu", sem sam- kvæmt Kant á að vera innsta eðli allrar fagur- fræðilegrar nautnar. Ef þetta tekst, skiptir það minna máli, hvaða áhrif gagnrýnandinn hefur á list samtímans, sem hann að sjálf- sögðu kemst ekki hjá að móta, ef hann er sterkur persónuleiki. Nú eru mjög fáir gagnrýnendur, bæði í Danmörku og á íslandi, þannig að skrif Carst- ens Jensen hafa mikla sérstöðu. Dönsk gagn- rýni og sérstaklega dönsk bókmenntagagn- rýni, á í vök að verjast. Ég held, að það stafi af því, að þegar menn í kringum 1980 ætl- uðu að gefast upp við marxistísku bókmennta- gagnrýnina, sem var allsráðandi á 8. áratugn- um, áttu þeir á hættu að fara út í öfgar. Á 8. áratujmum var listin háð skilyrðum gagn- ryninnar. Listin átti að vera hugmyndafræði- lega hrein í samræmi við þjóðfélagsgreiningu marxismans, og gagnrýnin tók því nær ein- göngfu mið af etískum eða siðfræðileg^im sjón- armiðum. Á 9. áratugnum hefur þetta snúist við, og menn hafa skrifað gagnrýni háða skilyrðum listarinnar, því nær eingöngfu út frá fagurfræðilegum sjónarmiðum. í báðum tilvikum fer víxlverkunin að sjálfsögðu for- görðum, vegna þess að hugsun og skynjun eru taldar ósamrýmanlegar andstæður. Á 8. áratugnum gerði maður í gagnrýninni ekki mun á stefnuskrá stjórnmálaflokks og skáld- sögu, eins og Ijóðskáldið Seren Ulrik Thoms- en hefur komist að orði, og það mætti bæta því við, að í gagnrýni 9. áratugarins sjái maður ekki mun á blekkingu eða mælsku- fræði og list. Tilhneiging manna til að leggja áherslu á fagurfræðilega gagnrýni má greinilega sjá í blöðunum, sem kjósa helst að fá skáldin sjálf til að gagnrýna hvort annað. Með þeim rök- um, líklega, að skáldin hljóti að geta gagn- rýnt verkin frá fyrstu hendi. Að mínu mati er vandamálið eins og fyrr segir, að skáldin vanti nauðsynlega fjarlægð, kunnáttu og löngun, og að geta þeirra hljóti að vera öll önnur en krafist er af gagnrýnandanum. Bókmenntir rúma alltaf bæði fagurfræðileg- an, etískan, þjóðfélagslegan og heimspekileg- an þátt. I blöðum og tímaritum, þar sem skáldin eru fengin til að skrifa gajmrýni, er litið burt frá þremur af þessum þáttum, og einn er látinn sitja í fyrirrúmi. Þá erum við aftur komin að því, sem ég minntist á í upphafi: hvað er gagnrýni og hvað á hún að vera? Hver er orðræða gagnrýn- innar? Margir rithöfundar taka af gömlum vana við og við gagnrýnendur algjörlega í gegn, og þeir skýra gjarnan mál sitt þannig, að bókmenntirnar eigi að fá að vera það sem þær eru, það þurfi ekki að útleggja þær og þær megi aldrei láta bugast af öðrum sjónar- miðum. E.t.v. er það einmitt misskilningur þessara rithöfunda, að þeir halda, að það hafi einhvern tíma verið til það fyrirbæri eða sá texti, sem væri svo s/á/ísagður, eða svo saklaus, að hann gæti hafnað öllu þvf, sem lægi fyrir utan textann sem slíkan. Að sjálf- sögðu er ekki til sá listamaður, sem hvílir algjörlegpa í sjálfum sér, eða er sjálfum sér svo nægur, að hann þurfi ekki á gagnrýni að halda eða að vera opinn fyrir gagnrýni. Sem sagt er það fyrst og fremst gamall ávani sumra rithöfunda að fara við og við í herferð gegn gagnrýnendum. En kannski er það líka, og það skiptir okkur meira máli, að gagnrýnin stendur sig ekki í stykkinu í mótleik sínum við bókmenntirnar, eins og reyndar líka gildir um bókmenntirnar við og við. Ég segi nákvæmlega það sama um gagn- rýnina, sem sumir rithöfundar segja um bók- menntimar: gagnrýni á að vera gagnrýni. Hún á ekki að reyna að vera bókmenntir, af þeirri einföldu ástæðu, að hún á í hættu að verða að bókmenntum, og hættir þar af leið- andi að vera gagnrýni. List og gagnrýni eru andstæður. Fyrir gagnrýnandann er það jafn mikilvægt að skrifa gagnrýni, eins og það er fyrir rithöfundinn að skrifa bókmenntir. Viðfangsefni gagnrynandans er vissulega bókmenntirnar, en hann setur skrif sín hvorki yfir, undir né við hliðina á þeim — heldur beitir hann þeim gegn bókmenntunum. Hann er ekki auglýsandi og ekki heldur þjónn rithöf- 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.