Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1992, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1992, Blaðsíða 6
Nýjar kenningar um líf og dauða risaeðlanna. IQ Hvað olli aldauða risaeðlanna? Fyrir um sextíu og fimm milljónum ára urðu mikl- ar breytingar á heiminum. Skriðdýr, sem fram að því höfðu sett hvað mestan svip á dýralíf jarðar, liðu að miklu leyti undir lok. Sömu örlög hlaut raunar meira en helmingur allra plöntu- Fyrir um það bil 65 milljónum ára urðu einhverjar þær náttúruhamfarir, að helmingur dýralífs á jörðinni þurrkaðist út. Þessi feikn gjöreyddu risaeðlunum, sem fram að því höfðu óneitanlega verið í forustuhlutverki í dýraríkinu. tegunda, svo og rösklega helmingur allra tegunda land- og sjávardýra. En þar sem vitað er, að dýrategundir geta lifað af jafn- vel þótt afar stór skörð séu höggvin í stofn- inn, þá bendir sú staðreynd að svona marg- ar tegundir dýra skyldu með öllu deyja út undir lok krítartímabilsins eindregið til þess, að aðstæður allar á jarðríki hafi á þeim tímum verið ákaflega lítt lífvænlegar og það um nokkurt skeið. RISALOFTSTEINN EÐA GEYPI- ELDGOS? Meðan á öllu því mikla harðræði á jarð- ríki stóð stókst spendýrum samt einhvern veginn að lifa af, sennilega með því að taka sér bólfestu á þeim vistfræðilegu svæðum sem risaeðlur höfðu þá rýmt. Og smátt og smátt tóku spendýr að bera af öðrum stærri dýrategundum og gerðust æ umsvifameiri. Löngu, löngu síðar tók svo einn flokkur úr hópi spendýra sig til og fór að rannsaka steingerðar menjar um þennan fjarlæga uppruna sinn. Þessar menjar fela í sér mjög margvíslegar vís- bendingar. Auk beina úr risaeðlum — til- tölulega sjaldgæfar — hafa fundist leifar og ummerki margra annarra lífvera, þar á meðal ógiynni af örsmáum steinrunnum götungum eða foraminifera svo sem amömbum og öðrum sjávarlífverum. Þykkt og efnasamsetning jarðlaga segir líka sína sögu. Hitt er svo annað mál, að skilningur manna á söguefninu virðast mjög fara eft- ir því, hver það er sem les það. Jarðfræðing- urinn Walter Alvares og kjarnaefnafræð- ingurinn Frank Asaro við Kalifomíuhá- skóla í Berkeley sjá fyrir sér ummerki gíf- urlega sterkra og tortímanda áhrifa utan úr geimum í steinrunnum setlögum Apenn- ínafjalla á Ítalíu og á öðrum stöðum víðs vegar í heiminum. Jarðeðlisfræðingurinn Vincent E. Courtillot við Jarðeðlisfræði- stofnunina í París hefur þann skilning á þessum jarðsögulegum menjum, að þau náttúrunnar ragnarök, sem gengið hafa yfir jörðina á krítartímabilinu, ættu rætur að rekja til geypilegra eldgosa sem m.a. mynduðu hina hjöllóttu Dekan-hásléttu í Indlandi, en gjóskan frá þessum gosum lagðist eins og dökk tjöld um allan heim þannig að sól sortnaði um langt skeið, og mengun jarðar af völdum öskufalls varð geigvænleg. V OÐ ASENDIN G UTAN Úr Geimnum Álit þeirra W. Alvares og F. Aseros Fyrir um það bil 65 milljónum ára varð eitthvað þess valdandi, að helmingur alls hins lifandi á jörðu dó. Þau feikn gjöreyddu risaeðlum, sem fram að því höfðu óumdeil- anlega verið í forystusæti í dýraríkinu; hin heldur lítilfjörlegu spendýr urðu þá til að erfa ríki risaeðlanna. Mennimir, sem komn- ir eru af þessari dýrafylkingu sem lifði ósköpin af, geta ekki varist því að spyija, hver eða hvað hafi valdið eyðingu lífs í svo Tveir gígir eftir risastóra loftsteina ert í Kanada. Gígirnir tveir sýna, að það e en einn loftsteinn rekist & jörðu með s þarna hafi komið til tveggja stór-árekst og gæti hafa haft í för með sér aldauða krítartímabilsins. stórum stíl, og hvað hafi á hinn bóginn gert fjarskyldum fýrirrennurum okkar í dýraríkinu kleift að lifa af. Síðastliðinn áratug og vel það hafa vís- indamenn alls staðar í heiminum og í hinum margvíslegustu fræðigreinum, allt frá steingervingafræði til stjameðlisfræði, beitt athuganagáfu sinni til hins ýtrasta, svo og hugkvæmni á sviði tilrauna og hæfni til að setja fram rökstuddar fræði- kenningar, í viðleitninni til að finna svör við þessum spurningum. Við, sem í þessu höfum staðið, höfum eytt í það mörgum löngum og erfiðum mánuðum að gera hámákvæmar mælingar og stundum staðið uppi í algjöru ráðaleysi um hríð, stundum fengið leiftrandi innsæi eða upplifað æsi- legar stundir þegar einhverjir hlutar í púsluspilinu vom loks komnir á sinn rétta stað. Núna álítum við, að okkur hafí tekist að leysa þessa ráðgátu. Fyrir um það bil 65 milljónum ára geystist risavaxinn loft- steinn eða halastjama ofan úr himinhvolf- inu og skall til jarðar á ofsahraða sem nam v*. iT f/\ U1 4' V ' 1 - 1 V 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.