Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1992, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1992, Blaðsíða 4
myndlist Eg get auðveldlega náð svo langt að frami minn fullnægi óskum þjóðar minnar, en ég set mark- ið miklu hærra. Allt eða ekkert, sá fyrsti eða sá síðasti, það eru einkunnarorð mín og ég mun standa við þau svo lengi sem ég lifi.“ „ Allt eða ekkert“ voru einkunnarorð Axel Gallen-Kallela, sem ásamt Helene Scherfbeck er þekktastur þeirra finnsku myndlistar- manna frá síðustu aldamótum, sem nú eru sýndir í Listasafni íslands. Sýningin verður opnuð í dag. Eftir ÞORGEIR ÓLAFSSON að Nikulás II Rússakeisari og stórfursti yfír Finnlandi herti tökin á stjóm landsins. Óánægjan óx enn þegar Nikolai Bobrikov herforingi var gerður að landshöfmgja yfir Finnlandi. Með „Febrúarbréfi“ sínu árið 1898 leyndi hann ekki hugmyndum sínum um að ná stórfurstadæminu aftur undir keisaraveldið. Þetta hleypti illu blóði í Finna og á öllum sviðum þjóðlífsins kom andstað- an við keisarann og landshöfðingjann fram. Á sviði lista og menningar var þátttaka Finna á heimssýningunni árið 1900 með eigin skála stórkostlegur sigur, því hann vakti athygli stjórnmálamanna í Evrópu og annarra á sérstöðu fínnskrar menningar og atvinnulífs. Tímabil Bobrikovs hefur verið kallað „harðstjómarárin" og það end- aði með því að hann var myrtur árið 1904. Ári síðar var allsheijarverkfall í Finnlandi til að mótmæla þeim stjórnarháttum sem Bobrikov hafði komið á og skömmu síðar vom tilskipanir hans felldar úr gildi og sjálf- ræði Finna óx enn meir með nýrri stjóm- lagaskipan árið 1906. Fullnaðarsigri í bar- áttu sinni náðu Finnar síðan í desember 1917 þegar Finnland varð frjálst og full- valda ríki. Hin aukna þjóðernistilfinning Finna á tíunda áratug síðustu aldar kom meðal Pekka Halonen: Óbyggðir, 1899. Þetta sagði Axel Gallen-Kallela við upphaf ferils síns og á margan hátt stendur hann sem tákn og persónugervingur finnsku aldamótalistarinnar, tímabilsins milli 1880 og 1910 sem kallað hefur verið „Gullöldin“ í fmnskri list. Á ferli sínum spannaði hann allar stefnur og strauma þessa tímabils og var óþijótandi við að fara inná nýjar og óþekktar brautir í list sinni. Hann byrjaði með raunsæismálverki sem gekk svo langt að hann var kallaður postuli ljótleikans. Hann var ástríðufullur náttúmrómantíker og dvaldi löngum stundum einn í óbyggðum til að nema hjartslátt landsins og túlka í verkum sínum. Hann tók sér á hendur lang- ar ferðir austur í Kiijálahémð til að kom- ast að bmnni hinnar fornu finnsku menn- ingar, þar sem hann taldi að þjóðsagnabálk- urinn Kalevala streymdi linnulaust upp úr sagnaþulum og Kantelesöngvumm. Gallen- Kallela færði þjóð sinni sjónræna ímynd fomu hetjanna úr Kalevala, Váinámöinens, Kullervos, Ilmarinens, Lemminkáinens, Jo- ukahainens og fleiri. Hann sótti á mið hinn- ar dulrænu vitundar í symbólisma, sem var bæði persónulegur og alþjóðlegur. Þá sökkti sér hann í þjóðlega útgáfu af Art Nouveau og Jungendstíl og fyrir áhrif frá William Morris og fleiri forkólfum listiðnaðarhreyf- ingarinnar í Englandi hannaði hann hús- gögn, veggfóður og gluggatjöld og fleira. Axel Gallen-Kallela var grjótharður þjóð- ernissinni, næmur og viðkvæmur rómantí- ker, rótlaus leitandi og staðfastur í sannfær- ingu sinni: allt eða ekkert. í ljósi þessa er ekki undarlegt að Axel Gallen-Kallela skuli vera álitinn persónugervingur Gullaldarinn- ar í Finnlandi því í starfi hans og persónu sameinast svo margt sem einkenndi þetta tímabil. Undir lok nítjándu aldar jókst þjóðemis- tilfinning Finna mjög mikið í kjölfar þess Axel Gallen-Kallela: Mynd við Kalevala-ljóðabálkinn, 1896. Axel Gallen-Kallela: Gömul kona með kött, 1885. annars fram í nánu samstarfí og sammna ólíkra listgreina. Allt menningarstarf var álitið vera til góðs fyrir málefni þjóðarinnar og listamennimir litu þannig á hlutverk sitt, að þeir ættu að sýna heiminum fram á kraft og dugnáð hinnar sjálfstæðu fínnsku þjóðar. Aðskilnaðarhugmyndimar vom þá ekki ofarlega á blaði enda naut Finnland formlega séð sjálfræðis á sama hátt og ísland eftir 1918. Þjóðernishugmyndirnar vom gmndaðar á Kalevala og fornri menn- ingu Finnlands. Hópur listamanna sem kall- aði sig Nuori Suomi (Nýja Finnland) kom þessum hugmyndum á framfæri en lykil- mennirnir vom tónskáldin Jean Sibelius og Oskar Merikanto, rithöfundarnir Juhani Aho og K.A. Tavaststjerna, myndlistar- mennirnir Eero Jámefelt, Pekka Halonen, Emil Wikström og síðast en ekki síst Axel Gallen-Kallela. í þessum hópi dreymdi mann um glæsilega endurreisn finnskrar menn- ingar. Félagarnir litu á sig sem framsýna og frjálslynda og auk þess túlkendur þeirra hugmynda og væntinga sem bærðust í hjörtum finnsku þjóðarinnar. Á samkomum hópsins vom kenningar Nietzsche um ofur- manninn ákaft ræddar og þær þóttu falla vel að endurreisnarhugmyndunum. Þá fóm menn ekki varhluta af symbólismanum, sem féll í góðan jarðveg meðal menntaðra lista- manna þessa tíma. En það var þó einkum áhuginn fyrir hinni „óspilltu" fornu menn- ingu sem átti hug og hjörtu félaganna, hinn svokallaði Karelianismi, sem fékk nafn sitt af austurhéruðum Finnlands þar sem Erik Lönnrot hafði einkum safnað efni í Kalev- alabálkinn. Margir listamenn fetuðu í fót- spor Axels Gallens-Kallela austur á bóginn og dvöldu í óbyggðunum. Gallen-Kallela og Járnefelt reistu sér stórar vinnustofur úti á landsbyggðinni í Karelianstfl og sköpuðu þannig nýjan byggingarstíl, sem átti eftir að hafa mikil áhrif á þróun byggingarlistar í landinu. Þjóðfélagsaðstæður í Finnlandi eftir miðja síðustu öld vom á margan hátt mjög góðar og miklar framfarir á öllum sviðum. I bæjum og borgum var að koma upp öflug borgarastétt sem sá sér hag í að styðja við listir og menningu. í því fólst meðal annars að styrkja efnilega listamenn til náms bæði heima fyrir og erlendis og að kaupa list finnskra listamanna. Allir þeir listamenn sem lögðu gmnninn að því blómaskeiði finn- skrar listar sem hér er til umræðu, „Gullöld- inni“, stunduðu nám í Frakklandi, Þýska- landi eða Hollandi. Lang flestir fóm til Parísar og sá fyrsti til að verða frægur og viðurkenndur þar var Albert Edelfelt. Hann naut mikillar hylli sem einn fremsti portrett- málari Parísar á áttunda og níunda ára- tugnum. Hann var félagi franska málarans Julians Bastian-Lepages, sem hafði gríðar- lega mikil áhrif á norræna listamenn í Par- Gullöldin“ í finnskri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.