Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1992, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1992, Blaðsíða 9
Það var engin spuming 1972, að Glaumbær var vinsælasti skemmtistaðurinn og fólk lagði á sig að standa í löngum biðröð- um til að komast inn. Eins og sést af myndinni hefur pilsfaldurinn verið vel ofan við hnéð. í kjallara Norræna hússins í árslok 1972. Það var önnur einkasýning Gunnars Amar og myndirnar eins konar sambland af poppi ogsúrrealisma. í Kvosinni, miðbænum, á milli Aðalstræt- is og Lækjargötu, var kvika mannlífsins í Reykjavík. Ólafur heitinn Þorvaldsson, Óli blaðasali, í ljósgráu úlpunni á þeytingi fram og til baka um Pósthússtræti, Austur- stræti, með dagblöðin, hafði bækistöðvar á homi Pósthússtrætis og Austurstrætis, fyrir framan Reykjavíkurapótek. Af handahófi man ég í svipinn eftir nokkmm minnisstæð- um persónum sem oft brá fyrir í kjama miðborgarinnar, t.d. í Pósthússtræti á leið yfir að Hótel Borg í síðdegiskaffið, Tómasi Guðmundssyni skáldi, Indriða G. Þorsteins- syni rithöfundi, Clausenbræðram Emi og Hauki, Hilmari heitum Helgasyni, stofnanda SÁÁ, er rak verslunina Týli í Austurstræti, Vilmundi heitnum Gylfasyni, fyrrverandi alþingismanni og ráðherra, Albert Guð- mundssyni, sendiherra og fyrrverandi ráð- herra, Jóni heitnum Engilberts, Iistmálara, þeim mikla húmorista. Eitt sinn þann 7. nóvember, líklega á fimmtíu ára byltingaraf- mæli októberbyltingarinnar í Rússlandi, kallaði hann til okkar Vemharðs Linnets á leið í sendiráðið við Túngötu að fagna bylt- ingarafmælinu af tröppum pósthússins í Pósthússtræti: „Lifi Albanía, lifi byltingin". Og í stríðnistóni, því hann vissi að allavega Vernharður fylgdi Brésnév og félögum að málum í hugmyndafræðilegum deilum í þá daga. Jóhann Þórir Jónsson útgefandi, forstjóri og skákfrömuður og Nýalssinni, vann í þá daga hjá Verðlagsstofnun og fór oft á dag um miðborgina að innheimta. Var brosmild- ur, geðugur, dökkskolhærður, kominn með kollvik og tíndi upp áskrifendur að tímarit- inu Skák, hvem af öðrum, jafnvel á ólíkleg- ustu stöðum, niðri í skurði, vélarrúmi eða uppi í himinháu mastri. Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, var verslunarstjóri í matvöraverslun Slátur- félags Suðurlands í Hafnarstræti og hafði þá ekki látið sér vaxa alskegg. Garðar Sig- geirsson kaupmaður opnaði Herragarðinn í Aðalstræti síðari hluta árs 1972. Herragarð- urinn er enn í fullum rekstri og að því er virðist blómlegum. Guðni Jónsson forstjóri var innanbúðarmaður hjá Andersen og Lauth á Vesturgötunni og Þorsteinn Stein- grímsson, framkvæmdastjóri og eigandi Fasteignaþjónustunnar, þá sölumaður hjá því fyrirtæki, sem Ragnar Tómasson rak á sjöunda áratugnum og eitthvað fram á þann áttunda eða níunda. Ég átti stundum viðskipti við Þorstein og Ragnar. Þorsteinn var svo sannfærandi að hann var líkastur töframanni. Hann vildi gera mig að voldugum athafnamanni, fá mig til að kaupa húseignir í miðborginni, leigja þær síðan út fyrir atvinnustarfsemi eða íbúðarhúsnæði og lifa á bankavöxtum, þetta var rétt áður en óðaverðbólgan kom til sögunnar, þegar lánin brannu upp á mettíma. En ég hikaði. Að hika og þora ekki að taka áhættuna er víst sama og að tapa, í viðskiptum. Jón Guðmundsson og Sverrir Kristinsson fasteignasalar ásamt Sigurði heitnum Óla- syni hæstaréttarlögmanni voru innandyra hjá Eignamiðluninni í Vonarstræti 12. Sverrir var sölustjóri, Jón sölumaður og Sigurður heitinn mun líklega hafa rekið fyrirtækið. Þeir Jón og Sverrir voru í þá daga að kortleggja fasteignamarkaðinn í Reykjavík, leggja drögin að því sem síðar varð, þegár þeir eru nú á miðjum aldri, Fastir liðir eins og venjulega: Háspennulína liggur á hliðinni eftir ofsaveður í desember. t marzmánuði var haldið Pressuball Blaðamannafélags íslands og þótti mikill viðburður í skemmtanalífinu. Heiðursgestur átti að vera norður-írski þingmaður- inn Bernadetta Devlin. Hún forfallaðist, en bandaríska tónskáldið Jerry Bock var heiðurgestur í staðinn. báðir í nýjum húsakynnum, á sitthvoram vígstöðvum orðnir stöndugir athafnamenn. Þá er mér minnisstæður Helgi heitinn Guðmundsson, deildarstjóri hjá Landsbanka íslands í Austurstræti, skákmaður góður og myndlistarmaður, sem hélt nokkrar at- hyglisverðar sýningar. Ljúfmenni og dreng- ur góður, sem varð ekki langlífur, lést á fimmtugsaldri. Árið 1972 var mikið byggt á höfuðborgar- svæðinu. Heilu íbúðarhverfín risu á skömm- um tíma. Ég var þá, eins og fyrr segir, í múrverki sem handlangari hjá Jörundi Guð- laugssyni múrarameistara og vann þá eink- um undir stjórn vinar míns, Gunnars heitins Óskarssonar, sem var lærlingur hjá Jörandi á þeim áram. Þá voru þau fyrrverandi hjón, Valdimar Jóhannsson og Fanný Jónmunds- dóttir, að reisa sér nýtískulegt einbýlishús í Vogalandi 8 og þar störfuðum við Gunnar um tíma. Og einnig í Skerjafirðinum, í rað- húsi við Einarsnesið, þar sem nokkrir starfs- menn ríkissjónvarpsins byggðu á sínum tíma, t.d. Haukur Hergeirsson og Sigríður Ragna Sigurðardóttir og hennar maður, Hákon Ólafsson, arkitekt. Atburður ársins En atburður sá sem vitanlega ber hæst þegar horft er tuttugu ár aftur í tímann, er einvígið um heimsmeistaratitilinn í skák, er fram fór í Laugardalshöllinni sumarið 1972. Robert James Fischer, tuttugu og níu ára gamall bandarískur skáksnillingur, var áskorandi heimsmeistarans, Boris Spasskýs frá Sovétríkjunum. Einvígið var í heimsfrétt- unum nánast allt árið 1972. Lengi vel leit út fyrir að ekkert yrði af einvíginu vegna duttlunga og undarlegheita af hálfu hins sérvitra skáksnillings Bobby Fischers. Ýms- ir voru hreinlega búnir að afskrifa einvígið á íslandi enda vildi Fischer að einvígið færi fram í Júgóslavíu. Það gekk sannarlega ekki vandræðalaust að fá Fischer til að mæta til einvígisins á réttum tíma. Hann hafði komið til íslands fyrr á árinu, í febrúarmánuði ásamt fylgdar- manni sínum, Edmondson, forseta banda- ríska skáksambandsins, til að kanna aðstæð- ur fyrir einvígið. Þá var hann hinn viðkunn- anlegasti. Að því er fram kemur í dagblöðum frá þeim tíma kom hann vel fyrir og var (fi ’iff" hinn alúðlegasti, leit t.d. inná tvær umferð- ir á alþjóðlegu skákmóti sem haldið var hér á íslandi og heilsaði upp á keppendur og áhorfendur. Frásagnir af komu Fischers hingað til lands, hálfu ári síðar, til að heyja heims- meistaraeinvígið era líkastar spennandi reyfara. Hann afpantaði flugfar sem hann hafði bókað með Loftleiðavél frá New York, og síðan kom fréttaskeyti frá NTB þar sem stóð að stórmeistarinn Robert James Fisch- er hefði sést á flugvellinum í New York, sitjandi á bar og barinn dyggilega varinn af lífvörðum, þannig að enginn fréttamaður komst í námunda við stórmeistarann. Það síðasta sem talið var að hefði sést til Fisch- ers var að hann stakk fréttamenn og Ijós- myndara af á hlaupum yfir bílastæði í grennd flugvallarins og hvarf út í nátt- myrkrið. Eftir nokkrar atrennur við landgöngu- brúna komst hann loks upp í Loftleiðavél til íslands og lenti á Keflavíkurflugvelli árla morguns 25. júní. Og enn var hann á eins konar flótta, hljóp niður landganginn og beint inn í leigubíl sem beið hans á Keflavík- urflugvelli. Hann hafði ekki mætt á sjálfa setningarathöfn heimsmeistaraeinvígsins í Þjóðleikhúsinu og sennilega haft af því eitt- hvert samviskubit. Flóttinn hélt samt áfram og í nokkra daga eftir að skáksnillingurinn var kominn til landsins var alveg óvíst hvort nokkuð yrði úr einvíginu. Fischer kom með nýjar og nýjar kröfur. Að lokum small allt saman, einvígið var hafið og ekki aftur snú- ið. Skákæði gerði vart við sig, ekki bara í Reykjavík heldur víða um heim, einvígið var nefnt einvígi aldarinnar. FlSCHER VAR POPPSTJARNA Ég kom oft í Laugardalshöllina framan af einvíginu eða áður en ég réð mig á Brúar- foss í byrjun septembermánaðar. Stemmn- ingin var engu lík og ógleymanleg. Til lands- ins komu margir heimskunnir stórmeistarar til að fylgjast með, t.d. Gligorich, Najdorf, Geller, sem reyndar var aðstoðarmaður Spasskýs, Larsen, Lombardý, aðstoðarmað- ur Fischers, og skýrðu einstakar skákir í einvíginu á sýningartöflum. Þá minnist ég þess, að oft brá fyrir kunnum andlitum, kunnum íslendingum, Freysteini heitnum Þorbergssyni, Agli rakara, Skúla heitnum Thoroddsen og Þrándi bróður hans, Högna heitnum Torfasyni, Inga R. Jóhannssyni, alþjóðlegum skákmeistara, og fjölmörgum öðrum sem of langt yrði að telja upp í blaða- grein. Ég minnist þess einnig að ég var í aðdá- endalúbbi Bobbys Fischers, dýrkaði hann líkt og unglingar era sagðir dýrka popp- stjörnur og tefldi meira eða minna alla daga á meðan á einvíginu stóð. Ég bjó þá í stór- hýsi við Hátún og þangað komu stundum skákáhugamenn eða skákmeistarar, t.d. Björn Þorsteinsson, Leifur Jósteinsson, einn- ig aðrir, sem ekki voru jafn þekktir skák- menn, eins og t.d. Sæmundur Guðvinsson, rithöfundur og blaðamaður, og nokkrir meistaraflokksmenn úr 1. deildarliði Akra- ness í knattspymu á þeim áram. Einvígi aldarinnar lauk með sigri Bobbys Fischers 12‘A vinningi gegn 8V2 og við í aðdáendaklúbbnum réðum okkur ekki fyrir kæti. Ég kom eitt sinn auga á snillinginn í Brauðbæ við Óðinstorg þar sem hann snæddi hádegisverð með vini sínum og líf- verði, Sæmundi Pálssyni. Þá voru ungir skákáhugamenn að koma að borðinu og biðja um eiginhandaráritun og skáksnilling- urinn veitti hana góðfúslega. Ég gerði einn- ig tilraun til að fá áritun sem misheppnað- ist. Snillingurinn og Sæmundur stóðu allt i einu upp frá borðum, höfðu lokið við eftir- réttinn og ég var einmitt á leið yfir að borð- inu þegar þeir skunduðu út og ég varð hér um bil á milli stafs og hurðar með fíngur þegar útidyrahurðinni var allt í einu skellt aftur. Aftur varð Hakinn, gullsmiðurinn, fyrir óvæntri ánægju þegar hann átti við- ræður við Bobby Fischer á Hótel Holti. Starfsfólk Gulls og silfurs var þar í mat á næsta borði við Fischer og Sæmund Páls- son. Það var eftir að einvíginu lauk, skömmu fyrir veislu aldarinnar í Laugardalshöllinni sem haldin var til heiðurs Fischer og Spas- ský. Þegar starfsfólk Gulls og silfurs hafði lokið við að snæða gekk Hakinn yfir að borðinu til Bobbys Fischers og þeir tókust í hendur og óskuðu hvor öðram til ham- ingju með lífið og tilveruna. Eg á margar góðar endurminningar um árið 1972. Heimsmeistarareinvígið í skák í Laugardalshöllinni rís þó einna hæst í endur- minningunni og ég þykist vita að svo sé hjá mörgum sem upplifðu þann atburð og muna þá stemmningu er var hér á landi þá um sumarið. Höfundur er rithöfundur í Reykjavik. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17.0KTÓBER 1992 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.