Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1992, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1992, Blaðsíða 11
unda, forlaga eða lesanda; og hann er ekki heldur dómari í leiknum. Hann er sjálfstæður persónuleiki, og fyrir hann er það að skrifa jafn sjálfsögð leið til þekkingar og sjálfur skáldskapurinn; gagnvart bókmenntunum fer gagnrýnandinn sínar eigin leiðir. Þetta hefur þó ekki í för með sér, að gagn- rýnin rými og verði huglæg. Skrifum gagn- rýnandans verður maður að taka mið af, og gagnrýnin hefur skyldu að gegna gagnvart öllu öðru ritmáli, ef hún á að skipta sköpum. Gagnrýnin verður að byggja á þekkingu á mörgum textum, á innsýni í bókmenntasög- una og samhengi hennar. Og gagnrýnandinn verður að vera fær í textagreiningu, fræði- legri hugsun, og hafa örugga tilfinningu fýr- ir fagurfræðilegum gæðum. í stuttu máli þarf gagnrýnandinn að hafa þá ijarlægð — la bonne distance — sem gerir honum kleift að sjá textann í senn úr nálægð, í heild sinni og í sögulegu ljósi. Þær kröfur, sem að mínu mati ber að gera til gagnrýninnar, eða til matsgagnrýninnar, eru eftirfarandi fjögur atriði: 1) formgerð verksins, 2) veruleiki verksins, 3) upphafs- maður verksins og 4) lesandinn. Til þess þarf maður að hafa einhveijar viðmiðunarreglur, og ég gæti ímyndað mér eftirfarandi: til að leggja mat á formgerðina þarf bókmennta- gagnrýnandinn að geta tekið mið af kröfunni um, að verkið í senn eigi að vera heilsteypt, margbreytilegt og kraftmikið. Til að leggja mat á veruleika verksins, eð hvemig það speglar þjóðfélagið, tekur gagn- rýnandinn mið af kröfunni um beinan eða óbeinan sennileika, og spyr um tengsl ímynd- aðs veruleika við raunveruleikann, eins og við skynjum hann. Gagnrýnin ætti aldrei að vera í þágu eins eða neins, heldur rannsókn á því, hvort fullyrðing textans pm veruleikann sé hugsanlega sönn. Varðandi upphafsmann verksins er mark- mið gagnrýnandans að skera úr um það, hvort verkið sé ekta og áreiðanlegt, þ.e.a.s. hann leggur mat á skáldræna nauðsyn þess. Loks verður gagnrýnandinn að taka etíska/siðferðislega viðmiðun, hann verður að vera meðvitaður um afstöðu sína, og stía frá sér hugmyndafræði verksins eða mannleg- um skilningi þess, ef hann byggist á kúgun eða ófrelsi. Miðað við þessar forsendur er augljóst, að gagnrýnin er mjög máttlaus, bæði í Dan- mörku og á íslandi. Áður fyrr var algengt að tala um gagnrýnendur af mismunandi toga, og flokka þá í allt að fimm flokkum. í dag horfir málið öðruvísi við, og myndin er ny'ög óskýr. Þrengt er að gagnrýnandanum frá öllum hliðum, og Hans Magnus Enzens- berger vill jafnvel meina, að gagnrýnandinn eða ritdómarinn séu löngu útdauðir. Eg myndi kannski ekki taka svo djúpt í árinni, en það er greinilegt, að gagnrýnandinn og gagnrýnin eru að leysast upp. Ekki síst vegna þess, að þörfin fýrir miðlun og kynningu er svo mikil í upplýsingaþjóðfélaginu, þar sem allir þurfa að kynna þær vörur sem þeir hafa á boðstól- um. Ef einhver tæki að sér að rannsaka, hvað notaður væri mikill tími og mikið pláss í að kynna, og í það að kynna, hvenær kynn- ingar fara fram, þá fengi hann sennilega áfall við að uppgötva, að við nálgumst þau mörk, þar sem allt er orðið kynning og varla lengur er pláss fyrir vöruna, sem verið er að kynna. Á öllum sviðum fer fram jöfnun, sem hefur í för með sér, að það verður ekki leng- ur þörf fyrir dómgreindina, og þar af leið- andi ekki heldur fyrir gagnrýnina. Til að fá einhvers konar yfirsýn yfir gagn- rýnina á okkar tímum, má skipta gagniýnend- um í eftirfarandi flokka: Í fyrsta lagi er það skáldið, sem er gagnrýnandi i hjáverkum. Skáldið er sjaldan góður gagnrýnandi, eins og um gat að ofan, og samt eru að sjálf- sögðu til undantekningar frá þessari reglu. Inn á milli eru virkilega rithöfundar, sem geta eitt augnablikið skrifað skáldskap, og á næsta augnabliki skapað fjarlægð frá sköpun sinni og lýst skáldskapnum. Öllu algengar er það þó, að skáldið láti sér nægja að lýsa umræddu verki yfirborðslega og þakki starfs- bróður sínum fyrir framlagið, sem enginn í rauninni veit í hveiju felst. Og það er sem sagt ekki gagnrýni. Þar næst er það gagnrýnandinn, sem er orðinn skemmtikraftur. Eins og allir vita, vill fólk fá skemmtun, og margir gagnrýnendur hafa komið til móts við þá ósk og t.d. þróað „karate" aðferðina, sem felst í að rífa verkið í sundur í fáeinum línum. Poul Borum er sérfræðingur í þessari aðferð, og þeir sem lesa Ekstra Bladet í Danmörku eru sennilega mjög ánægðir með gagnrýni hans. Einn slík- ur ritdómur hljómar t.d. þannig: „Haves: ta- lent. Onskes: mod.“ (fyrir hendi: hæfni. Vant- ar: hugrekki). Búið. Að lokum er stór hópur gagnrýnenda, sem reyna að halda lífi í gömlu formi gagnrýninn- ar, en láta þót oftast kylfu ráða kasti og segja yfírleitt ekki annað en að þeim líki verk- ið, eða líki. Höfundur er cand.mag. í dönsku og íslensku og kennir við Háskólann í Óöinsvéum. Alla þá sem eymdir þjá er yndi að hugga Ifrumsömdum ljóðum Freysteins er að finna mörg spakleg orð, og skal hér á eftir litið í ljóða- safn hans, sem út var gefið 1987 af Kvæðaútgáfunni. Formála fyrir útgáfunni ritar Gils Guð- mundsson, en um höfundinn, ævi hans og störf, ritar Andrés Krist- jánsson greinargott yfirlit, sem hans var von. Ljóðinu „Glerbrot", sem oft heyrist sung- ið í útvarpinu við hugljúft lag, lýkur á þess- um ljóðlínum: Nú sit ég í rökkrinu og rísla mér við að raða brotunum saman. Ég særi mig á þeim. - En samt er það gaman. Ekki fer milli mála, að þarna muni höf- undurinn tala út frá eigin reynslu. Myndin sem hann dregur upp í lok ljóðsins er eink- ar sláandi. Hvernig getur það verið gaman að skera sig á glerbrotum? En kannast ekki flestir við, að hugurinn leitar oft til hins liðna, jafnvel þótt það hafi valdið sárindum? Verður ekki það, sem aldrei varð, en miklar vonir voru við bundnar, oft það sem hugur leitar? Þannig skil ég þessar ljóðlínur. Freysteinn unni allri fegurð og honum var tamt að yrkja um hið fagra, hvar sem það birtist. í ljóði sínu „Blómin", lætur hann börnin koma við sögu, enda mála sannast að blóm og böm eigi sitthvað sameiginlegt. Þau vaxa — og verða stór. Ljóðinu lýkur Freysteinn á þessu erindi: En sú er vissust vömin, sem vemdar blómin smá, að aðeins bestu bömin þau blóm í draumi sjl Alvara lífsins snerti Freystein djúpt. Hon- um verður oft hugsað um fallvaltleika lífs- ins, líkt og gáfuðum mönnum er tamt. Eða geta ekki allir tekið undir með Freysteini er hann yrkir í ljóðinu „Kveðja": Maðurinn fæðist við bros eða böl, byltist með óðfluga tímanna straumi, vaknar til sorgar og svæfist í glaumi, svifinn á burt eftir skammvinna dvöl. Um fallvaltleik lífsins geta þeir best bor- ið sem teknir eru að eldast. En Freysteinn segir á einum stað í ljóðinu: Vinimir koma og kynnast og fara, kvaðning til brottfarar lífið er allt sofðu, litla ljúfan. Víðfrægur vísnasmiður verður Freysteinn ekki talinn. Hann lagði annað ljóðform venjulega fyrir sig. Þó orti hann nokkrar snjallar vísur. Man sá, sem þetta ritar, vísu hans aftan á eldspýtustokkunum í gamla daga, og margir muna enn: Alla þá, sem eymdir þjá, er yndi að hugga, og lýsa þeim, sem ljósið þrá, en lifa í skugga. Gaman er að veiða á stöng. Mörg ljóða Freysteins eru ort undir ljúf- um lögum, sem allir þeir kunna, er unna fögru máli og hugljúfum hljómum. Frey- steinn var söngvinn með ágætum og lék eitthvað á hljóðfæri. Ljóðið „Syngdu með- an sólin skín“ ber því vitni. Það hefst á þessum fögru línum: Syngdu, meðan sólin skín sumarlangan daginn, Ijúfust æskuljóðin þín, létt og hrein sem blæinn. Gripið niður í ljóðasafn FREYSTEINS GUNNARSSONAR skólastjóra. Eftir AUÐUN BRAGA SYEINSSON Freysteinn Gunnarsson Söngurinn er Freysteini hugstæður, og víkja nokkur ljóða hans að því efni. Ljóðin „Vér göngum", „Fóstbræðralag", „Söng- kveðja til Geysis", „Söngvaheill“, „Syng méj söngva", að ógleymdu „Ökuljóði". í ljóðinu „Minningin ein“ eru línur sem mér hafa orðið hugstæðar, vegna þess sann- leika sem í þeim felast: Hver sælustund er hverfulleika háð. Hver harmastund á dýpri rætur, er horfnar vonir hugur grætur. Fallvalt er líf og lán og allt vort ráð. Enginn nema sá sem á djúpan iífsskilning kveður með þessum hætti. Gamansemi átti Freysteinn í fórum sín- um. Mun vera talsvert til af slíkum kveð- skap eftir hann. Því miður hefur verið sneitt hjá nokkrum vísum Freysteins, er safn hans var gefíð út. Ég hefi hér fyrir framan mig ljóðasafn Freysteins, er ber hið yfírlætis- lausa heiti „Kvæði 11“, og út var gefið af ísafoldarprentsmiðju 1943. Mér brá ónota- lega, er ég sá að gengið var framhjá þessum kveðskap míns ágæta skólastjóra í hinu myndarlega ljóðasafni, sem ég gerðist að sjálfsögðu áskrifandi að. Mér fannst þama undan dreginn einn veigamikill þáttur úr kveðskap Freysteins; gamansemin, sem vissulega var ætíð græskulaus. Freysteinn hefði eigi lækkað í áliti mínu sem skáld, þótt gamansemi hans hefði birst á prenti í heildarútgáfu verka hans í bundnu máli. Ekki kom mér til hugar að draga nein ljóð föður míns, áður prentuð, undan, er heildar- útgáfa verka hans var útgefín fyrir fáum áram, og ég sá um. Hér á eftir leyfi ég mér að tilfæra vísur, er Freysteinn gaukaði að kunningjum sínum á afmælum eða við önnur tækifæri, og eigi finnast í ljóðasafninu frá 1987. Einhveiju sinni mætti Freysteinn Ársæli Ámasyni, sem þýddi mikið, m.a. ferðabækur Vilhjálms Stefánssonar. Sjálfur þýddi Frey: steinn fjölda bóka, eins og kunnugt er. í sólskini á sumardegi hittast þeir vinimir á Laugavegi, og þá orti Freysteinn: Sólskin og sumarblíða sindrar um Laugaveg. Þú hefur mikið að þýða. Þýðingarlaus er ég. Þarna er húmor eða gamansemi sem leyn- ir á sér. En þannig var Freysteinn: Hárfínn húmoristi, sem kom oft á óvart. Um Láras Helgason bónda og alþingismann á Klaustri orti Freysteinn þessa lipra stöku: Enginn getur gert í flaustri góða visu um Lárus á Klaustri. Sterkum hrygg og hendi traustri hefur hann staðið lífe í austri. Og Jóhannes Sveinsson Kjarval fær þetta einkar ljúfa og einfalda erindi. Lesendur taki eftir góðlátlegum húmor: Máttugt andans myndaletur meistarinn aleinn ritað getur, þegar á lítið léreftstetur líf og anda höndin setur. Árin sem færast yfir alla sem lifa á þess- ari jörð, vora Freysteini ekkert áhyggju- efni. Hann orti oft um vini sína á afmælum. Hér er vísa, tekin úr lengra ljóði, um Ársæl Ámason: Sérhver að árum eldist. Ung má þó sálin haldast, geitur og kýr þótt geldist, græðst og nyt tvítugfaldast. Mér finnst, að ofangreindar vísur hefði alveg að skaðlausu mátt fylgja, þegar heild- arútgáfan kom fyrir manna sjónir. Raunsær var Freysteinn jafnan, þó að gamansemin væri líka til. Þetta segir hann í ljóði sínu „Viskusteinninn" um ellina og hina hinstu för: Þú gengur hljóður, hærugrár þín hinstu ár, og hnígur eftir langa leit í lágan reit. Þar blasir við þinn viskusteinn. Það vissi ei neinn. Ljóðið „Hvert vinarorð" er eitt af þeim hugverkum Freysteins sem syngur sig inn í sál hvers þess, sem ljóðum ann, án fyrir- hafnar: Hvert vinarorð, sem vermir hug, þá vakir böl og stríð, hvert góðs manns orð, sem gleður hug, mun geymast alla tíð. Heyrt hefí ég, að Freysteinn hafi ort ljóð- ið „Ég man það enn“ til sonar síns ungs. Erindin era tvö, átta línu löng. í lok ljóðsins era þessar gullfallegu línur: Og þegar endar bamsins ljúfi leikur og lífeins þraut að höndum þínum ber, guð styrki þig, svo megni vilji veikur að velja það, sem gott og fagurt er. Freysteinn var nokkur einfari og kunni eigi við margmenni. Honum lét best hljóðlát iðja skáldsins og rithöfundarins, sem situr daginn langan við skrifborðsvinnu sína. Þó var ævistarf hans kennsla og skólastjóm. Varla mun hann hafa alltaf fundið þar við- nám krafta sinna, þó að hann ynni allt af vandvirkni og samviskusemi. Tvær ljóðabækur birtust eftir Freystein meðan hann var lffs: Kvæði I, 1935 og Kvæði II, 1943. í heildarútgáfunni var bætt við allmörgum ljóðum úr eftirlátnum handritum skáldsins. Þar rekst ég á erindi, sem ég hélt að þeir, sem um útgáfuna sáu, hefðu látið glatkistunni eftir, en það er ljóð- ið „Daginn eftir“, sem fjallar um timbur- menn. Lof sé þeim ágætu mönnum fyrir að lába húmor Freysteins njóta sín og gera honum jafn hátt undir höfði og hér sést svart á hvítu. Lýk ég þá þessu máli með ljóði Freysteins um timburmennina: Þar sem í gær var góður sopi gutlar nú ekki pennadropi. Kroppurinn alveg eins og lopi og andinn hálfgerður lausagopi. Við, sem vorum í gær svo glaðir, göngum í dag svo örvinglaðir, fullir af andlegu aukataði, eins og krossgáta í morgunblaði. En allir timburmenn taka enda, og höf- undur gerði svofellda bragarbót: Árla morguns uppvaknaður, endumærður, hress og glaður, algjörlega ótimbraður orðinn nýr og betri maður. Freysteinn lifír lengi vegna ljóða sinna. Við hann eiga orð Einars skálds Benedikts- sonar: Sá dó ei, sem heimi gaf lífvænt ljóð; sá lést, er reis þögull frá dísanna borði, sem kraup við þess altar með kalið blóð og kom ekki fyrir sitt hjarta orði. Höfundur er fyrrverandi kennari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. OKTÓBER 1992 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.