Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1993, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1993, Blaðsíða 2
Feilnótur í fagnaðarenndi ýlega var myndarlega brotið í blað í hérlendri skólamálaumræðu. Hvorki meira né minna en sjö Lesbækur Morg- unblaðsins í röð birtu greinaflokk Helgu Sig- urjónsdóttur um menntastefnu. Með því er þó ekki allt upp talið sem Helga hefur lagt til málanna því hún hefur margsinnis kvatt sér hljóðs í blöð- um og tímaritum og gefið út heilu greinasöfn- in um skólamál. Helga er kennari af lífí og sál og brautryðj- endastarf hennar í sérkennslu á framhalds- skólastigi í Menntaskólanum í Kópavogi hefur vakið aðdáun. Rauður þráður í greinaskrifum hennar eru áhyggjur af háu hlutfalli bama, sem falla á grunnskólaprófi, og leiðir til að setja undir lekann. En sá galli er á gjöf Helgu, að þegar kemur að því að grafast fyrir um orsakir vandans verður málflutningur hennar svo ofstækisfullur og ósanngjarn að á köflum er spuming hvað henni gangi til: að þjóna lund sinni eða stuðla að vitrænni umræðu um skólamál. Hér er einkum ætlunin að staldra við nokk- ur atriði úr umfjöllun hennar um Piaget og kenningu hans, en athygii lesenda jafnframt vakin á öðmm svargreinum við skrifum Helgu sem birst hafa hér í Lesbókinni og í Nýjum menntamálum. Hugmyndasmit Helga virðist líta á útbreiðslu hugmynda eins og smit: Wolfgang Edelstein og Andri ísaksson koma til íslands eftir að hafa „upp- götvað þroskakenningar svissneska líffræð- ingsins Jean Piagets“ (1. grein) og taka þenn- an pestarfarangur upp á Hrafnagilsráðstefn- unni 1973. Þaðan breiðist svo fárið út meðal kennara sem ekki fengu rönd við reist og „þurftu oft að afneita eigin þekkingu og reynsiu og meðtaka boðskap semgekk þvert á heilbrigða skynsemi“(2. grein). Oneitanlega koma í huga frásagnir sögubóka af uppkomu Plágunnar miklu á miðöldum, samanber þeg- ar Einar Heijólfsson kom út í Hvalfirði árið 1402 og hratt þar með af stað pestinni sem átti eftir að kvista niður landslýðinn. Vígreif geysist Helga um víðan völl og legg- ur til atlögu við hveija vindmylluna á fætur annarri. Þegar Andri og Wolfgang hafa lotið í gras skorar hún sjálfan höfuðpaurinn, Jean Piaget, á hólm þar sem hann kemur ríðandi á alpasnigli. I bakgrunni trónir svo Kennara- háskólinn - höfuðvígi afmenntunar í landinu - þar sem stunduð er „einstrengingsleg inn- ræting ... á þroskakenningu Piagets ... “ (4. grein). HverYarPiaget? Af einhveijum ástæðum virðist Helga vilja læða því inn hjá lesendum að sú fræðilega og hagnýta þekking, sem Piaget byggði á, hafi verið í skötulíki! „Hann ... lærði líffræði og varð doktor í þeirri grein með alpusnigla sem megin við- fangsefni. Síðan fékk hann áhuga á heim- speki og sálfræði og sótti tíma í þeim fræð- um við ýmsa háskóla en tók engin próf. Hinsvegar hlaut hann nokkra starfsþjálfun í „klínískum" vinnubrögðum á geðsjúkra- húsum og einnig í því að greindarprófa böm...“ (4. grein). Miðað við þær víddir og dýptir sem þessi fræðimaður spannaði á löngum ferli hljómar Iýsing Helgu á menntun Piagets óneitanlega nokkuð sérkennilega. Svisslendingurinn Jean Piaget (1896-1980) setti að margra áliti fram eina áhrifamestu kenningu í sálarfræði á þessari öld. Formleg menntun hans var þó ekki á sviði sálfræði heldur tók hann doktorspróf í líffræði, þá aðeins 21 árs að aldri. Á námsárum sínum fékk hann áhuga á heimspeki og sálfræði, og að loknu doktorsprófi má segja að Piaget hafi helgað sig þessum greinum. Eitt af því sem einkennir feril hans eru raunar þverfag- leg vinnubrögð. Hann sóttist eftir samvinnu við vísindamenn í öðrum greinum og nýtti sér niðurstöður fjölda fræðigreina auk sál- fræðinnar. Athugasemdir við skrif Helgu Sigurjónsdóttur um skólamál. Eftir HRAFNHILDI RAGNARSDÓTTUR Piaget var óvenju bráðger og fjölhæfur vísindamaður og virkur fram í andlátið, enda afköst hans tröllvaxin. Á 75 ára ritferli skrif- aði hann tugi bóka og tímaritsgreina um sál- fræði, heimspeki, rökfræði, líffræði, uppeldis- fræði o.fl. Hann er tvímælalaust sá höfundur sem mest er vitnað til í greinum og bókum um bamasálfræði. Piaget var prófessor í vís- indasögu við Genfarháskóla og í tilraunasál- fræði við Lausanneháskóla og um tíma tók hann flugvélina einu sinni í viku til að kenna við Svartaskóla í París. Auk þess var hann forstöðumaður J.- J. Rousseau stofnunarinnar Í Genf, gegndi trúnaðarstörfum innan UNESCO, o.s.frv. Leið Piaget til bamasálfræði lá í gegnum þekkingarfræðina, en það er sú grein heim- spekinnar sem fæst við það hvemig þekking mannsins og heimsmynd þróast. Tekist er á við spumingar eins og hvaða áhrif ný verk- færi og uppgötvanir hafi á heimsmynd manns- ins. Frá sama sjónarhóli tók Piaget sér fyrir hendur að kanna hvemig heimsmynd bamsins þróast frá fæðingu til fullorðinsára, hvemig ýmsar uppgötvanir sem það gerir og ný „verk- færi“ sem því áskotnast (t.d. tungumál og rökhugsun) móta heimsmynd þess og aðferðir. Það er mikilvægt að átta sig á að megin- markmið Piagets var þekkingarfræðilegs eðl- is þar eð það setur mjög mark sitt á aðferðir hans og viðfangsefni. Þannig beinir hann sjón- um fyrst og fremst að vitrænni þróun bama en ekki t.d. félagsmótun eða tilfinninga- þroska. Hann tekur þó annan pól í hæðina en t.d. greindarmælingamenn. Greind, eins og hún er mæld á greindarprófi, gefur ákveðna vísbendingu um stöðu tiltekins barns miðað við jafnaldrahópinn. Viðfangsefni Pia- gets er aftur á móti að gera grein fyrir þeim breytingum sem verða á eiginleikum eða ein- kennum hugsunar bamsins frá fæðingu til fullorðinsára. Á meðan greindarmælingar beinast að einstaklingsmun er Piaget að leita sameiginlegra einkenna í vitsmunaþróun allra bama. Hann hefur takmarkaðan áhuga á því hvort bamið kann margföldunartöfluna sex ára eða tíu eða hvort hástéttarböm læri hana fyrr en lágstéttarböm - sjónum sínum beinir hann fyrst og fremst að því hvaða hugsana- ferli gera bömum yfirleitt kleift að læra margföldunartöfluna. Það gefur augaleið að skilningur á vits- munaþróun bamsins er svið sem kennara varðar enda hafa þeir sótt mikið til Piaget og kenning hans sett mark sitt á þróun skóla- starfs undanfarna áratugi. Þrátt fyrir það má ekki gleymast að verk Piaget em engan veginn skrifuð sérstaklega fýrir okkur uppa- lendur, eins og sumir virðast halda. Gagnrýni Helgu á Kenn- INGU PlAGETS Eitt af því sem Piaget fjallaði um var rök- fræði og tengsl hennar við sálfræði. Þama drepur Helga fyrst niður í gagnrýni sinni í 4. grein. Samkvæmt henni „... gerði [Piaget] þá rökfræðilegu skyssu að telja Iíkindatengsl fæða af sér nauðsynjatengsl.“ Hún styður þessa niðurstöðu með tilvitnunum í Amór Hannibalsson heimspeking: „Efathafnir (eða aðgerðir) hafa innra röks- amhengi, þá er rökfræðin samin með því að leiða það í Ijós. Ef þróun hefur innri form- gerð og byggingu, þá þarf ekki annað en að rekja þróunina til að leiða hana í Ijós. Ef þroski hefur formgerðarbyggingu, þarf ekki flókna rökfræði til að leiða hana í Ijós, heldur bara að rekja þroskasamhengi, sögu þro- skans. “ (Skólastefna, 1986). Eg veit ekki hvort lesendur Lesbókarinnar ,eru nokkm nær, Helga hlýtur að vera það, að öðmm kosti myndi hún ekki tefla fram greiningu Arnórs. En er ekki nokkuð bratt að álykta út frá þessu að „þannig sé allt kerfí Piagets reist á þverstæðu" sem sé „heim- spekilega óverjandi"? Gagnrýni þeirra Helgu og Arnórs á rök- fræðinginn Piaget kann að vera góð og gild, fleiri hafa fundið tilraunum hans til að tengja saman rökfræði og sálfræði sitthvað til for- áttu. Ég fæ hins vegar ekki séð að hún eigi mikið erindi til okkur sem fáumst við uppeld- is- og bamasálfræði og skil því ekki hvers vegna Helga ljær henni svo mikið vægi í umræðu um skólamál! Næstan nefnir Helga til sögunnar sálfræð- inginn John H. Flavell og heggur enn í sama knémnn: „Manni virðist ekki standa steinn yfir steini í Piaget-fræðunum eftir að hafa lesið gagnrýni Flavells. “ (4. grein) Hér er ýmislegt við vinnubrögð Helgu að athuga. í fyrsta lagi var sú bók Flavells, sem Helga vitnar til (The developmental psycho- logy of Jean Piaget), skrifuð fyrir heilum mannsaldri (1963) og löngu áður en Piaget lauk sínum ferli. Það gerist mikið á þijátíu Ljósm.Lesbók/Ámi Sæberg Unnið að ritgerðasmíði í Kennarahá- skóla íslands. ámm í lifandi vísindagrein. Eftir 1970 gerði Piaget sjálfur veigamiklar breytingar á kenn- ingu sinni, og eftir dauða hans 1980 hafa eftirmenn hans ekki setið auðum höndum. Kenningar í sálfræðum era nefnilega ekki trúarbrögð, þær em í stöðugri prófun og endurskoðun. I öðm lagi fer því fjarri að niðurstaða Fla- vells sjálfs sé sú sem Helga dregur af umfjöll- un hans, að „ekki standi steinn yfír steini“. Bókin er nær því að vera 450 blaðsíðna lof- gjörð um Piaget enda er Flavell sjálfur í hópi merkustu fræðimanna á sama sviði. Síðasti kaflinn í bókinni, og sá eini sem Helga vitnar í, nefnist „Mat á kenningunni" og hefst þann- ig: „Að loknum rannsóknum á verkum Piag- ets hefur höfundur komist að þeirri niður- stöðu að þau séu mikils virði og mikilvæg og Ieggi dijúgt a f mörkum til skilnings okkar á þroskaferli mannsins, sem og til framtíðar- rannsókna á þessu sviði.“ En hann bætir við: „Mikið af þeirri gagn- rýni sem rit hans bjóða heim ... gerir ekki miklar kröfur til gagnrýnandans. Um er að ræða atriði sem laða byrjendur í háskólanámi að sér eins og flugur sækja í Ijós ... Við lest- ur rita hans beinast augu manns strax að ákveðnum takmörkunum og sú tilhneiging getur verið mjög sterk að halda ekki áfram heldur einblína á annmarkana (svipað og bam á forstigi rökhugsunar einblínir á eina hlið og getur ekki tekið mið af fleirum) og fara þannig á mis við það jákvæða sem kann að búa að baki. “ (Flavell, bls. 405. Snarað af HR). Þessi vamaðarorð Flavells hefði Helga gjarnan mátt gera að sínum! Aðferð Piagets Auk rökfræðinnar em það aðferðir Piagets sem Helgu finnast tortryggilegar. Hann ein- skorði rannsóknir sínar við sín eigin börn, þijú að tölu, en dragi síðan af þeim óleyfílega víðtækar ályktanir. Þá er á það að líta að í sálfræði er þörf á fjölbreytilegum aðferðum. Þegar ung börn em annars vegar getur fátt komið í stað nákvæmra langtímaathugana á borð við þær sem Piaget gerði á sínum böm- um. Þær veita innsæi og yfirsýn sem aldrei mundi fást ef eingöngu væm skoðuð stór úrtök bama og gerðar á þeim þrautskipulagð- ar tilraunir. Tilraunir af því tagi em hins vegar nauðsynlegur prófsteinn á meginniður- stöður síðar. Slíkar tilraunir hafa verið gerð- ar á bömum í þúsundavís beggja vegna Atl- antsála í kjölfar athugana Piagets, bæði þeirra sem hann gerði á sínum eigin bömum, sem og á rannsóknum hans á eldri börnum, sem ævinlega náðu til stærri hópa barna. Hver aðferð hefur sína kosti og sínar tak- markanir og til samans gefa þær upplýsingar sem gera okkur kleift að pússla saman heild- stæðri mynd af viðfangsefni okkar: mannin- um, hugsun hans og tilfinningum. Ekkert af þessu dugir þó til að skapa end- anlega kenningu um það hvernig böm læra og þroskast. Kenning Piagets er það ekki frekar en aðrar kenningar sem maðurinn smíðar um eigið hugarstarf og eðli málsins samkvæmt á ég ekki von á því að hún fínn- ist nokkurn tíma. Kjarni málsins er sá að til þess að kenna baminu þurfum við að þekkja það. Piaget er án efa einn af þeim sem við getum sótt vitn- eskju til. Og þó ég ætli ekki að elta ólar við allar rangfærslur Helgu um Kennaraháskóla íslands, er rétt að benda lesendum á að það sem Helga kallar „einstrengingslega innræt- ingu um árabil á þroskakenningum Pia- gets... “ (4 grein) vísar væntanlega til um einn- ar einingar (1 eining = u.þ.b. 1 vinnuvika) námsþáttar um kenningu hans sem er hluti af stærra námskeiði um alhliða þroska bama. Það lætur nærri að vera 1/90 af hinu al- menna kennaranámi í heild! Blórabögglar Afstaða Helgu til vísinda og fræða er kapít- uli út af fyrir sig. Hún virðist mgla saman rannsókn á vanda og orsök hans. Af því að Piaget hefur kerfisbundið rannsakað vits- munaþróun bamsins og skipt henni í stig verður hann í huga Helgu að orsakavaldi tossanna. í kveri sínu „Skóli í kreppu" stígur hún skrefið til fulls í grein sem ber yfirskrift- ina „Tossar og ofurmenni" Þar líkir hún að- ferð Piaget við kynþáttafordóma af því hún hafi í för með sér flokkun (bls. 28-29). Helga upplýsir að upphaflega hafí greinin átt að heita Tossamir og „gáfnafasisminn“. Hvar emm við eiginlega stödd? Með sama hætti myndi sálfræðingur vera orsök geð- veiki, félagsfræðingur orsök þjóðfélagsvanda! Ef Freud hefði ekki kortlagt dulvitundina þá væmm við ekki með dulvitund! Ef Piaget hefði ekki skipt þroska bamsins niður í skeið, þá væri enginn þroskamunur! Það er svo eftir öðm að úrræði Helgu verða mjög á þann veg að við eigum að loka bókun- um, snúa frá fræðunum, hætta flokkunum, hverfa aftur til upphafsins. „/ ólæsum samfé- lögum þurfa menn ekki að óttast fíokkun af þessu tagi“ (Skóli í kreppu: bls. 30). Hún virðist hallast að einhvers konar afturhvarfi til náttúmnnar í menntamálum. Háskólar em varhugaverðir, uppeldis- og sálfræðingar há- skalegir. „Kennari" er tegund sem má helst ekki mengast af samneyti við aðra fræðimenn í uppeldisvísindum. Kennarar eiga að kenna kennumm, prestar prestui.i, o.s.frv. I þessum punkti fer ekki á milli mála að þau Helga og Piaget era andfætlingar - lengra verður ekki komist frá hans fræðilegu samþættingarstefnu. Að Lokum Væri allt með felldu ættu skólamál vissu- lega að vera mál málanna í þjóðfélagi sem vill kenna sig við upplýsingu. Eftir því sem tæknistigið hækkar verða hugvit og menntun snarari þáttur í búskaparháttunum. Ut um öll Vesturlönd heyrast líka raddir þar sem lýst er áhyggjum yfir ástandi mennta- mála: hárri fallprósentu, áhugaleysi nemenda, hrapandi þekkingarstigi - og reynt að bijóta til mergjar ástæður og hugsa upp úrbætur. Þar kemur ekki einvörðungu til skilningur á mikilvægi menntunar í nútíma samfélagi held- ur einnig kreppa sem skólinn gengur í gegn- um. Menntun er í eðli sínu mótun og þar af leiðandi verður miðlæg spumingin: Til hvers? Nútímasamfélög em í stöðugri deiglu sem gerir erfiðara um vik að vísa til átta. Yfír- standandi efnahagslægð freistar auk þess stjómmálamanna að slæma niðurskurðarkut- anum í menntageirann og vega þar með að rótum sjálfrar uppistöðu okkar. Við íslendingar búum við þá einstæðu forg- jöf að þjóðin er tiltölulega samstæður hópur. Á móti kemur að íslensk böm njóta minni leiðsagnar fullorðinna en böm samanburðar- þjóða. íslenskir foreldrar vinna lengri vinnu- dag og skólatíminn er svo stuttur að kennar- ar teljast góðir ef þeir komast á hundavaði yfir fyrirskipað námsefni. í síðustu grein sinni kemst Helga svo að orði: „Velgengni bama, hvort heldur er í almennu námi, tónlist, íþrótt- um eða öðm, byggist sennilega að mestum hluta á áhuga foreldranna á því sem þau em að gera. “ Þarna held ég að Helga setji fíngur á vanda sem brennur heitt á okkur íslending- um um þessar mundir. Foreldrar mega fyrir alla muni ekki afsala sér ábyrgð á menntun og uppeldi bama sinna til stofnana og skóla. Það er ekki nóg að setja bamið í skóla til að það læri. Jafnvel ekki þótt aðstæður væm upp á það ákjósanlegasta og ómengaður gull- aldarkennari stigi í pontu - ef á bak við barnið eru ekki aðstandendur sem sjá því fyrir umhyggju, athygli og örvun. Helga vek- ur í sömu grein athygli á merkri rannsókn á skólum í Asíu og í Bandaríkjunum. Skóladag- ur er lengri þar en á íslandi og í Asíu er mun meiri tíma varið til óformlegra sam- skipta nemenda og kennara. Með þessu móti kynnast kennarar bömunum mun betur og em því væntanlega betur í stakk búnir til að taka mið af forsendum þeirra og hugðar- efnum í kennslunni.Um það snýst raunar kúnst kennarans að mati Piagets: Að finna skólalærdómnum merkingarbært samhengi í huga bamsins. 1 íslenskum skólum þarf að tryggja svigrúm til menntandi og mannbæt- andi samskipta kennara og nemenda af þessu tagi. Hér er svo sannarlega verk að vinna fyrir hina leiku þrenningu: böm, foreldra og kennara - og væri óskandi að fijóar umræð- ur mættu takast um þau efni. En þá er nauðsynlegt að mæta til leiks með opnum huga og láta ekki galdrafár og gerningaveður leiða sig í ógöngur. Höfundur er prófessor í uppeldissálarfrasði við Kennaraháskóla (slands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.