Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1993, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1993, Blaðsíða 8
Fallið er meginviðfangsefni hjá höfundum grísku harmleikjanna. Myndin er úr nútíma uppfærslu á einum þeirra, Antígónu eftir Sófókles í leikhúsinu í Bremen 1967. Stór og ógnvekjandi andlitsgríma, sem tekur yfir allan bakgrunninn, er táknmynd fyrir örlögin. einlæga og ósvikna væntumþykju í bijósti hinnar þriðju dóttur sinnar. Óþelló skortir líka mannþekkingu. Hann skynjar ekki þorparann í gervi fágaðs borg- arbúa, þekkir ekki mannætur borgarinnar. Jagó sýnist opinskár og hreinskilinn en er snákur undir ytra borðinu, holdi klædd ill- girnin. Skeyti hans hæfa af því að hann dylst og þau valda ómælanlegu böli. Gísli Súrsson er að upplagi drenglyndur maður og hógvær, hygginn og gætinn. Hann fellur að nokkru leyti vegna laus- mælgi konu sinnar, ógætni hennar í orðum og er hún þó hin ágætasta kona, fómfús og trölltrygg. Gísla vantar raunar að nokkru leyti nákvæmni og gerhygli, skortir samt frekar stjömu en dómgreind, er fremur óheppinn en mjög ófullkominn. Örlög hans og óhamingja verða alltaf yfírsterkari varúð hans og góðum eiginleikum. Örlagahyggja er rík í Gísla sögu Súrssonar. Njála er dýrasti gimsteinninn í bók- menntum okkar að fomu og nýju. Hún er meistaraverk, stórkostlegt listaverk i bygg- ingu höfundar, innsýn hans og hugsun, í samræmi orða, setninga, máls og stíls, í forlaga, lögmála- og siðgæðasýn höfundar. Hver atburðurinn rekur annan í látlausum keðjuverkunum athafnanna. Ný hefnd skapar nýja hefnd. Njála er auðug að mannlýsingum. Aðal- kvenpersónur hennar em svipmiklar, stór- brotnar og ólíkum eiginleikum búnar. Þær em allar skapstórar. Á hefndartímum þró- ast reiði þeirra í hatur, heift í hefndar- þorsta, hefndarhugur í framkvæmd. Þær drepa allar, láta allar drepa. Illmenni Njálu em hvert öðm ólík. Hrapp- ur virðist helst höggva í garð velgerðar- manna sinna. Hann er hugaður. Það er eins og hann fyrirlíti dauðann. Hann hefur inn- sýn í sjálfan sig, sér, hvemig hann er. Mörður er vísvitandi bölvaldur en dylst í vinargervi. Hann er blauður en af gáfum sínum verður hann sterkur og lifír alla óvini sína. Af djúpskyggni sinni er hann stórvirk- ur í eyðingu mannslífa. En hann ann konu sinni „sem augum í höfði sér“. Hin harmræna höfuðpersóna Brennu- Njáls sögu er að sjálfsögðu Njáll sjálfur. Hann er kynntur þannig, þá er hann kemur inn í söguna: „Hann var lögmaður svo mik- ill, að enginn fannst hans jafningi, vitur var hann og forspár, heilráður og góðgjam, og varð allt að ráði, það er hann réði mönn- um, hógvær og drenglyndur, langsýnn og langminnugur, hann leysti hvérs manns vandræði, er á hans fund kom.“ En hvað segja verk Njáls? Öll mikilvæg- ustu ráð hans koma fyrir ekki og ráðlegg- ingar hans gagnast ekki ráðþiggjendum hans, þegar til lengdar lætur. Þeir farast allir í eldi mannlegra samskipta. Segja má, að ferill Njáls sýni magnleysi mannsins gagnvart örlögunum, máttleysi góðvilja gagnvart illvilja, ástar gagnvart hatri, getu- leysi vitsmuna gagnvart heimsku, vanmátt- ar dómgreindar gagnvart því óræða, tak- mörkunar framsýni gagnvart því ókomna. Jóhann Siguijónsson, skáld, virðist hafa skilið Njál á annan hátt. Hann lætur Mörð í leikriti sínu Merði Valgarðssyni segja um Njál óvin sinn á þessa leið: „Hann ann engu nema sínum eigin vilja.“ Það hefur verið sagt, að það sé að hluta til hægt að átta sig á mönnum með því að heyra hvað andstæðingar þeirra segja um þá á bak. Hamlet Danaprins í leikriti Shakespe- ares. Að hika er sama og tapa og fall Hamlets er sígilt dæmi fall vegna hiks á stundu þegar snarræði er þörf. Skarp- héðinn féll líka í Njálsbrennu vegna þess að hann hikaði þegar Kári fann útgönguleið. Mörður virðist þarna skoða Njál sem eigin- gjarnan og ráðríkan ofríkismann. Hvemig er ofríkismaðurinn? H.C. Branner (1903- 1966), hinn þekkti danski rithöfundur, hef- ur sagt, að hann skorti ábyrgðartilfínningu gagnvart öðrum, vanti virðingu á þeim sem fijálsum og sjálfstæðum verum en líti á aðra á meðvitaðan eða ómeðvitaðan hátt sem tæki síns eigin vilja. Innst inni sé ofrí- kismaðurinn óöruggur um sig, hann skorti sjálfstraust. Hvernig er Njáll? Þegar hann hefur feng- ið sonum sínum kvonfang, heldur hann þeim eftir sem áður heima í föðurhúsum og kemur þeim ekki til þess sjálfstæðis og þroska, að þeir megi losa sig undan áhrifa- valdi hans og ráða ráðum sínum sjálfír. Hann stjórnar að nokkru leyti Gunnari vini sínum með ráðum. Hvað gera ráðleggingar ráðþiggjanda? Þegar til frambúðar er litið hamla þær honum, draga úr sjálfstrausti hans og öryggiskennd og stöðva andlegan vöxt hans og viðgang. Oscar Wilde sagði á sinn eftirminnilega og þversagnarkennda hátt: „Það er alltaf heimskulegt að gefa ráðleggingar en það er algerlega banvænt að gefa góðar ráðleggingar." Það er ekki með öllu fjarstæða, þegar sagt er um Njál, að hann verði um það er lýkur banvænn á óbeinan hátt öllum þeim, sem standa honum nærri, vini sínum, launsyni, fóstursyni, son- um sínum þremur, dóttursyni, eiginkonu sinni og sér sjálfum. „Misvitur er Njáll" segir Hallgerður. Það má segja, að Njáll sé ráðríkur, ekki hollur öðrum, sjálfselskur, komi ekki öðrum til þroska, gáfaður, ekki nógu vitur. Nomimar í Macbeð kveða: „Ljótt ér fagurt og fagurt Ijótt, flögrum í sudda, þoku og nótt.“ Spyija má: Hvers vegna verður fólki star- sýnt á fallið? Hvers vegna heilla harmleikir fólk? Svala þeir dulinni árásarhvöt, ómeðvit- aðri grimmdarnautn í undirvitundinni? Full- Fall fyrir freistingum holdsins. Picasso túlkar það hér með pennateikningu, sem byggir á efni úr Lysiströtu eftir Aristofanes. nægja þeir dulinni sjálfspíningarhvöt, ómeð- vitaðri þjáningamautn í manneðlinu? Veita þeir framræslu, hreinsun tilfínninganna? Koma þeir til móts við skilningsþrá manns- ins? Eru þeir sannasti lífsspegillinn? Er mörg breyting að hluta til harmleikur? Er fallið mesti prófsteinninn á manninn? Sjáum við manninn rísa hæst, fara fram úr sjálfum sér á hinum mikla fundi hans og örlag- anna? Veitir hann lífí sínu aukið gildi og tilgang, þegar hann mætir örlögum sínum? Er lífíð áhrifamest, þegar maðurinn býr sig til fallsins, kostar hug sinn að herða og verða? Hvers vegna veita harmleikir fólki list- ræna nautn og unun, þegar það horfír á eða les þá? Breski blaðamaðurinn og rithöfundurinn C.E. Montague (1867-1928) hefur leitast við að svara þeirri spurningu á þá leið, sem hér á eftir verður stuttlega greint frá. Þegar fólk horfír á eða les sígilda harm- leiki hlotnast því náin kynni við djúpsæjan og mikinn höfund, lífsýn hans og sköpunar- mátt. Hann lætur fólki í té trúnað sinn, játningu og mannskyggni, fólk kemst í snertingu við hamslausa lífskrafta, sem beitt er til hins ýtrasta. Það upplifír heitar tilfínningar og óbeislaðar ástríður hinnar harmrænu persónu, en jafnframt verður það vitni að því, að í lífsýn hennar kemur fram blindur blettur, dómgreindarskekkja, örlagaglufa í skynsemi hennar. Vitið er borið ofurliði. Ásamt með öndverðum að- stæðum verður sú örlagaglufa henni að falli. Harmleikir hafa djúp áhrif á fólk, framkalla snögga upptendrun og birtu í huga þess. Jafnvel fínnst fólki, sem það fæðist inn í heim, sem sé undursamlegri en sá, sem það hefur áður þekkt, heim, þar sem ótímabær aldurtili, vonsvikin ást og yfírskyggt líf veitir huganum aðgang að innstu hjartarótum lífsins. Það sér mikil- fenglegt og stórfellt afrek höfundarins, skáldlega sköpun hans, völundarsmíð hans í þeirri listrænu hugkvæmni, aðhæfíngu og því samræmi, sem hann hefur á valdi sínu. Þá er höfundurinn ígrundar dýpstu þætti mannlegrar reynslu, vekur hann í btjósti fólks skilning og yndi, dýpkar, víkkar og hrífur huga þess. Þrátt fyrir hina hrapalegu og hörmulegu atburði, sem eiga sér stað í harmleikjum hafa þeir ekki þrúgandi og lamandi áhrif á fólk, heldur veita því list- ræna nautn og framkalla aðdáun þess. Harmleikir sýna sálarmikilleika hinnar harmrænu persónu, sem lendir í árekstri, bíður ósigur, kastar sér á glæ og fellur án þess að rísa upp aftur. Fólk sér í hármleikj- um eyðslu og sóun kraftanna en verður sér jafnframt meðvitandi um hversu miklir möguleikar mannsins eru. Mennskur maður kann að vera vansæll og ógnvekjandi en í harmleikjum er hann ekki lítilmótlegur eða auvirðilegur. Hlutskipti hans kann að vera hörmulegt, átakanlegt en er þó ekki lítils- háttar. Og harmleikir hafa ekki þrúgandi eða lamandi áhrif á fólk heldur veita því listræna nautn og vekja aðdáun þess. Dýpsta kennd þess verður unaðssemd. Ef grannt er skoðað kunna þeir að veita fólki von um aukinn þroska, þróaða vitsmuni með manninum á ókominni tíð mannfólkinu til handa. En í ljósi þess skorts, sem er á þekkingu á eðli lífsins, mega það heita orð að sönnu, sem Ámi Pálsson, prófessor, sagði: „Lífíð er hyldjúpur ótæmandi leynd- ardómur.“ Forngríski heimspekingurinn Xenophanes, uppi á 6. og 5. öld f. Kr., sagði: „Því að allt er vefur, einungis vefur, sem ofínn er úr tilgátum." Þau orð halda enn gildi sínu. William Shakespeare leggur þessi orð í munn Wolsey kardinála í leikritinu Hinriki áttunda: „Þessi er staða mannsins: 1 dag handleikur hann ljúft vonarlauf. Á morgun blómstrar hann og ber rauð virðingartákn þétt utan á sér. Þriðja daginn kemur frost, og þegar hann heldur, hinn góði, lipri mað- ur, að virðing hans fari vaxandi, þá bítur frostið rót hans, og hann fellur eins og ég.“ „Hann fellur eins og Lucifer og vonar aldrei meir.“ En hvað sem líður þessum hugleiðingum greinir hin harmræna sýn aðeins hluta af lífínu og hinar harmrænu persónur eru aðeins brot og ekki stórt af mönnunum. Sr. Matthías víkur að því í þessu erindi: „Miðlungsmenn á miðum úti viðra voða veðurspáir; en hærra hlær hugur hetju, er til himins stefnir.“ Og á öðrum stað segir hann: „Mörgum glapræði varð að guð- fræði." Heimildir: Brennu-Njáls saga. Einar Ói. Sveinsson gaf út. Hið íslenska fomritafélag 1954. C.E. Montague: A Writer’s Notes on his Trade, 165-182, Delights of Tragedy. A Pelican Book 1952. Höfundur er læknir og býr á Akureyri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.