Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1993, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1993, Blaðsíða 7
ersku landslagi, sem getur tekið á sig lufjöllum. ’asir við margbreytileiki bæja og borga. ónákvæmir með sínar upplýsingar og því áríðandi fyrir fararstjórann að þekkja vel til aðstæðna. Annars getur svo farið, að ferðamennirnir hreinlega missi af sumu af því sem áhugavert er. Ég hef hvað eft- ir annað rekist á þetta, og hef þá tekið í taumana. Ég læt það ekkert á mig fá þó að leiðsögumaðurinn verði fúll út í mig þegar ég ráðskast, ég vil bara að mínir farþegar fái það mesta — og besta — út úr sinni Kínaferð. Mér fínnst kínverskir leiðsögumenn eiga töluvert eftir ólært í ferðaþjónustu. Ég vildi óska þess, að allir sem vilja ferðast út fyrir landsteinana, eigi þess kost að komast fyrr eða síðar til Kína — helst fyrr, því breytingarnar eru svo örar þar. Þetta gamla Kína, sem maður getur ennþá séð og upplifað, mun hverfa áður en varir. í borgum landsins éta risagi'öfur upp heilu bústaðahverfm, sem staðið hafa óbreytt í aldaraðir, þar sem heimilishættir fólks hafa haldist óbreyttir jafnlengi, - til þess að byggja fjölbýlishús, eins og í Breið- holtinu. Það eru ekki bara lifnaðarhættir fólks sem eru áhugaverðir, það er margt annað sem gerir ferð til Kína svo ánægjulega, t.d. náttúra landsins, sem er svo marg- breytileg. Hér getur maður ferðast um dali, steppur, eyðimerkur, frumskóga, fjöll, jökla, flatlendi með hrísgijónaökrum og dvalið í litlum þorpum eða milljónaborgum. Hér er líka hægt að gera „góð kaup“, hér er hægt að njóta lista og matarlystar, hér kemur svo margt á óvart. Kína hefur mikið aðdáttarafl á mig, og þangað ætla ég aftur, sem oftast. Höfundur er balletdansari og danshöfundur og býr í Stokkhólmi. FALLIÐ íðasta skáldsaga franska Nóbelsverðlaunaskálds- ins Alberts Camus, sem fórst í bílslysi 46 ára gamall árið 1960, heitir Fallið. Heiti og efni skáldsögunnar, sem fjallar um fall úr sjálfshrifn- ingu í sjálfsfyrirlitningu, bendir til þess, að hon- Hinir sígildu harmleikir skáldanna snúast um fallið og orsakir þess. En það eru ekki aðeins hinar harmsögulegu persónur sem falla af stalli, heldur hefur það hent margan sem nær okkur eru í tímanum, allt frá Hákoni Hlaðajarli til nútíma stjómmálamanna og þjóðhöfðingja. Eftir ÓLAF SIGURÐSSON um hafí orðið þetta lífsfyrirbæri hugstætt. Fall í lífinu svo og í þeim ritverkum þar sem skáld nota orðið merkir, að einhver hrapar úr hæð í dýpi, úr auðlegð í örbirgð, úr völdum á áhrifaleysi, úr virðingu í smán. Fallið er ekki ýkja sjaldgæft en það hefur í hvert sinn einkennilega mikil áhrif á sýn og huga þeirra, sem verða vitni að því. Hinir sígildu harmleikir skáldanna snúast um fallið og orsakir þess. Og allt frá tímum Forn-Grikkja hefur mönnum orðið íhugun- arefni sú listræna unun og fylling, sem hin harmrænu skáldverk og leikrit veita lesend- um og áhorfendum þeirra. Hér á eftir verð- ur drepið á fáein dæmi um fallið úr lífi og bókmenntum og orsakir þess. Árið 995 féll Hákon Hlaðajarl. „Hann hafði marga hluti til þess að vera höfðingi, fyrst kynkvíslir stórar, þar með speki og kænleik að fara með ríkdóminn, röskleik í orrustum og þar með hamingjuna að vega sigurinn og drepa fjandmennina,“ segir í Heimskringlu. Hann var myrtur af þræli sínum Karki í svínabæli Þóru af Rimul í Gaulárdal, en hann var þá sigraður maður af Ólafí konungi Tryggvasyni, sem boðaði kristna trú og nýja siði. Grimur Thomsen kvað svo um orsök falls hans: „Ef striða menn gegn straumi aldar, sterklega þótt vaði seggir, yfir skella unnir kaldar, engir brekann standa leggir, aldar boðar áfram halda, allir fornir hrynja veggir; Hákoni varð helst að falli, að hlýddi hann eigi tímans kalli.“ Árið 1238 féll Sturla Sighvatsson á Ör- lygsstöðum i Skagafirði og í fallinu dró hann með sér til dauða föður sinn og þijá af bræðrum sínum. Hann hafði áður verið í uppgangi að áhrifum og völdum í landinu en var haldinn ofmetnaði og ætlaði sér allt ísland. Hann hóf baráttu gegn sér hyggn- ari og þrekmeiri mönnum, sem voru grónir í ríkjum sínum. Það hefur verið sagt um hann, að hann hafi verið valdafíkinn met- orðamaður, sem reyndist of veikur, þá er á hólminn var komið. Árið 1908 féll Alberti áður dómsmálaráð- herra Dana úr stjórnmálum, sá sem var síðastur danskur íslandsmálaráðherra. Hann var dæmdur í margra ára fangelsi fyrir fjárdrátt 18 milljóna danskra króna á þágildandi verðlagi. Hann hafði þá í all- mörg ár stundað fjárglæfra og kauphallar- brask og fjármagnað tap sitt með ófijálsri úttekt úr sparisjóði, sem hann hafði umsjón með. Alberti var yfírburðamaður að gáfum, hæfileikum og starfshæfni. Það gréri undan honum í ráðherratíð hans. Hins vegar virt- ist sem hann hafi haft óhóflega fyrirlitningu á samfélagi sínu, talið sig vera hafínn upp yfir lög og rétt og hann var sagður siðblind- ur maður. „Ríkir slen í Rússa her/rauði Lenin fallinn“, segir í vísu sem ort var löngu fyrir fall kommúnismans. Líklega getur það talizt fall áldarinnar. Lenin var persónu- gervingur stefnunnar og því var það táknræn aðgerð víða í fyrrverandi Sovét- ríkjum og Austanijaldsríkjum að fella goðið af stalli. Árið 1957 féll Sir Anthony Eden úr valda- mestu stöðu lands síns. Raunar baðst hann lausnar vegna vanheilsu en það mun þó frekar hafa verið átylla en raunveruleg orsök afsagnar hans. Áður hafði hann lengi verið utanríkisráðherra, reynst hæfur í því starfi og var sagður samningamaður um alla hluti en nú átti hann mestan þátt í því, að Bretar, Frakkar og ísraelsmenn gerðu innrás í Egyptaland árið 1956 eftir að Eygyptar tóku í sínar hendur yfirráð yfir Súezskurði. Hann hafði ekki samráð við Bandaríkjamenn um innrásina og var hún gerð í óþökk þeirra. Þá voru Bandarík- in orðin risaveldi en máttur Bretlands hafði minnkað mjög. Vegna mikils þrýstings frá bandarískum stjórnvöldum urðu Bretar, Frakkar og ísraelsmenn að stöðva innrásina og draga hersveitir sínar algerlega tilbaka frá Egyptalandi. Eden hafði beðið ósigur í Súezstríðinu, hafði gerst herskár á röngum tíma og röngum forsendum, skorti rétt mat á breyttum valdahlutföllum, sem orðið höfðu í heiminum. Það var talið, að hæfi- leiki Edens til að taka ákvarðanir hefði rýrnað við að vera undir stjórn Churchills í hálfan annan áratug. Hann sagði af sér embætti forsætisráðherra í jariúar 1957 og hafði þá glatað trausti og tiltrú til stjórn- málastarfa fyrir fullt og allt en lifði til 1977. Árið 1958 féll Sherman Adams, starfs- mannastjóri Eisenhowers forseta, og varð hár brestur. Hann var þá talinn vera næst- valdamesti maður í innanríkismálum lands síns. Hann var knúinn til að segja af sér vegna yfirsjónar, hafði haft mikil áhrif en litlar tekjur og hafði glapist á því að þiggja litlar gjafir af ríkum vini, kaupsýslumanni, og í staðinn fyrir það lagt inn gott orð fyr- ir hann hjá stjórnskipuðum nefndum, sem önnuðust fyrir hönd ríkisins kaupsamninga við einkafyrirtæki. En önnur skekkja stuðl- aði að falli hans. Það var ótilhlýðilegur hroki, sem bakaði honum fjandskap áhrifa- mikilla stjórnmálamanna, sem heimtuðu höfuð hans við fyrsta víxlspor hans, svo að framúrskarandi dugnaður hans og ár- vekni í starfí bjargaði honum ekki né þörf húsbónda hans Eisenhowers á honum. Upp á Sherman Adams mátti heimfæra orðtak- ið,_að dramb sé falli næst. í hinum sígildu harmleikjum skáldanna falla persónumar einnig af ýmsum orsök- um. Ödipus konungur Sófóklesar fellur að nokkru leyti vegna þótta síns og þó fremur vegna þeirrar syndar sem hann hefur drýgt og er ómeðvitað föðurmorð og blóðskömm en þó einkum af því að hann fær innsýn í eðli sjálfs sín. Hann þolir ekki sjálfan sig án blekkingar, ekki lífið án lygi. Hann sting- ur úr sér augun þegar honum opnast sýn. Ibsen segir í Villiöndinni: „Ef þú tekur lífs- lygina frá hversdagsmanninum tekurðu lukkuna frá honum þegar í stað.“ Creon konungur í Antígónu Sófóklesar er sekur um hroka og sjálfbirgingshátt og fellur af þeim sökum. Hann heldur að hann geti staðið einn. Hann fylgir miskunnar- laust því eftir sem hann álítur sér vera skylt og rétt að gera og eyðileggur með því son sinn, konu sína, ást þeirra á honum og þá persónu, sem sonur hans ætlar að eiga, Antígónu, og þar með sjálfan sig um leið. Hún er hollust því sem í hennar augum er siðferðilega rétt og skylt og verður þar árekstur milli ríkislaga og siðalögmála, ver- aldlegra boða og réttlætis. Hamlet Shakespeares hefur verið túlkað- ur á þann hátt að hann falli á hiki. Hann hefur verið sagður sjá of margar hliðar á hveiju máli og ekki greina aðalatriði frá aukaatriðum. Þrátt fyrir menntun sína og gáfur vanti hann dómgreind, sjái ekki besta leikinn í flókinni stöðu, ekki aðalþáttinn í margbrotinni atburðarás og hefjist því ekki handa fyrr en um seinan. Macbeð fellur á ofmetnaði og ódæði, sem hann fremur til að svala honum. Hann ætlar sjálfum sér, sem ekki er konungbor- inn, konungdóminn og svífst einskis í sókn sinni eftir honum, brýtur jafnt manna- og siðalög. Lér konungur er blindur á hollustu og óhollustu í fari vandamanna sinna, greinir ekki ást frá óvild í huga þeirra, sér ekki í gegnum fagurgala og mjúkmæli tveggja dætra sinna af þremur, ber ekki kennsl á SJÁ NÆSTU SÍÐU LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. MAM993 7 %

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.