Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1993, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1993, Blaðsíða 5
SÓLBORG ALDA PÉTURSDÓTTIR Afródíta Þegar öldurnar leysast úr læð ingi og kraftur þeirra tryllir menn ogskepnur rís Afródíta úr bæli sínu kemur til mín strýkur mér ljúft um vanga með vorkunn í augum og tár á hvörmum. Hverfur svo aftur í öldurótið án þess að kveðja ogsegja mérhvenærhún kemur aftur til að leysa mig úr ánauð ástar innar til þín. Höfundur er bókavörður í Reykjavík. Myndin er tekin vorið 1898 þegar Kjeld Stub, erindreki norrænu kristilegu stúdentahreyfingarinnar kom til íslands. Hann situr fyrir miðju í fremstu röð og með honum eru félagar í „Guðfræðingaklikkunni“ svokölluðu. Séra Friðrik er lengst til hægri í öftustu röð. Við hlið hans er Sigurbjörn Gíslason (faðir Gísla Sigurbjörnssonar á Grund) Fyrir miðju íþeirri röð er Jónmundur Halldórsson prestur á Stað í Grunnavík og lengst til vinstri í annarri röð er Sigtryggur á Núpi og ekki enn kominn með alskeggið, sem einkenndi hann síðar. Næstlengst til hægri í sömu röð er Ólafur V. Briem, sonur sálma- skáldsins á Stóra Núpi og faðir þeirra Jóhanns Iistmálara og Olafs menntaskólakennara. Annar frá vinstri í fremstu röð er Haraldur Níelsson, guðfrseðiprófessor og áhrifamikill spíritisti. Næstlengst til hægri er Jón Helgason, biskup frá 1917- 1938. Á 85 ára afmæli séra Friðriks. Ásgeir Ásgeirsson, þá forseti íslands, í heimsókn. um það hvemig hann ætlaði að undirbúa stofnun KFUM á íslandi. í ævisögu sinni segir sr. Fridrik að það hafi síðan gerst einn góðan sunrmdag í lok mars, að sr. Jóhann bað hann að „segja eitthvað við drengina“. Notaði Friðrik þá tækifærið og sagði frá starfi unglingadeild- ar KFUM í Kaupmannahöfn og bauð drengjunum að koma heim til sín næsta miðvikudagskvöld ef þeir vildu fá meira að heyra um þennan félagsskap. Friðrik greinir síðan svo frá, að 48 drengir hafi komið umrætt miðvikudagskvöld og gefur í skyn að eftir fundinn hafi drengirnir nán- ast krafist þess að fá að byija hliðstætt starf strax: „Jeg endaði og þakkaði þeim fyrir komuna, og góða athygli. - Þeir stóðu ekki upp. En einn af drengjunum sagði: „Gætum yjer ekki byrjað strax?““ Féllst Friðrik þá á að byrja með „ofurlítinn til- raunaflokk“ en vildi ekki gefa flokknum félagsnafn. „Svo lagðijeg fram tvær arkir af pappír svo að þeir, sem vildu, gætu skrifað þar á nöfn sín. Þeir voru 45 sem skrifuðu sig á listann. “ Þessi tilraunaflokkur kom vikulega sam- an og lifði góðu lífí fram á vorið. Sumarið 1898 lögðust hefðbundin fund- arhöld af að mestu. I júní hélt Friðrik norð- ur í Skagafjörð þar sem hann flutti m.a. erindi um KFUM á prestafundi á Sauðár- króki. Einnig stóð Friðrik fyrir sumarskóla fyrir böm þegar á leið sumarið. Fór hann þá stundum á góðviðrisdögum suður á mela og hafði þar nokkurs konar heræfing- ar og leiki. Friðrik hélt áfram starfi sínu við sunnu- dagaskólann næsta haust, kenndi meira en nokkru sinni fyrr, og fór að standa fyr- ir almennum samkomum fyrir fullorðna þar sem hann lagði áherslu á einbeittan afturhvarfsboðskap. Starfið meðal fermingardrengjanna hélt einnig áfram, en þó ekki eins reglulega og áður. Er á leið haustið vildu fleiri piltar fá inngöngu í „tilraunaflokkinnf‘ og fannst Friðriki þá að hann yrði að gera alvöru úr félagsstofnun eða hætta við allt saman. Friðrik lét slag standa og hóf að und- irbúa útgáfu söngheftis sem honum fannst nauðsynlegt að hafa fyrir félagsstofnunina. Einnig lét hann prenta upptökumiða og skrifaði fundarboð langt fram á nótt á nýársdag 1899 sem hann bar síðan út, daginn eftir. Að kvöldi 2. janúar 1899 var svo hinn eiginlegi stofnfundur KFUM hald- inn í Framfarafélagshúsinu á Vesturgötu. Stofnfélagar vora liðlega 50 en félögum fjölgaði ört um vorið og vora fundir þá haldnir í Borgarasal Hegningarhússins við Skólavörðustíg. Höfundur er guðfræðingur og naut árið 1991 styrks úr Vísindasjóði islands til rannsókna á trúarlegum og félagslegum áhrifum sr. Friðriks Friðrikssonar. VALDIMAR TÓMASSON Vor Ég gaf þér öll mín aldin og æskan brosti við að unaðslendum ástar þú opnaðir mér hlið. Vondjörf angan vorsins að vitum mínum leið, við fundi okkar áttum við yndisgrænan meið. Fölskvalaust ég löngum leiddi þig við hönd, sá lækinn tæra tindra tjaldhjón, blika og önd. Allt er átti ég síðar var aska á móti því að hafa hjarta fundið hreinu brjósti í. Höfundur vinnur í pylsuvagni í Reykja- vík. PÁLMI EYJÓLFSSON í þotu Ys og biðröð, enskan hljómar, önn við töskuburð. Loksins þrungin leyndardómi, lýkst upp vegleg hurð. Hátt í loftsins Ijósu vegi lyftir þotan sér. Ferðahugur, en þó óljós ótti um hugann fer. Húsin verða minni og minni málskraf gerist hljótt. Litaspil sem landið sýndi líka dofnar fljótt. Skrýtilegar skýjabreiður skríða glugga við. Fararskjótinn, fákur loftsins, fer með þungum nið. Margra þjóða fólk að ferðast fyllir sérhvern stól. Sumir þrá á dimmum dögum dropa af víni og sól. Heim- og útþrá heilla og toga, heimta báðar sitt. Augum lít ég innan stundar annað land en mitt. Höfundur býr á Hvolsvelli. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29.MAÍ1993 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.