Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1993, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1993, Blaðsíða 6
I Ævintýri lík- ast að ferð- ast um Kína g hef lengi haft áhuga á Kína og því sem kín- verskt er. Tvisvar sinnum hef ég farið þangað einsömul, í fyrra skipti 1983 og í seinna skipt- ið 1991. í báðum ferðunum ferðaðist ég vítt og breitt um landið mánuðum saman. Á 9 mánaða tímabili, frá maí 1992 til janúar 1993, fór ég þrisvar sinnum til Kína með farþegahópa héðan frá íslandi. Nú þegar áratugur er liðinn frá því að ég fyrst kom til Kína, get ég sagt að ferða- mannaþjónusta Kínveija hefur breyst mik- ið og hefur breyting þjóðfélagsins sjálfs átt hvað mestan þátt í því. Frá því að Maó formaður stofnsetti Alþýðulýðveldið Kína árið 1949, hefur kommúnistaflokkur- inn haft öll völd þar í landi. Fjármála- stefna flokksins var steinhörð og auðvalds- stefnan, sem Bandaríkin voru álitin vera fulltrúi fyrir, var grýlan. Hún var hötuð og fyrirlitin; henni skyldi verjast með öllum ráðum. Hún var sú stefna sem mergsaug fátækan almúgann og safnaði auði sér í hag. Það hét að það væri Ijótt að græða peninga, því það væri að ganga erinda auðvaldsstefnunnar. Það var t.d. harð- bannað að vinna sér irin aukapening. Breyting varð á þessu nokkrum árum eftir andlát Maós, á níunda áratugnum. Það komu ný boð frá ríkisstjóminni; vissu- lega var kommúnisminn í heiðri hafður, eftir sem áður, en nú var talað um nýja sósíalismann! I reynd þýddi það, að nú mátti fólk „græða“ peninga, nú var það ekki lengur ljótt og bannað. Nei, þvert á móti, nú var það alveg prýðilegt ef fólk fengi sér aukavinnu og inni sér inn auka- pening. Fólk lét ekki ségja sér þetta tvisvar. í dagblöðum landsins fóru nú að birtast dæmi, hvað eftir annað, um hyggjuvit fólks og uppfinningar þess á mismunandi að- ferðum til að auka tekjur sínar. Þessar breytingar höfðu að sjálfsögðu áhrif á ferðamannaþjónustuna. Nú opnuðust augu manna fyrir því, að hægt væri að græða á þeim útlendingum sem ferðuðust um í landinu. Feiknin öll af hótelum hafa risið upp á síðari árum, athyglisverðar byggingar end- urbættar, musteri reist úr rústum (eyðilögð í menningarbyltingunni), garðar betrum- bættir o.s.frv. Allt til þess að gera aðstæð- ur betri fyrir útlenda ferðalanga. Eitt er það annað, sem hefur haft áhrif tjl hins betra, á ferðir útlendinga til Kína: Áður fyrr, frá því á öldinni sem leið, gengu erlendir menn í Kína almennt undir heitinu „útlensku djöflarnir“. Kynni Kínveija af „hvíta stofninum“ höfðu löngum verið slæm, Evrópubúar höfðu hlunnfarið þá í viðskiptum, þvingað þá til óhagstæðra samninga og staðið fyrir ólöglegum inn- flutningi á ópíum frá Indlandi. Það var því ekki að undra að Kínveijar höfðu illan bifur á útlendingum. Álit Kínveija á út- lendingum er annað í dag. Leiðtogar ríkis- valdsins fá núorðið útlenda sérfræðinga sér til hjálpar við að þróa þjóðfélagið. Um er að ræða sérfræðinga á nánast öllum sviðum. Kínveijar hafa gert sér ljóst, að án þeirrar þekkingar sem sérfræðingar „auðvaldsins" hafa, heltast þéir úr lest- inni. Útlendingar eru því aufúsugestir í Kína í dag, hvort sem þeir koma til að miðla af þekkingu sinni — eða til að eyða peningum sem ferðamenn! Nú fer hver að verða síðastur sem vill sjá gamla Kína, því breytingarnar eru byrjaðar og þær ganga hratt. Ein breyting er sú, að Kínverjar líta ekki lengur á útlendinga sem óvini, heldur eru þeir búnir að skilja þýðingu ferðamanna og þeir eru nú aufúsugestir. Eftir UNNI GUÐJÓNSDÓTTUR AÐ FERÐAST í KÍNA Það er ævintýri að ferðast í Kína. Það er bæði ævintýri fortíðar, nútíðar og fram- „Það kvað vera fallegt í Kína“, kvað Tómas og ekki verður ofsögum sagt af kínv dulúðugar og furðulegar myndir. Greinarhöfundur tók myndimar. Þessi er úr Gu Kona á heimleið frá markaðnum eftir að Fljótin eru samgönguæðar og á bökkun bl hafa keypt í kvöldmatinn - sem reyndar er lifandi og kíkir uppúr töskunni. Matur í Kína er með ólíkindum fjölbreyttur og góður. Hér er Hans frá ísafirði að ausa upp slöngusúpu. Ferðamenn þurfa hinsvegar ekki að hræðast að fá slöngusúpu án þess að vita af því; hana verður að panta sérstaklega. tíðar. Fortíðar, vegna sögu þjóðarinnar, vegna alls þess ævaforna sem fyrir augum ber. Nútíðar, vegna fólksins sem mætir manni með opin andlit, sem dylur ekkert og opnar sínar dyr fyrir okkur fyrrverandi „útlensku djöflum", og leyfir manni að „vaða inn“ hjá sér, jafnvel inn í svefnher- bergi, til að skoða allt. Framtíðar, því spurningin liggur í loftinu; hvað getur ekki þessi mannfjöldi gert, hvað líður? Hér býr fimmta hver manneskja í heiminum. Hér eru allir möguleikar fyrir hendi! AÐ Vera fararstjóri í KÍNA Að vera fararstjóri í Miðríkinu — eins og Kínveijar kalla sitt land. Það er að vera við öllu búinn! Það verður að segjast, að Kínveijarnir eru sér á parti hvað ferða- þjónustu viðvíkur. Leiðsögumenn þeirra líkjast ekki vinnufélögum sínum í öðrum löndum. Þeir eru sannarlega ekki „staðlað- ir“ heldur ákaflega einstaklingsbundnir. Sameiginlegt er þó að þeir eru nokkuð | 6 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.