Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1993, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1993, Blaðsíða 4
„í þjónustu hins mikla konungs“ Sr. Friðrik Friðriksson og upphaf æskulýðsstarfs hans um aldamótin síðustu ár eru liðin 125 ár frá fæðingn æskulýðsleiðtogans sr. Friðriks Friðrikssonar, en hann fæddist að Hálsi í Svarfaðardal þann 25. maí 1868. í eftirfarandi grein er einkum fjallað um þátttöku Friðriks í ýmiss konar félagsstarfsemi fyrst eftir að hann kom heim frá Danmörku haustið 1897. Er m.a. reynt að varpa nýju ljósi á aðdragandann að stofn- un KFUM í ársbyrjun 1899. í ár eru liðin 125 ár frá fæðingu æskulýðsleiðtogans sr. Friðriks Friðrikssonar, en hann fæddist að Hálsi í Svarfaðardal þann 25. maí 1868. Hér er fjallað um þátttöku Friðriks í ýmiss konar félagsstarfsemi fyrst eftir að hann kom heim frá Danmörku haustið 1897, þ. á m. um aðdragandann að stofnun KFUM í ársbyrjun 1899. Eftir ÞÓRARIN BJÖRNSSON „KLIÐUR EINS OGIRJETTUM" Um og eftir aldamótin síðustu var straumur íslenskra námsmanna til Kóngs- ins Köben stríðari en dæmi voru áður um í sögu íslenskrar þjóðar. Ekki voru samt allir þeir er sigldu svo lánsamir að koma heim aftur með uppáskrifuð próf úr há- skóla Danaveldis. Einn hinna „ólánsömu" var stúdentinn, Svarfdælingurinn, og fyrrum smalinn, Friðrik Friðriksson sem innritaðist í læknis- fræði við Háskólann í Kaupmannahöfn haustið 1893. í janúarmánuði 1895 varð honum það á að álpast ofan í kjallaraholu í miðbæ Kaupmannahafnar þar sem hald- inn var fundur fyrir nærri 300 unglings- drengi í félagsskap sem nefndi sig KFUM, Kristilegt félag ungra manna. Friðrik lýsir reynslu sinni svo: Við komum þar inn, og var kliður eins og í rjettum. Þar var fult af drengjum, voru sumir að tefia, sumir að skoða mynda- biöð, sumir að ganga saman og tala. Jeg varð alveg forviða yfir þessari sýn... Aldrei hafði mjer dottið í hug að hægt væri að safna saman á kristilegum grundvelli svo mörgum Kaupmannahafnar-drengjum af svo ólíkum stjettum... Þegar jeg kom heim um kvöldið, var öll mín sál sem í uppnámi; jeg sá fyrir mjer þennan drengjaskara, og söngur þeirra hljómaði mjer enn fyrir eyrum. Fyrir sálar- sýn minni reis upp herskari af slíkum sveit- um í þjónustu hins mikla konungs, ogjeg hugsaði mjer hvflíkur kraftur það væri, ef þessi aldurgæti unnist fyrir málefni Krists. Jeg fann hjá mjer brennandi löngun til að vera með í slíku starfi og bað guð um leið- beining, ef hann gæti notað mig í þjónustu sína í einhverju horninu á sínum mikla akri. Segja má að frá þessari stundu hafi verið útséð um nám Friðriks í Kaupmanna- höfn. Friðrik gaf sig heilshugar að starfinu meðal drengjanna í KFUM og fyrr en hann hugði virtist Guð hafa útvalið honum væn- an skika „á sínum mikla akri“. Eftir harða innri baráttu ákvað Friðrik að halda heim til íslands og freista þess að koma þar á fót starfi í nafni KFUM. Kvöldið áður en hann sigldi kvaddi Friðrik vini sína í aðal- deild KFUM í Kaupmannahöfn. Þar voru tekin samskot sem dugðu fyrir farinu heim og vel það. „Þessi Hálfvitlausi Stúd- ENT... NÝKOMINN FRÁ KAUP- MANNAHöFN“ Það mun hafa verið þann 27. ágúst 1897 að Friðrik Friðriksson gekk á ný um stræti Reykjavíkur eftir nærri íjögurra ára utanveru. Heldur þótti honum bærinn kot- legri en í minningunni, jafnvel sniðskoma homið á húsi Eymundsens, sem eitt sinn gnæfði hátt við himin, virtist nú svo lágt að næstum væri hægt að leggja hönd sína uppá það. í samanburði við höfuðstað Dan- merkur virtist Reykjavík aðeins lítið og fremur óhrjálegt fískiþorp þar sem íbúar vom enn innan við 5000. Fyrstu dagar Friðriks í Reykjavík fóm í að heimsækja vini og kunningja og inn- rita sig í Prestaskólann. Ekki leið heldur á löngu uns hann var sjálfur farinn að vinna fyrir sér með kennslu. Það var ekki að sjá, að Friðrik ætlaði að hlaupa upp til handa og fóta og hefja skipulegt félagsstarf í anda KFUM. Sjálfur lýsir hann afstöðu sinni svo: Svo byrjaði skólaganga mín og skóla- kensla um mánaðamótin september og október. Við mínu aðaláhugamáli hreyfði jeg ekki; jeg fann engan skilning á þvi hjá ungum mönnum og jeg var hræddur um, aðjeg mundi spilla fyrir málefninu, ef jeg færi of hart af stað, og eggja fram mót- stöðu gagnvart því. Það má til sanns vegar færa að ótti Friðriks við andstöðu hafi ekki verið ástæðulaus. Hjálpræðisherinn var t.d. ný- byijaður með starfsemi í bænum og höfðu sumir það sér til dægrastyttingar að gera uppistand á samkomum þar. Friðrik kaus því að fara hægt af stað og reyna að ávinna sér traust ungra sem aldinna. Tilburðir hans í þá átt vom þó stundum teknir með fyrirvara. Ami Árnason læknir lýsir þeirri reynslu sinni á skemmtilegan hátt: Mér er það í minni, þegar fundum okkar séra Friðriks bar fyrst saman. Það var sumarið 1898 og var égþá „mjólkurpóst- ur“ frá Skildinganesi. Eg var staddur í Austurstrætimeðmjólkurílátin, þegar ung- ur maður, svarthærður og með svart al- skegg, víkur sér að mér og ávarpar mig mjög vingjamlega, spyrmig að heiti, hvað- an ég sé og því um líkt. Síðan hvarf hann burt, en ég stóð eftir og vissi ekki, hvaðan á mig stóð veðrið... Annað eins og þetta var alveg óvenjulegt í þá daga. Sr. Bjami Jónsson, dómkirkjuprestur og formaður KFUM f hálfa öld, varð fyrir svipaðri reynslu sem ungIingspiltur.„Það hefur víst verið þessi hálfvitlausi stúdent, sem er nýkominn frá Kaupmannahöfn", var skýringin sem Bjami fékk þegar hann greindi skólafélaga sínum úr Latínuskólan- um frá atvikinu! Fyrstú Skrefin Það fyrsta sem Friðrik nefnir í ævisögu sinni sem beina tilraun sína til að kynna Séra Friðrik Friðriksson. Myndin er tekin við skírnarathöfn Guðna Ingólfs Guðna- sonar í Vatnaskógi 1951. Sigvaldi Kaldalóns, síðar læknir og tón- skáld (sitjandi) og Bjarni Jónsson, síðar Dómkirkjuprestur. starf KFUM meðal íslenskra pilta gerðist seint í september 1897. Eftir að hafa átt indæla kvöldstund með tveimur skólapilt- um, við spjall um skáldskap og guðrækileg efni, nefnir Friðrik hvort þeir ættu ekki að biðja saman áður en leiðir skildu. Sr. Friðrik lýsir viðbrögðum þeirra svo: Þeir litu báðir á mig svo undrandi augum að jeg sá að jeg hafði hlaupið á mig. Þeir skildu ekki hvað jeg átti við. Svo fór jeg að segja þeim sögur úr samlífi trúaðra í K.F.U.M. íKaupmannahöfn ogsvo töluðum við stundarkorn um bænina alment. Svo er mjer fanst hæfilegt, þá kvaddi jeg þá og fór. - Jeg fann að svona var það yfir- leitt. Menn gátu verið trúhneigðir og vel- viljaðir; töldu kristindóm nokkuð sem sjálf- sagt væri í kirkju og við húslestra, en þar fram yfir skildu þeir ekki og fanst það vera öfgar, ef lengra væri farið. Og samfje- lagslíf um kristindóm töldu margir nær óviðeigandi. Nokkm síðar getur sr. Friðrik þess, að í byijun febrúar 1898 hafí fjórir latínu- skólanemar, m.a. Sigvaldi Stefánsson (Kaldalóns), síðar tónskáld, komið í heim- sókn til sín og þannig hafi það atvikast að hann fór að hafa með þeim reglulega biblíulestra annan hvem sunnudag. Þátt- takendum fjölgaði síðan er á leið vorið og vom orðnir um 30 í sumarbyijun. í ljósi nýrra heimilda má sjá, að þessir biblíulestrar meðal latínuskólapilta hafa byijað talsvert fyrr en sr. Friðrik gefur til kynna í ævisögu sinni og ekki verður ann- að séð en að þeir hafi verið haldnir viku- lega, a.m.k. síðari hluta hausts 1897. í fóram IOGT á íslandi era til athyglis- verðar heimildir frá þessum tíma sem sýna að Friðrik stóð einnig fyrir kynningu á starfi KFUM í Danmörku meðal æskulýðs í bindindishreyfingunni í Reykjavík. Svo snemma sem 7. september 1897 var Frið- riki veitt innganga í stúkuna Verðandi í Reykjavík og sat hann þar m.a. í hagnefnd stúkunnar frá nóvember 1897 og fram á sumar 1898. Hagnefnd þessi sá um að eitt- hvert fræðandi efni væri á hveijum fundi í stúkunni. Talaði Friðrik á nokkram fund- um í stúkunni þennan vetur og þar á með- al um „Skuggahliðar lífsins í Khöfn“, en þeirri hlið hafði hann kynnst vel í starfi sínu í unglingadeild KFUM í Kaupmanna- höfn. Friðrik var einnig valinn í fræðslunefnd unglingastúkunnar Æskunnar. Þar er þess sérstaklega getið að 7. nóvember 1897 hafi hann m.a. talað um bamasamkomur og starf KFUM í Kaupmannahöfn. Annað slagið þennan vetur virðist hann auk þess hafa haft hugleiðingar með kristilegu ívafi fyrir börnin í stúkunni og skipulagt ein- hvers konar flokkaskipan í desember 1897. Spyija má hvort sú skipan kunni ekki að hafa verið framkvæmd samkvæmt fyrir- mynd frá starfi KFUM í Kaupmannahöfn? Nú gerðust þau tíðindi um vorið 1898 að Friðrik fékk leyfi hjá sr. Jóhanni Þor- kelssyni dómkirkjupresti til að koma og hlusta á barnaspumingar hans við ferming- arundirbúninginn. Af bréfi Friðriks til 01- fert Ricards frá desember 1897 má sjá að þetta var beinlínis liður í áætlun Friðriks

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.