Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1993, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1993, Page 4
Theódóra með fálkaorðuna.. Theódóra á námsárum sínum í Kaup- mannahöfn. í Reykjavík, var við matreiðslunám í Kaup- mannahöfn um aldamótin og hún getur þess í endurminningum sínum að sér hafi reynst ókleift að komast að á Hótel Phoen- ix. Eftir heimkomuna var Theódóra ráðs- kona Valhallar á Þingvöllum sem Sigmund- ur bróðir hennar rak en bjó í Hafnarfirði á vetrum og rak þar matsölu. Hún hafði þar nokkra fasta kostgangara, m.a. norska sjó- menn, en maturinn var mjög fábrotinn eins og gerðist og gekk í íslensku sjávarplássi, nýtt dilkakjöt var einungis fáanlegt í slát- urtíðinni, annars lifðu menn á hvers kyns fiskmeti og saltkjöti. Pólk þekkti varla ann- að krydd en pipar og allrahanda. Fljótt fór orð af matreiðslukunnáttu Theódóru og ýmsar fínar frúr í Reykjavík fengu hana til að annast fyrir sig veislumatseld. Börnin hennar segjast líka muna hana á þönum með matarsendingar til sjúklinga í spænsku veikinni 1918. Hún fékk fljótt orð fyrir að vera greiðug og hjálpfús. Ef ég geri ein- hverjum gott fæ ég það til baka þegar mest liggur á,“ er haft eftir henni og þótti stundum sannast. Henni tókst fljótlega að koma sér upp góðum samböndum við toga- raskipstjóra og bryta sem gátu fært henni frá útlöndum ýmsan varning sem hvergi var fáanlegur hér, t.d. ýmsar niðursuðuvör- ur og ávexti. Ævinlega hafði hún fínar danskar matreiðslubækur við höndina. Bar krásir konung- um og krossberum4í hraðfleygri stund breytist nútíðin skyndilega í sögu en oft er undir hælinn lagt hvað skráð er á spjöld hennar. Söguskilningur þjóðarinnar hefur tekið ýmsum breytingum að undanförnu og ljóminn af sumum þjóðhetjum hefur dofnað en sagnfræð- THEÓDÓRA SVEINSDÓTTIR matreiðslukona fyrr á öldinni var einnig nefnd veislumatselja, því hún stóð fyrir veislum þegar tignir gestir komu til landsins. Hún var brautryðjandi, einstæð móðir fjögurra barna, sá um margháttaðan atvinnurekstur, var forfrömuð frá fínum hótelum í Kaupmannahöfn og lærði að útbúa kóngafæði þó að aðstæður hér væru oft frumstæðar. Þessi merka kona verðskuldar að nafn hennar gleymist ekki. Eftir GUÐRÚNU EGILSON ingar hafa gert sér aukinn mat úr heimild- um um alþýðu manna og þau svið þjóðlífs- ins sem litla athygli vöktu til skamms tíma. Fyrir skömmu vakti glöggur samborgari athygli mína á fámennri starfsstétt sem lægi óbætt hjá garði en hefði átt dtjúgan þátt í að tengja Island umheiminum á fyrri hluta þessarar aldar. Hér er um að ræða konur sem stunduðu veislumatseld og fengu það erfiða hlutverk að elda og bera á borð fyrir erlenda tignarmenn sem áttu ekki öðru að venjast en dýrindiskrásum. Þetta var, vel að merkja, fyrir daga rafmagnselda- véla og ísskápa, á tímum þegar íslendingar lifðu mestmegnis á trosi, saltkjöti og mjólk- urgrautum og innlend húsmæðramennt á frumstigi. Hér voru vaskar konur á ferð og hafa þær ugglaust ekki lagt fram síðri skerf til landkynningar en ýmsir þeir sem komist hafa á spjöld sögunnar fyrir embætt- isstörf. Trúlega hefur Theódóra Sveinsdótt- ir verið þar fremst í flokki að öðrum ólöstuð- um. Hún er'jafnframt fyrsta íslenska konan sem hefur hlotið orðu fyrir veitingastörf. Það var árið 1948, hálfu öðru ári áður en hún lést. Kona nokkur, sem starfað hefur í ís- lensku kvennahreyfingunni um langt ára- bil, sagði fyrir skömmu að konur væru allt- af að fínna upp hjólið. Baráttuhetjur rydd- ust fram með vissu millibili, teldu víst að þær væru boðberar nýs sannleika en hefðu ekki hugmynd um hvað kynsystur þeirra hefðu afrekað nokkrum áratugum áður. Þessi orð komu upp í huga mér þegar ég leit yfír sögu Theódóru Sveinsdóttur. Að vísu kemur hvergi fram að hún hafí skipað sér í sveit kvenréttindakvenna en hún lét verkin tala, verk sem ef til vill féllu í gleymsku ef slitróttar heimildir um starfs- ævi hennar hefðu ekki fundist og börn henn- ar hafa góðfúslega látið í té ítarlegri upplýs- ingar. Kannski muna sumir af eldri kynslóð- inni eftir svipmikilli og alúðlegri konu sem rak sumargistihús i Reykholti í Borgarfírði og jafnframt veitingaskála við Hvítárbrú. Einhveijir muna kannski eftir því að hafa snætt hádegisverðinn hennar á Alþingishá- tíðinni 1930 en menn sem núna eru um áttrætt muna eftir að hafa setið skólafundi í veislusölum hennar við Kirkjutorg. Þar hélt hún líka glæsilegar brúðkaupsveislur og sumar brúðirnar höfðu ef til vill lært eitthvað af henni í matreiðslulist á fjölsótt- um námskeiðum sem hún hélt í sama húsi. Hún stundaði sém sé margháttaðan at- vinnurekstur, eigin herra og einstæð móðir íjögurra barna, lítt skólagengin en þó for- frömuð á fínum hótelum og veitingahúsum í Kaupmannahöfn þar sem hún lærði að elda sannkallað kóngafæði. Og svo halda sumir að íslenskar konur hafi fyrst orðið sjálfstæðar með tilkomu rauðsokkahreyf- ingarinnar! Theódóra Sveinsdóttir fæddist í Gerðum í Garði 2. júlí 1876 og hefur að vonum alist upp við fábreyttan kost eins og flest íslensk börn á þeirri tíð en móðir hennar var annáluð myndarkona og venjulega köll- uð til þegar veisla skyldi haldin í Garðinum. Um tvítugt fór Theódóra til náms í Hús- stjórnarskólann í Reykjavík sem Elín Briem hafði þá nýlega stofnað í húsi iðnaðar- manna við Lækjargötu. Var þar fyrsti vísir- inn að íslenskri húsmæðrafræðslu og gátu ungar stúlkur setið þar þriggja mánaða námskeið. Aðra formlega menntun á þessu sviði var ekki að hafa hérlendis en til fróð- leiks má geta þess að út höfðu komið á íslensku tvær matreiðslubækur, Einfalt matreiðslukver fyrir heldri manna húsfreyj- ur“ eftir Mörtu Maríu Stephensen, fyrri konu Stefáns Stephensens, amtmanns á Hvítárvöllum, og Kvennafræðarinn" eftir Elínu Briem. Sá skóli sem Theódóra taldi að orðið hefði henni happadrýgstur var heimili Björns Jónssonar, ritstjóra og síðar ráðherra, og Elísabetar Sveinsdóttur, konu hans. Elísabet var að sögn Theódóru ein- stök húsmóðir en það þótti tíðindum sæta að hún harðneitaði að verða ráðherrafrú þegar maður hennar tók við ráðherradómi árið 1909. Málið leystist á þann hátt að Sigríður dóttir þeirra hjóna tók að sér að sjá um veisluhöld fyrir föður sinn. Bara Pipar Og Allrahanda Eftir ársdvöl í húsi þessara merkishjóna hélt Theódóra til Kaupmannahafnar, félítil og fákunnandi í erlendum málum“, eins og henni sagðist sjálfri frá á efri árum en það hefur verið töggur í þessari ungu konu því að henni tókst að fá starf á eftirsóknarverð- um vinnustöðum á fagsviði sínu, annars vegar hjá Hótel Phoenix, stóru og víðfrægu gistihúsi í Bredgade í Kaupmannahöfn og hins vegar hjá Skrams Efterfölger sem þótti mjög gott veitingahús. Kristín Da- hlstedt, sem síðar varð kunn veitingakona Theódóra ásamt nemendum sínum um 1930. 4 -t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.