Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1993, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1993, Qupperneq 3
PETRAREA IFgPáHf II® H ® S1 |íij tU B H © 11E g] ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Kringlunni 1. Sími 691100. Scheving Gunnlaugur Scheving listmálari dvaldi langdvölum í Grindavík og Hafnarfírði. Á þeim árum málaði hann mikið af húsamyndum og sjávarmyndum. Litaáferðin var þykk á þessum myndum, en eftir að hann flutti til Reykjavíkur árið 1956 breyttist stíll hans. Þá málaði hann með þunnri litaáferð. Forsíða Ijörnin í Reykjavík er og verður sérstakt aðdráttar- afl fyrir ungu kynslóðina. Ekki spillir það fyrir, þegar endumar eða svanirnir eru svo gæfir, að þeir þiggja brauðmola úr litlum lófa eða leyfa bömunum að nálgast sig. Kristinn Ingvarsson ljósmyndari tók forsíðumyndina nýlega niður við Tjörn. Sturlungaöld Á tíma Sturlungaaldar var barizt hatrammlega um völd og eignir. Þar koma mikið við sögu frændurnir Guðmundur Arason, biskup á Hólum, og Ögmundur sneiss, sem nefndur hefur verið fyrsti Jökuldælingur- inn. Bessastaðir Eftir hernám Danmerkur þótti nauðsynlegt að færa konungsvaldið heim til íslands og var Sveinn Björns- son gerður að ríkisstjóra. Aðsetur vantaði fyrir hann og þá bauðst Sigurður Jónasson til að gefa ríkinu Bessastaði. Gjöfín var þegin og hafa Bessastaðir verið aðsetur þjóðhöfðingjans upp frá því. Ó, þér, sem heyrið Ó, þér, sem heyrið andvarpanna óminn af óði breyttum, sem mitt nærði hjarta, á meðan glapti’ og ginnti ástin bjarta - þótt gengið sé mér nú og horfin blómin - og hlustið á mig hækka’ og lækka róminn, er heimsku-töfrar gleðja, særa, narta, - ef yður sjálfum eitt sinn varð að kvarta, þá aumkið mig, en stillið harða dóminn. En glöggt ég veit, að undri er ég orðinn og orðskvið löngu meðal kaldra þjóða, og ber því harm og blygðun oft í laumi. Og hver er allur ávaxtarins forðinn? Mín angurs-blygð og reynslan sorgarfróða, og lífsins gleði líkist fleygum draumi. Franesco Petrarea (1304-1374) var ítalskt skáld. B B Af tjóna- og kleinubakstri 0 Islenskt þjóðlíf verður nú sífellt ein- hæfara, þrengra og leiðinlegra. Boð og bönn eru dagskipunin og fjölgar jafnt og þétt. Það er nokkuð föst regla að sjaldan knýr nokkur nauð- syn til allra nýju laganna, reglugerð- anna og bannanna og vitaskuld koma þau fáu góðu til leiðar enda ótrúlega sjaldan byggð á þekkingu eða rannsóknum. Nú um árabil hefur það þótt sjálfgefið á íslandi að vera grimmur andstæðingur er- lendra hreyftnga grænfriðunga og er það að vonum enda öllum íslendingum Ijóst að annarleg sjónarmið koma þar oftar en ekki við sögu. Það hefur farið heldur lægra um það að eins konar grænfriðungar hafa stundum leikið lausum hala á íslandi og bakað fólki tjón. Þessi friðun héfur á sér margt birting- arformið og má minna á ofsóknir embættis- manns eins í Reykjavík á hendur konu nokk- urri sem vann sér það eitt til saka að baka kleinur en átti sér til bakstursins ekkert flennistórt verksmiðjuhúsnæði. Tókst þess- um stórvini verksmiðjuhúsnæðis á höfuð- borgarsvæðinu að kippa stoðum undan kleinubakstri konunnar og hvekkja hana á alla lund svo lá við heilsutjóni. Má því segja að umræddur óvinur kleinubaksturs sé orð- inn stórbakari sjálfur og baki fólki tjón í stað kleina og er þeirri spurningu ósvarað hvort til tjónabaksturs þurfi lögboðið verk- smiðjuhúsnæði. Ég legg til að þessi varðmaður réttlætis- ins verði gerður að heiðursfélaga heimssam- bands grænfriðunga. Þykir mér einsýnt að hann setjist þegar á þing enda verðugt efni í umhverfisráðherra og síðan sendiherra þjóðar sinnar. Ég hef um nokkurra ára skeið lagt leið mína til Drangeyjar á Skagafirði þar sem ég veiði nokkra lunda mér til heilsubótar, skemmtunar og neyslu auk þess sem mér þykir slík iðja ákaflega karlmannleg. Lunda- veiðar eru nú stundaðar með háfi. Skammt er þó síðan önnur áhrifameiri veiðiaðferð var notuð, svokallaðar flekaveiðar. Voru þá flekar festir við stjóra skammt frá landi en snörur festar við hann og festust síðan fugl- arnir í þessum snörum. Af þessum veiðum höfðu skagfírskir bændur og raunar fleiri miklar tekjur, er tugir tonna fugls fengust á flekana — og vissu þó allir að ekki var um ofveiði að ræða. En viti menn. Skyndilega gerist það að nokkrum grænfriðungum íslenskum flýgur í hug að þetta sé með afbrigðum ómannúð- legt og var þó kynbomban Birgitta Bardot ekki enn komin á stúfana nema fáklædd mjög sem fór henni aldeilis prýðilega. Fundu menn þessir mörg ljót dæmi þess að fuglarnir kveldust mjög á flekunum, slitu af sér fætur eða flytu vítt um sjóinn er mönnum láðist að sækja flekana. Tókst þeim að telja alþingismenn marga og vitra á sitt band og gerðist loft lævi bjandið. Fóru nú ýmis hjól að snúast sem við íslend- ingar þekkjum af illu einu er sel- og hval- veiðar okkur voru rústaðar. Svo fór að flekaveiðarnar voru bannaðar með lögum árið 1965. Öllum var þó eftirfar- andi ljóst: 1. Stofninn beið ekki hnekki og svart- fugli ljölgaði stöðugt. 2. Veiðarnar voru sýnu mannúðlegri en þær veiðar sem menn stunda með byssu að vopni. Allur veiðiskapur kostar eins og flestir vita einhveija kvöl fórnarlambsins og voru flekaveiðar náttúrlega engin undan- tekning. 3. Mjög sjaldgæft var að slys yrðu, flek- ar slitnuðu frá landi eða fuglar slitu fætur sína í snörunum. En þetta er dæmigert. Menn, sem marg- ir hverjir þekktu lítið sem ekkert til lífsbar- áttunnar í byggðum landsins og ekki nenntu að setja sig inn í hana, samþykktu lög sem bitnuðu illa á bændum. Þeir þingmenn, sem svarið höfðu bændum hollustu, voru margir hveijir vitaskuld ekki hótinu skárri. Biðu margir mikið tjón af sem að litlu sem engu var bætt. Ekki stendur væntanlega á þeim mönnum sem samþykktu þessi lög að hneykslast á málflutningi grænfriðunga úti í hinum stóra heimi enda mönnum ekki tamt að líta í eig- in barm. E.t.v. var þetta fyrsta aðgerð grænfrið- unga hér á landi og var hún rekin heldur óvísindalega með mörgum ljótum sögum sem menn vissu fáar sönnur á. Mér er þó kunnugt um að þar komu margir mætir menn við sögu. Vart þarf að tíunda það nú að margt verður ógæfu íslands að vopni á vorum dögum, t.d. það að við skulum ekki bera gæfu til að nýta þær afurðir betur sem land- ið og sjórinn færa okkur á silfurfati. Ég fullyrði að hér við land mætti veiða þúsund- ir tonna sjófugla árlega og sæi ekki högg á vatni. Kjöt þessara fugla er óvenjugott og einstaklega hollt mönnum. Auðveldlega mætti síðan nýta fíður fuglanna betur en nú tíðkast en því er mestöllu hent. Eggja- töku mætti og margfalda hér á landi. Menning þjóðar er ekki eingöngu hvað hún les, heldur hvað hún aðhefst. Sé ein atvinnugrein lögð af eða bönnuð hverfa sið- ir þeir og mál sem henni tengjast og menn- ingin verður fátækari og einhæfari. Þetta hafa Færeyingar og Grænlendingar fengið að reyna á undanförnum árum. Mér finnst það hlutverk stjórnvalda að hlúa að allri atvinnu sem lengi hefur verið stunduð — án tillits til þess hvort hún „borg- ar sig“ alltaf. Ég fullyrði að það sé fullkom- inn misskilningur að það sé hlutverk um- hverfísverndunarsamtaka að vernda um- hverfið í þröngum skilningi eins og oft má heyra, með alls kyns fíflalegum boðum og bönnum sem nóg er af fyrir. Hlutverk góðr- ar umhverfisverndunar er að meta samspil manns og náttúru, setja sig inn í líf og starf manna vítt um landið — og þar með menn- ingu, kanna nýtingarmöguleika og greiða fyrir nytjum þar sem þær geta orðið meiri og betri. Góð umhverfissamtök hugsa um fólk og umhverfi í sömu andrá. Flest verndun á íslandi hefur á sér ein- hvem dómadags fýlusvip. Þeir sem telja sig vera að vernda íslenska tungu eru margir hveijir á svipinn eins og þeir séu með heift- arlega magapínu enda málflutningur í sam- ræmi við það. Þeir sem á undanförnum ámm hafa gengið fram fyrir skjöldu og talið sig vera að veija hefðbundna íslenska ljóðið hafa ekki litið glaðan dag síðan á dögum Bólu-Hjálmars. Umhverfísverndun má ekki lenda í sama farinu. Umhverfisráðuneyti á íslandi er ekki ald- ið að árum enda man enginn eftir neinu því tengt nema einhveijum jeppa sem hvolfdi í Bláfjöllum nú um árið. Samt ætti einmitt það ráðuneyti að vera einstaklega virkt. Öllum er ljós sú staðreynd að íslensk menning verður nú alþjóðlegri með hveijum deginum sem líður. Allt það sem gerði þjóð- líf okkar sérstakt eða einstakt er að hverfa. Atvinnulíf er að falla í fastar þröngar skorð- ur sem varðaðar eru boðum og bönnum, kvótum og lögum. Við þessari óheillaþróun verður að sporna. Til þess er gott umhverfis- ráðuneyti vel fallið. Ég legg til að menn baki hér eftir rnarg- ar kleinur en engum manni tjón. ÞÓRÐUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. SEPTEMBER 1993 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.