Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1993, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1993, Qupperneq 9
hafa. Katrín hafði reynt að hrekja Ap- pollóníu burt af staðnum með ónotum og illum aðbúnaði, en stúlkan svaraði fullum hálsi og þar að auki hélt amtmaðurinn hlífiskildi yfír henni í upphafi. Það var ekki fyrr en Karen kom til landsins sem framkoma hans í garð Appollóníu breyttist til hins verra. Katrínu Hólm varð aldrei að ósk sinni. Níels Fuhrmann og Karen bjuggu saman þar til Níels lést árið 1733, en hann kvænt- ist henni aldrei. Níels Fuhrmann var graf- inn við hlið Appollóníu í kór Bessastaða- kirkju og má því segja að hún hafði sigrað að lokum. Kross Appollóníu Dauði Appollóníu vakti mikla athygli á íslandi á sínum tíma og almenningur fann til með stúlkunni, sem hlaut svo ömurleg örlög. Hún var almennt kölluð „Svart- koppa“, sem er afbökun af eftirnafni henn- ar. Það eru ekki til neinar lýsingar á út- liti Appollóniu, en hún hefur vafalaust verið fríð kona og vel að sér til munns og handa úr því að glæsimennið Níels Fu- hrmann vildi líta við henni í upphafi, þótt annað yrði upp á teningnum síðar. Appoll- ónía var ættuð frá Bergen í Noregi, eins og Fuhrmann, en fjölskylda hennar bjó í Kaupmannahöfn. Faðir hennar mun hafa verið Daníel Schwartzkopf gullsmiður og bróðir hennar, Franz, var hattagerðamað- ur Jpar í borg. I Þjóðminjasafni íslands er bijóstkross, smíðaður af Daníel Schwartzkopf árið 1717 eða 1718, og er talið að krossinn hafi verið í eigu dóttur hans, Appollóníu. Ekki er ólíklegt að hún hafi ætlað að bera hann í brúðkaupi sínu og Níelsar Fu- hrmann. Krossinn hefur ekki verið mikið notaður, því á honum sjást engin slit- merki. I safninu eru reyndar fleiri munir eftir Daníel Schwartzkopf, meðal annars hempuskildir, sem konur báru um hálsinn, bijóstkringla úr silfri, silfurskeið, skildir af kvenbelti og kaleikur. í kirkjunni á Svalbarði í Þistilfirði eru kaleikur og pat- ína eftir hann og diskur í kirkjunni í Lundi í Lundarreykjadal. Hafa því furðu margir munir eftir hann varðveist hér á landi, en í dönskum söfnum eru þeir aðeins örfáir. Þetta bendir til þess að gullsmiðurinn hafi haft nokkuð sterk tengsl við ísland. Vorið 1989 var krossinn lánaður á sýn- ingu, sem sett var úpp í Þjóðleikhúsinu í tilefni af frumsýningu á leikritinu „Haust- brúður", sem fjallar um örlög Appollóníu. A krossinum eru nokkrir rauðbrúnir blett- ir og kom upp sú saga, að þetta væru blóðblettir. Var meðal ananrs sagt frá þessu „yfirnáttúrulega fyrirbrigði“ í fjöl- miðlum. Blettirnir eru reyndar ryðblettir, en þessi saga sýnir, að enn þann dag í dag, rúmum 250 árum eftir dauða Apollón- íu, eru þjóðsögur tengdar henni að verða til. Margir hafa velt því fyrir sér hvort mæðgurnar hafi í raun verið sekar um eiturmorð, eða hvort Appollónía hafi ef til vill dáið úr einhveijum sjúkdómi. Sumum hefur jafnvel dottið í hug að Appollónía hafi tekið inn eitur, en reynt að gera mæðgurnar grunsamlegar til þess að eyði- leggja samband Níelsar og Karenar. Við þessum spurningum fást liklega aldrei svör, en minning hinnar ógæfusömu Ap- pollóníu Schwartzkopf mun lifa enn um sinn meðal þjóðarinnar. ’Sá staður er löngu sokkinn í sæ, því landslag hefur breyst mikið á þessum slóðum siðustu aldimar. Hólm- urinn var landfastur hólmi undan landi skammt þar frá sem Örfirisey er núna. Hægt var að komast þurr- um fótum út f hann á fjöru, en þegar féll að flæddi næstum yfir eiðið og urðu þar oft slys, sérstaklega á mönnum, sem voru að koma úr kaupstað og höfðu fengið sér heldur mikið neðan í því. Þess vegna voru verslunarhúsin seinni flutt í Örfirisey. í Reykjavtk var á þessum tima aðeins þyrping nokkurra húsa, en stað- urinn fékk ekki kaupstaðarréttindi fyrr en 1786 og þá bjuggu þar aðeins 167 manns. Höfundur er sagnfræðingur. Sigurður Jónasson og Bessastaðir Sigurður Jónasson var landskunnur maður sem fésýslumaður og forstjóri Tóbaksverzlunar ríkisins. Hann keypti Bessastaði af Björgúlfi Ólafssyni lækni fyrir upphæð sem svarar til 20 milljóna á núvirði. Þegar bústað þurfti fyrir ríkisstjóra, bauðst hann til að gefa ríkinu jörðina og var því boði tekið. Eftir VILHJALM BJARNASON ið stofnun lýðveldis á íslandi var einnig stofnað embætti þjóðhöfðingja. Embættisheiti þjóð- höfðingja er forseti. Fram að þeim tíma var þjóðhöfðingi íslands „konungur íslands og Danmerkur“. Af styijaldarástæðum var talið nauðsyn- legt að flytja konungsvaldið til landsins, enda leið að sambandsslitum. Vegna hernáms Danmerkur og íslands var stofn- að embætti ríkisstjóra. Alþingismenn kusu í það embætti til árs í senn, fyrst 17. júní 1941. Hvert mannsbarn í þessu landi veit hvar embættisbústaður forseta íslands er. Þeg- ar Sveinn Björnsson var kjörinn ríkisstjóri fékk hann embættisbústað á Bessastöðum á Álftanesi. Húsakostur þar er að stofni til frá ofanverðri 18. öld, en að sjálfsögðu með endurbótum og viðaukum. Enginn efast um, að þar er verðugt aðsetur þjóð- höfðingja. Bessastaðir eiga sér langa sögu. Ein- hvern tíma voru Bessastaðir í eigu Snorra Sturlusonar. Eftir fall Snorra komust Bessastaðir í eigu konungs. Þessi ein af höfuðeignum hins mesta höfðingja þjóð- legrar íslenskrar menningar varð virki er- lends konungsvalds. Þar sátu lengi um- boðsmenn konungsvalds þangað til Reykjavík fór að hefjast til þess að verða höfuðstaður. Skólahald hófst á Bessastöð- um eftir að skólahaldi lauk á biskupsstól- unum á Hólum og í Skálholti eftir aldamót- in 1800. Á þeim tíma voru unnin mörg afrek á Bessastöðum. Fremstur í flokki Bessa- staðamanna var Sveinbjörn Egilsson. Þýð- ingar hans úr fommálunum hafa ekki ver- ið betur gerðar síðar. Þá er og að nefna orðabók hans um fomt skáldskaparmál, „Lexicon poeticum". Sveinbjörn var líka skáld, hann orti jólasálminn „Heims um ból“ og barnagæluna „Fljúga hvítu fiðrild- in“. Meðal afkomenda Sveinbjarnar er Gunnlaugur Blöndal listmálari, sem nefnd- ur er síðar í þessari grein. Eftir að skólahaldi lauk bjó skólaráðs- maðurinn, Þorgrímur Tómasson gullsmið- ur, þar áfram ásamt konu sinni, Ingi'björgu Jónsdóttur. Þorgrímur lést 1849. Ingibjörg sat á Bessastöðum til æfiloka, en þá fékk sonur þeirra hjóna, Grímur Thomsen skáld, jörðina keypta í skiptum fyrir jörðina Belgsholt í Leirársveit í Borgarfirði. Grím- ur eignaðist Bessastaði árið 1867 en hann Sigurður. Jónasson. Portrett Gunnlaugs Blöndals frá 1938. fæddist þar árið 1820. Þegar Grímur flutti að Bessastöðum átti hann að baki langan lærdóms- og embættisferil í útlöndum í þjónustu Danaveldis. Grímur var mikill heimsmaður en hann varð þó aldrei útlend- ingur. Bessastaðir voru engin nauðlending fyrir Grím. Hann mun lítinn áhuga hafa haft á búskapnum. Hugðarefni hans voru bókmenntir og stjórnmál, sem hann stund- aði eins og íþrótt. Að öðru leyti lifði hann eigin lífi í samfélagi við náttúruna og dýr- in, bækur sínar og hugsanir. Á Bessastöð- um andaðist hann og þar er hann grafinn. Eftir daga Gríms komust Bessastaðir í eigu Landsbanka íslands um skamman tíma. Landsbankinn keypti jörðina fyrir varasjóð Sparisjóðs Reykjavíkur. Síðar eignast Skúli Thoroddsen alþingis- maður jörðina, þegar hann keypti Bessa- staði af sr. Jens Pálssyni, sem hafði keypt jörðina af Landsbankanum en sr. Jens átti hana í nokkra mánuði. í afsali Lands- bankans undanskilur bankinn hluta jarðar- innar, sem nýttist sem þilskipageymsla, verði þar byggð „skipa-kví“. Ekki verður séð af fyrirliggjandi skjölum að Lands- bankinn hafi afsalað sér þessum strand- rétti sínum í landi Bessastaða. Ef til vill afsalar Landsbankinn strandrétti sínum á 100 ára afmæli gjörningsins nema bankinn líti svo á, að með því að nýta ekki strand- réttinn, þá hafi bankinn fyrirgert honum. Skúli hafði látíð af embætti sýslumanns á ísafirði með eftirlaunum eftir deilur við landshöfðingja. Þá var hann aðeins 36 ára gamall. Virðist Skúli hafa verið sterk- efnaður þegar hann lét af embætti. Ekki var það af embættismennsku einni saman því Theodóra kona hans fékk 13 jarðir í arf eftir foreldra sína. Meðal þess, sem hún fékk í arf var fossinn Dynjandi í Arnar- firði. Skúli sat áfram á alþingi til æfiloka. Virðist sem vilji Skúla hafi staðið til að gera Bessastaði að prentsmiðju- og útgáfu- setri. Meðal prentara í þjónustu Skúla var Jón Baldvinsson, en hann varð síðar al- þingismaður og bankastjóri. Skúli og The- odóra héldu einnig heimili í húsi þeirra, sem enn stendur við Vonarstræti í Reykja- vík. Mjög var gestkvæmt á Bessastöðum í tíð Skúla. Gestirnir voru andans menn og stjórn- inálamenn þess tíma. En ekki voru það aðeins andans menn heldur einnig andar og draugar. Mikið bar á myrkfælni og eflaust hefur Appolonia Swartskopf verið á sveimi eins og verið hafði fyrr og síðar. Skúli og Theodóra kona hans áttu mörg börn og til að sinna þörfum þeirra var skólahald hafið á Bessastöðum að nýju. Bessastaðir Ganga Kaupum Og Sölum Skúli seldi syni sínum, Þorvaldi, jörðina árið 1913. Þorvaldur fór til vesturheims og var hann iðnverkamaður í Kanada. Þorvaldur var annar tveggja sona Skúla og frú Theodóru, sem ekki fóru í langskóla- nám. í kaupum Þorvaldar var Sigurður skólakennari Thoroddsen fjárhaldsmaður hans. Vera má að sú sala hafí verið mála- myndagerningur, því það kemur hvergi fram í sögu Bessastaða, að Þorvaldur hafi átt jörðina, eða þá að frú Theodóra hafí ætlað honum búskap á jörðinni, en hann ekki verið tilleiðanlegur til slíks. í desember 1916, eftir að Skúli er lát- inn, seldi Theodóra, ekkja hans, jörðina fyrir hönd Þorvaldar sonar síns. Kaupandi var Bessastaðahreppur. Ríkinu var þá boð- in jörðin til kaups og mæltu þjóðminjavörð- ur og biskup mjög með því, en alþingi hafnaði kaupum. Bessastaðahreppur átti jörðina einungis í skamman tíma því tveim- ur árum síðar var jörðin seld Jóni H. Þor- bergssyni. Hann varð seinna bóndi á Laxa- mýri í Suður-Þingeyjarsýslu. Kaupverð Bessastaða var var kr. 53.000. Jón hafði forframast í sauðfjárrækt í Noregi og Skotlandi. Jón hefur talið Laxa- mýri betri kost til sauðfjárbúskapar en jörðina á útnesinu. Afkomendur hans búa enn á Laxamýri. Jón seldi Bessastaði 1928 og var söluverðið kr. 120.000. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. SEPTEMBER 1993 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.