Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1993, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1993, Síða 12
HÖFUNDUR:ÓPEKKTUR MYNDASAGA: BÚI KRISTJÁNSSON Sá er hinn þriöji draumur minn aö ég þóttist hafa gullhring á hendi og þóttist ég eiga hringinn og þótti mér bættur skaðinn. Kom mér þaö í hug aö ég mundi þessa hrings lengur njóta en hins fyrra. En eigi þótti mér þessi gripur því betur sama sem gull er dýrra en silfur. Síöan þóttist ég falla og vilja styöja mig meö hendinni en gullhringurinn mætti steini nokkrum og stökk í tvo hluti og þótti mér dreyra úr hlutunum. Þaö þótti mér líkara harmi en skaöa er ég þóttist þá bera eftir. Kom mér þá í hug aö brestur haföi verið á hringunum og þá er ég hugöi aö brotunum eftir þá þóttist ég sjá fleiri brestina á og þótti mér þó sem heill mundi ef ég heföi betur til gætt og var eigi þessi draumur lengri. ^— ~ Þaö var upphaf aö öörum draum aö ég þóttist vera stödd hjá vatni einu. Svo þótti mér sem kominn væri silfurhringur á hönd mér og þóttist ég eiga og einkar vel sama. Þótti mér þaö vera allmikil gersemi og ætlaði ég lengi aö eiga. Og er mér voru minstar vonir þá renndi hringurinn af hendi mér og á vatniö og sá ég hann aldrei síöan. Þótti mér sjá skaöi miklu meiri en ég mætti að líkindum ráöa þótt ég heföi einum grip týnt. Síöan vaknaöi ég. Gestur svara þessu elnu: Eigi er sá draumur minni. r Sá var hinn fjóröi draumur minn aö ég j 0YWf $M þóttist hafa hjálm, á höföi af gulli og mjög v J '§ gimsteinum settan. Ég þóttist eiga þá gersemi. y I En þaö þótti mér helst að aö hann var nokkurs til þungur því aö ég fékk varla valdiö og bar ég hallt höfuöiö og gaf ég þó hjálminum enga sök á því og ætlaöi ekki aö lóga honum. En þó steyptist hann af höföi mér og út á Hvammsfjörö og eftir þaö vaknaði ég. Eru þér nú sagðir draumarnir allir. Ekkl far í þurrö draumarnlr. Gestur svarar: Glöggt fæ ég séö hvaö draumar þessir eru en mjög mun þér samstaft þykja því aö ég mun næsta einn veg alla ráöa. Bændur muntu eiga fjóra og væntir mig þá er þú ert hinum fyrsta gift aö þaö sé þér ekki girndaráö. Þar er þú þóttist hafa mikinn fald á höföi og þótti þér illa sama, þar muntu lítiö unna honum. Og þar er þú tókst af höfði þér faldinn og kastaðir á vatnið, þar muntu ganga frá honum. Því kalla menn á sæ kastað er maður lætur eigu sína og tekur ekki í mót. Sá var draumur þinn annar aö þú þóttist hafa silfurhring á hendi. Þar muntu vera gift öörum manni ágætum. Þeim muntu unna mikiö og njóta skamma stund. Kemur mér ekki þaö \ að óvörum þóttú missir hans meö drukknun og eigi geri O ég þann draum lengra. Sá var hinn þriöji draumur þinn aö þú þóttist hafa gullhring á hendi. Þar muntu eiga hinn þriöja bónda. Ekki mun sá því meira verður sem þér þótti sá málmurinn torugætari og dýrri en nær er þaö mínu hugboöi að í (Dað mund muni orðiö síöaskipti og muni sá þinn bóndi hafa tekiö viö þeim siö er vér hyggjum aö miklu sé háleitari. En þar er þér þótti hringurinn í sundur stökkva, nokkuö af þinni vangeymslu, og sást blóö koma úr hlutunum, þá mun sá þinn bóndi vera veginn. Muntu þá þykjast glöggst sjá þá þverbresti er á þeim ráöahag hafa veriö. Sjá er hinn fjóröi draumur þinn aö þú þóttist hafa hjálm á höföi af gulli og settan gimsteinum og varö þér þungbær. Þar munt þú eiga hinn fjóröa bónda. Sá mun vera mestur höföingi og mun bera heldur ægishjálm (ógnarhjálm) yfir þér. Og þar er þér þótti hann steypast út á Hvammsfjörö þá mun hann þann sama fjörö fyrir hitta á hinum efsta degi síns lífs. Geri ég nú þennan draum ekki lengra. Guðrún setti dryrrauöa meðan draumarnir voru ráönir en engi haföi hún orö um fyrr en Gestur lauk sínu máli. Þá segir Guörún Hann svarar: Hitta mundir þú fegri spár í þessu máli ef svo væri í hendur þér búiö af mér en haf þó þökk fyrir er þú hefir ráöiö draumana. En mikiö er til aö hyggja ef þetta allt skal eftir ganga. Ríöa mun ég sem ég hefi ákveðið en segja skaltu fööur þínum kveöju mína og seg honum þau mín orð aö koma mun þar að skemmra mun í milli bústaða okkarra Ósvífurs og mun okkur þá hægt um tal ef okkur er þá leyft að talast viö. Guörún bauö þá Gesti af nýju aö hann skyldi þar dveljast um 'Gí.*? daginn, kvaö þá Ósvífur margt spaklegt tala mundu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.