Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1993, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1993, Blaðsíða 6
Bakkagerði séð ofan af Álfaborginni. Af álfum og óvættum á Borgarfirði eystra Allir staðir á íslandi hafa eitthvað við sig; Sum- ir eru einfaldlega fallegir, aðrir hrikalegir, friðsælir, sögulegir og þannig mætti áfram halda með lýsingarorðin. Borgarfjörður eystri og Bakkagerði, þorpið litla sem þar stendur, Fyrir utan álfasögurnar er svo margt sem minnir á tilvist álfa á svæðinu, svo sem ýmis örnefni. Og verndarvættur byggðarinnar á að hafa tekið sér bústað í Klettaborginni líkt og var um Helgafell í Helgafellssveit. Eftir DÓRU MAGN- ÚSDÓTTUR hefur eitthvað alveg sérstakt og sennilega eiga öll fyrrnefnd lýsingarorð við um þenn- an heillandi litla stað svo fjarri alfaraleið. En það sem gerir Borgarfjörð eystri svo sérstakan er dulúðin sem umlykur hann, dulúðin sem hvíslar í eyra manns álfasög- ur frá þessu höfuðsetri álfa á íslandi. Borgarfjörður eystri er nyrsti fjörðurinn sem gengur inn í Austíjarðahálendið ásamt Njarðvík. Hann er stuttur og breiður, 4 km á breidd milli Landsenda og Hafnart- anga og 5 km á lengd. Undirlendi er nokk- urt með ströndinni og inn af fjarðarbotnin- um er breiður grösugur dalur um 10 km langur. Um hann liggur íjölbreytilegur og litskrúðugur fjallahringur sem gerir Borgarfjörð eystra eitt fegursta byggðar- lag á landinu. Fyrir utan aliar álfasögumar er margt sem minnir á tilvist álfanna á svæðinu, svo sem ýmis örnefni, en Borgfirðingar hafa heila Álfaborg í miðju þorpinu en af Álfaborginni dregur Borgarfjörðurinn nafn sitt. í riti sem nefnist Austurland — safn austfirskra fræða segir Halldór Stefánsson að á landnámsöld hafi verið líklegt að verndarvættur byggðarinnar hafi tekið sér bústað í Klettaborginni líkt og var um Helgafell á Snæfellsnesi. Þegar fram liðu tímar hefur vættatrúin tekið á sig blæ og mynd álfatrúar, því heitir þar nú Álfaborg og mun klettaborgin vera bústaður höfuð- álfanna og þar hefðu hollvættir sveitarinn- ar aðsetur. Þær þjóðsögur um álfa sem greinarhöf- undur hefur rekist á fjalla, eins og flestar slíkar sagnir, um samskipti álfa og manna. Segir þar til að mynda frá stúlku einni sem var ómagi á bæ einum í Borgarfirði og fór bóndi afspyrnu illa með stúlku þessa og lét hana þola erfiði og sult. Hún fór smám saman að gera sig heimakomna í Álfaborgina og í eitt skipti um sumarmál hvarf hún algerlega eftir að bóndi hafði þjófkennt hana því ekki virtist hún kenna hungurs eftir kynni sín við álfana og fitn- aði sem aldrei fyrr. Kona sem var á Bakka sagði hana lifa ánægða með álfum í Álfa- borg því hún hefði fjórum sinnum aðstoðað hana í barnsburðarnauð. Önnur saga segir frá vinnukonu einni í Borgarfirði sem Guðrún hét og var heima einn sunnudag- inn þegar aðrir heimilismenn fóru í kirkju. Eftir að hafa lokið við heimilisstörfin sá hún föngulegan hóp fólks ríða framhjá túninu og stefndi hópurinn í átt til Kækju- dals en þar er kirkja álfanna; Kirkju- steinn. Kona ríður upp túnið og biður Guðrúnu um mjólkurglas og reyndist það auðsótt mál. Hins vegar var vinnukonan forvitin og spurði konuna þrívegis til nafns og að lokum svaraði hún „Borghildur heiti ég, forvitna mín“ og gaf henni um leið forláta léreftsklút og þóttist enginn slíkan fyrr séð hafa svo fallegur var hann. Af ofangreindum sögum og öðrum er ekki hægt að sjá að samskipti álfanna og Borg- firðinga hafi verið með fjandsamlegum hætti. Álfasteinn er fyrirtæki sem margir ís- lendingar kannast vel við en nafn fyrirtæk- isins minnir ferðalanginn á hve álfarnir eru nálægir í Borgarfirði. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í vinnslu steina frá norður- hluta Austfjarða svo og erlendra steina og framleiðslan samanstendur af öllu því sem búa má til úr steinum allt frá litlum eyrnalokkum til stærðarinnar Iegsteina. Stutt heimsókn í verslun þessa litla fyrir- tækis er vel þess virði þó ekki nema til að skoða glæsilegt steinasafnið sem geym- ir úrval þeirra steina sem finna má í ná- grenninu. Þegar stefnan er sett á Borgarijörð eystri frá Egilstöðum er í fyrstu lagt af stað í norður út Eiðaveg, út gegnum Eiða- þinghá og Hjaltastaðaþinghá og nýtur á leiðinni útsýnis á Beinageitafjall og Dyr- fjöll. Áður en komið er niður á Héraðss- andinn er beygt til austurs og stefnan tekin á Ósfjöll en í Vatnsskarði liggur vegurinn hæst í rúmlega 430 m.y.s. og er útsýnið yfir Fagradalsfjöll og Héraðsfló- ann tilkomumikið í björtu veðri. Öllu til- komumeiri sjón er þó útsýnið yfir Dyrfjöll- in sem blasa við þegar komið er niður fjall- ið austan megin en þau eru ein stórfengleg- ustu fjöll Austurlands ef ekki á öllu Is- landi og einkennandi fyrir Borgarfjarðar- svæðið. Hæst eru Dyrfjöllin 1.136 m.y.s. (Ytra- Dyrfjall) en eins og nafnið gefur til kynna hafa í þau sorfist dyr eða skarð með háum standbjörgum beggja vegna. Dyrnar standa opnar mót norðaustri og suðvestri tæplega 300 metra háar en þröskuldur þeirra liggur í rúmlega 850 m.y.s. Getum hefur verið að því leitt að undirstaða fjall- anna sé líparít frá u.þ.b. 10 milljóna ára gamalli eldstöð og nefnd er Njarðvíkureld- stöð. Þá tekur við lagskipt móbergs- eða setmyndun; Basaltsamryskja að misjafnri kornastærð allt að 150 metra þykk. Því næst tekur við lagskipt blágrýti allt að efstu tindum. Það var eldurinn sem hlóð fjöllin upp í tímans rás en ísinn tók við og hefur hann sorfið þau til og gefið þeim sína sérstæðu lögun. Sé haldið áfram sem leið liggur að Njarðvík er tilvalið að gera stuttan stans áður en þangað er komið við gil eitt sem ekki lætur mikið yfir sér í fyrstu en kem- ur á óvart þegar betur er að gáð. Innra- Hvannargil nefnist það, og eru veggir þess að mestu úr líparíti enda litadýrðin stórkostleg. Voldugur blágrýtisgangur fremst í gilinu sem liggur hornréttur á stefnu þess reynir að varna ferðalangnum inngöngu en yfirleitt með slökum árangri. Á björtum sólardegi finnur maður sig þarna í kynngimögnuðum ævintýraheimi litanna. Krossinn Og Glíman í Njarðvíkurskriðum Til þess að komast í Borgarfjörðinn er ekið eftir vegi sem liggur í brattri fjallshlíð- inni milli Njarðvíkur og Borgarfjarðar eystri, svokallaðar Njarðvíkurskriður. Ak- vegurinn var fyrst ruddur árið 1950 og þótti mörgum hann vera glæfralegur en á síðustu árum hefur hann verið breikkaður mikið og lítil hætta er þar nú á grjót- hruni. „Sú trú liggur í vitund fólks og stundum látin orð liggja í riti, að Njarðvík- urskriður hafi um allan aldur verið einstak- ur slysastaður, jafnvel slíkur er þess krefst að rétt standi á tug tala í mannafórnum“, segir Andrés Halldórsson í bók sinni „I efra og neðra - þættir að austan“ og segir hann ennfremur að hann og fleiri hafi meðtekið þessa slysatrú eins og aðrir Borg, fírðingar og þessi óstaðfesta vitneskja hafi alltaf legið í loftinu. Þó virðist ekki liggja fyrir mikil vitneskja um slysfarasögur úr Skriðunum, alls nefnir téður Andrés fjögur slys í hveijum sex manns fórust. Sjálfsagt er það þjóðsagan um óvættinn ógurlega Nadda sem ýtt hefur undir þessa slysahræðslu meðal fólks eystra en Naddi bió í skriðunum og sat um ferðamenn sem fóru um skriðurnar en í þá daga var að- eins um þrönga hestaleið að velja. Því hef- ur sjálfsagt verið öllu ógnvænlegra að ferð- ast um Skriðurnar í þá daga en nú þrátt fyrir að þær geti enn verið varasamar í misjöfnum veðrum á vetrum. Elsta þjóðsögnin um Nadda er skráð af sr. Benedikt Þórarinssyni presti á Desja- mýri (1831-37) 4. janúar 1848 en hún er svohljóðandi: „Gil eitt bratt og djúpt, sem liggur ofan til sjávar, er norðan við skriðurnar þar sem þær byrja þegar farið er frá Njarðvík. Það er kallað Naddagil. í þessu gili skal í forn- öld hafa haldið sig óvættur nokkur. Hann var kallaður Naddi (máske dregið af nafn- inu Njarðvík). Stóð mönnum svo mikill ótti af honum að það þótti ógjörningur að fara yfir gilið og skriðurnar þegar dimma tók af nóttu en ekki sakaði um daga. Maður er nefndur Björn skafinn. Hann var svo kallaður af því að hann var fæddur á Ijallvegi þar sem ekki var vatn að fá. Voru því skafin óklárindin af barninu með knífi í laugar stað. Tveir Jónar voru synir þessa Björns. Bjó annar í Njarðvík en hinn í Gils- árvallahjáleigu í Borgarfirði. Þéir höfðu eirneglur er þeir hugðu til áfloga, en það voru eirklær og þeir settu upp á hvörn fing- ur. Það var einn tíma, að Jón í Gilsárvalla- hjáleigu fór upp yfir Ijall til Fljótsdalshér- aðs, og er hann fór heimleiðis aftur kom hann í Njarðvík síðla dags og vildi á að Skreiðarstemmning í Bakkagerði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.