Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1993, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1993, Qupperneq 7
Krossinn í Njarðvíkurskriðum. heimili sínu um kvöldið. Hann var lattur þess að fara í skriðumar þar eð mjög tók að dimma, en hann kvaðst ekki mundu láta Nadda hindra ferð sína og fór ei að síður. Þegar hann kom í gilið var Naddi þar fyrir og réðist á Jón en hann sleit sig af honum. Svo fór og í öðru sinni. Hið þriðja sinn kom Naddi framan að honum. Vóru þeir þá komnir í miðjar skriðurnar. Þar tókust þeir á fast. Fann þá Jón að hann hafði ekki afl á við Nadda, og þótti honum sem mundi hann kreista hold allt frá beini. Hét hann þá fyrir sér að fjölga kirkjuferðum sínum ef hann fengi unnið óvættinn, því hann hafði ekki verið kirkju- rækinn maður. Var þá sem kippt væri fót- um undan Nadda og hryggbraut Jón hann þar um klett einn og bylti honum siðan á sjó út. Varð ekki síðan vart við Nadda, en Jón komst heim að Gilsárvallahjáleigu um kvöldið og lá í þijár vikur eftir viðureign þeirra. Var þá krossinn settur þar sem sig- urvinningarmerki. “ Sigfúsi Sigfússyni fannst helst til lítið koma til ofangreindrar lýsingar á glímu Jóns og óvættarins Nadda, en hann var afkastamikill þjóðsagnasafnari og safnaði sérlega mikið þjóðsagna af Austurlandi. Sigfúsi fannst sumsé lýsing Benedikts „varkárlega sögð“ og „ófullkomin mjög“ og því er frá honum ættuð öllu meira krass- andi lýsing á sjálfri viðureign Nadda og Jóns: „Þegar hann kom í dýpsta gilið í vestan- verðum skriðunum, þar sem óvætturinn hafðist við og heitir síðan Naddagil, þá kemur þar óvætturinn á móti honum og ræður þegar á hann. Er eftir honum haft síðar að hann væri í dýrslíki að ofan, en maður að neðan. Sótti Naddi á það að færa hann niður að sjónum. Urðu nú ærið harðar, illvígar og langar sviptingar með þeim. Varð þó óvætturinn að þoka austur skriðurnar undan Jóni, því sagt er að hann hafi haft járnstöng í hendi, en var mesta heljarmenni sem þeir feðgar allir. Þegar kom á háanmeljaðar austan til í skriðunum varð leikurinn svo harður að Jón sá tvísýnu á lífi sínu. Gerði hann þá það heit, að ef hann sigraði, þá skyldi hann reisa þar minnismark um guðs vernd á sér. Þá brá svo við, að björtum ljósgeisla sló sem eld- ingu niður á milli þeirra Jóns. Við það ómætti Nadda. Hrökk hann þá niður úr götunni og dragnaði ofan gjögur í sjóinn. En Jón komst marinn og blár og blóðugur í Snotrunes, sagði tíðindin og kvað eigi mundi verða framar mein að Nadda. Síðan lét hann reisa kross þann á jaðrinum með faðirvori á latínu og þeirri áskorun að hver sem færi þar síðar um skyldi kijúpandi lesa þar faðirvor. Þar á var líka vers. Hélst sá siður fram á 19. öld.“ Þar er komin skýring á krossinum í Njarðvíkurskriðum og enn er það talin heilög skylda hvers kristins ferðalangs að stöðva við krossinn og ekki sakar að fara með faðirvorið. Ekki er vitað með vissu hvenær hann var settur upp. I mörgum gömlum heimildum kemur aðeins fram að hann hafi verið settur upp í fornöld. Á krossinum sjálfum kemur fram ártalið 1306, en samkvæmt kirkjubókum og öðrum heimildum var Björn skafinn, faðir þess Jóns er glímdi við Nadda, uppi um miðja 15. öld. Ýmsar vangaveltur eru því uppi um kross þennan og söguna á bak við hann. Ef hann var settur upp fljótlega eft- ir siðaskiptin árið 1550 þá stangaðist niður- setning hans á við hinn nýja sið, en þess ber að gæta að það tók langan tíma fyrir lúterstrú að festa rætur og ekki er víst að fólki hafi alltaf þótt þessi nýi siður skipta sig svo miklu máli. En var Naddi þá til? Ýmsir eru ekki alveg tilbúnir að trúa sög- unni um hálfan mann og hálft dýr, þó svo að vissulega sé hún miklu skemmtilegri til frásagnar. Hugsanlega var Naddi saka- maður sem rændi ferðalanga í Skriðunum sem áttu sér einskis ills von og kannski var hann einhver sem átti eitthvað sökótt við Jón Björnsson og sat fyrir honum. Sagan getur síðar hafað tekið á sig öfga- kenndari en um leið skemmtilegri mynd hugsanlega fyrir tilverknað manna úr ætt Jóns. Því varð sagan um ófreskjuna Nadda, baráttu hennar við Jón og krossinn sem síðar var settur upp kannski til á þennan hátt, Jóni til heiðurs. Krossinn sem nú stendur í Njarðvíkur- skriðum var smíðaður af Árna Bóasyni árið 1954 og er 180 cm á hæð. Áletrunin sem er á latínu hljóðar svo: EFFIGIEM CHRISTI QUI TRANSIS PRONUS HONORA: ANNO MCCCVI Hefur hún verið þýdd á íslensku af óþekktum hagyrðingi: Þú sem framhjá fer fram fall í þessum reit og Kristí ímynd hér auðmjúk lotning veit LlTADÝRÐIN OG KJARVAL Eftir stuttan stans hjá krossinum helga er förinni haldið áfram inn Borgarfjörðinn og ekki líður á löngu fyrr en bærinn Geita- vík birtist á hægri hönd en þar ólst upp frá fjögurra ára aldri einn ástsælasti lista- maður íslensku þjóðarinnar, Jóhannes Kjarval. Ofan við veginn gegnt bænum má sjá minnisvarða um listamanninn. Það er því ekki að ósekju að margir íslending- ar sem þekkja vel til ævi listamannsins minnast hans og ófárra verka hans frá þeim slóðum þegar hann dvaldi á þessu afskekkta horni landsins. Getum hefur verið að því leitt að nm- hverfi Borgarfjarðar hafi virkað mjög örv- andi á hinn verðandi listamann og segir Indriði G. Þorsteinsson í ævisögu Kjarvals að „. . . óvíða mun að hafa jafnfjölbreyti- legt sjónarspil litbrigða í samfelldum fjalla- hring og í Borgarfirði eystra, þar sem ná- lægðin gæðir landslagið innileik og lífi. Sá sem elst upp við slíka sýn á degi hverjum á helstu mótunarárum sínum verður betur læs á landið og vættir þess en ella“. Borgarfjörður liggur á mótum blágrýtis- og líparítssvæðis og er blágrýtið mikilsráð- andi vestan ljarðarins en líparítið austan til. Þannig má í þessari sveit á góðum degi sjá mátt litanna í íslenskri náttúru og formfegurð fjallanna eins og best ger- ist. Tove Kjarval var eiginkona málarans um tíu ára skeið og talið er að hún hafi ritað eftirfarandi staðarlýsingu eftir fyrstu heimsókn sína austur, en greinin birtist í danska tímaritinu „Verden og vi“: „Ferðalangur, sem kemur til litla austur-. íslenska sjávarþorpsins Borgarfjarðar, mun, sé loft þungbúið, stara annars hugar á kuldalegt og grátt landslagið báðum megin fjarðarins og handan lítilla húsa ... En þegar hann er á leiðinni inn fjörðinn getur skeð að þokunni létti. og þá verður hann undrandi og tekur næstum andköf. Kuldalegt, grátt landið er horfið, báturinn siglir inn milli ævintýralegra klettasnasa, fjöllin klæðast litadýrð, sem hinn ókunni hafði aldrei ímyndað sér að væri til hér á jörðu og há fjöll lyfta sér upp í ljósan him- in eins og dularfullar risaborgir, kirkjur eða furðulega mótuð dýrahöfuð. í þessu sérkennilega fiskiþorpi er íslenski málarinn Jóhannes Sveinsson Kjarval alinn upp. Æskuverk hans báru svip af umhverfinu — stórkostlegar skýjaborgir í tindrandi lit- um, kynjaraðir huldufólks sem stikuðu bratta fjallvegi, logandi sólarlög, sem um- byltu blágrænu hafi í fleti bylgjandi elds.“ Ófá málverk eru til eftir Kjarval frá Borgarfirði eystra en sennilega er altarista- flan í Bakkagerðiskirkju eitt af þekktari verkum hans frá firðinum. Töfluna málaði hann árið 1914 þá orðinn allþekktur list- málari en kvenfélagið á staðnum efndi til samskota til þess að af verkinu gæti orðið. Hún sýnir Jesúm Krist flytja fjallræðuna standandi á Álfaborginni með Dyrfjöll í baksýn. Taldi Kjarval víst að kirkjuyfirvöld litu svo á að Kristur væri einnig frelsari fólksins í heimabyggð þeirrar kirkju sem hýsa skyldi altaristöfluna. En svo var þó ekki því Jón Helgason þáverandi biskup yfir íslandi neitaði að vígja töfluna og sagði hana „... ósköp vera og enga altari- stöflu ... og að efni myndarinnar væri ókristilegt". Sjálfsagt hefur biskupi þótt það ókristilegt að sjá Krist staddan svo greinilega í Borgarfirði, ofan á Álfaborg- inni með Dyrfjöllin í baksýn. Sagt er að hann hafi við það tækifæri látið eftir sér hafa: “. . . alls staðar þarf hann að klessa Dyrfjöllum", hvort sem það er nú rétt eft- ir honum haft eða ekki. Því er altaristaflan í litlu kirkjunni í Bakkagerði óvígð enn í dag en er sjálfsagt ekkert verri fyrir vikið. Bakkagerði Bakkagerði í Borgarfirði eystra er lítið þorp með u.þ.b. 220 íbúa og er byggt á landnámsjörðinni Bakka. Aðalatvinnuveg- ur þar er trilluútgerð og fjárbúskapur og hefur kauptúnið verið löggiltur verslunar- staður síðan 1895. Margt er þar skoðunar- vert en kirkjunnar og steinasafns Álfa- steins hefur þegar verið getið. Á göngu um þorpið ætti enginn að láta hjá líða að ganga á Álfaborgina sem nú er friðlýst en á henni er sjónarskífa með nauðsynlegustu örnefnunum. Þeir sem spila á rólegu nótun- um geta rölt um þorpið og notið friðsældar- innar, farið í stuttan ökutúr út að lítilli höfn austan til í firðinum en þar er hólmi með friðlýstu fuglavarpi og mikið af lunda og kemst ferðalangurinn óvenju vel að fuglinum. Einnig er hægt að aka inn dal- inn sem liggur upp af firðinum en í dalbotn- inum liggja margir smádalir, svo sem Kækjudalur, en þar er álfakirkja hrepps- ins. Biskup íslenskra álfa er sagður búa á Borgarfirði eystri og því má búast við að hann haldi sig í námunda við höfuðkirkj- una. Að lokum er ekki úr vegi að minnast á að hinir áræðnari gætu hugað að fjall- göngu upp á Ytra-Dyrfjall sem er gengt úr austanverðum Borgarfirði en fjallið var fyrst sigrað svo vitað sé árið 1952. Þá er kominn tími til að kveðja litla vina- lega þorpið fyrir austan, stórkostlegan fjallahringinn, friðsæla náttúruna, álfa og óvætti. Höfum við Islendingar gleymt sög- unum sem glæða þetta land lífi? Er ekki kominn tími til að gefa því sagnalífi gaum sem felur sig á bak við hvern klett og hvern hól á þessu landi? Borgarfjörður hinn eystri gæti verið upphafstaðurinn i þeirri leit. Helstu heimildir: Árinann Halldórsson: í efra og neðra — Þættir að austan. Reykjavík. Víkurútgáfan, 1979. Eiríkur Sigurðsson: Af sjónarliorni — Austfirskir þættir. Reykjavík. Skuggsjá. 1976. Indriði G. Þorsteinsson: Jóhannes Sveinsson Kjarval — Ævisaga. Reykjavík. Almenna bókafélagið, 1985. Þorsteinn Jósepsson / Steindór Steindórsson: Landið þitt ísland. Reykjavík. Örn og Örlygur, 1984% Iijörleifur Guttormsson: Árbók Ferðafélags íslands 1974. Borgarfjörður eystri — upplýsingabæklingur gefinn út á vegum Borgarfjarðarlirepps, Álfasteins og fleiri. Höfundur er leiðsögumaður. I FRRÓK MORGUNBLAÐSINS 2. OKTÓBER 1993 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.