Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1994, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1994, Blaðsíða 2
SÓLVEIG KR. EINARSDÓTTIR Til íslensks bróður I. III. heldur hitamóða leika sér logar heitri veröld í brennandi faðmi leiftra af kæti nístir að beini napur kvíði geisast í taumlausri gleði hvað nú? gaman er að lifa grasið gulnar heitur vindurinn heftir ekki för græn laufin falla barist er við ótal elda heldur æsir leikinn sendu svala nótt sendu byl, bróðir með snjó, bróðir að byrgja eldinn II. IV. húsið stynur í hitanum skraufþurrir akrar, skógar hundurinn liggur sem dauður skörð í jörðu ein eldspýta, í veikri von einn stubbur vatni er safnað vökvað, gluggar byrgðir augað er úti eftir minnsta reykhnoðra með vatnsslöngur að vopni er varist eftir megni — kengúrur koma að dyrum kannski er skjól engir flugeldar á gamlárskvöld, bróðir, sendu kaldan klaka, bróðir, engar brennur að kæla eldinn veistu núna hvers vegna? Ljóðiö er ort í janúarbyrjun, þegar hásumar er í Ástralíu og miklir skógareldar brunnu. Höfundurinn býr I Ástralíu. „Enginn er neitt einnu Athugasemd við grein og myndbirtingu í Lesbók septem artes liberales. En þær skiptust í tvennt: Þríveginn (trivium) og fjórveginn (quadrivium). í þríveginum voru gramm- atica, þ.e. málfræði, rhetorica, mælsku- eða málskrúðsfræði, og dialectica, rökfræði eða þrætubókarlist, og skyldi þetta vera hinn þrefaldi vegur til mælsku. í fjórveginum voru: Astronomia, þ.e. stjamfræði, arit- metica, reikningur eða tölvísi, geometria, flatarmálsfræði, og musica, sönglist. Þetta átti að vera hinn fjórfaldi vegur til visku. Sjaldan voru allar þessar greinar kenndar vandlega og samtímis í einum og sama skóla, og hefur varla verið á Hólum, en margt bendir til þess, að sitthvað haf! verið kennt þar úr fjórveginum annað en sönglist. Sjálfur hafði Jón byskup annálaða söng- rödd, og er fræg sagan úr vígslufór hans, þegar sjálfur erkibiskup, Össur Sveinsson, braut sitt eigið boðorð og leit utar eftir kirkj- unni, er hann heyrði röd Jóns. Afsakaði hann sig með því, að honum, hefði virst hann heyra englarödd fremur en manna. Þá kunni Jón biskup og ágætlega að slá hörpu. Allir hinir sæmiiegustu kennimenn í Norðlendingafjórðungi voru nokkra hríð til náms að Hólum, segir Gunnlaugur munkur, „sumir af bamdómi, sumir á fulltíða aldri“. Skal nú geta nokkurra lærisveina úr Hóla- skóla Jóns byskups. Maður er nefndur ísleifur Hallsson, og var hann Jóni svo kær, að hann æskti þess, að hann yrði aðstoðarmaður sinn í emb- ætti, ef hann mæddi elli, og síðan eftirmað- ur. Ekki vita menn nú deili á ísleifi þessum, og þó að nöfnin sverji sig mjög í Haukdals- ætt, verður að ætla, að þeir Haukdælir hafi þóst einfærir um að mennta syni sína heima fyrir, og muni Isleifur hafa verið Norðlend- ingur. Hann varð skammlífur og dó fyrr en Jón byskup. Klængur Þorsteinsson var skagfirskur í föðurætt að minnsta kosti, en rakti einnig ættir sínar til Reyknesinga vestur. Var lang- afi hans Ari Þorgilsson á Reykhólum. Klængur var lengi kirkjuprestur á Hólum, en stýrði síðan Skálholtsbyskupsdæmi 1152-1176 við annálaðan höfðingsskap. Vilmundur Þórólfsson var einn, sá er fyrstur varð ábóti í fyrsta klaustri á Is- landi, á Þingeymm 1133. Sigmundur, bróðir Vilmundar, var tengdasonur Hafliða Más- sonar. Þá var enn Hreinn Styrmisson af Gilsbekkingaætt í Borgarfirði, hinn þriðji ábóti á Þingeyrum. Enn var meðal lærisveina Jóns Björn Gilsson, hinn þriðji byskup á Hólum, 1147- 1162. Hann var sonur Gils Einarssonar Jámskeggjasonar Einarssonar Þveráeings. Kona Gils Einarssonar og móðir Bjama byskups var Þómnn Þorbjarnardóttir Þor- finnssonar karlsefnis, og vora þeir Björn Gilsson og Þorlákur Runólfsson Skálholts- byskup þannig þremenningar að frændsemi. Þá era nefndir tveir frændur byskups, ísleifur Grímsson og Hallur, en um þá er ekkert frekar vitað. Enn er Bjami prestur Bergþórsson sem nefndur er hinn tölvísi. Hann var á sínum tíma yfirburðamaður í rímfræði, eða tímatali, ásamt Stjörnu-Odda Styrkárssyni vinnumanni í Múla í Aðal- Reykjadal, sem að vísu er um 30 áram yngri. Þessir menn unnu hin mestu afrek í að sam- ræma erlent og innlent tímatal, og er næst- um óhugsandi, að hin mikla reikningskunn- átta og stjörnufræðiþekking þeirra hafi get- að verið komin frá öðrum stað en Hólum. Bendir þetta eindregið tfl þess, að þar hafi fjórvegurinn að einhverju leyti verið kennd- ur. Þá verður aftur að minnast Þórodds kirkjusmiðs, þótt ekki væri hann beinlínis i hópi skólasveina. Um hann segir í sögu Jóns, að hann hafði svo hvasst næmi, að þá er hann var að smíð sinni og hann heyrði að klerkum var kennd grammatica, en það er latínulist, loddi honum það svo í eyram, að hann varð hinn mesti íþróttamaður í sagðri list. Hreinferðug Jungfrú Nú hefur því verið haldið fram með rök- um, að Þóroddur kunni að vera höfundur hinnar svokölluðu ísl./ensku málfræðirit- gerðar, sem varðveitt er í handriti af Snorra-Eddu og er stórmerkilegt vísindarit um íslenskt mál síns tíma og höfuðheimild okkar um móðurmálið á 12. öld. Megiiimark- mið höfundar var að setja íslendingum ákveðið, fast og samræmt stafróf, svo að stafsetningin væri ekki öll í glundroða, fella latínuletur betur að íslensku máli og auka við nýjum táknum eða fella úr, eftir því sem við átti. Lýsir ritgerðarhöfundur stellingum talfæranna við myndun hvers hljóðs af svo mikilli nákvæmni, að við vitum fyrir þá sök nokkum veginn hvemig íslenskt mál hefur hljómað, þegar ritgerðin var samin. Síðast, en ekki síst, skal svo geta þess, að á Hólum var og í fræðinæmi hreinferðug júngfrú, er Ingunn hér. „Öngum þessum [þ.e. karlmönnum] var hún lægri í sögðum bóklistum. Kenndi hún mörgum grammatic- am og fræddi hvem er nema vildi. Urðu því margir vel menntir undir hennar hendi. Hún rétti mjög latínubækur, svo að hún lét lesa fyrir sér, en sjálf saumaði hún, tefldi eða vann aðrar hannyrðir með heilagra manna sögum, kynnandi mönnum guðs dýrð, eigi aðeins með orðum munnnáms, heldur og með verkum handanna." Þess skal strax getið, að þegar sagt er að Ingunn tefldi, þá hefur það verið skýrt svo, að hún hafi unnið tiglótta dúka, svokall- aða teflinga. Hér má sjá að skóli Jóns Ögmundarsonar hefur ekki verið einskorðaður við pilta, og þessi fyrsta „lærða“ kóna á íslandi mun vera Ingunn Amórsdóttir Asbjamarsonar, þ.e. af mestu höfðingjaætt Skagfirðinga, Ásbirningum. Móðir hennar var Guðrún Daðadóttir, en hún hefur trúlega heitið í höfuðið á ömmu sinni, Ingunni Þorsteins- dóttur Snorrasonar goða, sem átti ættföður Asbirninga. Bróðir Ingunnar hinnar lærðu var Kol- beinn, afi Kolbeins kaldaljóss og Kolbeins á Víðimýri Tumasonar, þess er orti hinar fögra vísur um Krist, og langafi Kolbeins unga. Ingunn Amórsdóttir er og nefnd meðal heimfldarmanna Odds Snorrasonar munks á Þingeyram að Ólafs sögu Tryggvasonar. Þetta brot af námsmannatali frá skóla Jóns Ögmundarsoanr gefur þá mynd af mfldlvægi skólans fyrir allt menntalíf á Norðurlandi sem ekki þarf frekar að skýra. Herra Jón hefur hrundið af stað vakningu bæði í trúarlegum og menningarlegum efn- um. Skal hér vitnað til orða Brynleifs Tob- iassonar, hins margfróða Skagfirðings: Nýr Svipur á Andlegt Líf „Trúarvakningin, skólalærdómurinn að erlendum hætti, ástundum íslenskrar mál- fræði og innar voldugu tónlistar miðalda- kirkjunnar, klaustur, sagnaritun og laga, kristin fræðsla meðal almennings og tíma- talsfræði, allt er þetta öðram þræði að öllu og hinum að surpu leyti rannið frá Jóni byskupi og skólaklerkum hans á 12. öld. Nýr svipur kemur á andlegt líf á Islandi á fyrra hluta 12. aldar.“ Nú verður ekki lengra fram haldið sögu hins forna Hólaskóla. Hann vai' haldinn þar áfram um aldir með vexti og slotum, og vísast hefur skólahald fallið niður tímunum saman, þegar misjafnir erlendir menn hóf- ust hér til byskupstignar. En um það vita menn svo sem ekkert með vissu. Eftir siðaskipti var svo fyrir mælt, að skóli skyldi enn haldinn á Hólum með 24 lærisveinum og kennd latína, gríska og guð- fræði, og fleira var það kennt er fram liðu stundir. Þessi skóli var afnuminn með öllu um aldamótin 1800, eftir misjafnan viðgang, þó fengu þeir sveinar, sem lengra vora komnir námi, að vera áfram, og var síðast haldið stúdentspróf á Hólum 1802 og braut- skráðir fimm stúdentar., Baráttu Norðlendinga fyrir endurheimt lærðs skóla verður ekki lýst hér, þess að- eins getið, að 126 áram seinna voru fyrstu stúdentafnir brautskráðir frá Menntaskól- anum á Akureyri sem með réttu telur sig arftaka skóla Jóns Ögmundarsonar. Vora þeir einnig fimm að tölu. Lengi var það sið- ur í Akureyrarskólanum, að halda ártíðina 3. mars, á Jónsmessu hinni fyrri, og minnst þá byskups, en misjafnlega var það þó rækt á áranna rás. En á kennarastofunni hefur verið komið fyrir líkneskju ágætri, gjöf til skólans, mynd hins sæla byskups, skorinni í kjörvið af meistaranum Ágústi Sigur- mundssyni. Finnst mönnum þar holl nær- vist Jóns Ögmundarsonar. Hólar fengu og sinn skóla endurheimtan, í annarri mynd að vísu, og munaði þá minnstu, að þeir væra honum aftur sviptir, þegar til stóð í upphafi þessarar aldar að flytja hann í nágrenni Akureyrar og setja í samband við gróðrarstöðina þar. En þeir alþingismenn urðu drýgri sem ekki vildu svipta Hólastað skóla sínum öðra sinni. Höfundur er fyrrverandi menntaskólakennari á Akur- eyri og skrifar þætti um íslenskt mál í Morgunblað- ið. Orðalag er víða litað af höfuðheimildinni, en hún er saga Jóns Ögmundssonar eftir Gunnlaug Leifs- son (d. 1218) munk á Þingeyrum. Fyrir fáum vikum birtist í Lesbók Morgunblaðsins tveggja blaðsíðna grein um siðferði og ljósmyndir eft- ir Sigurjón Baldur Hafsteinsson. Meðal annars lét höfundur í ljósi áhyggjur um að brotið hafi verið á rétti manns til einkalífs með ljósmynd sem undirritaður tók af manninum þar sem hann sést gægj- ast fyrir húshom. Ekki held ég að neinum detti í alvöra í hug að það geti skaðað rétt manns til einka- lífs að tekin sé af honum jafn sakleysisleg mynd og þessi. Myndin hefiir nokkuð sterka byggingu og stendur sem slík fýrir sínu án frekara samhengis. í ákveðnu pólitísku samhengi fær myndin hins vegar allt aðra og dýpri þýðingu. Við setningu Alþingis þann 10. okt. 1984, fyrir hart nær tíu árum komu saman yfir 12.000 verkfallsmenn BRSB á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið til að kynna þingmönnum hug sinn milliliðalaust. Öðrum þræði hafði verkfallið snúist upp í átök um fjölmiðla því prentarar voru einnig í verk- falli. Andstæðingar verkfallsmanna settu þá á stofn ólöglegar útvarpsstöðvar. Hann- es H. Gissurarson hafði um áratug verið óþreytandi talsmaður óheftrar frjálshyggju og einkareksturs og gegn öllum ríkis- rekstri. Þegar þetta var starfrækti Hannes ólöglega útvarpsstöð í Valhöll, sjálfum höf- uðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, og flutti þaðan harða gagnrýni á verkfallsmenn og samtök þeirra en prísaði einstaklings- og frjálshyggju. Umrædd ljósmynd er einmitt af Hannesi H. Gissurarsyni þar sem hann fylgdist með ræðuhöldum á útifundinum. I augum ljós- myndarans var hér einmana talsmaður ein- staklingshyggjunnar að fylgjast með verk- fallsmönnum í skjóli við traustan vegg dóm- kirkjunnar. Það er í þessu samhengi sem myndin vísar á veikleika einstaklingshyggj- unnar. Myndin dregm- fram það sem Þor- valdur í Sfld og Fiski sagði um sjálfan sig í viðtali við DV fyrir nokkrum árum: „eng- inn er neitt einn“. HELGI JÓHANN HAUKSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.