Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1994, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1994, Blaðsíða 9
Björn Jónsson, ritstjóri og síðar ráð- herra, sat í nefnd sem undirbjó stofnun Isfélagsins við Faxaflóa. Ljósm.: Árni Thorsteinssson. Myndadeild Þjóðminjasafns íslands. En hver var Drechsel sá sem hélt fyrirlest- urinn á vegum verslunarmanna sumarið 1894? Hann var sjóliðsforingi, eins og áður sagði, og ráðunautur danska innanríkisráðu- neytisins um fiskveiðar á árunum 1894- 1907. Þá var hann einnig ráðunautur fisk- veiðafélagsins Dan sem þá þegar hafði látið skip sín flytja ísaðan fisk af miðum út af Vestfjörðum og selja á enskum markaði. Bréf fóru á milli Tryggva Gunnarssonar og Drechsels í heilt ár um íshús og flutning á ísuðum og frystum fiski á markað erlend- is Fróðlegt er að athuga hvernig þeir hugðu að þessum málum yrði best komið fyrir og hvemig gekk að ná þeim fram. I fyrsta bréfi sínu til Drechsels 15. októ- ber þá um haustið segir Tryggvi að hann sé að láta smíða íshús á vegum félagsins sem nýlega hafi verið myndað, en eins og komið hefui’ fram var það formlega stofnað 5. nóv- ember. Hann hafi fengið mann frá Ameríku sem viti hvernig eigi að reka íshús. Hér á Tryggvi við Jóhannes Nordal, en hann var þá kominn til landsins fyrir einum tveim vikum að frumkvæði Tryggva og hóf störf við byggingu íshússins þegai’ um vika var liðin af október.8 Þá segir Ti’yggvi í fyrr- nefndu bréfi að húsið verði fyllt um veturinn svo að fiskveiðifélagið Dan, sem Drechsel starfi hjá, geti fengið nógan ís. Hann segist vona að félag Drechsels geti flutt nokkurn ísaðan fisk í frystikössum á erlendan mark- að. Bankastjóri vill að Drechsel hafi þau áhrif á stjórn fiskveiðafélagsins að það sendi skip nokkrar ferðir til Reykjavíkm- eftir fiski. Þá spyi- hann Drechsel nokkurra spurninga að síðustu hvort félagið hafi flutt fiskinn í kössum í skipunum síðasta sumar, hvort nokkur frystiklefi eða frystibúnaður sé í skipunum og hve hátt verð að meðaltali hafi verið á heilagfiski og rauðsprettu á enskum mai’kaði.4 Ti-yggva var mjög í mun að danska fisk- veiðifélagið flytti ísaðar eða frystar vörur frá hinu nýreista íshúsi á enskan markað. íslendingar áttu þá ekkert flutningaskip sem flytti vörur milli landa. Þá hafði hann í hyggju að láta veiða lúðu og rauðsprettu í Faxaflóa fyrir hið nýreista íshús. Þessu bréfi Tryggva svaraði Drechsel 9. nóvember þá um haustið. Þar segh’ hann að stjórn fisk- veiðifélagsins sé að kaupa barkskip frá Nor- egi til ísflutninga. Ef ekkert óvænt komi fyrir verði þetta skip sent til íslands í mars á næsta ári. Ciinbría, sem var aðalskip fé- lagsins í fiskflutningum, muni þá koma til Reykjavíkur á hálfs mánaðar fresti. Mögu- legt sé að skip komi á átta daga fresti en þá verði það að vera enskt skip annað hvort skipti. I sumar sem leið hafi Cimbría flutt rauðsprettu frá Önundarfirði til Englands fyrir danskan kútter sem hafi fengið rúm- lega helming andvirðis þegar kostnaður hefði verið dreginn frá. En verð sé mjög breytilegt á enskum mai-kaði. Rauðsprett- una verði að flokka, senda meðalstóran fisk en taka frá þær stærstu. Drechsel leggur til að bæði rauðsprettu og laxi verði pakkað í pergamentpappír. Þannig geymist fiskur- inn best. Fiskurinn verði ekki fluttur í köss- um, heldur pakkað í frystiklefa skipsins. Ekkert eigi þó að mæla gegn því að flytja fiskinn í kössum vilji menn það fremur. Að síðustu biður Drechsel Tryggva að láta sig Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri Lands- bankans og formaður Isfélagsins við Faxaflóa 1894-1917. Ljósm.:Hölgnberg. Myndadeild Þjóð- minjasafns Isl. Helgi Helgason kaupmaður og tónskáld, var í fyrstu stjórn Isfélagsins við Faxa- flóa. Ljósm.:Árni Thorsteinsson. Myndadeils Þjóðminjasafns Isl. vita hvenær hann vilji að Ciinbría komi í sína fyrstu ferð.6 ÍSAÐUR FlSKUR OG PÓSTUR í Sama Skipi í bréfi í ársbyrjun 1895 er Drechsel ekki viss um að fiskflutningar frá Reykjavík geti borið sig. Reikna verði með að i heild verði flutningskostnaður um þriðjungur af sölu- verði fisksins. En samt verði að gera þessa tilraun sem með tímanum geti orðið til gagns fyrir báða aðila. Drechsel nefnir síðan að síðustu tvö ár hafi Cimbría flutt póst frá Vestfjörðum til Englands, en það sé að vísu ekki leyfilegt. Hann stingur síðan upp á því að komið verði á reglulegum póstflutningum milli Vestfjai’ða, Reykjavíkur og Englands. Tilraun til að flytja ísaðan fisk á erlendan mai’kað muni fremur heppnast ef varið verði nokkrum þúsundum króna árlega til póst- flutninganna. Verslunarmenn í Reykjavík eigi að hafa hug á þessu. Félagið sitt sé nú að kaupa skip sem eigi að verða birgðaskip með ís á Önundai’firði.6 Þar sem Drechsel vai’ svo óviss um hagn- að af fiskflutningunum til Englands, hefur hann viljað styrkja fjárhagsgrundvöll fyrir- tækisins með því að skipið flytti bæði fisk og póst. Og hvað átti flutningaskipið að flytja til baka? Með því að nefna verslunarmenn í bréfinu hefur Drechsel viljað að Ti-yggvi ræddi við þá um vörupantanir frá Englandi. Þetta bii’gðaskip sem Drechsel nefnir í bréfi sínu sá Sigurður Briem úti fyrir Vest- fjörðum. Skip hins danska veiðifélags nefnd- ist Roma og Sigurður segir í minningum sínum að hann hafi séð skip með því nafni láta breska togara fá ís, en með honum hafi átt að kæla fiskinn sem togararnir fluttu á markað á Englandi.7 Dan Kaupi Ís Hjá Ísfélag- inu Eða Byggi Íshús í Reykjavík Báðum þessum bréfum Drechsels svaraði Tryggvi með bréfi 2. febrúar 1895. Þá segh’ hann að byggingu íshússins sé lokið, þar séu nú 180 tonn af ágætum ís. Hann telur lík- legt að þennan ís verði hægt að geyma langt fram á sumar. Hafi reyndar ætlað að geyma 150 tonn úti og verja ísinn með torfi, en áður en því hafi verið komið í verk hafi hlýn- að og rignt og hálfur ísinn bráðnað. Þetta segist hann hafa gert í tilraunaskyni. Veiðifé- lagið Dan geti fengið nokkm’ tonn ef allur ísinn verði þá ekki bráðnaður. ísinn sé að vísu fyrir Isfélagið, en stuðla verði að því að fiskveiðifélagið danska geti fengið allan sinn ís í Reykjavík sumarið 1896. Það geti orðið arðvænlegt fyrir hið danska fiskveiðifé- lag ef það flytji vörur frá útlöndum til kaup- manna i Reykjavík og síðan ís frá höfuð- staðnum til Vesturlands og Vestfjarða þegai’ erlendu vörunum hafi verið skipað upp hér. Hann vilji gjarnan stuðla að nánari sam- vinnu íslendinga og Dana í þessu efni sem öðrum. Þá segist hann geta annast byggingu íshúss í bænum, séð um að ís verði safnað um veturinn ef fiskveiðifélagið ætli að koma upp íshúsi í Reykjavík. Tryggvi segist ekki trúa öðru en fiskveiðifélagið geti fengið ísinn á lægra verði hjá Isfélaginu en fáist erlend- is, í það minnsta að vori og fram í miðjan júní. Mestu máli skipti að ísinn sé ágætur. Hann hafi sent tvær flöskur með bræddum ís eða ísvatni til Steen í Kaupmannahöfn til efnagreiningai’ og þar geti Drechsel séð nið- urstöðumar. Vatnið sé glært og gagnsætt. Á Að Frysta Fiskinn Eða LeggjahannÍ ís? Tryggvi segir í þessu bréfi að þeir hjá ísfélaginu hafi ameríska frystingai’aðferð og fiskurinn sé fluttur frjrstur um borð í skipið. Heppilegt sé að skipið sé þannig útbúið að fiskurinn haldist þar frosinn. En hann segist ekki gera ráð fyrir að því verði komið við á þessu ári. Ef leggja eigi fiskinn í ís vilji hann fremur að hann verði laus en að honum verði komið í kassa. Hann segist skilja tilboð Danfélagsins þannig að félagið ætli að borga allan kostn- að, þ. á m. ísinn en fái í staðinn þriðjung af brúttótekjum. Isfélagið fái því tvo þriðju og telur Tryggvi líklegt að félagið muni sam- þykíya það. Þá segir hann Drechsel að þeir hjá Isfélaginu hafi hugsað sér að taka skip á leigu og láta það liggja úti á Faxaflóa frá 14. júní til 30. ágúst. Fiskibátar yrðu gerðir út frá skipinu til að veiða heilagfiski. Ekki sé hægt að segja fyrirfram hvaða dag skip fiskveiðifélagsins eigi að koma. Ef það komi í apríl eða maí, vilji hann gjarnan að það sigli inn til Reykjavíkur svo að ljóst verði hve mikinn fisk það geti fengið úr ís- húsinu þegar það sigli til Englands. Hann telur að eftfr 14. júní geti skipið fengið tals- verðan fisk á hálfsmánaðar fresti. Þetta mál verði að afgreiða á Alþingi næsta sumar. Hann muni styðja að félagið fái nokkurra þúsunda króna styrk til að flytja póst hálfsmánaðarlega frá Reykjavík, Vest- m’landi og Vestfjörðum. Heppilegt sé ef fé- lag Drechsels geti komið því til leiðar hjá íslandsráðherra að einhverri upphæð verði varið til þessa máls í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár.8 Sameinaða gufuskipafélagið tók að sér 1880 allar millilandasiglingar milli Islands og meginlands Evrópu og fimm ferð- ir með ströndum Islands. Landssjóður gi-eiddi 55.000 kr. styrk til strandferðanna. Með því að skiptast á þessum bréfum voru þefr Tryggvi að velta þvi fyrir sér hve mikinn póstflutning fiskveiðifélagið gæti fengið. Ef af því yrði að félagið flytti póst samkvæmt heimild frá Alþingi, þyrfti að sjálfsögðu að semja aftur við gufusldpafélag- ið um þessa flutninga. FRAMHALD í LESBÓK5. MARZ Tilvísanir: 1 Bréf ísaks Jónssonar 30. júní 1889 til Tryggva Gunn- arssonar. Bréfasafn Tryggva Gunnarssonar 10, 162, 1. Skjalasafn Seðlabanka íslands. 2 Gjörðabók Vei’slunamiannafélags Reykjavíkur 1891- 1907, 69-60. 3 Uppkast að ársreikningi fyrir árið 1894. Safn Tryggva Gunnarssonar ( Skjalasafni Seðlabanka. 4 Bréfabók Tryggva Gunnarssonar 1894-97, 222-223. Skjalasafn Seðlabanka. 5 Bréf Drechsels sjóliðsforingja til Tryggva Gunnars- sonar 9. nóvember 1894. Bréfasafn Tryggva Gunnars- sonar 4, 60, 2. Skjalasafn Seðlabanka. 6 Bréf Drechsels til Tryggva Gunnarssonar 9. janúai’ 1896. Bréfasafn Tryggva Gunnarssonar 4, 60, 2. Skjalasafn Seðlabanka. 7 Sigurður Briem: Minningar (Rv. 1949), 149-50. 8 Bréf Tryggva Gunnarssonar til Drechsels 2. febrúar 1896. Bréfabók Tryggva Gunnarssonar 1894-97, 341—44. Skjalasafn Seðlabanka. Höfundur er sagnfræðingur og kennari. ÁSGEIR JÓN JÓHANNSSON Þorri kemur Þá er hann kominn, gamli maðurinn með grílukerti í skeggi og hríðarbagga á herðum. Þungstígur gengur hann um garð, hvassyrtur. Glaðbeitth’ stika Frosti og Snær í fótspor. Draga helslóða yfir auðnutefta menn á ögurstundum. Blótsamir bjóðum við hann velkominn með átveislum til árs ogfriðar. Örvænt um árangur. Vetur Norðurljósalogai'af lýsir ósa, fjöll og haf. Fölar rósir Frosti gaf. Fegurð hrósum vetri af. Þó er vetur beggjablands, brugðist getm- fegurð hans. Oft hann hvetm' lýði lands lífs að meta krappan dans. Lyfth’ földum hryðja hátt, heyrist nöldur kvenna brátt. Gríma völd að svika sátt sveipar tjöldum hverja gátt. Hylur hvelið fannafjúk flögrar él um kaldan búk, frískir delar halda á hnúk, hikstai' vélin kuldasjúk. Flana um heiðar tryllitröll, torsótt skeiða regin-fjöll. Oft af leiðh’ líkamsspjöll. Loks við greiðum tjónið öll. Fréttamanna flónin þá fávís kanna slysa-vá. Heimska glanna dýrka og dá, í draumi sanna hetju sjá. Þó að vetur hvessi klær, kaldur freti Þorri ær, oft í fleti mjúklát mær mínar getur yljað tær. Víst mun líða vetrartíð, vorið skrýða grund og hlíð, fyrnasf síðan frost og hríð, fagna lýðum veðrin blíð. Höfundur er umsjónarmaður í skóla f Hafn- arfirði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. FEBRÚAR 1994 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.