Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1994, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1994, Blaðsíða 6
Frederico Fellini og kona hans, Giulietta Masina, sem jafnframt vr aðalleikkona í mörgum mynda hans. La dolce vita, Hið ljúfa líf - var frum sýnd 1960 og þótti óhemju djörf og óskammfeilú). Hér eru Marcello Mastroianni og Anita Ekberg í hlutverkum sínum. 8V2 telst með merkustu kvikmyndum Fellinis. Með þess' ari mynd breyttust vinnuaðferðir hans. Hvað með Fellini? H vað með Fellini? Ég man ekki til þess að hafa séð eina einustu minningargrein um Fellini í íslenskum fjölmiðli. Reyndar eyddi Morgunblaðið rúmum þriðjungi af kvik- myndasíðu í sameiginlegan minningarstúf um Síðbúin minningargrein um einn mesta listamann aldarinnar, sem óf mestu verk sín utan um þrjá meginþræði, kirkjuna, fjölleikahúsið og konuna. Eftir HILMAR ODDSSON Vincent Price, River Phoenix og Fellini, eins og þeir ættu eitthvað sameiginlegt. Að vísu voru þeir allir viðriðnir kvikmyndagerð og allir létust þeir í sömu vikunni, en þar með er það talið. Með fullri virðingu fyrir Price og hinum unga Phoenix. Þegar Chaplin lést, voru heilu síðumar tileinkaðar minningu hans. En Chaplin var jú Chaplin. Já, Chapl- in var Chaplin á sama hátt og Fellini var Fellini. Og það var aðeins einn Fellini, á sama hátt og aðeins var einn Eisenstein, einn Tarkowski, einn Bergman (með fullri virðingu fyrir Woody), einn Bunuel og einn Kurosawa (þótt ýmsir haldi að þeir séu eitt- hvað fleiri). Og þessi Fellini er nú allur. En eftir stendur stórbrotið og mikilfenglegt lífs- starf. Þetta er eins konar minningargrein um einn af mestu listamönnum aldarinnar, Federico Fellini. Mig minnir að fyrsta Fellinimyndin sem ég hafi séð hafi verið „Mánudagsmyndin" Satyricon í Háskólabíói. Ég hef sennilega verið rétt ófermdur. Og ég er ekki viss um að ég hafi haldið þræði allan tímann, hvað þá skilið allt sem fyrir augu og eyru bar. En ég man þessa kvikmyndasýningu sem fáar aðrar. Og ég var ekki samur eftir. Reynsla mín er á engan hátt einstök eða sérstök. Enda er nafn Fellinis allt eins hug- tak, í kvikmyndasögulegu samhengi. Hugtak yfir ákveðinn frásagnarmáta, ákveðinn stíl. Við segjum stundum (og skrifum) að eitt- hvað sé fellinískt, og eigum þá til dæmis við að viðkomandi hlutur sé ýktur, jafnvel gróf- ur (í jákvæðum skiiningi), ögrandi, (einnig kynferðislega), hlægilegur og sorglegur í senn, fullur af andstæðum, átakanlega mann- legur. Því er stundum haldið fram að þrennt einkenni kvikmyndir Fellinis hvað mest, öll hans mestu verk séu ofin utanum þrjá meg-_ inþræði. Kirkjuna, fjölleikahúsið og kon- una. Ég mun koma nánar að þessum stoðum síðar. Ég nefndi að stíll Feliinis væri ýktur. Það er langt síðan hann kastaði raunsæinu, hug- myndafræði neorealistanna ítölsku, sann- leika eftirstríðsáranna. Sá sem ýkir lýgur, í vissum skilningi. En á bak við stóryrðin getur leynst djúpur sannleikur, sannleikur um mannlegt eðli, sem á vissan hátt afhjúp- ar þann sem ber hann fram, í þessu tilfelli listamanninn, og segir þannig miklu meira um hann en tugir opinskárra viðtala. Fellini var aldrei opinskár um eigið líf og eigin til- finningar, alla vega ekki við blaðamenn. Hann er meira að segja grunaður um að hafa logið þá fulla á stundum, alla vega voru svörin við þessum venjubundnu spurningum sjaldnast hin sömu í tveimur viðtölum, og oftar en ekki stönguðust þau á. „Æska mín, minmngar, vonir og væntingar. Eg skáldaði allt saman vegna ánægjunnar af að segja öðrum frá. “ Sem sagt; Fellini laug. Var hann kannski einnig að ljúga þessu? Fellini sagði æsku sína umlukta hjúpi gleymskunnar. 1 raun myndi hann fátt fyrir tuttugu og tveggja ára aldur. Auðvitað laug hann því eins og öðru. Hann fjallaði hins vegar nokkrum sinnum um æsku sína í kvik- Úr Roma, citta aperta, frá 1945, sem tal- in er fyrsta mynd Fellinis. Þetta var brautryðjandaverk í ítölsku nýraunsæi. Rossellini var leikstjóri, en Fellini að- stoðarleikstjóri. myndum, en þar sem þær eru að sjálfsögðu hreinn skáldskapur fer að verða illmögulegt að segja nokkuð marktækt um æsku hans og uppvöxt, eins og gjarnan er gert í minn- ingargreinum. Nokkrar staðreyndir blífa þó: Hann fæddist í Rimini 20. janúar árið 1920 á Via le Dordanelli, eldri sonur farandsalans Urbano Fellinis og Idu Barbiani, sem var víst af fínum Rómarættum. Hann átti bróð- ur og eina systur. Þrennt setti mestan svip á æsku hans: Sveitalíf, kaþólska kirkjan og fasisminn. Sennilega hafa áhrif kirkjunnar vegið hvað þyngst. Kirkjudeildin í Rimini þótti hvað kaþólskust ítalskra kirkjudeilda á milli- stríðsárunum og í skugga hennar þrifust alls kyns hindurvitni og hjátrú. Galdrar og andalækningar settu svip á daglegt líf íbú- anna og allra handa yfirnáttúrulegir atburð- ir einkenndu almenna umræðu. Ekki er ólík- legt að rekja megi áhuga Fellinis á því yfir- náttúrulega til uppvaxtaráranna í Rimini. Víst er að drengurinn hefur heyrt kynstrin öll af stórfenglegum ólíkindasögum, sem síð- ar hafa náð að þroska og örva ímyndunarafl- ið. Yfir og allt í kring hvíldi þungur annur kirkjunnar, órjúfanlegur hluti orðs og æðis, viðmiðunin mikla. Fellini sagðist trúaður af náttúrunnar hendi, en honum gekk að sama skapi illa að fella sig við kennisetningar kirkjunnar, hann var ekki maður bókstafs- ins. Líklegt er að hann hafi, eins og svo margir landar hans, átt í eins konar ástar- haturssambandi við páfadóminn. Skrautleg- ar og tilkomumiklar helgiathafnir veittu honum innblástur. Reyndai- hefur kirkjan, bæði sú kaþólska og lúterska, alla tíð gefið listamönnum innblástur og mótað viðhorf þeirra og þroska, - altarið hefur orðið að leiksviði, helgiathöfnin að leikþætti. Við getum haldið áfram að skipta lífi og verkum Fellinis í þrenningar. Þrenning sköpunarverksins, sirkus, konur og enn og aftur kirkjan. Ég hef þegar minnst lítillega á hlut kirkjunnar. Konur setja gífurlegan svip á lífsverk Fellinis. Og þvílíkar konur. Það er ekki nokkur leið að gera kvennafans- inum viðeigandi skil í stuttri grein þar sem stiklað er á stóru. Ég held að sú kona hafi vart verið sköpuð sem á ekki fulltrúa í ein- Við tökur á La strada. Giulietta Másina dansar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.