Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1994, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1994, Blaðsíða 10
Reykjavíkur- stúlkan sem krækti í barón að er síðla dags, einhvem- tíman á haustmánuðum árið 1964, að við íslenskir námsmenn í Vínarborg sitjum sem gestir til borðs í hálfrökkvaðri stofu, sem er hlaðin ýmsum fommun- um ættuðum frá Norður-Evrópu. Þessum gripum hefur húsbóndinn, sem er látinn fyrir nokkmm ámm, þegar hér er kom- ið sögu, safnað af mikilli eljusemi á ferðum sínum til Norðurlanda um og eftir aldamót, en þetta safn er talið eitt hið merkilegasta sinnar tegundar í Austurríki. Stólamir sem við sitjum á, með úrskomum drekahausum á stólbökunum gnæfandi yfir höfðum okkar, em húsbóndans smíð að fomri norrænni fyrir- mynd. Yfir kúfuðum kökudiskum og margra laga tertum, sem þekja borðstofuborðið, gnæfir kertastjaki, einnig heimasmíð. Fjögur logandi kerti á toppi hans varpa ævintýralegri birtu á umhverfið og gestgjafann, konuna sem situr í öndvegi. Það stimir á gullna hárlokkana, sem um- lykja fólt en frítt andlit þessarar fullorðnu, virðulegu konu, sem við flest okkar þekkjum ekkert, þó einstaka hafi einhverjar óljósar spumir af fortíð hennar. Himinblá rök augu hennar, sem hvarfla hvikul frá einum gesti til annars, ljóma af slíkri ástúð og umhyggju að ætla mætti að hér sæti ✓ Hér segir af Astu Pétursdóttur, sem giftist 1899 Hans von Jaden, sem var barón, en auk þess doktor í lögfræði. Aðlinum þótti baróninn taka niður fyrir sig, en Ásta varð sannkölluð heimskona og glæsilegur fulltrúi íslands. Eftir HARALD JÓHANNSSON móðir með öll jafn heitt elskuð afkvæmi sín. Hún talar til okkar á lýtalausri íslensku, utan þess að bregða fyrir sig einu og einu dönsku orði, eins og ætla mætti að tíðkast hafi í Reykjavík um það leyti, sem hún fluttist þaðan og við vitum þó að var fyrir aldamót. „Hvað varstu gömul, þegar þú komst hing- að,“ spyr einhver. „Ég var ósköp ung,“ svar- aði hún glettnislega og bryddaði þegar í stað á öðm umræðueftii. Þegar veralega hafði gengið á sætabrauðs- hraukana, tertumar ekki lengur svipur hjá sjón og allir höfðu fengið nægju sína, var hald- ið á nærliggjandi Gasthaus, sem var frúarinn- ar annað heimili og algengt var í þá daga. Hlýlegt bros gestanna, sem fyrir vora á staðnum, sýndu ótvfræða lotningu fyrir baron- essunni, þegar hún gekk tíguleg í salinn með gestahópinn sinn í halarófu á eftir sér. Hér var setið að sumbli eins og hverjum best hentaði á sinn reikning, en með í farangr- inum hafði frúin fullar körfur af smurðu brauði, sem hún hafði lagað sjálf og var okkur nú til reiðu, sem magarými leyfði. I þessu hófi er mikilvægt að hver og einn haldi sinni reisn, því gestgjafa okkar er mjög í mun að við lítum sem menningarlegast út í augum annarra vina hennar í veitingastofunni. Á þessu sviði hafði frúin vakandi auga og átti til í fullri hógværð að benda þeim á, sem vora bryjaðir að brýna raust sína við að láta Ijós sitt skína að hætti sinna sveitunga, að nú færi að koma tími til heimferðar. Annars var flestum ljóst mikilvægi þess að engum skugga yrði kastað á ljóma baron- essunnar, sem hér sýndi stolt öðram vinum sínum sína landsmenn,. sem vora komnir í þekkingarleit til Vínar, langt frá eylandi langt norður í höfum, sem fæstir hér í þá daga, vissu að var til. Veislur, með líkum hætti og hér hefur verið lýst, hélt baronessa Ásta von Jaden mánaðar- lega til æviloka löndum sinum, sem dvöldu í Vínarborg um lengri eða skemmri tíma. Um nokkurra ára skeið, þegar þessi hópur náði þeirri stærð að rúmast ekki í einu lagi í húsakynnum Ástu, var ekki annað séð en að henni væri sönn ánægja af að tvöfalda tíðni veisluhaldanna. I janúar 1955 hélt Rögnvaldur Sigurjónsson píanótónleika hér í Vín, en hann dvaldi þar um eins árs skeið. Ásta sat á fremsta bekk fyrir miðju í tón- leikasalnum eins og vera bar. Bamsleg gleði baronessunnar yfir því sem hér fór fram, duldist engum í tónleikasalnum, hún leit títt aftur fyrir sig til beggja handa, það glampaði á táram vætta vanga aldraðrar hefðarmeyjar. Ástríður, síðar jafnan nefnd Ásta, var næst yngst fjögurra systkina, fædd 5. október 1876, en þekktastur þeirra er jarðfræðingurinn og vísindamaðurinn Helgi. Faðir þeirra var Pétur Pétursson lögreglu- þjónn í Reykjavík en síðar kunnastur sem Hús von Jaden-hjónanna í Vínarborg. Þau bjuggu á efri hæð og þar varð sem ann- að heimili þeirra Islendinga sem gistu Vínarborg á þessum tíma. Á heimili Jaden-hjónanna í Lilienfeld við Vínarborg þar sem þau bjuggu til 1911 er þau fluttust inn í borgina. Baróninn stendur við stól með skjaldarmerki í baki, einn af mörgum sem hann smíðaði og skar út. Ásta Pétursdóttir, síðar baró- Ásta í brúðarklæðum 1899. nessa von Jaden, þegar hún rar ung Reykjavíkurstúlka. bæjargjaldkeri frá 1884 til æviloka 1909. Móð- irin Anna Sigríður Vigfúsdóttir sýslumanns í Stranda'sýslu tók upp ættarnafnið Péturs, eins og þá tíðkaðist. Það þótti sópa að þeim systkin- um fyrir fríðleik og ljúftnannlega framkomu. Um þessar mundir í Vínarborg fær skáldið og rithöfundurinn J.C. Poestion áhuga á ís- landi og íslenskri menningu. Á áranum 1885 og 1887 koma út eftir hann ritverk í fimm heftum um íslensk skáld á síðari áram. Einn þeirra, sem varð fyrir áhrifum þessara rita, var barón, sem hét Hans von Jaden, dokt- or í lögfræði og áhugamaður um fagurfræði. Hann tekur sér ferð á hendur til íslands árið 1897 og er í ágústhefti Þjóðálfs, þetta sama ár, sagt frá dvöl hans í landinu. Þess er getið að hann dáðist að íslenskum mann- virkjum svo sem brúnum á Ölfusá og Þjórsá, en samt þykir honum fegurð Laugardalsins af öðra bera. Sunnudaginn 2. ágúst þetta ár var haldinn svokallaður Þjóðminningardagur á túninu við Rauðará. Til þessarar hátíðar efndu stúdentar með tilstyrk félagasamtaka í Reykjavík. Með þessari samkomu var ætlunin að glæða þjóðræknistilfinningu landsmanna og skyldi hún verða árlegur viðburður héðan í frá, eins og „tíðkaðist í siðuðum löndum". Baróninn segir frá því í fyrrnefndri grein að þegar hann fór á Rauðarárstúns-hátíðina, hafi hann kynnst hinum hispurslausu, ástúð- legu eiginleikum íslendinga, „þeirri þjóð, sem ég hef lengi virt og elskað". í desember árið 1897 trúlofuðust í Kaup- mannahöfn dóttir bæjargjaldkerans í Reykja- vík og baróninn. Nákvæmlega tveim áram eftir þeirra fyrstu kynni giftust þau í Reykjavík og héldu síðan til Vínarborgar, en komu aftur til íslands árið 1902 og ferðuðust þá að miklu leyti kringum landið. Fólki í Vín þótti það mikil nýjung að kynn- ast íslenskri konu og undraðust fegurð, yndis- þokka og látprýði þessarar „gullhærðu Is- landsdóttur". Það er sagt að Asta hafi fljótt náð fullkomnu valdi á þýskri tungu svo og Vínarmállýskum og hún umgekkst hefðarfólk eins og hún væri fædd og uppalin meðal þess. Sú saga er þó sögð að aðlinum hafi þótt barón- inn taka niður fyrir sig að giftast almúgastúlku. Von Jaden gerði sér þá lítið fyrir, skrifaði ríkisskjalasafninu á íslandi og bað um ættar- tölu konu sinnar. Þá kom í ljós að Ásta var af konungakyni en baróninn var af austurrísk- um lágaðli. Eitt sinn kom Ásta fram á íslandskvöldi sem fyrrnefndur J.C. Poeston stóð fyrir. Hún var klædd íslenskum skautbúningi og las upp nokkur íslensk kvæði. Um þennan atburð birt- ist grein í virtu dagblaði þess tíma, en þar segir svo: „Hún gekk að ræðupallinum og las upp kvæði á íslensku og á einu augabragði urðu allir viðstaddir frá sér numdir. Þóttust menn í hátíðarsalnum allt í einu sjá eina af hinum þjóðkunnu kóngsdætram í lif- anda líki.“ Næst kemur fjálgleg lýsing á búningi Ástu, silfrinu, gull- hlaðinu, saumskrautinu og skautfaldinum og því næst bætt við, að það sé samt ekki þessi ljómandi klæðnaður, sem fólk hafi fallið fyrir, heldur „hin álfkennda vera sjálf - hár- ið eins og það væri spunnið úr gullþráðum, fínu litbrigðin í andlitinu og svo ofaná allt saman augun sem vora eins blá og heiðarvötn." Era slíkar ævintýraverar ennþá til og hún mælti á tungu, sem menn renndu ekki grun í meridngu eins einasta orðs. Það er sagt að Ásta hafi ekki aðeins haft hár úr gulli, heldur líka hjarta. Orð fór af glæsileik þeirra hjóna og er þá hennar hlutur síst minni. Hjónabandi von Jaden-hjóna er lýst sem einstaklega ástúðlegu og hamingjusömu og til þess sérstaklega tekið hve hann alla tíð bar leynt og ljóst ótvíræða, djúpa virðingu fyrir konu sinni. Hans og Ásta bjuggu á annarri hæð í veg- legu húsi að Wallriss strasse 72, í 18. hverfi, þau eignuðust ekki börn. Baróninn var vel efnaður þegar hann kynnt- ist Ástu og þau héldu sig ríkmannlega og áfram sínum lífsstíl, þó fyrri heimsstyrjöldin rýrði að veralegu leyti auðlegð þeirra og óeigingjörn umhyggja þeirra fyrir íslenskum námsmönn- um var söm við sig. Baróninn lést á fyrri áram síðari heimsstyrj- aldar, en hann var nokkru eldri en Ásta. Dr. Gylfi Þ. Gíslason, sem dvaldi í Vín um skeið fyrir seinni heimsstyrjöld og naut sem aðrir landar fyrirgreiðslu og gestrisni barónshjón- anna, kom því síðar svo fyrir með aðstoð Al- þingis íslendinga, að Ástu væri séð fyrir líf- eyri frá ríkinu til dánardags. Með löglegum hætti ánafnaði Ásta íslenska ríkinu eigur sín- ar, eftir sinn dag, sem m.a. var safn sjald- gæfra norrænna muna, sem fyrr getur. Fyrir milligöngu Ástu var Sehekowitz, auð- ugur silkikaupmaður Am Graben, tilnefndur fyrsti konsúll íslenska lýðveldisins í Vínar- borg. Að seinni styrjöld lokinni fóru íslenskir námsmenn aftur að flykkjast til Vínar. Vegna rúmlega hálfrar aldar fjarvistar frá fósturjörðinni og einangrunar öll stríðsárin, hafði Ásta misst tök á að fylgjast með gangi mála í fyrram heimalandi sínu. Það kom því fyrir að hún spurði stúdenta spuminga, sem þeim var ekki alltaf auðvelt að svara. Svo sem, „ætli hann sé lifandi ennþá, biskupinn?" „Hann Sigurgeir." „Nei, Sigurgeir hét hann ekki.“ Þá var næsti á undan tilnefndur og þar næsti þar til kom aftur að Jóni Helgasyni. „Já, Jón hét hann.“ Er búið að leggja brú yfir lækinn?" Þessi var erfið, ekki síst þeim, sem ekki höfðu hugmynd um að eitt sinn rann lækur, þar sem nú er Laekjargata. Einhverju sinni í góðu tómi, færði ég í tal við Ástu, hvort hana langaði ekki að skreppa heim. „Jú, óskaplega mikið, en ég þori ekki.“ Hún átti þá marga velunnara á Islandi, einnig ættingja og þurfti ekki að óttast um móttökur en ætla má að hún hafi talið það tilfinningum sínum um megn, að standa aftur augliti til auglitis við Island. Ásta von Jaden andaðist í Vín 12. júní 1958 og er grafin þar. Höfundur býr í Vínarborg. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.