Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1994, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1994, Blaðsíða 7
Anthony Quinn og Giulietta Masina í La strada, en með henni náði Fellini alþjóð- legri frægð 1954. Myndin er talin meðal gullmola ltvikmyndasögunnar. hverri mynda Fellinis. Samt fer mest fyrir miklu konunum, þessum sem skarta öllum gersemum kvenlegs þokka nánast ótæpilega, hjá þeim (og á) er allt í efsta stigi, boldungs- bryðjur, kjarnakonur. Konur sem gera karl- menn að umkomulausum brjóstvoðungum. Það var svo sem eftir öðru hjá hinum unga Federico, að náttúran lét fyrst á sér kræla í faðmi ástríkrar barmmikillar nunnu sem lyktaði af kartöfluhýði (ef marka má orð meistarans). Þessi súrsæta tilfínning er dæmigerð fyrir innri átök flestra ungra sveina. Madonna eða mella. Þannig sá Fell- ini flestar konur. Við skulum þó ekki láta þessa einföldun raska ró okkar, því fleira hangir á spýtunni. En fyrst er það fjölleikahúsið, sirkusinn. Það er ekki langsótt að líkja myndum Fellin- is við fjölleikasýningu þar sem ægir saman alls kyns furðuverum, kúnstum og kynjum, göldrum og gjörningum. Mitt í ærslunum slær harmþrungið hjarta trúðsins, skeifan í förðuðu brosi. Fellini elskaði sirkusinn af barnslegri einlægni og þessa ást tjáði hann eftirminnilega í kvikmyndinni I Clowns, Trúðarnir, sem hann gerði árið 1970. En hvar kviknaði áhuginn á kvikmyndum? Hæfileikar hins unga Fellinis lágu ekki hvað síst á sviði myndlistar, n.t.t. teiknilistar. Hann vann fyrir sér með að teikna frægar amerískar stjörnur fyrir kvikmyndahús og fékk ókeypis inn fyrir vikið. Þar sem þetta var á valdatíma fasista vora einungis leyfðar sýningai- á ákveðnum tegundum mynda. Mest fór fyrir saklausum kómedíum. Þarna kynntist Fellini Marx-bræðrum, Laurel og Hardy, og hinum tragíkómíska Keaton. Hugur Fellinis stóð ekki til langskóla- náms. Yfírleitt skrópaði hann í skólanum, til að sinna áhugamálum sínum sem flest tengdust teikningum og myndskreytingum. Honum tókst þó að dröslast í gegnum menntaskóla. Arið 1939 fór hann til Rómar. Til að þóknast föður sínum skráði hann sig í lögfræði, en mætti aldrei. Hugur hans stóð einna helst til blaðamennsku, enda hafði hann rómantískar hugmyndir, ættaðar úr amerískum bíómyndum, um starf blaða- mannsins. Hann vann fyrir ýmis blöð og tímarit um hríð, og fjallaði m.a. um kvik- myndir. Líf hans var fremur rótlaust, hann þvældist milli VTnnuveitenda, skipti stöðugt um samastað, og kynntist íyrh’ bragðið ýmsum hliðum Rómar. Um þetta leyti kynntist hann Aldo Fabrizi, þekktum gamanleikara sem síðai’ öðlaðist alþjóðlega frægð fyiTr að fai’a með hlutverk prestsins í hinni eftirminnilegu mynd Rosse- linis, Roraa, citta aperta, Róm, yfírgefin borg. Fabrizi kom honum í kynni við allt helsta hæfileikafólkið í leikhúsheimi Rómar, og Fellini tók að skrifa skemmtiatriði fyrir vin sinn. Fellini snéri sér aftur að fjölmiðlum, í þetta skiptið skrifaði hann gamanþætti fyrir útvarp. Hann skapaði persónurnar Cipo og Pallinu, sem hlustendur tóku brátt miklu ástfóstri við. Fellini langaði að kynnast fólk- inu á bak við raddirnar, en varð fyrir von- brigðum eftir fund með Cipo. Fundurinn með Pallinu átti hins vegar eftir að verða afdrifaríkur. Rödd Pallinu tilheyrði ljós- hærðri stúdínu frá Bologna. Hún lagði stund á nútímabókmenntir og nafn hennar var Giulietta Masina. Það er skemmst frá því að segja að þau felldu fljótt saman hugi og eftir níu mánaða trúlofun voru þau pússuð saman 30. október 1943. Federico og Giuli- etta voru saman uppfrá því, í tæp fímmtíu ár, sem hjón og vinnufélagar, af ást og virð- ingu, í blíðu og stríðu. Hún skapaði nokkrar eftirmennilegustu kvenpersónur á ferli bónda síns og hún lifði hann. Þeim fæddist eitt bai’n, en það dó í fæðingu. I júní, árið 1945, eftir að Róm hafði verið frelsuð, stofnaði Fellini „The Funny Face Shop“. Viðskiptavinirnir voru aðallega amer- ískir hermenn sem þarna fengu gerðar af sér skopmyndir auk þess sem eigendurnir stóðu fyrir alls kyns uppákomum. Fellini hefði eflaust getað tryggt sér fjárhagslega öragga framtíð, ef hann hefði ekki hitt Ro- berto Rosselini, leikstjórann víðfræga, og í kjölfar þess fundar misst áhugann á frekari verslunarrekstri. Rosselini vildi fá Fellini til að skrifa með sér handrit að stuttri mynd um klerkinn Don Giuseppe Morosini sem var líflátinn af nasistum. Fellini vai’ð nú ljóst, að kvikmyndagerð var það tjáningarform sem hentaði honum best, og stuttmyndin um morðið á prestinum átti eftir að taka gagngerum breytingum, verða að einhverju frægasta meistai'averki ítalska nýi’aunsæis- ins, Roraa, citta aperta, brautryðjandaverki sem Rosselini leikstýrði eftir handriti sínu, Fellinis og Sergio Amidei. Fellini vai’ aðstoð- ai’leikstjóri. Hér er vert að staldra við. Neorealisminn ítalski. Það er ekki hægt að rekja gang mála lengra, án þess að geta hans að ein- hverju. Fáar hreyfingar innan kvikmynda- gerðai’ hafa orðið jafnþekktar og haft jafn- mikil áhrif og hreyfing sú sem ítalski rithöf- undurinn og blaðamaðurinn Cesare Zavatt- ini hrinti af stað undir lok stríðsins. Hreyf- ing er e.t.v. ekki rétta orðið, alla vega ekki það eina rétta. AUt eins væri hægt að tala um bylgju eða sti’aum. Zavattini kom orðum að takmarknu: „Það sem ég hef mestan áhuga á er að fara út á götu og standa aug- liti til auglitis við sannleikann. “ Þetta þýddi í raun að kvikmyndagerðarmaðurinn fór útúr myndverinu, á fund fólksins í landinu. Alþýðan, kjör hennar og hagir, líf úthverf- anna, draumar litla mannsins. Kvikmynda- gerð varð rannsókn á þjóðfélaginu. Nú átti að sýna lífið eins og það var, fallegt, Ijótt, fegurð ljótleikans. Merkustu myndir þessa tímabils era m.a. 1 bambini ci guardano (1942) eftir De Sica, Ossessione. (1942) eftir Visconti og verk Rosselinis , Roma, citta aperta, Paisa og Germania, anno zero. Bylgja neorealismans reið yfir á u.þ.b. fimm ái’um, sem er ekki langur tími, en afleiðing- anna varð víða vart, og lengi, meira að segja í Hollywood. En víkjum aftur að Fellini. Fellini áttí eftir að fá mikla skólun, bæði sem aðstoð- arleikstjóri og sem handritahöfundm- (Rosselinis og annarra leikstjóra neoreal- ismans). Árið 1946 ber fundum Fellinis og TuIIio Pinellis saman. Fyi’sta handritið sem þeir skrifuðu saman var fyrir leikstjórann Alberto Lattuada, Senza pieta (1947), og Fellini var aðstoðarleikstjóri myndarinnar. Undir lok fimmta áratugarins áréð Fellini loks að stíga stóra skrefið, leikstýra sinni fyrstu mynd. Hann stofnaði fyrirtæki ásamt Lattuada, Guieliettu Masina og nokkrum öðram. Fyrsta mynd fyrirtækisins, og þar með einn- ig Fellinis, Luci del varieta, Sviðsljós (?), var svo frumsýnd árið 1950. Myndin fékk vinsamlegar viðtökur gagnrýnenda, en enga sérstaka aðsókn. Þannig var að annar snillingur ítalskrar kvikmyndalistar, Michaelangelo Antonioni, fékk hugmynd að kvikmynd, og réð vinina Fellini og Pinelli til að skrifa handrit að henni. Honum líkaði hins vegar ekki alls kostar við afraksturinn og hætti því við. Handritið gekk nú manna á millum, og eng- inn var tilbúinn að stökkva á það, fyrr en einn framleiðandinn fékk þá hugmynd að vísa þessu bara aftur til föðurhúsanna, fá annan handritshöfundinn til að reka smiðs- höggið á verkið. Ekki leið á löngu þar til önnur mynd leikstjórans Fellinis, Lo sceicco bianco, Hvíti sheikinn, var frumsýnd í Fenyjum (árið 1952). Viðtökurnar voni ekki ýkja glæsilegar. Myndin var dregin út úr almennri dreifingu nokki’um dögum eftii’ framsýningu. Hún fékk ekki uppreisn æru fyrr en eftir að Fellini hafði náð alþjóðlegri frægð með meistaraverkinu La Strada, árið 1954. Fellini vildi hefja tökur á La Strada strax árið 1953, en enginn fékkst til að framleiða hana, slík var tiltí’ú framleiðenda á hinum unga leikstjóra og verkum hans. Um þessar mundir bættist hins vegar þriðji hlekkurinn við hugmynda- og handritatvíeykið Fellini- Pinelli, Ennio Flaiano, og þar með var það fullkomnað, orðið að þrenningu. Samstarf þremenninganna stóð svo gott sem óslitið til ársins 1969 og gat af sér flestar frægustu (og sumpart bestu) myndir meistarans. Nægir þar að nefna La Strada (1954), Le Sena úr II bidone, Svindlinu, 1955. notti di Cabiria (1957), La dolce vita (1960), 8 (1963) og Guilietta degli spiriti (1965). Það handrit félaganna sem næst rataði alla leið upp á hvíta tjaldið, var handrit sem aðallega var byggt á æskuminningum Fell- inis og Flaianos, I vitelloni, Slæpingjarnh-. I vitelloni, sem rekur lífsmynstur fimm iðju- leysingja, var vel tekið á Italíu og varð fyrst mynda Fellinis til að komast í alþjóðlega dreifingu. Hingað tíl hafði það ekki gengið þrauta- laust fyiTr Fellini að finna framleiðendur að myndum sínum. Áður hefúr verið minnst á erfiðleika við að finna framleiðanda að La Strada. Það er því eftirtektarvert að tveii’ af þekktustu framleiðendum Ítalíu, Carlo Ponti og Dino De Laurentis, skyldu á endan- um verða til þess að framleiða meistara- stykkið La Strada. La Strada er ljúfsárt ævintýri um fjöl- listaparið Gelsominu og Zampano, sem ferð- ast um og sýna listir sínar á götum úti. Hann stór og mikill, hún lítil og fíngerð, hann hávær, hún þögul, á milli þeiiTa brost- inn strengur sem kaldhæðni örlaganna strengdi endur íyrir löngu. Ekkert sameinar þessar tvær umkomu- lausu mannverar nema örfá tæki og tól, einskisverð, nema til að glepja fávísan al- múgann. í þeiraa heimi er allt i plati. Það era þau Guihetta Masina og Antony Quinn (sem þá var tiltölulega óþekktur) sem túlka parið af fádæma snilld. Fellini hafði alltaf haft eiginkonu sína í huga fyrir hlutverk Gelsominu, og sjálfur sagðist hann hafa þró- að persónuna út frá ýmsum töktum eiginkon- unnar, eins og til að mynda þeim vana henn- ai’ að brosa með lokaðan munninn. Bros Gelsominu, í senn einlægt, barnslegt og tí’úðslegt, bræddi bíógesti um allan heim. Almennt vai- álitið að La Strada væri stór- sigur, ekki einungis fyrir leikstjórann, held- ur ekki síður fyrir leikarana. Leikaravalið var hins vegar ekki jafnsjálfgefið og mátt hefði ætla. Fellini þurfti að berjast fyrir báðum aðalleikuranum. De Laurentis vildi sjá Burt Lancaster og Silvanu Mangano (gott ef hann var ekki giftur henni) í aðal- hlutverkunum. Árangur leikstjórans þótti hins vegai’ færa fyrstu sönnur á hæfileika hans tíl að velja í hlutverk, „kasta“ eins og við segjum á vondu máli. La Strada er einn af gullmolum kvik- myndasögunnar, mynd sem hægt er að skrifa tugi blaðsíðna um, full af mannelsku og einstakri hlýju, gáska og gleði, og ekki síst sorg. Mynd sem ein og sér hefði haldið nafni Fellinis á lofti um ókomna framtíð. Hún var frumsýnd í Feneyjum 6. september 1954 og innan tveggja ára höfðu aðstandend- um hennar áskotnast 148 verðlaun og viður- kenningar, þar á meðal Oskar fyrir „bestu erlendu mynd“. Það er ekki hægt að fjalla af einhverju • viti um Fellini án þess að nefna nafn annars af nánustu samstarfsmönnum hans, náins vinai’ sem endalaust gat gefið leikstjóranum innblástur og lyft hugmyndum hans í æðra veldi. Nino Rota samdi tónlist við öll veiga- mestu verk Fellinis, tónlist sem hvort tveggja í senn tengdist myndunum órjúfan- legum böndum og lifði sjálfstæðu lífi. Sam- band þeirra var það náið, að segja má að Rota hafi náð að túlka innstu og viðkvæm- ustu tilfinningar kvikmyndaleikstjórans í tónum, ljá þeim nýja, víðari sögn. Rota samdi tónlist fyrir fleiri meistara á sviði kvik- myndagerðar, eins og t.a.m. Francis Ford Coppola. Hver kannast ekki örlagaþrangið höfuðstefið úr myndunum um Guðföður- inn? Við erum komin að II bidone, Svindlinu, sem framsýnd var árið 1955. Svindlið fékk allt aðrar og verri viðtökur en La Strada. Ástæðurnar era eflaust margar. Fellini kom næstum því aftan að aðdáendum sínum með því að birtast með tragedíu þegar allir áttu von á kómedíu. Hann vildi upphaflega fá Humphrey Bogart í aðalhlut-verkið, sættist á endanum á Broderik Crawford, en lenti í erfiðleikum með hann, þar sem Crawford vai’ illa haldinn af drykkjusýki um þær mundii’. Helsta skýringin á misgengi Svindlsins er þó líklegast sú, að í hugum flestra stóðst hún ekki samanburð við La Strada. Næsta mynd hans, Le notti di Caberia, Nætur Cabíríu, fékk hins vegar prýðisvið- tökur, Fellini annan Oskar og Guilietta Masina, sem lék titilhlutverkið, leikaraverð- laun í Cannes. Að vísu átti Anna Magnani að leika Cahíríu , en hún hafði ekki áhuga. Cabíría þessi er gleðikona, hreinlynd og saklaus (já, raunverulega), sem býr í kofa- ræfli í úthverfi Rómar. Hún á einhvem veg- inn ekki samleið með stallsystram sínum, reynsla hennar og upplifanir era aðrar. Enda fer svo að hún kynnist meira að segja ástinni, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hér era þau Fellini-hjónin enn á ný í essinu sínu, og meðal samstarfsmanna þeirra í þetta skiptið var góðkunningi, skáldið og leikstjór- inn Pier Paolo Pasohni. Pasolini lóðsaði þau í gegnum litrof mannlífs Rómarborgar, sýndi þeim gegndarlaust óhóf og nauðþurftir, vel- lystingar og vanefni, auk þess sem hann var ábyrgur fyrir rétt talaðri rómversku, þ.e. að mállýska persóna myndarinnar væri rétt. Vatíkanið hefur einatt fylgst vel með á menningarsviðinu og sjaldnast látið sitt eftir liggja í umræðunni. Ekki höfðu menn þar á bæ velþóknun á næturlífi Cabíríu. En þeir höfðu svo sem ekki séð neitt enn, því næsta sending frá Federico Fellini fór vægast sagt illa í andlegu yfirvöldin, og ekki einungis þau. Það sem í dag virðist fremur prúðmann- lega gerður heimildarskáldskapur um lífs- leiða Rómarbúa í leit að lífstilgangi, olli á sínum tíma einhverjum mesta menningar- skjálfta sem riðið hefúi’ yfir Italíu í seinni tíð. Vatíkanið fylltist heilagri reiði, þingið ærðist. Skjálftanum olli kvikmynd með sak- lausu nafni, Hið Ijúfa líf. La dolce vita. Hugmyndin að La dolce vita varð til þeg- ar Fellini vann að undirbúningi Nátta Cabír- íu , n.t.t. þegar hann og Pasolini fetuðu hála braut rómversks næturlífs, sérstaklega í námunda við Via Veneto, götu gleðinnar. Þar komst Fellini í kjmni við lífsleiða mi- ljónamæringa og skemmtanasjúka lukku- riddara. Einnig kynntist hann blaðamanni og ljósmyndara sem nærðist á misgengi fræga og fína fólksins. Þar var komin fyi’ii’- mynd að aðalpersónu myndai’innai’, slúður- fréttamanninum Marcello, sem Marcello Mastroianni, þá lítt þekktur, túlkar svo eftir- minnilega. La dolce vita var langviðamesta uppá- tæki Fellinis til þessa; enda er hún lengst mynda hans, 179 mín. að lengd. Fellini lýsti þessu afkvæmi sínu sem heim- ildarmynd um lífið. Hann hefði svo sem einn- ig getað sagt „skemmtanalífið“, þótt slíkt orð segði fráleitt allt um innihald myndarinn- ar. Við fylgjumst með nætun’ölti slúður- fréttaritarans Marcello, samskiptum (frem- SJÁNÆSTU SÍÐU LHSBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. FEBRÚAR 1994 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.