Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1994, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1994, Blaðsíða 4
„Uppruni nútímans“ er um Islandssög- una eftir 1830. Þetta er 373 blaðsíðna bók með fróðlegu myndefni. En áherzlur eru skringilegar. Tii dæmis er mynd af verkamanni sem stundum skrifaði í Þjóðvilj- ann, en á hinn bóginn er ekki hægt að sjá að Thor Jensen hafi verið til. „Samferða um söguna“ er eina mannkynssagan sem ætluð er grunnskólum. Höfundurinn, Bengt Ake Héger, leitast við að halla réttum staðreyndum um þró- unina í Austur-Evrópu og að bylt- ingarnar þar séu í raun framhald til lýðræðislegs sósíalisma. þjóða og hafa alltaf gert og gera. Eru þetta hinar „fornu dyggðir, sem höfundar kversins um samfélagsfræði eiga við? Höfundar velja söguleg viðfangsefni til þess að „skýra af hvaða rótum þjóðfélög nútímans eru sprott- in“. Því nefndist kennslubók, sem er ætluð framhaldsskólum í íslandssögu frá 1830 til níunda áratugs 20. aldar: „Uppruni nútím- ans“, sem kom út í fyrstu útgáfu 1988, eftir Braga Guðmundsson og Gunnar Karlsson. Höfundar skrifa í inngangi að kennarahand- bók sem var gefin út sama ár með kennslubók- inni: „Okkar hugmynd er að þessi bók sé fyrsta skrefið í áttina til að samþykkja kennslu í sögu og félagsvísindum í framhaldsskól- um ..Þetta þýðir, að frásögn um liðna at- burði og viðhorf fyrri tíðar manna eru rakin að nokkru, en megin þungamiðjan eru „félags- vísindi“ undir forteiknum marxískrar sögu- skoðunar í gervi þróunar til þess sem höfund- ar nefna aukið lýðræði í mynd aukinnar stöðl- unar og aukins ríkisvald, sem er ætluð forsjór- hyggjan yfir þegnunum. Þar með hefur lýð- ræðið snúist upp í andstæðu sína. Stefna marxískra félagsvísinda 1988 í ríkj- um Austur-Evrópu var talin stefna að kór- réttri þróun til samstillts og hnökralítils sam- eignarsamfélags, að dómi marxískra félags- hyggjumanna þar og á Vesturlöndum. Smá- vegis ágallar yrðu lagfærðir í tímanna rás og þrátt fyrir vafasamar tiltektir vissra valda- manna, stefndi þó í rétta átt. Fyrirmynd fram- tíðarríkis á íslandi var að finna í velferðarríkj- um Austur-Evrópu sem einkenndust af lýð- ræðisþróun og aukinni velferð þegnanna. I kennslubókum í sögu í alþýðuvísindunum var dregin upp heldur dökk mynd af fortíðinni, eins og höfundar Uppivna nútímans gera Skólakerfið sem verkfæri Vinstri slagsíða í kennslubókum Laugardaginn 6. nóvember sl. birtist leiðari í Morgunblaðinu: „Skólastefna á villigötum“. Höfundurinn ræðir skólastefnu undanfarinna tveggja áratuga og í sambandi við það er vitn- að í viðtal við Helgu Sigurjónsdóttur, en hún / „Uppruna nútímans“ er slagsíða íþá veru að mikil áherzla er á verkalýðsbaráttu og allar vinstri sinnaðar hreyfingar. Gluggað í kennslubækur í íslandssögu og mannkynssögu fyrir grunnskóla, „Uppruna nútímans“ eftir Gunnar Karlsson og Braga Guðmundsson, og „Samferða um söguna“ eftir Svíann Bengt Ake Háger. Þar er gengið út frá marxískri söguskoðun, víða hallað réttu máli en annað beinlínis falsað. Eftir SIGLAUG BRYNLEIFSSON hefur ritað mjög athyglisverðar greinar um skólakerfið og árangur þess undanfama ára- tugi, sem er vægast sagt ákaflega bágborinn. Minnst er á kennslutilhögun í Islandssögu í þessu sambandi og dregur Helga upp mynd af þekkingarstigi nemenda í sögu þjóðarinnar eftir að hafa notið fræðslu í þeirri grein í ríkis- útgefnum kennslubókum. Samkvæmt niður- stöðu hennar virðist þekking nemenda eftir grunnskóla í íslandssögu vera tilviljunarkennt hrafl, og kemur sú niðurstaða heim við reynslu nemenda og kennara ef þeim bókakosti undan- farin tuttugu ár. En það býr hér meira að baki. í þessum kennslubókum í íslandssögu virðist fylgt vissum hugmyndafræðilegum kenningum og innrætingu. Það þarf ekki að blaða mikið í þessum ritum til að merkja út- listun á viðfangsefnunum til ákveðinnar hug- myndafræðilegrar áttar. Leiðarahöfundur skrifar: „Spyrja má hvort litið hafi verið á skólakerfið sem verkfæri til að vinna að ákveðnum hugmyndum varðandi þjóðfélags- þróunina." Hvað snertir grunnskólakerfið þá er svarið játandi. Ekki þarf annað en að at- huga ríkisútgefnar kennslubækur í þeim greinum, sem móta hugmyndir nemenda um sögu þjóðarinnar fyrr og síðar og einnig svo- nefndar kennslubækur í „félagsfræði" og „bókmenntum". Bækur þessar eru afhentar nemendum endurgjaldslaust svo að ekki kem- ur til notkun annarra bóka í grunnskólakerf- inu. Stefna fræðsluyfirvalda hefur hingað til mótast af kenningum um „samfélagsfræði" varðandi sögukennslu, eins og þær kenningar birtast í auglýsingu um gildistöku aðalnám- skrár grunnskóla — Samfélagsfræði — frá 1977. Þótt reynt væri að hamla gegn „samfé- lagsfræðinni" og „samfélagshópnum" á sínum tíma og hann leystur upp, þá hafa „samfélags- fræðasinnar“ verið iðnir við að setja saman bækur í svipuðum dúr og hópurinn sálugi og efninu síðan dreift í skólana. Þannig hefur ríkisútgáfan — Námsgagnastofnun — dreift hugmyndafræðinni frá 1977. Þær hugmyndir byggjast í öllum aðalatriðum á marxískri sögu- skoðun, sjálfkrafa „þróun“ þjóðfélagsins í átt til fullkomnunar hins „vísindalega sósíalisma" til hins endanlega samfélags, þar sem allar andstæður upphefjast. í þessu lykilriti samfé- lagsfræðinnar í íslensku skólakerfi er m.a. lögð mikil áhersla á að „skýra af hvaða rótum þjóðfélög nútímans eru sprottin". Samkvæmt kenningum marxista voru vestræn þjóðfélög og eru, þjóðfélög auðmagnsins og arðránsins og því fordæmanleg samkvæmt kenningum „vísindalegs sósíalisma". Þjóðfélög sem grund- vallast á persónufrelsi, eignarrétti, lagasetn- ingu sem var og er mótuð af virðingu fyrir einstaklingnum og kristnum siðahugmyndum eru samkvæmt marxískri kenningu leikvöllur græðginnar og arðránsins. Hatur á ríkjandi þjóðfélagsgerð Vesturlanda varð að magna á allan hátt, enda segir í títtnefndum bæklingi „Samfélagsfræði", að „fornar dyggðir" komi að litlu haldi við uppbyggingu hinnar nýju samfélagslegu vitundar. Spyrja má hvað höf- undar bæklingsins eiga við með „fomum dyggðum"? Eru það grundvallarkröfur um mennska og mannlega hegðun, t.d. þú skalt eigi stela, myrða, ljúga og svíkja, eins og þess- ar kröfur birtast í hinum fornu boðorðum kristninnar og skilyrðislausri kröfu Kants? Þessar kröfur marka öll lög siðmenntaðra svikalaust, kúgun, arðrán og illska vora ein- kenni fortíðarinnar og til staðfestingar er vitn- að í ýmsar heimildir, þar á meðal er oft tek- inn kafli úr skáldsögu Halldórs Laxness, Sölku Völku, að því er ætla má, sem heimild um lífið í íslensku sjávarþorpi og kúgun kapítalistans Jóhanns Bogesens á alþýðunni. Á öðrum stað eru kenningar organistans í Atómstöð sama höfundar notaðar sem raunsæ viðmiðun í sið- ferðisefnum. Framfarir í atvinnurekstri virðist hafa or- sakast af sjálfu sér, ekki er annað að sjá en að togararnir hafí tímgast af sjálfu sér, engir athafnamenn nefndir í sambandi við togaraút- gerð. Aftur á móti eru ítarlegir þættir um forustumenn verkalýðsfélaga og nákvæm frá- sögn af baráttu Kommúnistaflokks íslands, síðar Sameiningarflokks alþýðu og siðan Al- þýðubandalags. Umfjöllun höfunda um utanríkismál hefur ekkert breyst frá 1988, sú umfjöllun er endur- prentuð í útgáfunni 1992. Á þessu tímabili 1988-1992 hefur margt gerst, e.t.v. örlagarík- ustu atburðir í sögu Evrópu um aldir og þar með heimsins alls. En byltingarnai' 1989 virð- ist ekki hafa hamlað höfimdum og útgefndum að endurprenta 1988 útgáfuna óbreytta. Því verður margt í þessari bók einkum eftir 1917-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.