Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1994, Side 4
Fuglabjarg: Geldungur í Vest-
mannaeyjum.
Ljósm.: Björn Rúriksson.
Sj ófuglanytj -
ar Islendinga
fyrr á tímum
INNGANGUR
slendingar hafa allt frá landnámi nýtt sér þann
óhemju matarforða sem fuglabjörg landsins, eyjar,
hólmar og sker hafa boðið upp á á vorin og fram
eftir sumri. Mun óhætt að segja, að byggð hefði
trúlega ekki getað viðhaldist og dafnað á þessu
Verulegur lífsháski fylgdi
nýtingu þessara hlunninda.
Prestþjónustubækur frá fyrri
öldum eru fáorðar um slysin,
en segja þó sína sögu: „Dó
af steinakasti“, eða „Hrapaði
úr bjargi“. Stundum gáfu sig
hillur eða bjargbrúnir, bergnef
sprungu fram eða vaður
slitnaði.
Eftir SIGURÐ ÆGISSON
eylandi norður í höfum, ef þessara gull-
kistna hefði ekM notið við, einmitt á “hættu-
legasta“ eða viðkvæmasta tíma -eftir harðan
vetur t.a.m., þegar alit, sem kallast gat
matur, var uppurið í heimilunum, og þörfin
orðin brýn á nýmeti, mönnum til lífs og
heilsu.
En nú eru breyttir tímar. Flestir hafa í
dag nóg til hnífs og skeiðar, og hin foma
íþrótt er ekki stunduð af sama kappi og
áður, heldur kannski meira fyrir ánægjuna,
sem tilbreyting frá amstri og streitu hvers-
dagsins. Og vegna hinna breyttu lífshátta,
eru þeir fáir orðnir, sem vita hvað með
þurfti, er lagt var í eggja- eða fuglaleið-
angra gamla samfélagsins. Því er ekki úr
vegi, undir lok 20. aldar, að horfa svolítið
til baka, glugga í fornar skræður, og kynn-
ast verklagi og siðum, og orðum og hugtök-
um, sem notuð voru í þessum slag.
Verður hér mest stuðst við grundvallar-
rit Lúðvíks Rristjánssonar, um íslenska
sjávarhætti.
ÚTBÚNAÐUR TlL BJARGFERÐA
Til að sækja fugl í bjarg þurfti sérstakan
útbúnað. Sigamaðurinn eða fyglarinn hafði
ákveðna festi til að síga í niður. Hún var
ýmist kölluð bjargvaður, sigvaður, bjarg-
festi, sigafesti, eða þá bara festi eða vaður.
Elsta dæmi um bjargfesti er frá 13. öld.
Er þó talið vafalaust, að slík festi hafí þá
verið búin að notast lengi með þjóðinni, eða
allt frá þeim tíma er landsmenn höfðu eign-
ast svo margt nautgripa, að þeir höfðu ráð
á mörgum, völdum húðum. En allt fram á
19. öld var ekki um að ræða nema leðurfestar.
Itarleg lýsing er til af Drangeyjarfesti frá
Lundi kominn á skot.
Ljósm.: Sigurgeir Jónasson.
miðri 18. öld. Festin var í eigu Hólastóls,
og metin á 20 ríkisdali specíumyntar. Hún
var gerð af sjö þáttum, úr þykkasta naut-
sleðri og fóru í hana 16 húðir. Einnig eru
dæmi um að þættir í slíkri festi hafi verið
átta eða m'u.
Ekki voru allar húðarfestar fléttaðar sam-
an úr þáttum. En strengurinn var að sjálf-
sögðu hafður miklu breiðari, ef hann var
einn. Til er bútur úr slíkri leðurfesti frá
Vestmannaeyjum, er menn telja að hafi
upprunalega verið 6,0-6,5 sm breið. Nauts-
húð í vað mátti helst ekki vera af yngri
grip en þrevetra. Hann var síðan lýsisborinn
og reyndur á ýmsan hátt, áður en mönnum
þótti óhætt að nota hann til siga. Víða áttu
menn löngum erfitt með að koma sér upp
bjargfesti, sökum þess hve margar stór-
gripahúðir þurfti til. Var þá í staðinn farið
að neðan og klifrað upp í neðstu hillurnar
í björgunum. Þannig var t.d. á Homströnd-
um um miðja 18. öld. En þar eru líka til
heimildir um, að notaðar hafi verið sigafest-
ar úr hrosshúð. Með góðri endingu áttu leð-
urvaðir að geta enst í 20 ár. Á seinni hluta
19. aldar fara menn að nota kaðla í bjargfest-
ar, og þá helst franska.
Stundum vora hafðir feras konar vaðir í
signingum: eggjavaður, mannvaður, fugla-
vaður, og leynivaður. Þá var líka til svo-
nefndur handvaður, fyrrum oft úr útsels-
skinni. Hann var notaður til að fara upp í
bjargið af jafnsléttu, en ekki til siga.
Til að særa ekki festina við bjargbrán
var líka notaður margs konar útbúnaður,
misjafn þó eftir landshlutum. Hann var yfii--
leitt úr tré, og ýmisst nefndur bjargstokk-
ur, festarstokkur, bránás, bjarghjól, eða
bránahjól. Var svo tryggt með ákveðnum
ráðum, oftast einhvers konar hæl (fest-
arhæl, spannhæl, bjarghæl), að halda þess-
um búnaði í réttum skorðum. í bjargstokk
var stundum notað hvalbein. Vestmannaey-
ingar notuðu þó hvorki stokk né bránahjól.
Utbúnaður til bjargferða var fluttur á
hestum, þar sem unnt var að koma því við,
en annars staðar, eins og t.d. á Horni og í
Hælavík, báru menn allt sjálfir. Og þar sem
eyjar voru, þurfti að ferja allt á skipum og
bátum.
Á ákveðnum stöðum við bjarg eða í, var
numið staðar, og Guð beðinn um að halda
verndarhendi sinni yfir leiðangrinum eða
þá sérstaklega fyglingnum. Þessi iðja hefur
látið eftir sig örnefni víða í björgum lands-
ins, eins og t.d. Altari í Drangey, og Bæna-
bringur í Súlnaskeri gefa til kynna.
Klæðnaður þurfti að vera góður og hlýr,
en taka að öðru leyti mið af aðstæðum.
Undir derhúfu var stundum höfð korkplata,
til varnar steinakasti. í kringum árið 1920
fóru Hornstrendingar að nota stálhjálma,
og aðrir fylgdu í kjölfarið, t.d. Drangeyjar-
menn og Skaftfellingar.
SlGIÐ TlL EGGJA
Ef sigið var til eggja fór sigmaður í eggja-
skyrtu (Látrabjarg), hvippu (Hornstrandir),
sigmannsskyrtu eða hempu (Skagafjörður),