Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1994, Qupperneq 5
Á Háubungu, á Mýrdalsjökli 1993; Lýdía
Páldsóttir (t.v.) og Helga Sigríður Ara-
dóttir í vélsleðaferð.
Ljósm. Ari Ti-austi Guðmundsson.
suðaustan við upptök Sólheimajökuls (í 700
til 800 m hæð). Þar geta menn sest á sólve-
rönd, þegið öræfakaffi og rætt fyrirhugaða
ferð með leiðsögumanni uns lagt er af stað.
Vélsleðar eru afar auðveldir í meðförum, skipt-
ing sjálfvirk og sleðinn stöðvast ef bensíngjöf
er sleppt. Menn aka í eina slóð á eftir leiðsögu-
manni og þeir sem ekki vilja stýra sjálfir sitja
aftan á hjá öðrum. Algengastar eru eins til
tveggja klukkustunda ferðir upp á einhverja
af útsýnisbungum jökulhvelsins (1300-1500
metra háar). í nothæfu skyggni sést nær hálft
landið, yfir Kötludældina og langt suður um
haf. Á bakaleiðinni er oftast komið við þar
sem Sólheimajökull brotnar frá meginjöklin-
um, krosssprunginn og ófrýnilegur. I lengri
ferðum er farið vítt og breitt um Mýrdalsjök-
ul eða um Fimmvörðuháls á Eyjafjallajökul.
Fyrir hvern sleða í ferð er greitt á bilinu
frá 3.000-4.000 krónum upp í 8.000-9.000
krónur, eftir vegalengd og tíma. Jöklaferðir
sem þessar ættu að vera sjálfsagður hluti
skemmtiferða og Islandsskoðunar. Þær eru
ógleymanlegar og fyllilega peninganna virði
enda eru jöklarnir einstæð og heillandi ver-
öld; ólík öðru sem býðst meðfram vegum
landsins.
KÖTLUASKJAN
Nýlegar jarðeðlisfræðimælingar hafa svipt
ísnum ofan af eldfjallinu Kötlu og afhjúpað
megindrætti þess sem undir fjallinu er. Með
íssjá Raunvísindastofnunar Háskólans hafa
sérfræðingar birt okkur mynd af botninum
undir jöklinum. Kemur þar fram að eldfjallið
er afar stórt með mikilli öskju (110 ferkm),
allt 700 metra djúpri. Jökulbungurnar marka
hæstu hluta öskjubarmanna en þrír skriðjö-
klar hafa rofið skörð í þá: Kötlujökull, Sól-
heimajökull og Entujökuli. Meginhlaupleiðir
eru einmitt undir þessum skriðjöklum. Víða
er jökullinn nokkur hundruð metra þykkur
og yfir gosstöðvunum frá 1918, í suðausturj-
aðri öskjunnar, er ísþykktin um 400 m.
Með svonefndum bylgjubrotsmælingum
(þ.e. með því að nýta upplýsingar sem ferlar
jarðskjálftabylgna um skorpuna búa yfir)
tókst öðrum sérfræðingum, m.a. við Raunvís-
indastofnun, að afla vitneskju um undirlög
eldfjallsins. Svo virðist sem þar sé grunn-
stætt kvikuhólf; geymir með verulegu magni
af kviku. Hólfið er a.m.k. 4 km langt (NV-SA)
en ekki er vitað um breiddina. Þykktin er 1-2
km. Ef gert er ráð fyrir 3 km breidd, er rúm-
málið 12-24 rúmkílómetrar, segja jarðeðlis-
fræðingarnir. Dæmigert Kötlugos skilar
0,1-0,3 rúmkílómetrum af gosefnum til yfir-
borðsins svo nóg er af efni í næstu Kötlugos.
Kvikuhólf eru þekkt undir nokknim íslenskum
megineldstöðvum svo fundurinn kom ekki á
óvart en hitt var óvænt að dýpi á hólfið sýn-
ist vera mjög lítið (þ.e. þykkt jarðskorpunnar
yfir því, að slepptum ísnum); aðeins 0,5-1,0
km í stað 3-5 km sem er algengast. Frekari
mælingar þarf til að átta sig betur á stærð
og legu hólfsins.
Sprungurein liggur frá Kötlu til norðaust-
urs. Þar og víðar í nágrenni jökulsins hafa
orðið eldgos á sprungum, utan jökulsins, lík-
lega stundum vegna kvikuhlaupa úr kvikuhólf-
inu, líkt og í Kröflueldum. Mest þessara gosa
varð í Eldgjá nálægt 930, en það er önnur saga.
Heimildir:
Einar H. Einarsson: Eldar Mýrdalssjökuls, óbirt hand-
rit.
Bryndís Brandsdóttir o.fl.: Kvikuhólfið undir Kötlu-
öskjunni. „
Kötlustefna í mars 1993 (Qölrit), Raunvísindastofnun
Háskólans (RH-3-93).
Helgi Björnsson o.fl.: Mýrdalsjökull: Yfirborð, botn
og rennslisleiðir jökulhlaupa. Kötlustefna í mars 1993
(Qölrit), Raunvísindastofnun Háskólans (RH-3-93).
W.L.Watts: Norður yfir Vatnajökul. Reykjavík, 1962.
Höfundur er jarðeðlisfræðingur og áhugamaður um
jöklaferðir og eldgosasögu.
Þjóðarblóm
Eftir STURLU FRIÐRIKSSON
Er til þjóðarblóm íslend-
inga? Ég var fyrir all-
jnörgum árum spurður
að því, hvort hér á landi
væri tfi einkennisplanta,
sem væri viðurkennd af
almenningi sem tákn
fyrir plönturíki landsins og annað lífríki þess.
Ég varð að játa, að svo væri ekki. Þeir sem
spurðu voru að safna upplýsingum um ein-
kennisplöntur ýmissa þjóða, sem hafa blóm
í skjaldarmerki sínu eða nota plöntur og
plöntuhluta sem þjóðartákn. Á svipaðan hátt
eru sérstök dýr einnig valin sem þjóð-
areinkenni og hefur fálkinn skipað þann sess
hér á meðal okkar.
Nefna má nokkur dæmi um tegundir
plantna, sem einstaka þjóðir hafa tileinkað
sér í þessu skyni og þær hampa sem merki
fyrir sitt land. I sumum tilvikum eru þessar
plöntur jafnvel lögleiddar sem þjóðartákn.
Má þar í flokki einna frægastar telja frönsku
liljuna, Fleur-de-lis, og kanadíska hlyninn
Acer eða mösurinn, en blað hans, The Maple
Leaf, nota Kanadamenn í rauðum lit í þjóð-
fána sinn. Alpafífillinn, Edelweiss
Leontopodium alpinum, þykir mönnum vera
tákn Alpanna og hreinleika fjallaloftsins þar.
Nota Austurríkismenn og einnig Svisslend-
ingar alpafífilinn sem þjóðarplöntu. Þá hafa
Skotar átt sér sinn þistil, Cirium, frá fornu
fari í skjaldamerki og ein virðulegasta orða
Skota er þistilorða þeirra, sem aðeins er
veitt fáum útvöldum. írar eiga sér shamrock
að þjóðartákni, sem er súrsmæra, Oxalis
aoetosella, en sumir álíta það vera músa-
smára, Trifolium dubium. Englendingar hafa
valið sér að merki rauða Tudor rós, sem lengi
hefur verið konunglegt tákn hjá þeim. Ná-
grannar okkar á Norðurlöndum virðast sum-
ir eiga sér þjóðarblóm, þótt lítið fari stundum
fyrir dýrkun á þeim plöntum. Þannig halda
Éinnar mikið upp á sína dalalilju, Convallar-
ia majalis, talið er að beitilyng, Calluna vulg-
aris, sé eftirlæti Norðmanna. Svíar hófu til
virðingar lágvaxna skógarbotnaplöntu, sem
við köllum lotklukku, Linnaea borealis, og
gáfu henni fræðinafn eftir frægasta grasa-
Hárbrúða
Holtasóley
(Dryas octopetala)
Rjúpnalauf
Gæti Holtasóley orðið þjóðarblóm Islendinga?
fræðingi sínum. Annars eiga Svíar 25 mis-
munandi héraðsblóm. Á svipaðan hátt hafa
verið valdar einkennisplöntur fyrh- einstök
fylki í Bandaríkjunum. í Asíu eru ýmsar
tegundir af lótusblómum í hávegum hafðar
og margar þjóðir Suður-Ameríku, Afríku og
Kyrrahafseyja eiga sér þjóðarblóm og nota
þau sem einkenni og sem merki á söluvarn-
ing sinn.
Hvað okkur Islendinga varðar virðumst
við ekki eiga neina sérstaka einkennisplöntu
og ekki hef ég í fljótu bragði komið auga á,
að ein planta sé annarri fremri í þeim efnum
eða hafi öðlast neinn sérstakan þjóðarframa.
Og varla er nokkur ein tegund sérstæð fyrir
ísland. Samt hafa fáeinar tegundir plantna
verið kenndar við landið. Fræðiheitið Is-
landica hefur t.d. naflagrasið, Koenigia Is-
landica, hlotið, en sú planta er lítið ásjáleg
og er varla mikið hægt af henni að státa í
skjaldarmerki. Þá kenna eriendar þjóðir
fjallagrös, Cetraria Islandica, við ísland, svo
sem fræðiheitið og nöfnin Iceland moss og
islandsk Mos bera með sér, en fæstum þykja
grösin neitt ljómandi fógur, þótt þau hafi
þótt góð til átu og verið hér áður tíl búdiýg-
inda í mjölskortinum, en nú þætti þessi flétta
vafalaust hafa lítið auglýsingagildi.
Plöntur, sem eru algengar hér á landi og
hafa skrautJeg blóm eru til dæmis fífill og
sóley og þykir fólki vænt um að sjá þessar
plöntur blómstra fyrst á vorin, en sá er þó
hængur á, að þessar plöntur eru einnig al-
gengar víða um heim og því varla neitt sér-
stæðar fyrir okkur. Þá eru fjólur, blágrpsi
og lambagras tegundir, sem lofaðar eru í ljóð-
um okkar fyrir fegurð sína, en ekki sé ég
neina þeirra samt fyrir mér sem þjóðarger-
semi.
Ein er sú planta íslensk, sem kennd er
við landið af erlendum mönnum og má telj-
ast fögur og frambærilegur plöntuþegn. Er
það melasól, Papaver radicatum, ein af ætt
draumsóleyja, sem kölluð er Iceland poppy
á ensku. Þar væri ef til vill kominn góður
fulltrúi fyrii- þjóðarblóm. Samt finnst mér
það galli að tegundin er varla nógu algeng
og vel þekkt af almenningi, þótt fógur sé og
fínleg. Önnur planta, sem myndi sóma sér
vel er eyrarrós, undurfogur og nokkuð sér-
stæð fyrir Island, þar sem hún er ein fárra
plantna vestrænnar ættar, en á ekld uppruna
að rekja til Evrópulanda eins og flestar plönt-
m- eiga í íslensku gróðurríki. Enn ein planta,
sem tíl greina kæmi, er svo blóðberg, sem
er einkum aðlaðandi vegna ilmsins.
Samt sem áður þegar litið er, með þetta
val fyrir augum, yfir þær tegundir há-
plantna, sem hér vaxa, kemur mér ein teg-
und sérstaklega í hug, fagurblóma, harðger
og nægjusöm. Er það holtasóley, Dryas
octopetala. Hún hefur auk þess nöfnin
rjúpnalauf og hárbrúða, sem höfða til blaða
og aldina hennar. Holtasóley hefur þótt ein-
kenna gróðurfar heimskautasvæða og við
hana er kennt skeið á jökultíma, en á því
tímabili hefur borið mikið á vextí og við-
gangi holtasóleyjar. Er eðlilegt að Island
einkenni sig með plöntu, sem er annáluð
fyrir að dafna í svölu og hreinu, norðlægu
umhverfi. Útíit holtasóleyjar er það sér-
stætt, að hún hentar vel í myndrænni kynn-
ingu. Blómin ei-u stór með átta hvítum krónu-
blöðum, sem umlykja ljósgular frævur og
frævla og gæti blómið bæði verið tákn hreins
umhverfis og minnt á andstæður íss og elds
eða miðnætursól og jökla. Rjúpnalaufm eru
með fagurskertum röndum eins og vogskorið
land og hárbrúðan er undin upp í vöndul líkt
og kveikur eða ullarvaf. Hugvitssamir teikn-
arar hafa þar nægan efnivið til þess að gera
úr þjóðleg merki, sem gætu einkennt íslensk-
an varning.
Væri ekki vel til fallið, að við kæmum
okkur saman um að velja þjóðai-blóm ein-
mitt nú á þessu fimmtugasta ári lýðveldis-
ins? Einnig gætum við valið sérstakar fjórð-
ungs- eða héraðsplöntur, tákn sem mundu
efla samheldni innan sveita, auka byggðar-
stolt og vera áhugavert augnayndi fyrir
ferðamenn. Þessu máli er hreyft hér til um-
hugsunar fyrir landsmenn.
Holtasóley dafnar í svölu, hreinu og norrænu loftslagi. LjósmÆinar Gíslason.
Höfundur er náttúrufræðingur.
4-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21.MAÍ1994 5