Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1994, Blaðsíða 10
Frú Emma Gad, forsprakki sýningarinnar, mætti lítilli mótspyrju frá „blámönn-
um“, „Skrælingjum“ og Færeyingum. íslendingar voru aftur á móti tregir í taumi.
Af því tilefni var þessi skopmynd teiknuð: íslenzka hrossið fretar á frúna.
um sýninguna og bar fram andmæli og áskor-
anir um að hindra þátttöku íslands. Næstur
tók til máls Valtýr Guðmundsson dr. í sagn-
fræði, sem sagðist gleðjast yfir fjörinu í stúd-
entum. Valtýr var sá eini úr Skrælingja-
nefndinni sem mætti á fundinn og hann taldi
óráðlegt að senda út andmæli. Miklar umræð-
ur fóru fram og voru flestir félagsmenn alger-
lega á móti sýningunni. Ámi Pálsson lagði
orð í belg og fannst í lagi að Færeyingar
yrðu með en alls ekki íslendingar. Ekki kom-
ust menn að neinni lokaniðurstöðu á þessum
fundi en frestuðu málinu til næsta fundar
sem skyldi halda fjórum dögum seinna. Jafn-
framt var stjóminni falið að reyna að fá
Valtý til að segja sig úr nefndinni en það
tókst ekki.3 Þá var samþykkt að kalla saman
almennan fund íslendinga í Kaupmannahöfn
til að mótmæla sýningunni. Samþykkt vom
eftirfarandi andmæli til íslenskra og danskra
blaða:
Fundurinn skorar á íslendinga að afstýra
hluttöku íslands í „Nýlendusýningu"
þeirri sem halda á í Kaupmannahöfn á
sumri komanda, þar eð oss sakir stöðu
vorrar í ríkinu, menningar vorrar og þjóð-
emis er ósamboðið að taka þátt í henni.
Ennfremur lýsir fundurinn óánægju sinni
yfir því, að nokkrir Islendingar hafa orð-
ið til þess að heita liðsinni sínu til sýning-
arinnar, og er að því ótilhlýðilegra sem
þá em einmitt þeir menn, sem skyldir
em stöðu sinnar vegna og eiga bestan
kost á að halda uppi sæmd og sjálfstæði
íslands.
Málið lá niðri um skamman tíma en svo
fór aftur að færast fjör í leikinn. Aukafundur
var haldinn 8. febrúar 1905 og enn fjallað
um sýninguna. Sigurður Guðmundsson,
prestur og síðar meðritstjóri Spegilsins, tal-
aði fyrstur og vildi halda mótmælum áfram
og tók Jóhann skáld Sigurjónsson í sama
streng. Sigurður hvatti menn til að skrifa
vinum og kunningjum heima og reyna að
koma greinum um málið í norsk og jafnvel
sænsk blöð. Matthías Þórðarson, síðar þjóð-
minjavörður, hafði átt tal við frú Emmu Gad
og kynnti breytingar sem ráðgerðar vom
viðvíkjandi sýningunni. í fyrsta lagi átti sýn-
ingin að vera „fra bl.“ [blandninger], en ekki
„for bl.“ og í öðm lagi hafði nafni hennar
verið breytt og hljóðaði nú „Videnskabelig-
Ethnografisk Udstilling íra blandninger!“.
VALTÝR GERðUR
Brottrækur
Bogi Th. Melsteð sagnfræðingur vildi fara
hægt í sakimar og hljóðlega en ekld með
offorsa og látum eins og margir aðrir fundar-
menn. Ámi Pálsson var harðorður í garð
Valtýs og Finns og fannst þeir hafa komið
illa fram með að brjóta yfirlýstan vilja stúd-
enta og fannst réttast að útiloka þá frá öllum
virðingarsætum, stjómmálum og félagsskap.
Upp úr þessu spmttu umræður þess efnis
að gera Valtý brottrækan úr félaginu. For-
maður, Ámi Pálsson síðar sagnfræðiprófess-
or við Háskóla íslands, neitaði því á gmnd-
velli þess að það hefði ekki verið tilkynnt í
fundarboði. 4
Á aukafundi tveimur dögum síðar sagðist
Valtýr alla tíð hafa verið heldur mótfallinn
sýningunni en af ónefndum ástæðum ekki
séð sér fært að segja sig úr Skrælingjanefnd-
inni. Valtýr var frægur fyrir tvískinnung inn-
an félagsins svo ekki komu þessi umskipti
skoðana hans stúdentum á óvart. Nokkmm
fannst ófært að reka Valtý þó hann væri
„dóni“ og væri annarrar skoðunar en þorri
félagsmanna. En þeir sem til fundarins köll-
uðu fengu sínu framgengt og tillagan um að
reka Valtý var samþykkt með 21 atkv. gegn
Í7.
Áfram var rætt um brottvikningu dr. Val-
týs á næsta fundi í mars. Vafamál var hvort
rétt hefði verið staðið að brottvikningunni
og lauk deilum um það mál á þann veg að
fundurinn var lýstur ólögmætur og Valtýr
því félagi áfram.5 Með þessum fundi lauk
Skrælingjasýningarmálinu formlega innan
félagsins.
Sýningin fór fram í talsvert breyttri mynd
frá því er upphaflega var ætlað. Hún var
opnuð þann 31. maí árið 1905 og stóð allt
sumarið en aðsókn var ekki eins góð og að-
standendur hennar vonuðu, stúdentum til
mikillar ánægju.6 Nafni hennar var breytt
íslendingum í hag og var hún nefnd „Dansk
Koloniudstilling, samt Udstilling for Island
og Fær0eme“.7 Bæði dönsku og íslensku
blöðin skrifuðu mikið um sýninguna og var
báðum tíðrætt um mótmæli íslenskra stúd-
enta.
Stúdentafélagið Kári
Eftirmál Skrælingjadeilnanna innan stúd-
entafélagsins voru með þeim hætti að hópur
félagsmanna sagði sig úr því og stofnaði
nýtt félag sem var nefnt Stúdentafélagið
Kári eftir Kára Sölmundarsyni sem slapp
við Ulan leik frá Njálsbrennu. Þeim sem að
stofnun þess félags stóð þótti „flokkur sá er
réði lögum og lofum í Stúdentafélaginu vera
orðinn svo uppivöðslumikUl og óbilgjam að
lítt væri við unandi“.
Það er merkilegt við „Kárunga" að það
vora helstu forsprakkar stúdentafélagsins
sem þarna tóku höndum saman og gengu
úr félaginu. Má þar helsta nefna Bjama Jóns-
son frá Unnarholti, prófessor Finn Jónsson
og Boga Th. Melsteð. Sögusagnir segja að
Finnur hafi verið aðalhvatamaður þess að
stofnað skyldi tíl hins nýja félags þó að ekk-
ert sé tU ritað sem staðfestir þá sögn. Þeir
sem hér drógu sig út vora þeir sem ekki
höfðu mótmælt Skrælingjasýningunni eins
harðlega og stjórn félagsins og fylgismenn
hennar.
Kári starfaði á sama hátt og gamla stúd-
entafélagið og vora jafnvel sömu fyrirlestrar
haldnir innan veggja þess. Margir vora áfram,
félagsmenn í gamla félajginu þó ekki hafi
borið mikið á þeim þar. Arið 1914 var stúd-
entafélagið Kári formlega lagt niður og
gengu félagsmenn tU liðs við gamla félagið
aftur.
Stúdentafélagið er enn starfandi en heitir
nú Félag íslenskra námsmanna í Kaup-
mannahöfn og telur um 250 félagmenn. Hlut-
verk þess hefur breyst talsvert á síðustu
tveimur áratugum af ýmsum ástæðum. Mín-
erva og Bakkus virðast hafa slitið samvistir
innan félagsins, viskugyðjan hefur látið
Bakkusi eftir hinar fáu en jafnframt fjöl-
mennu samkomur gamla stúdentafélags en
hefur hert takið á hirð sinni á öðrum vígstöðv-
um.
Heiraildir:
Fundabók Félaga íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn
1899-1906 í vörslu handritadeildar Landsbókasafns ís-
lands.
1 LÍ. Hrd.: Fundabók FÍSK 1899-1907. F. 2-6-1903
2 VUhjálmur Finsen: Hvað landinn sagði erlendis, 17-19
3 LÍ. Hrd: Fundabók FÍSK 1899-1907. F. 3-12-1904
4 LÍ. Hrd: Fundabók FÍSK 1899-1907. F. 8-2-1905.
6 LÍ. Hrd: Fundabók FÍSK 1899-1907. F. 8-3-1905
6 Vilhjálmur Finsen: Hvað landinn sagði erlendis, 33
7 Vilhjáimur Finsen: Hvað landinn sagði erlendis, 26
Höfundur er sagnfræðingur og starfar hjá Árbæjar-
safni.
GUNNAR EGILSON
Út á djúpið
Lítinn, veikan bátinn ber
báran út á sundin,
landmerkjunum framhjá fer
flest eru þau horfin mér,
Komin er stundin,
komin er efsta stundin.
Horfi ég til lands í hinsta sinn
á heimatúnin,
sé ég hilla á sjóhúsin
sýnist mér ennþá dúkurinn
blakta við húninn,
blakta við miðjan húninn.
Grilli ég enn á grárri strönd
góðvinahópinn
í svartri röð einsog sorgarrönd,
sé ég þá standa og veifa hönd
heyri ég ópin
heyri ég kveðjuópin.
Loks verður augum lúnum tregt
landsýn að halda;
allt verður þar svo annarlegt
og öðruvísi en ég hef þekkt,
því mun valda
því mun feigðin valda.
Nú skal þá stýrt frá strönd og
byggð
stefnuna út á sundið,
gleyma nú allri hugarhryggð
hún er engin farmannsdyggð
seglunum undið,
seglunum upp skal undið.
Frammi á oddans ystu tá,
ein stendur varðan,
þaravaxin, þung og grá,
þegar henni er farið hjá
fá þeir hann harðan,
fá þeir hann stundum harðan.
Framundan er hinn mikli mar
myrkur og grimmur,
ekki er með lítið einsmannsfar
árennilegt að sigla þar,
þykir mér dimmur,
þykir mér sjórinn dimmur.
Skefur nú sjóinn, rýkur í röst
— reynir á kjarkinn —
þykir mér handtök þurfa föst
þung eru þau straumaköst,
sem skella á barkinn,
skella á veikan barkinn.
Stendur af hafí stroka löng,
stormurinn vselir,
heyrið þig drengir þann drunga-
söng,
dreg ég nú fánann í hálfa stöng
og verið þið sælir
verið þið allir sælir.
I dag, 9. júlí, eru liðin 109 ár frá fæðingu Gunnars Egilson, verslunarfulltrúa og forstjóra Bruna-
bótafélags Islands. Hann fékkst nokkuð við kveðskap og er sumt af því, sem hann orti, á hvers
manns vörum, t.d. Dansi, dansi, dúkkan mín og Negrastrákamir.
Kvæðið, sem hér birtist, hefur ekki áður komið fyrir almenningssjónir. Það er m.a. merkilegt
vegna þeirrar feigðarspár, sem þar kemur fram, en Gunnar lést aðeins fáum mánuðum eftir að
það var ort, aðeins 42 ára að aldri. Kvæðið orti hann i Barcelona, þar sem hann var verslunarfull-
trúi síðustu árin, en hann andaðist í sjúkrahúsi í Hafnarfirði i ágúst 1927 eftir að hafa gengist
undir uppskurð við magasári og sýndist vera á batavegi.
KRISTJÁN JÓHANNSSON
Nótt í Sigurðarskála
Úti í melhólnum / myrkrínu
una sér rykugir bílar yfír rísa
óravegu og vötnin Kreppu og Jöklu
um krappa hraunstíga farna. velta fram dimma sanda
Þeir dotta með lokuð augu og vegi héðan slíta
og drúpandi múla - ása og tannhjól til beggja handa.
í olíubaðinu hvíla. En Kverkjallahliðið
er opið
Rótt er í húsinu. - til efstu stjarna.
Vitundin svefnmistri vafín Virkishnjúk skynjar
Ferð löngu farin
Ég sá hana - Og hefur þar
allra hinst trúnni týnt
reika eina á aftureldingu
í átt haldið ferð sinni
að náttsvölum áfram
hlíðum um Dimmudali
Saknaðarfjalla. og alla leið niður að fljótinu.
Höfundur er rithöfundur f Reykjavík.
10