Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1994, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1994, Page 1
L A Ð S Stofnuö 1925 38. tbl. 5. NÓVEMBER 1994 -69. árg. Þjóðfræði Er kista Kveldúlfs fundin? Margar einkennilegar ráðgátur er að finna í sögum af landnámi íslands og ein þeirra er kista Kveldúlfs. í Egils sögu segir frá þeim feðgum, Kveldúlfi og Skallagrími, sem hröktust frá heimkynnum sínum í Noregi fyrir Haraldi hárfagra. Þeir fóru hvor á sínu skipinu til að nema land á íslandi. Kveldúlfur var gamali prðinn og lést í hafi. Fyrir dauða sinn ávarpaði hann skipveija sína með þessum orðum: „Hefi eg ekki kvellisjúkur verið, en ef svo fer, serri mér þykir nú iíklegast, að eg andist þá gerið mér kistu og iátið mig fara fyrir borð og verður þetta annan veg en eg hugði at vera mundi ef eg skal eigi koma til ís- lands og nema þar land. Þér skuluð bera kveðju mína Grími syni mínum, þá er þérfinn- ist, og segið honum það með, ef svo verður að hann kemur til Islands og beri svo að þótt það muni óiíklegt þykja að eg sjé þar fyrir, þá taki hann sér þar bústað sem næst því er eg hefi að landi komið.“ Þessi orð Kveldúlfs eru afar undarleg. Hann gerir sér grein fyrir aðvífandi dauða sínum, en þó lætur hann að því liggja að hann eigi eftir að nema land á íslandi og vera jafnvel á undan skipunum þangað. Kista Kveldúlfs fór í sjóinn, eins og hann hafði mælt fyrir um, en við skipstjórn tók Grímur háleygski Þórisson. Skipin tvö höfðu samflot þegar þau sigldu fyrir Reykjanes og inn á flóann, en urðu þá aðskila í hvassviðri og þoku. Skalla-Grímur cók land við Knarrames vestur á Mýrum, en Grímur hinn háleygski sigidi sínu skipi inn eftir Borgarfirði og tók land í ósi Gufuár (sjá afstöðumynd). Þá segir um Grím háleygska: Þeir könnuðu iandið með sæ, bæði upp og út. En er þeir höfðu skammt farið, þá fundu þeir í vík einni hvar upp var rekin kista Kveld-ÚIfs. Fluttu þeir kistuna á nes það, er þar varð, settu hana þar niður og hlóðu að grjóti. Þeir hittu svo Skallagrím og sögðu honum tíðindin. Síðan fylgdu þeir Skalla-Grími þar til og sýndist honum svo sem þaðan mundi skammt á brott þar er bólstaðargerð góð mundi vera... Hann fiutti um vorið eftir skipið suður til fjarðarins og inn í vog þann er næstur var því er Kveid-ÚIfur hafði tii lands komið ok setti þar bæ ok kailaði að Borg... Af þessu má sjá að spá Kveldúlfs rættist og það var reyndar hann sem valdi höfuðbóli Umhugsunarvert er að Snorri hlýtur að hafa þekkt þekkt skrín eins og Kammin-skrínið. Hann gæti meira að segja hafa fengið nákvæma lýsingu á Kammin-skríninu, því Jón Loftsson fósturfaðir hans hafði áður dvalið hjá prestinum í Konungahellu. Við hljótum að íhuga hvort sagan af reki kistunnar kviknaði ekki í kolli höfundar Egils sögu. Eftir KARL GUNNARSSON Að ofan: Loftmynd af Borg og nágrenni. Hvíta örin vísar á bæinn á Borg. Að neðan: Kveldúlfshöfði á fjöru, séður frá hlið innan úr víkinni.Takið eftir hausn- um á endanum hægra megin. Sjá einnig mynd á bls 2. ættarinnar stað í nýju landi. Gröf eða dys Kveldúlfs og aðkomustaður kistunnar hljóta því að hafa verið hinir mestu merkisstaðir landnemanna. Eins og fyrrgreindar tilvitnanir bera með sér er frásögnin ekki nægjanlega giögg, en af þeim má þó ætla að staðurinn sé í fjöru í vík, nærri Borg og ekki ýkja langt utan við Gufárós. Eðlilegt væri að líta til Borgarvogar, sem er næstur Borg, en eins og sést af tilvitnuninni hér að ofan er orðalag sögunnar á þann hátt að vogurinn sé „næst- ur“ víkinni þar sem kistan rak upp. (Þess má geta að orðalagið í frásögn Landnámabók- ar (Sturlubókar) er nokkuð annað, svo þar getur Borgaivogurinn komið til greina. Þó er ekki mögulegt að líta á Landnámu sem sjálfstæða heimild í þessu efni, enda er næsta víst að þessi frásögn er þar einungis endur- sögn Egils sögu. Hér verður því einungis texti Egils sögu til umræðu.) Þá má líta á orðalag Kveldúlfs, „sem næst því er ek hef at landi komit“, og að Skallagrímur sá góðan stað „skammt á brott“. Orðalag sögunnar bendir því til þess að uppreksstaðurinn þurfi ekki að vera fast við Borg, en þó nærri. Við útilok- um því Borgarvog og ströndina þar utar. Ekki er Einarsnesið líklegt eða ströndin þar innar. Bæði er Einarsnes nefnt síðar í sög- unni og svæðið er of fjarri Borg. Þá stendur eftir strandlengjan suðaustan í Digranesi (Borgarnesi) og inn í Grímólfsvík, og þar eru nokkrar smávíkur sem koma til greina. Á þessu svæði, innst á Digranesinu, þekkist örnefnið Kveldúlfshöfði og þar við er dulítil vík. Þó örnefni þetta komi ekki fyrir í sög- unni er það eina vísbendingin sem fyrirfinnst á þessari strandlengju og af þeirri ástæðu hafa fræðimenn getið sér þess til að þar sé staðurinn. Kristian Kaalund, Sigurður Vigfússon og Brynjúlfur Jónsson rannsökuðu staðhætti þarna fyrir síðustu aldamót og eru ofan- greindar hugleiðingar byggðar á frásögnum þeirra. Þeir komust allir að þeirri niðurstöðu að Kveldúlfshöfðinn væri líklegastur og veit ég ekki til þess að frekari rök hafí bæst við síðan þá. Ekki fundu þeir neinn vott af dys þar á höfðanum eða nágrenni hans. Brynjúlf- ur getur sér þess til að kista Kveldúlfs hafi verið flutt út á Digranes í Skallagrímsdal, þar sem Skallagrímur var síðar heygður; tel- ur eðlilegt að Skallagrímur hafi verið heygður hjá föður sínum. Sigurður Nordal tekur undir þá skoðun í neðanmálsskýringum við Egils sögu (1933, bls. 72). Ekki sé ég þó neina vísbendingu um þetta í sögunni og enginn Kveldúlfshaugur þekkist þar um slóðir. Nú mætti spyija: Hvaða máli skiptir stað- urinn? Það er næsta augljóst að sagan um rek kistunnar er uppspuni! Ef kistunni var varpað í sjóinn í hafinu milli Noregs og ís- lands eru nær engin líkindi til þess að hún liafi borist svo hratt og eftir sömu leið og skipin fóru. Nútímamaður hlýtur að líta á frásögnina um kistu Kveldúlfs sem þjóðsögu eða lygasögu. Brynjúlfur Jónsson (1897), sem annars vildi trúa sem flestu í fornsögunum, skynjaði þetta vel og bjó til kenningu um að kistunni hafi ekki verið skotið frá borði fyrr en þeir voru komnir í mynni Borgarfjarðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.