Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1995, Qupperneq 4
BÆR í hæðum Toscana - kirkjan gnæfiryfir lágreista, þétta byggð.
ÞESSImynd af Davíð var tekin skömmu eftir Ítalíuferðina.
Um Ítalíuför Davíðs Stefánssonar 1920-21.
heyri klukknaklið
kirkju í Assisi“
Veturinn sem Svartar fjaðrir komu út dvaldist
Davíð í Reykjavík. Lofsamlegir dómar og vin-
sældir sem bókin hlaut urðu „auðvitað mikil
lyftistöng fyrir sjálfstraust hans“, segir vin-
kona skáldsins, Hulda Á. Stefánsdóttir. „Ann-
„Ef þú kemur til Capri á
undan mér, þá heilsaðu
frá mér svarthærðri
smámeyju með föla
vanga. Ef þú segir henni
að ég hafi kysst hana og
dansað með hana í
fanginu af gleði, þá
kannast hún við mig...“
Úr bréfi Davíðs til Sigurðar Nordal.
Eftir GUNNAR
STEFÁNSSON
ars las hann þennan vetur, 1919-20, heim-
speki við háskólann, en var jafnframt þing-
skrifari. Ekki var hann hrifínn af því starfi,
fannst það ill nauðsyn, en hann þarfnaðist
farareyris, því að hann hugði til utanfarar
með sumrinu. Hann var þá þegar farinn að
safna í nýja ljóðabók, og var nú hugrakkari
og bjartsýnni en áður.“
Heimspekiprófinu lauk Davíð um vorið
og hélt síðan norður í Fagraskóg. Síðla
sumars er hann kominn til Kaupmannahafn-
ar. Þá var Hulda þar fyrir. Hún segir að
honum hafi leiðst og liðið illa í Höfn þennan
tíma, fram undir jól. „Var hann óheppinn
með húsnæði og féll illa við húsráðendur.
Hann unni mjög frelsi og sjálfstæði, en
ætlaði sér ekki mikinn hlut á borgaralega
vísu. Oft virtist hann haldinn óljósum beyg
eða kvíða.“
Þannig sveiflast hugarástand skáldsins,
sigurvíman frá útgáfu Svartra fjaðra entist
ekki lengi; hann þarf nýja örvun. Davíð
skrifar vini sínum, Birni O. Björnssyni, frá
Höfn 20. september 1920:
„Ég er að flestu leyti líkur því sem ég
var, og það fínn ég að þó að ég þyki veikur
og sé veikur, þá muni dönsk áhrif eiga erf-
itt með að móta mig og gera mig annan
og betri mann en ég hef verið ... En járn-
karl get ég ekki orðið og vil ekki verða, ég
vil heldur verða sleginn en slá . . . Ég skal
segja þér, vinur minn, að ég býst við að
una mér ekki lengi hér utanlands. Til þess
liggja ýmsar ástæður, sem ekki þýðir upp
að telja. En illt er að geta ekki ferðast —
en það á ég bágt með. Ég gæti ekki ferð-
ast einn þótt ég kynni öll tungumál og hefði
alla vasa fulla af gulli.“
Næstu mánuði í Höfn hugsar Davíð enn
um ferðalög, segir þó í bréfi til Björns 13.
nóvember: „Það er auðvitað gott að ferðast
og sjá og heyra — en fyrst er að sjá og
heyra sjálfan sig.“ En 8. desember skrifar
hann Bimi enn og hefur nú heldur en ekki
fréttir að færa: „Elskan mín góða. Ég er
að fara til Ítalíu. Það er satt. Eg hef pass-
ann í vasanum með hinu heilaga krumspr-
angi hinna háttvirtu Gesandte. — í lok
næstu viku þýt ég á hinum mikla vagni
suður yfir hin miklu fjöll og alla leið til hinna
miklu borga, Flórens og Róm ... Ég hugsa
gott til ferðarinnar, og veit að ég hef gott
af henni þrátt fyrir það að ég sé íslenskur
sveitakarl sem kann lítið meira en faðirvor.
Ég legg eins mikið eða meira upp úr því
sem ég sé eins og ég heyri. Ég ætla að sjúga
rómversku listina inn í sálina með augunum
... Ég vona að ég geti sent þér línu frá
Róm eða Flórens og vona að það verði gott
hljóð í Kmmma þegar hann hefir sest á
kirkjutum páfans."
Sá sem dreif skáldið í þetta ferðalag var
Ríkarður Jónsson myndhöggvari. Hann
lagði af stað frá Reykjavík áleiðis til Ítalíu
í október 1920 og lá leiðin um Kaupmanna-
höfn. Þar lenti hann í slagtogi með Davíð
Stefánssyni og Ingólfi Gíslasyni lækni.
Hvatti Ríkarður skáldið til að koma með
sér til Ítalíu. „Davíð var fyrst í stað ragur
að Ieggja upp í þessa löngu ferð,“ segir
Ríkarður. „Ég hvatti hann sem ég gat, sýndi
honum meðal annars fram á, að svo mikið
ódýrara væri að lifa á Ítalíu en í Kaup-
mannahöfn, að ferðakostnaður mundi spar-
ast. Við fortölur mínar lét hann tilleiðast.“
íslensk ljóðagerð á þannig Ríkarði mikið
að þakka. Ingólfur læknir ákvað svo að slást
í förina.
Þessi ferð varð Davíð mjög frjó, kvæði
úr henni setja verulegan svip á tvær næstu
bækur hans. Og oftsinnis rifjaði hann á
góðum stundum upp það sem hann sá og
reyndi í ferðinni. Hún var ævintýri og mark-
ar ákveðin þáttaskil á ferli skáldsins.
„í Flórens HAFA FJÖLDA-
MARGIR FERÐALANGAR GlST“
Um för Davíðs til Ítalíu er góð heimild
þar sem er frásögn Ríkarðs Jónssonar í
Skáldinu frá Fagraskógi, 1965, og seinna
í minningum sínum, Með oddi og egg., 1972
Sú frásögn er að miklu leyti samhljóða hinni
fyrri, en nokkru bætt við, þar á meðal köfl-
um úr ferðadagbók Ríkarðs. Ekki er ástæða
til að rekja hér frásagnir Ríkarðs nákvæm-
lega, en hann lýsir ferðinni á lifandi og
bráðskemmtilegan hátt. Áður hafði Ingólfur
Gíslason skrifað um hana í minningabók
sinni, Læknisævi, 1948. Fátt segir þar sér-
staklega af Davíð, en báðir greina þeir Ing-
ólfur og Ríkarður frá lestarferðinni löngu
yfir Alpafjöll og spaugilegu stússi með ung-
bam sem óvænt lenti í umsjá þeirra félaga;
því lýsir Ríkarður af miklu fjöri. Eru frá-
sagnirnar samhljóða svo langt sem þær ná.
Lagt var upp frá Kaupmannahöfn um
miðjan desember 1920 og skömmu fyrir jól
komu ferðalangarnir til Flórens. Þessi ferð
hlýtur að hafa orðið kveikjan að hinu langa
kvæði Davíðs, Með lestinni, sem birtist í
Kvæðum, 1922. Það hefst svo:
Ys á stöðinni. Ys á stoðinni.
Öskur, köll og hróp.
Burðarkarlamir brjótast gegnum
bijálaðra manna hóp.
Fólkið þyrpist unnvörpum inn.
Einn... tveir... þrír...
tugir, hundruð, hraðlestin bíður,
horfir og reyknum spýr.
Ríkir og snauðir, ríkir og snauðir
ryðjast með farangur sinn.
Stjak, stjak og stímabrak.
Með straumnum berst ég inn
með vegabréfið i vasanum
og vaðsekkinn í hönd.
Farseðil. Farseðil. Farseðil
í framandi og ókunn lönd.
í þessu kvæði nýtur sín vel léttleiki hrynj-
andinnar, hin skýra myndsýn og öri æða-
sláttur í máli Davíðs. Kvæðið er mjög ferskt
og gerðu glöggir bókmenntamenn sér fljótt
grein fyrir því. Magnús Ásgeirsson kvað svo
að orði í ritdómi um Ný kvæði, 1929, að