Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1995, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1995, Qupperneq 10
DAVÍÐ STEFÁNSSON Kiausturvín í víni geymast vorsins eldar vetrarlangt í eikartunnu, og þeir taka á köldum kvöldum klausturhroll úr munk og nunnu. Vínið hvíta, vínið rauða vekur ástir, söng og kvæði. Ábótinn og abbadísin eru þyrst og drekka bæði klausturvínið. Klausturvínið kneyfað er af fullum skálum. Vínið brennir forna fjötra, fyllir klefann ástamálum. Óðum nálgast óskastundin. Eldingar um hjörtun fara. Vætti aldrei vínið rauða varir þínar, sancta Clara? Ástin þráir vor og veigar, virðir lítils klaustureiðinn. Nóttin geymir nautn í skauti. Náttúran er alltaf heiðin. Sigmundur Ernir Rúnarsson valdi. DAVÍÐ STEFÁNSSON Á Dökku- miðum Dimmt er á Dökkumiðum, djúpur og úfinn sær; á hveiju einasta kvöldi karl einn þangað rær. — Dimmt er á Dökkumiðum. Þegar hann fyrst þar fleygði fögrum öngli í sjó, gamlan og feitan golþorsk glaður inn hann dró, tautaði eitthvað við sjálfan sig, söng — og skellihló. Á hveiju kvöldi síðan karlinn þangað fer, og við þessar fiskiveiðar vel hann unir sér, og alltaf kemur hann hlaðinn heim, hvernig sem veður er. Dimmt er á Dökkumiðum, djúpur og úfinn sær, og sumir segja, að karlinn, sem að þangað rær, sé með horn og hala og hófa — og jafnvel klær. Og það er í gamalli þjóðsögn, að þegar einhver deyr, þá verði sálin að þorski til að þvo af sér gamlan leir... og síðan ekki söguna meir. — En dimmt er á Dökkumiðum. Sindri Freysson valdi. DA VIÐ stígur dans við Arndísi Björnsdóttur leikkonu eftir frumsýningu á Gullna Hliðinu. Det kunde være bedre, sem maður seg- ir, mælti bóksalinn. Þó að þeir skrifí kannske snoturt sumir, þá hafa þeir ekki ennþá tileinkað sér þá hárfínu menningu, sem til dæmis lýsir sér í dönskum bók- menntum nú til dags. Hafið þér verið í Danmörku? Ojá, það hef ég nú verið. Tvö ár. Tvö ár samfleytt - í Köbenhavn. En dælig stað. Þar lærði ég handverk mitt, hjá meistara Holm. Og það er spursmálslaust flinkasti maður í sínu fagi á öllum Norðurlöndum; en fin mann. Þér eruð auðvitað kunnugur dönskum bókmenntum, en það verð ég að segja, að mér geðjast til muna betur að þeim frönsku og þýzku. Einkum þeim frönsku. Þar kemst mannsandinn hæst. Svo er málið líka óvið- jafnanlegt að hljómfegurð og vel til þess fallið að lyfta stórum hugsunum til flugs. Úí, úí. Vú parle frans, monsér? Bóksalinn stóð á öndinni. Þér talið ekki frönsku, sem ekki er von, sagði Sölvi. Ó, því miður. Ég verð að láta mér nægja dönskuna. En franskan er víst eitt dæligt sprog, sem maður segir ... Hér hef ég eina þýzka, hvernig lízt herranum á hana? Sölvi blaðaði í bókinni og lézt lesa: Ojá, oft hefur þeim nú tekizt betur. Mér geðjast aldrei að þessum andlega doða, ég vil hafa líf í frásögninni, franskt h'f og hygmynda- flug. Hann getur þess hér, að tunglið hafi áhrif á hafið. Er það nokkur speki? Það þekkja allir flóð og fjöru. En hvers vegna segir hann ekki, að tunglið hafi áhrif á mannsandann? Það væri þó í áttina. Hann er, sem maður segir, ekki vel klár í spursmálinu. Nei. Þá eru þeir frönsku betri. Þeir beina vísindunum inn á nýjar brautir og hafa gífurlegt ímyndunarafl ... Það voru aðal- lega franskar bækur, sem mig langaði til að sjá. Ó, því miður, því miður ... stamaði bók- salinn. Þér haflð engar franskar? Nei, herra. Hér les enginn frönsku, nema amtmaðurinn, og hann fær auðvitað sínar bækur direkt frá París. En náttúrlega gæti ég pantað ... gegnum meistara Holm. Sölvi lét það gott heita, og talið barst að amtmanninum. Já, þér eruð með herra amtmanninum, okkar eina skáldsnillingi. Hann kvað tala öll Evrópumálin og jafnvel latínu - eins og innfæddur. Ó, það er ómetanlegt fyrir þjóðina að hafa slíkan mann til að taka á móti útlendingum og representéra, sem maður segir. Við vorum seinast í dag, sagði Sölvi, að metast um, hvor okkar talaði betur frönsku, 'og sættumst á það, að framburður minn væri betri, en þekking hans á málinu, eink- um fornum uppruna, mundi líklega ennþá meiri og dýpri. Annars er framburður hans mjög sæmilegur, enda höfðu frönsku leið- angursmennirnir orð á því, að þeir hefðu hvergi á íslandi hitt neinn, sem kæmist í hálfkvisti við okkur. Þeir ætluðu varla að trúa því, að við værum ekki innfæddir Fransmenn. Með leyfi að spytja, er herrann sonur amtmannsins? Ég er frændi hans og fóstursonur. Og yður að segja hefur því verið fleygt, að ég væri tilvonandi tengdasonur hans. En þér flíkið því ekki. .. Ó, enginn nobelmaður fer að segja frá því, sem honum er trúað fyrir. Við amtmaður erum mjög samrýndir. Ég skrifa fyrir hann ýmis embættisbréf og jafnvel skálskap. Nýlega málaði ég af hon- um mynd í fullum embættisskrúða. Svo herrann er líka málari, kunstmaler. Ó, mikill sómi er það fyrir okkur Norðlend- inga að eiga slíka snillinga. Þér kunnið að meta það, eins og þeir frönsku. Einn þeirra, sem sjálfur er listmál- ari, hrósaði mér svo, að mér þótti nóg um. Hann linnti ekki látum fyrr en ég gaf hon- um eitt af málverkum mínum. Það var fant- asia úr andaheiminum. En ég gat ekki kom- izt hjá því að þiggja að launum franska gullmedalíu. Bóksalinn ætlaði niður um gólfið af ein- skærri auðmýkt: Ó, ó, slíkur heiður hlotn- ast aðeins hákúltíveruðum mönnum, lands- ins beztu sonum. Hvað ég vildi mér segja, hélt Sölvi áfram, það væri líklega rétt, að ég fengi þessa dönsku bók hérna og þessar tvær íslenzku skræður. Amtmanninum kann að þykja gaman að renna augunum yfir þær. Ann- ars erum við sem stendur að lesa franska filosofiu. Þessar þijár . . . Ó, gerið þér svo vel. Ég skal pakka þær inn, sem maður segir. Svo gef ég auðvitað mönnum eins og yður típrósent rabbat. Minna getur það ekki verið, herra. Peningarnir skipta ekki svo miklu máli. Auðvitað get ég greitt kverin . .. en - Sjálfsagt að skrifa þær, selvfölgelig skrifa ég þær, annaðhvort væri. Hjá mér eða amtmanni - líklega þó rétt- ara að skrifa þær hjá mér sjálfum. Som herren önsker. Ó má ég vera svo frekur að spyrja um yðar háttvirta nafn? Sölvi Helgason Guðmundsen. Takk, herra. Og yðar offisielli titill? Filosof og listmálari. Nokkrum dögum seinna kom annað at- vik fyrir. Amtmaður fékk svohljóðandi Akureyrar- bréf: Háeðla Herra Amtmaður. Síðastliðið haust kom til mín ein persóna, ungur herra- maður, hver var í fylgd með yðar Hávelbor- inheitum, í ferðareisu til Akureyrar. Höndl- aði hann lítillega við mig, eins og meðfylgj- andi nóta sýnir, og óskaði upphæðina innrit- aða hjá Herra Amtmanninum, eða hjá sér sjálfum, hvað ég gerði. Nafn sitt og offisi- ella titil kvað hann vera Sölva Helgason Gudmundsen, filosof og kunstmaler. Þar sem nefnd persóna hefur ekki greitt skuld sína, vildi ég allra auðmjúkast leyfa mér að fara þess á leit, að yðar Hágöfgi vilduð hlutast til um, að hann greiddi þetta lítil- ræði, ef nefnd persóna, hr. Gudmundsen, er framdeilis til heimilis á Amtmannssetr- inu. Ennfremur gat hann þess, að hann væri ættmenni yðar Hávelborinheita og til- vonandi meðlimur Amtmannsfamilíunnar. Ekki sízt þess vegna leyfi ég mér í allri undirgefni að senda þetta mitt fátæklega tilskrif. Veit ég, að yðar Hágöfgi skilur og forlætur mitt lítilfjörlega mál og minn til- gang. . . Með djúpri lotningu og þénustu- samlegum undirdánugheitum. J. Jónsson, bóksali og bókbindari, lærður hjá meistara Holm. Amtmaður las bréfið tvisvar sinnum; hló fyrst, en bölvaði svo í hljóði. Svo flaug honum í hug, að líklega væri Sölvi ekki allur þar sem hann væri séður, og vel gæti verið einhver flugufótur fyrir hinum heiftarlegu ásökunum Vigfúsar fjósam- anns. Amtmaður lét kalla Sölva inn til sín. Kafrjóður stóð Sölvi frammi fyrir dyra- staf, en Steina, sem var inni hjá föður sín- um, gekk snúðugt út og lokaði á eftir sér. Kannist þér við það, Sölvi, sagði amtmað- ur byrstur, að hafa keypt bækur af bóksal- anum á Akureyri? Já. Ég keypti þijár bækur af honum í haust, þegar ég fór inn eftir með yður, herra amtmaður. Hví greiðið þér ekki bækurnar? Ég hef ekki haft tök á því fyrr en nú. Nú sendi ég honum andvirðið með fýrstu ferð. Hann skrifar mér og segir, að þér hafið eins vel viljað láta færa bækurnar mér til skuldar. Er það satt? Auðvitað er það satt. Hvað eiga þessar kúnstir að þýða? Ég átti við það, að ég yrði að fá peninga hjá yður, til þess að geta greitt skuld mína. Bóksalinn hefur misskilið mig. Það er ekki mín sök. Hann skrifar ennfremur, að þér hafíð sagzt vera í ætt við mig og tilvonandi meðlimur fjölskyldunnar. Við hvað eigið þér með því? Sölva brá. En þótt hann reyndi að stilla sig, tókst honum ekki að leyna svipbrigðum sínum. Það voru tvö skörp augu, sem á hann störðu, föðuraugu Steinu. Sölvi mælti: Ég veit ekki, við hvað maðurinn á. Ég hef aldrei talað þessi orð. Þér hafið víst talað þau, sagði amtmaður með þjósti. Bóksalinn er sannvönduð sál og fer ekki með neitt fleipur. Þér hafið sagt þessi orð í einhveiju stórmennsku- bijálæði, eða sjúkum draumórum, eða blátt áfram af lygatilhneigingu. Yður er til einsk- is að neita því. En þér ættuð að blygðast yðar fyrir svona framkomu, sem er all- sendis ósæmandi öðrum en óvöldum dóna. Ég verð að biðja yður afsökunar, herra amtmaður, að þetta hefur bakað yður óþæg- indi, en ég finn enga sök hjá mér; þetta hlýtur að stafa af misskilningi bóksalans. Þvættingur, hvæsti amtmaðurinn. Til- vonandi meðlimur fjölskyldunnar? Við hvað eigið þér með þessum orðum? Sölvi þegir. Eigið þér við að verða tengdasonur minn? Um leið þreif amtmaður myndirnar af Steinu upp úr borðskúffunni: Hvers vegna máluðuð þér þessar myndir? Ég elska fegurðina og sakleysið, mælti Sölvi. Haldið þér, að ég viti ekki, af hveijum þær eiga að vera? Það sannar listgildi þeirra, herra amt- maður. Hvenær hafíð þér séð dóttur mína nakta? Aldrei herra. En klæddu Grikkir listaverk sín í syndugra manna flíkur? Amtmanninn setti hljóðan eitt andartak. Svo mælti hann: Þér eigið þessar myndir. Viljið þér ekki taka þær, filosof og kunstmaler? Mér væri þökk í því, ef þér vilduð þiggja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.