Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1995, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1995, Page 3
T.KKRnBc ® @ E [U 0 ® H] 0 0 [g a Q] 0 |sl Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. y Glasunov er dáðasti myndlistarmaðurinn í Rússlandi; svo vinsæll að milljón manna komu á síðustu sýningu hans í Moskvu. í risastórum málverkum segir hann af dýrð Rússlands og glæstri sögu. Segja má að verk hans séu þjóðemisstefnan holdi klædd. er ekki öll þar sem hún er séð. að mati Karls Gunnarssonar, sem skrifar greinina, felst í frásögn- inni um Skoll og Hata ákveðin launsögn, þar sem Kveld-Úlfur og Skallagrímur leika hlutverk úlfanna sem eyða sólu og tungli. Súdavík Lesbók hefur fengið Jón Þ. Þór, sagnfræðing, til þess að taka saman stutt yfirlit yfir sögu byggðar við Álftaíjörð, þar á meðal á Langeyri þar sem útlit er fyrir að framtíðar byggð á Súðavík verði. Hansakaupmenn settust að í Alftafirði á 15. og 16 öld en uppgangur á Langeyri hófst með hval- stöðvum Norðmanna í lok síðustu aldar. JÓHANNES ÚR KÖTLUM Hinn slyngi sláttumaður Og þegar dauðirín kemur segi ég ekki: komdu sæll þegar þú vilt heldur segi ég: máttu verá að því að bíða stundarkorn? Ég bíð aldrei eftir neinum segir hann og heldur áfram að brýna ljáinn sinn. Þá segi ég: æ lof mér að lifa fram á vorið segi ég bara ofurlítið fram á vorið því þá koma þessi litlu blóm þú veizt sem glöddu mig svo mikið í vor eð leið og hvernig get ég dáið án þess að fá að sjá þau einu sinni enn bara einu sinni enn? Jóhannes (Jónasson) úr Kötlum, 1899-1972, var Dalamaður að uppruna en átti lengst af heima í Reykjavík og í Hveragerði. Hann orti bæði á hefðbundinn hátt og órímað eins og Ijóðið hér að ofan. Yrkisefni hans var náttúran, tilfinningamál og þjóðfélags- mál. Fyrsta Ijóðabók hans kom út 1926. B Kennara- verkfall B Verkfall kennara hefur margvísleg áhrif á þjóð- félag okkar, enda hlýtur margt að breytast við að 60 þúsund gmnn- og framhaldsskólanem- ar era iðjulausir svo vik- um skiptir. Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með því, hvernig samúð almennings með kennumm í kjara- baráttu þeirra, hefur hríðminnkað, eftir því sem verkfall þeirra hefur dregist á langinn. í upphafí fannst mér sem barátta fýrir bættum kjörum kennara ætti nokkuð ríkan hljómgmnn meðal almennings. Lengi hefur verið um það rætt, að kennarar hafí dregist aftur úr, kjaralega séð, og hafí ámm saman þegið mun lægri laun fyrir störf sín, en aðrar stéttir, með sambærilega menntun. Á hátíðis- og tyllidögum er gjarnan rætt um það, að ein mikilvægasta fjárfesting okkar til framtíðar, sé fjárfesting í góðri menntun barna okkar. Þetta em stjómmála- menn sammála um, þegar slík framtíðar- músík heyrist á annað borð. Allir vita, að kennslustarfið er bæði krefjandi og lýjandi starf, sem gerir ríkar kröfur til þeirra sem leggja fyrir sig kennslu. En sú staðreynd, að kennarastarfíð, eink- um í grunnskólum landsins, er fyrst og fremst kvennastarf, gerir það að verkum, að kennarar heyra til láglaunastéttum. Það framfleytir enginn kennari sér og fjölskyldu sinni á grunnlaununum einum saman. Til þess að geta látið enda ná saman, verða kennarar yfirleitt að taka að sér svo og svo mikla yfirvinnu. Þetta er háskaleg þróun, en því miður hefur þetta átt við um starf kennarans, í áratugi. Það segir sig sjálft, að kennari sem kennir á milli 40 og 50 kennslustundir á viku, kannski þrjú til fjögur mismunandi fög, hefur ekki mikinn tíma aflögu, til þess að sinna kennsluundirbúningi, afla sér nýrra kennslugagna, halda sér við í starfi og end- urnýjast. Þannig blasir það við, að kennari, sem verður að taka að sér mikla yfirvinnu, ger- ir það á kostnað gæða kennslunnar. Þetta er að mínu mati, það sem við þurfum að hafa hvað mest áhyggjur af, þegar við hug- leiðum skólastarfið í landinu og með hvaða hætti börn og unglingar em undirbúin fyrir frekara nám og lífsstarf. Það kann ekki góðri lukku að stýra, að kennarar kenni svo margar stundir á viku, í því sjónarmiði einu, að eiga nú fyrir salti í grautinn. Þá er það ekki síður alvarleg þróun, að áhugasamir og lifandi kennarar, sem hafa helgað sig kennslustarfínu af miklum áhuga og náð góðum árangri, gefast upp á hinum bágu kjörum og leita annað, þar sem betri kjör bjóðast. Það eru mörg dæmi þess, að þeir sem náð hafa hvað bestum árangri í kennslustörfum, hætti kennslu og fari út á almenna vinnumarkaðinn. Þannig hefur um árabil átt sér stað ákveðinn atgerfisflótti úr kennarastéttinni. Vissulega og sem betur fer, eru margir góðir, jafnvel frábærir kennarar í landinu enn við störf. En stéttin hefur einnig glatað mörgum frábærum starfskröftum, og i heildina séð, þýðir það einfaldlega það, að gengisfelling hefur orðið á stéttinni. Vígstaða kennara versnaði vissulega til muna, þegar samningar tókust á almenna vinnumarkaðnum. Þá varð fljótlega ljóst, að þessi eina stétt sem var komin í verk- fall, kæmi til með að þurfa að vera lengi í verkfalli, fyrst kennarar vildu á annað borð, ekki sætta sig við samskonar samninga og tókust á almenna markaðnum. Það var svona upp úr mánaðamótunum síðustu, þegar verkfall kennara hafði staðið í tvær vikur, sem ég fór að verða þess áþreifanlega vör, hversu samúð fólksins með kennurum hafði minnkað. Þá var farið að ræða um óbilgirni kennara, að þeir væru allt of kröfuharðir og að þeir ætluðust til þess að fá mun meira í sinn hlut, en aðrir höfðu fengið. Fregnir fóru að berast í auknum mæli, af vandræðum fatlaðra og þroskaheftra barna og fjölskyldum þeirra. Börnin ættu í engin hús að venda, foreldrarnir yrðu að vera heima hjá þeim og sleppa vinnu, böm- in mættu illa við því, að hefðbundin skóla- ganga þeirra væri rofín og svo framvegis. Auðvitað er þetta satt og rétt. Kennarar hefðu getað náð aftur samúð stórs hóps manna, ef þeir hefðu sýnt meiri sveigjan- leika, að því er varðaði verkfallsundanþág- ur. Þeir hefðu átt að taka af skarið, og úrskurða á þann veg, að um neyð væri að ræða hjá þessum hóp fatlaðra og þroska- heftra barna og fjölskyldum þeirra og því væri rétt að veita undanþágur tii þess að halda uppi kennslu fyrir þessi börn. Kennarar voru einnig heldur óbilgjarnir, þegar þeir gangrýndu námskeiðahald ákveð- inna íþróttafélaga, sem farið var af stað með, þegar í upphafi verkfalls. Þeir létu í veðri vaka, að íþróttafélögin ættu í vændum þann möguleika, að grunnskólar endurskoð- uðu hug sinn til þess hvort haldið yrði áfram að leigja aðstöðu í íþróttahúsum félaganna. Þetta voru purkunarlausar hótanir, sem hleyptu illu blóði í menn, því flestir litu þannig á, að íþróttafélögin væru með nám- skeiðahaldi sínu, að koma til móts við þarf- ir fjölskyldnanna og koma í veg fyrir að börn þyrftu að vera ein heima í reiðileysi allan daginn. Annars dáðist ég að því, með hvaða hætti ákveðin félagasamtök, tómstunda- skólar, dansskólar, íþróttafélög og aðrir, gerðu það sem í þeirra valdi stóð, til þess að liðsinna fjölskyldunum, eftir að verkfall kennara var hafið. Víða var dagskráin auk- in, færð fram á daginn, æfíngum fjölgað og reynt að hafa ofan af fyrir börnunum á sem víðtækastan hátt. Allt slíkt hjálpar, bæði bömunum og foreldmm þeirra, við að þreyja það erfíðleikatímabil, sem verkföll sem þessi óumflýjanlega hafa í för með sér. Það líður engu foreldri vel, sem vinna þarf daglangt burtu frá heimilinu, að vita af ungum börnum sínum einum heima, allt niður í sex ára gömul böm. Þó hafa margir foreldrar þurft að sætta sig við slíkt ástand, sem væntanlega hefur haft það í för með sér, að þeir hafa ekki getað sinnt starfi sínu heilshugar. Þannig hefur verkfall kennara einnig þau áhrif, að starfskraftar foreldranna eru ekki jafngóðir og endranær. Sama á við um starfskrafta þeirra foreldra, sem neyðst hafa til þess að taka börn sín með sér í vinnuna. Þeir sem eru með böm sín á vinnu- stað, verða auðvitað að sinna þeim þar, og því eru starfskraftar þeirra ekki heilir og óskiptir í þágu vinnuveitandans. Að verkfalli loknu, hefst svo mikið skóla- starf, þar sem nemendumir þurfa að starfa undir miklu álagi, til þess að vinna upp þann kennslumissi sem þeir urðu fyrir í verkfall- inu. Þannig er viðbúið að fjölga þurfi mjög kennslustundum og auka heimanám nemend- anna mikið, til þess að hægt verði að ljúka þeirri yfírferð námsefnis, sem til er ætlast. Auðvitað hefði verið hægt að draga vem- lega úr slíkri þörf, ef skólabörnin hefðu fengist til þess að læra heima, daglega á meðan á verkfalli stóð. En þótt slíkt hefði verið afar skynsamlegt, þá var það sam- kvæmt minni reynslu, ekki framkvæman- legt. Börnin sögðu einfaldlega, að það yrði bytjað í kennslunni, eftir verkfall, þar sem frá var horfið, þegar verkfall hófst. Því þjón- aði það engum tilgangi að sitja við nám í verkfallinu. Þó hef ég heyrt af ákveðnum foreldrum, sem tekist hefur að fá börn sín til heima- náms daglega, á meðan á verkfalli hefur staðið. Það tel ég ákveðið afrek! AGNES bragadóttir. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. MARZ 1995 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.