Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1995, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1995, Qupperneq 5
TEIKNING af úlfakreppumyndinni úr Sutton-haug. Takið eftir því hvernig höfuð manns og dýra eru stílfærð sem hringir, og einkennilegri stöðu úlf- anna, svo sem þeir hangi í lausu lofti. (Ur Aspects of Anglo-Saxon Archeo- logy eftir R.M.Mitford, 1974). í, ef hann náir“.fP Ekki fer úlfseðlið og tröll- skapurinn milli mála, og ef við lesum “skolla" í stað skalla, og “skollóttur" fyrir sköllóttur, þá er ljóst hveijum Skolla-Grímur líkist: Skoll föður sínum. .P Úlfur gamli ofgerði sér í úlfa- leiknum, og lést í hafí á leið til íslands, en Skalla-Grímur bjó lengi síðan á Borg á Mýr- um. Má finna þess nokkur merki að hann hafi enn hatast við tunglið? Mér sýnist sem hann hafí a.m.k. tvisvar enn grandað tungli. Sagt er frá leikum í Sandvík á Digranesi (Borgarnesi), þar sem Skalla-Grími var skipað á móti Agli syni sínum, og Þórði félaga hans í knattlerk. Þá var Egill á 12. vetri. Grímur hafði framan af ekki við strákunum, en um kvöld- ið eftir “fIsólarfall“fP jókst hon- um svo kraftur að hann fleygði Þórði svo hart niður að hann beið bana, og greip síðan til Eg- ils. Hér er gefið til kynna að Grímur sé kominn í kveldúlfs- haminn. Þá mælti ambáttin Þor- gerður brák: fI“Hamast þú nú, Skalla-Grímur, at syni þínum“fP. Hann sleppti þá óðar Agli og tók á rás eftir henni, en hún hljóp út allt Digranes og kastaði sér -til sunds, en hann kastaði eftir henni steini miklum fI“ok kom hvárki upp síðan“fP. Þar er nú kallað Brákarsund, yst á nesinu. í orðabók Menningarsjóðs má sjá að brák getur verið hringur eða bogi úr horni til að elta skinn. Minnir það á lögun tungls, hvort sem það er fullt eða sem sigð. Þessa sögu má því einnig skilja á þann veg að úlfur- inn elti himinhnöttinn þar til hann sest í sæ í vestri, og þar grandar hann honum. Reynd- ar fyllti Egill upp í úlfatvenndina, því hann hefndi sín þegar og drap þann mann á heimil- inu sem Skalla-Grímur hafði mestar mætur á. .P Annað tilfelli má fínna í sögunni um öxi þá sem Eiríkur konungur blóðöxi sendi Skalla-Grími með Þórólfí syni hans, eflaust til að láta í ljós sáttarhug. Öxin var hinn besti gripur, snaghymd og gullbúin og skaft- ið silfurskreytt. Snaghymd öxi er lík hálf- mána eða mánasigð í lögun, og óráð var að láta slíkan grip í'höndurnar á öðrum eins “tungls tjúgara" og Skalla-Grími. Enda spillti hann egginni með því að höggva í einu höggi hausa af tveimur nautgripum og ofan í grjót. Síðan geymdi hann öxina uppi á bita í elda- húsi. Þaðan kom hún ryðguð, og var silfur- búið skaftið svart af reyk. Silfur er málmur tungls í miðaldaspeki, svo það á vel við að hún fari frá honum fTaptur með roknu skapt- i“fP, eins og hann segir í vísu. Úlfurinn hef- ur slökkt silfrað ljós mána. Skalla-Grímur ætlaðist til að Þórólfur skilaði aftur öxinni í þessu ástandi, en hann fleygði henni í sjávar- djúpið, “flsvá at hon kom ekki upp síðanfP". Hún týndist sem sagt í vatni eins og fleiri fórnarlömb “úlfanna". Ekki er erfitt að skilja hvernig tungli er líkt við silfurskefta öxi, ef við hugsum okkur að við stöndum úti við stilltan sjó á Mýrum þegar mánasigðin nálg- ast hafsbrún í vestri, en silfurgljáandi geisla- skaftið teygist eftir hafsfletinum til lands - uns hún hverfur í hafíð. .P .B Niðurlag .P Ég tel að ofangreind dæmi styðji þá tilgátu Einars, um að sögnin um úlfakreppu sólar standi á bak við frásögn Egils sögu. Að vísu hlýtur ávallt að vera erfitt að sýna fram á að menn meini í raun annað en það sem þeir skrifa, en ef allar vísbendingar eru skoðaðar í samhengi getur niðurstaðan orðið nokkuð sannfærandi. Við rannsóknir af þessu tagi er ákaflega mikilvægt að hafa skýra og ein- falda fyrirmynd eða tilgátu að líklegri laun- sögn - annars getur ímyndunaraflið leitt okk- ur í gönur. í þessu tilfelli erum við svo hepp- in að líkleg fyrirmynd hefur varðveist í Snor- ra-Eddu, og það auðveldar eftirleikinn. ,P Þótt úlfakreppusaga Snorra-Eddu sé uppi- staðan í launsögn Egils sögu, er þar að finna ýmis einkenni sem ekki er að finna í frum- sögninni. Til dæmis er það áberandi að fórn- arlömb “úlfanna“ týnast í sjó, og drápið á sér stað eftir sólsetur. Þetta atriði mætti þó samræma úlfakreppu sólar“, ef við minnumst þess að hjásólimar styrkjast og færast að baugnum þegar sólin sígur að sjóndeildarhring. Ekki er erfitt að ímynda sér að úlfarn- ir færist síðan í ham og stökkvi á sólina þegar hún er gengin undir - dreyrrauð, veik og varn- arlaus í undirheimum. Annað sem einkennir oft-fórnarlömbin eru tölurnar 11 eða 22, en að vísu dulbúnar á' ýmsan hátt (frændur konungs voru 10 og 12 ára, samtals 22 ára; Egill var á 12. ári). Þessi talnaspeki er allmikil ráðgáta og verður ekki rædd hér í stuttu máli. Af þessu og ýmsu öðru verður að gera ráð fyrir að í launsögnum Egils sögu felist einnig flóknari hugmynda- heimur, sem er þó samofínn hinni einföldu og frumstæðu úlfakreppusögn. .P Hvaða tilgangi gegnir þessi launsögn í Egils- sögu? Ef við gerum ráð fyrir að nokkur al- vara búi á baki, en ekki kjánalegur gátuleik- ur, má reyna að geta sér til um boðskapinn, þótt það sé nokkuð djarft að draga víðtækar ályktanir af svo lítilli rannsókn. Mér finnst einfaldast að skilja söguna sem harða gagn- rýni á íslenskt þjóðfélag. Þeir sem setja sig upp á móti hinu guðdómlega konungsvaldi eru fulltrúar hinna illu afla sem rífa niður hið rétta skipulag heimsins. íslenskir lesendur hafa löngum staðið með Agli í baráttu hans við hina leiðu Noregskónga, en nú kemur í ljós að sagan fordæmir framferði Egils og frænda hans. Nærtækt er að hugsa sér að sagan fjalli um upplausn í stjórnmálum og siðferði á Sturlungaöld, samtíma höfundar. Honum er efst í huga andstæða þeirra stjórn- arhátta sem þá tíðkuðust á Islandi, og þess kristna konungsvalds sem var um þær mund- ir óumdeilanleg fyrirmynd góðra stjórnar- hátta í Evrópu. .P Hér höfum við rithöfund sem er vel að sér í Eddukvæðum og líklegast Snorra-Eddu, er skáld og vísindamaður, brýt- ur heilann um stjórnmál og er heldur hallur undir norska konungsvaldið. Þessi lýsing á ekki illa við Snorra Sturluson sjálfan, og gæti þetta enn styrkt þá útbreiddu skoðun að hann sé höfundur Egils sögu. .P HEIMILD- IR ,VL 6 .LI flEdda Snorra SturlusonarfP, Guðni Jónsson gaf út, íslendingasagnaút- gáfan 1954, bls. 22-24. .LI Egils saga. Stuðst er við útgáfu Sigurðar Nordal fyrir Hið ís- lenska fornritafélag: flíslensk fornrit, 2. bind- ifP, 1933. .LI Einar Pálsson, flEgils saga og úlfar tveirfP, 1990, bls. 14-22 og víðar. .LI flEncyclopedia Britt.fP, 1950, bls 110 (“Halo“). .LI Jón Árnason, flíslenskar þjóð- sögur og ævintýrifP, I, 1961, bls. 655. .LI Þorsteinn Sæmundsson, flStjörnufræði, rím- fræðifP 1972, bls. 10 (“Aukasólir“). .LE .P Höfundur er jarðeðlisfræðingur og slarfar é Orkustofnun. sem sýnir helstu Ijósfyrirbrigði sem fylgja tvöföldum rosabaug um sólu, „p“ táknar hjásól (Encyclopedia Brit- anica, 1950, bls 110). Umsagnir erlendra ferða- manna um ísland UMSAGNIRNAR eru byggðar á spurningalistum, sem fylgdi ferðamannabæklingi. Hér hefur 23 ára Þjóðverji frá Freiburg sagt álit sitt. Á fyrra ári birtist hér í Les- bók grein eftir mann sem býr úti á landi og hefur veg og vanda af því að taka á móti erlendum og innlendum ferðamönnum. Hann gerði að umtalsefni að nokkrir hinna erlendu gesta höfðu þakkað honum sérstaklega fyrir kurteisi og alúð - og bættu þá við að hann væri sá fyrsti í íslandsferðinni sem talaði vingjarnlega við þá. Þessi maður er grandvar og heiðarlegur og ekki þarf að efast um sannleiksgildi þess sem hann segir. Ferðamannaþjónusta er margskonar; einn angi henn- ar er útgáfa á kynning- arbæklingum um land og þjóð. Það gerir Nesútgáfan og hefur sent frá sér falleg kynningarrit, bæði um höfuð- staðinn og landsbyggðina (Around Reykjavík og Aro- und Iceland). Forstöðumaður útgáfunnar hafði samband við Lesbók eftir að fyrrnefnd grein birtist og taldi að þar væri um að ræða undantekn- ingartilvik. Langflestir hinna erlendu ferðamanna _ væru ánægðir með viðmót íslendinga og förina til íslands almennt. Hann byggði þetta álit sitt á því að í kynningarbæklingnum er spurningalisti sem gesturinn getur útfyllt, rifið úr heftinu og látið í póst til útgáfunn- ar. Dregið er úr því sem inn kemur og ferðalangurinn getur unnið aðra ferð til íslands á kostnað útgáfunnar. Fjölmargir ferðamenn höfðu tekið þátt í þessu. Á spurningalistanum er gesturinn beðinn um að tilgreina fjögur íslenzk veitingahús, þar sem hann hafði komið og fengið þjón- ustu; gefa þeim einkunn fyrir matinn, þjón- ustuna, verð miðað við gæði og „andrúms- loft“ (atmosphere). Einkunnin er gefin með því að krossað er við „frábært", „gott“, „miðlungs“ og „lé- legt“. í annan stað er gesturinn beðinn um samskonar álit á hótelum; hann er spurður hvað hafi orð- ið til þess að hann ákvað að fara til ís- lands og þar að auki: A) um ferðina í heild, B) menningarlega og félagsleg upplifun, C) Náttúru og landslag, D) útilíf, E) Flugþjón- ustuna, F) hótelþjón- ustuna, G) veitinga- húsin, mat og þjón- ustu, H) svæðis- bundna ferðaþjónustu, I) svæðisbundið verð- lag og J) annað. í nokkrar auðar línur getur gesturinn skrif- að hvað sem hann vill. Það er vissulega gott að sjá, að hinir erlendu gesir sem fylltu út spurningalistana hafa yfirleitt verið ánægðir. Oft gefa þeir hærri einkunn- ir en búast mætti við. Tökum til dæmis M.J.Lewis frá Englandi. Heildarniðurstaða hans er: „Vingjarnleg þjónusta allsstaðar". Tvisvar mat hann veitingahús „í meðal- lagi“, langoftast eða 11 sinnum „gott“ og íjórum sinnum „frábært“. Verðlagið á ein- stökum stöðum úti á landi er það sem hann gerir neikvæða athugasemd við, svo og það að á fínu veitingahúsi í Reykjavík var borðvínið ranglega afgreitt. Sumir hafa auk þess að fylla út listann, skrifað fylgibréf. Þar á meðal er Doris M. Rogers frá Port Orchard í Virginíu í Banda- ríkjunum. Hún skrifaði m.a. svo: „íslandsferð mín byijaði í raun og veru fyrir mörgum árum þegar ég las um íslend- ingasögurnar. Seinn las ég um eldfjöllin, hverina og fegurð landsins. Seinna fór ég að leggja stund á fuglaskoðun og las þá um íslenzka fugla. Landið hafði vakið áhuga minn og mig langaði til að heim- sækja það. Síðastliðið sumar fór ég svo til íslands ásamt dóttur minni og ferðaðist þar í mánuð. Við ókum á bílaleigubíl um allt landið. Sérhver dagur var ævintýri. Hver dagur var fegurri en dagarnir á und- an. Við sáum dásamleg fuglabjörg; um- hverfið var hrikalegt og fagurt. Við sáum líka hestana á kappreiðum, tókum myndir, ræddum við fólk, nut- um góðs matar og gestrisni. Þetta var dásamleg ferð en tíminn var of fljótur að líða. Báðar tölum við um að fara aftur. Hvorug getur þó nefnt sérstakan uppáhalds- stað. Þegar ég tala um ferðina spyr fólk: Hversvegna ísland? Og ég segi: Vegna þess að það hefur allt: Fegurð, jarðfræði, dá- samlegt fólk og gott og hreint loft.“ Engin smá ræða a tama. Konan hefði sannarlega getað svarað hinni alkunnu spurningu: How do you like Iceland? sem verður hálfgerður brandari þegar reynt er að kreista svarið uppúr fólki sem er rétt komið út úr flug- vélinni. Til sannindamerkis um að oft líkar ferðamönnum ákaflega vel að koma til Islands, sendi Nesútgáfan Lesbókinni bunka af fyrrnefndum spurningalistum. Ekki er ástæða til að fara nákvæmlega út í allar þær niðurstöður, enda yrði það langt mál. En það er athyglisverð niðurstaða að þeir sem fylla út spurningalistana eru allir ánægðir. Aðeins er á'einstaka lista bent á eitthvað sem betur mætti fara. Að líkindum höfum við náð góðum tökum á því sem kalla mætti túristafæði; ótrúlega er sjaldgæft að gesturinn telji veitingarn- ar lélegar. Og sem betur fer er þarna ein- ungis hrós um viðmót þeirra íslendinga, sem hafa ferðamanriaþjónustu á sinni könnu. GS. ÍSLENZK veitingahús - oftast í Reykjavík - fá afargóða einkunn, bæði fyrir mat og þjónustu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18.MARZ 1995 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.