Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1995, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1995, Side 9
■ BÓKASAFNIÐ í Wolfenbiittel. Til vinstri er Lessinghaus, safnhús til minning- ar um leikritaskáldið. Á neðri myndinni sést einn af sýningarsölum bókasafns- ins. Þarna eru m.a. til sýnis gömul landa- og sjókort. er aðeins til sýnis í örfáar vikur á ári en allan ársins hring er hægt að skoða eftir- gerðir af henni. í einum sýningarsalnum má líta fjölmörg landa- og sjókort frá 15., 16. og 17. öld og sjá þannig þekkingu manna í landafræði á þessum tímum og framfarir í kortagerð. í öðrum sýningarsal eru bækur sem hafa verið myndskreyttar _af frægum listamönn- um á þessari öld. Áður en ég hélt utan hafði mér borist til eyrna að bókasafnið í Wolfenbiittel ætti nokkrar íslenskar bækur, þar á meðal handrit. Hafði ég mikinn hug á því að kynna mér það betur. í glæsilegri fyrirlestrarstofu bókasafnsins voru nær eingöngu geymdar útgáfur af Biblíunni frá ýmsum þjóðlöndum. Þarna rakst ég fljótlega á þrjár íslenskar biblíur. Þar á meðal var sjálf Guðbrandsbiblía (frá 1584). Önnur Biblían var prentuð á Hólum 1644. Það er svokölluð Þorláksbiblía, kennd við Þorlák Skúlason biskup. Sú þriðja var Steinsbiblía, frá 1728. Steinn biskup Jóns- son sá um prentun hennar. í lok þeirrar útgáfu stendur: „Þessi Biblía var þrykkt á Hólum í Hjaltadal af Marteini Arnoddssyni, dómkirkjunnar bókþrykkjara." Ég fékk að skoða bækumar og voru þær allar í mjög góðu ásigkomulagi. Guðbrandur biskup Þorláksson gaf fyrstu íslensku Biblíuna út í 500 eintökum og stóð prentunin yfir í tvö ár. Þessi útgáfa Guð- brands var afar vegleg enda kostaði bókin 2-3 kýrverð. Hana prýða 29 tréskurðar- myndir, fagurlega skornir upphafsstafir og bókahnútar. Á titilsíðu er rammi með marg- brotnu skrautverki, en í það eru felldar sex myndir úr sögu Krists. Áf Guðbrandsbiblíu eru talin varðveitt fleiri eintök en öðrum íslenskum bókum frá 16. öld. Er meginskýr- ingin sennilega sú að konungur bauð að kaupa skyldi Biblíu til hverrar kirkju í land- inu. Þorlákur Skúlason biskup var dóttursonur Guðbrands og honum mjög nákominn. Hann fetaði í fótspor afa síns og réðst í útgáfu á Ritningunni í biskupstíð sinni. Þorláksbiblía þykir í flestu síðri préntgripur en Guð- brandsbiblía. Að mestu leyti er farið eftir texta Guðbrands en í sumum tilvikum er breytt eftir danskri biblíuútgáfu og Biblíu Lúters. Gætir því nokkurra danskra mál- áhrifa í Þorláksbiblíu. Þau nýmæli voru tek- in upp í útgáfu Þorláks að nota tölusetningu til að afmarka vers í textanum og hefur hún haldist í síðari útgáfum. Það liðu 84 ár áður en fengist var við næstu Biblíuútgáfu. Biblía Steins biskups Jónssonar hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir dönsk máláhrif. í Steinsbiblíu er textanum í fyrsta sinn skipað í tvo dálka á síðum; vers eru tölusett og afmörkuð með greina- skilum. Miðað við fyrri Biblíuútgáfur er ytri gerð bókarinnar heldur fátækleg, enda var leturbúnaður prentsmiðjunnar á Hólum orðinn úr sér genginn í tíð Steins biskups. Næst komst ég á snoðir um þrjú íslensk skinnhandrit í bókasafninu í Wolfenbuttel. Með góðfúslegu leyfi forstöðumanns hand- ritadeildarinnar, dr. Wolfgangs Milde pró- fessors, fékk ég að skoða þessar gersemar. í kjölfarið tóku við þrír sannkallaðir „helgi- dagar“ þar sem ég skoðaði eina bók á dag. Lánþegum bar að rita nafn sitt á miða sem voru fremst í bókunum. Þar sá ég nöfn þeirra Stefáns Karlssonar handritafræðings og Guðrúnar Kvaran deildarstjóra hjá Orða- bók Háskólans. Þau munu hafa heimsótt bókasafnið árið 1990 og verið þau síðustu sem skoðuðu handritin á undan mér. Eitt handritið hefur að geyma Eyrbyggja sögu og Egils sögu (9. 10. Áug. 4to), skrifað um miðja 14. öld. Ánnað handritið er svonefnd Kollsbók (42. 7. Aug. 4to) frá lokum 15. aldar en hún inni- heldur rímnasafn. Þriðja bókin er Jóns- bókarhandrit (103. Weissenb.) frá 16. öld. Sagnahandritið var gefið út ljós- prentað í ritsafninu Manuscripta Is- landica, vol. 3, 1956. Jón Helgason sá um útgáfuna. Kollsbók var gefín út ljós- prentuð í íslenzkum handritum, vol. v, 1968. Ólafur Hall- dórsson sá um útgáf- una og ritaði inn- gang. Þessar ljós- prentanir voru báðar til á bókasafninu í Wolfenbuttel og gerðu þær mér betur kleift að skoða hand- ritin. Æviskeið skinnbókanna í Wol- fenbuttel hefur verið afar viðburðaríkt og má segja að það birti í hnotskum hrakn- ingasögu íslenskra handrita. Enginn veit hvern- ig handritin þijú komust til Wolfenbúttel. Flest bendir til að þau hafi borist bókasafninu á tímabilinu 1649-1665. Til dæmis er síðasta heimild okkar um veru sagnahandritsins á íslandi sú að áðurnefndur Þorlákur Hólabiskup Skúlason lét rita eftir því um 1640. Á næstu 20 árum mun það hafa horfið úr landi. Á þessu tímabili réð Ágúst hinn yngri hertogi ríkjum í Wolfenbúttel og nágrenni en hann var afar ötull bókasafnari eins og fyrr var nefnt. Hann hafði á sínum snærum umboðs- menn sem keyptu bækur fyrir hann, ekki aðeins í Þýskalandi heldur einnig í París og Róm. Af þessu má sjá að það er illmögu- legt að rekja leið íslensku bókanna til Wol- fenbuttel. Jónsbókarhandritið er að öllum líkindum norðlenskt (Jón Helgason tók eftir því að sama rithönd er í handritinu og í skjali sem ritað var á Veturliðastöðum í Fnjóskadal árið 1583). Ástand handritsins er mjög gott og það því auðlæsilegt. Nánast ekkert er um spássíukrot og bendir það til þess að lögbókin hafi notið virðingar hjá eigendum sínum. Mikilvægi hennar til hins veraldlega vafsturs hefur ekki leyft óþarfa krot og slit. Aðra sögu er að segja af rímnahandritinu Kollsbók sem að mestu leyti er uppskafning- ur. Sum skinnblöðin hafa verið slitin þegar á þau var ritað og er víða skrifað í kringum hin misstóru göt. Mörg blaðanna eru mjög blökk og erfið lestrar. í Kollsbók eru nú um 125 tölusett blöð, en mörg hafa glat- ast. Ólafur Halldórsson telur að upphaflegt band bókarinnar hafi verið orðið ónýtt þeg- ar hún fór úr landi en Ágúst hertogi hafi sjálfur látið binda hana í það band sem hún er núna. Þá hafi handritið greinilega verið losnað í sundur og mörg blöð stök. Þessi stöku blöð voru síðan saumuð saman á kili og ekki alltaf hirt um þótt eitthvað af skrift- inni hyrfi. Miklu lími hefur verið makað í kjölinn svo að bókin opnast nú víða mjög illa. Auk þess hefur upphafleg röð blaðanna ruglast við heftingu þannig að handritið er nú skakkt bundið. Þykir Ólafi greinilega nóg um aðfarirnar sem hann kallar „villimann- legar.“ Kollsbók er nefnd í höfuðið á fyrsta eig- anda hennar, Jóni kolli Oddssyni lögréttu- manni í Holti í Saurbæ í Dalasýslu. Að sögn Ólafs Halldórssonar hefur bókin upphaflega geymt tuttugu rímnaflokka sem allir voru ortir á 15. öld. Bókin mun vera rituð ná- lægt 1480-1490. Mestur hluti hennar er skrifaður af þremur mönnum en Ólafur finn- ur tíu aðrar rithendur. Spássíukrot eru víða í Kollsbók og er afar skemmtilegt að skoða þau. Það má segja að þarna leggi hver kyn- slóð í þijár aldir sitt af mörkum. Til dæmis er sumt krotið einhvers konar ávarp til æðri máttarvalda að þau veiti viðkomandi styrk til ritunarstarfans. Oft er kvartað yfir „illu bókfelli". Á nokkrum stöðum má greina mannanöfn, sum með rithöndum barna. í hinni gömlu ritaskrá bókasafnsins í Wolfenbuttel er Kollsbók nefnd ’Mythologia Islandica’. Sams konar klausa er á miða framarlega í bókinni sem og á kili hennar. Kollsbók var þannig á sínum tíma skráð í bókasafnið í þeirri góðu trú að um Eddu- handrit væri að ræða. Af skránni að dæma er líklegast að Ágúst hertogi hafi eignast ÚR HINU fagurlega myndskreytta handriti frá 12. öld sem kennt er við Hinrik Ijón. Efri myndin sýnir húðstrýkingu Krists en sú neðri krossfestinguna. bókina á árunum 1657-1666. Á svipuðum tíma hefur hann keypt handritið með Eyr- byggju og Eglu. Það er í skránni nefnt ’Ántiqui Poetae Islandici Poemata’ sem einn- ig er undarleg nafngift. Ólafur Halldórsson telur ekki ósennilegt að einhver ruglingur og víxlun hafi orðið á skráningu handrit- anna tveggja, en eins og Ólafur bendir rétti- lega á er nánast jafnvitlaust að kalla sagna- handritið ’Mythologia Islandica’. Ég tel al- veg eins líklegt að einhver klókur íslending- ur sem vissi gjörla um innihald Kollsbókar hafí einfaldlega hliðrað til sannleikanum með það fyrir augum að fá meira fyrir skræðuna þegar umboðsmenn hertogans föluðust eftir henni. Vegna þessa ruglings í bókasafninu var sú goðsögn lengi á kreiki að safnið í Wol- fenbúttel ætti handrit af Snorra-Eddu. Af sömu sökum var Kollsbók um langt skeið höfð með helstu dýrgripum safnsins. Eftir að hin íslensku handrit voru komin til Wolfenbúttel var ferðalögum þeirra hvergi nær lokið. Árið 1697 fékk Árni Magn- ússon Eyrbyggju- og Eglu-handritið lánað til Kaupmannahafnar. Þá var Árni nýkom- inn úr tveggja ára heimsókn til Þýskalands (ekki er þó vitað til þess að hann hafí heim- sótt Wolfenbtittel). Á þessum árum var Leibniz forstöðumaður bókasafnsins en hann bjó í Hannover. Ekkert bendir til þess að Ámi hafí átt bein samskipti við Leibniz þar sem engin bréf milli þeirra hafa varð- veist. Árni segist sjálfur hafa fengið handrit- ið lánað hjá „Mons. Hertel", en Lorenz Hertel var aðstoðarmaður Leibniz og tók reyndar við af honum 1716. Hertel var á ferð um Norðurlönd 1697 og kom við í Kaupmannahöfn og mun þá hafa látið Árna hafa bókina. Árni hélt henni til ársins 1701. Þremur árum síðar virðist Leibniz ekki hafa vitað af því að Árni var búinn að skila bók- inni því að í bréfi biður hann mann í Wol- fenbúttel að spyija Hertel hvort Árni hafi sent bókina til baka. Það hafði Árni fyrir löngu gert eins og áður sagði. Meira að segja lagði hann sig í líma við að bæta handritið og lét í því skyni skrifa upp þau blöð sem vantaði í það, m.a. upphaf Éyr- byggju upp á 21 kafla. Þessar „viðgerðir" lét hann fylgja handritinu til baka. Ami lét auk þess skrifa upp allt handritið fyrir sjálf- an sig. Eftir ósigur Prússa í orrustunni við Jena, 14. október 1806, neyddu Frakkar bóka- safnið í Wolfenbtittel til að afhenda Bibliot- héque Impérial í París verðmætustu bækur sínar. Eyrbyggju- og Eglu-handritið og Kollsbók voru þar á meðal. Á einu af fremstu blöðunum í sagnahandritinu er athugasemd sem er rituð í París, 24. apríl 1807. Auk þess má á tveimur stöðum í handritinu sjá rauðan stimpil hins franska bókasafns. Sumarið 1808 var þýski fornfræðingurinn Martin Friedrich Arendt staddur í París. Hann kunni hrafl í íslensku og skoðaði ís- lensku handritin. Arendt sá að Kollsbók var ekki Edduhandrit. Athugasemdir hans á latínu em enn varðveittar á miða sem er að finna á fremra spjaldi bókarinnar. „Frægð Edduhandritsins frá Wolfenbúttel, sem nú er komið til Parísar, reynist sem sé reykur einn þegar litið er í handritið sjálft, því að það hefur ekki annað að geyma en ung kvæði íslendinga, sem þeir kalla rím- ur ..." segir Arendt (þýð. Ólafs Halldórsson- ar). Eftir sagnahandritinu gerði Arendt af- rit af Höfuðlausn Egils og er það nú varð- veitt inni í handritinu. Flestum bókunum, þar á meðal þeim ís- lensku, var skilað aftur til Wolfenbúttel eft- ir ósigur Napóleons 1815. Carl Christian Rafn, ritari Hins konung- lega norræna fornfræðafélags, kom til Wolf- enbúttel sumarið 1847. Ávöxtur þeirrar heimsóknar varð sá að íslensku handritin vom lánuð til Kaupmannahafnar, sagna- handritið sama ár, en Kollsbók og Jónsbók- arhandritið 1849. Árnanefnd í Höfn lét skrifa Kollsbók upp á meðan hún var þar. Bókunum var skilað aftur til Wolfenbtittel 1850. Árið 1891 heimsótti Finnur Jónsson bóka- safnið í Wolfenbtittel og skrifaði upp allar vísurnar í íslendingasögunum tveimur. Þá uppskrift notaði hann við útgáfu sína á Den norsk-islandske Skjaldedigtning. Það var svo síðast í september 1963 að Kollsbók kom hingað til lands í tilefni af hinni ljósprentuðu útgáfu Ólafs Halldórsson- ar. Handritinu var skilað aftur til Wolf- enbúttel tæpu hálfu ári síðar. Þeim Stefáni Karlssyni handritafræðingi, Ólafí Halldórssyni handritafræðingi og Öl- afí Pálmasyni íslenskufræðingi er þökkuð veitt aðstoð.) Höfundur stundar nám á MA-stigi í íslenskum fræðum við Háskóla íslands. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18.MARZ1995 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.