Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1995, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1995, Page 11
arinnar um himnaríki. Þetta eru orð Sólveigar, og bætir hún því við að „yfir 400 búdda-líkneski [stari] yfir galleríin meðan 72 önnur sjást aðeins að hluta til í veggskotum“. Þetta er skemmti- legt, því að eitt af því fáa sem við vitum með vissu af fornum blótum í Uppsölum (hliðstæðu Þingvalla og Jalangurs) er, að talan 72 (fórnardýra) var við bundin. Svo segir Adam af Brimum. En langlíklegast er að ekki einungis „yfir 400“ Búdda-lík- neski stari þarna yfir jörð heldur að þau hafi einmitt verið nákvæmlega 432. Sú er ginnheilög tala staðarins. En ástæðan til að skilja má tengsl Þingvalla við Borobudur er sú að hindúasiður sem búdda-trú er af runnin, er indó-evrópskur að stofni, og ná- skyldur heiðindómnum íslenzka. Sólveig nefnir það að um svipað leyti og fyrstu landnámsmennirnir voru að koma sér fyrir á íslandi, hafi menn austur á Jövu verið að reisa hið dulúðuga Búddamusteri, sem síðan var gleymt og grafið um aldur. Lokaorð hennar eru þessi: „Þannig býr þessi heillandi staður yfír leyndardómum sem ef til vill verða óleystir um ókomna framtíð.“ Sú „ókomna framtíð" var í raun nýliðin tíð, þegar Sólveig reit grein sína, því að síðast- liðin 30 ár hafa gögn, geysimikil að vöxtum, birzt íslendingum - sem nú má beita beint á Borobudur í tilgátuformi. Þarna opnast ótrúlegir möguleikar. Keisarahöllin í Peking Það var Kublai Khan (1216-1294) sem reisti Peking og gerði hana að höfuðborg sinni. Jafnframt því skipulagði hann Kína í eina ríkisheild og var hann ákafur fylgj- andi Búddasiðar. Þar er þákomin bein skýr- ing á hliðstæðunni við Borobodur á Jövu - um trúarbrögðin. Afi Kublai Khan var hinn mikli hermaður Genghis Khan, og skyldi maður ætla að af Kublai færu líkar sögur um manndráp og hryðjuverk sem af afa hans. En svo fór þó ekki; Kublai Khan varð víðfrægur fyrir mannúðlega meðferð á þegnum sínum jafnt sem andstæðingum og varð hann mikill stuðningmaður bókmennta og lista. Ekki liggja á lausu mál sem Kubl- ai beitti við bygginu Peking, en allt bendir þó til að vandlega hafi verið unnið eftir föstu skipulagi, svo sem enn sér stað. Og skipulag ríkisins hefur ekki farið varhluta af gáfum hans og þekkingu. MlÐJA HEIMSINS Hvað vitum við fleira um Keisarahöllina í Kína? Við vitum það, að Peking var talin Miðja ríkisins - séin var Miðjá heimsins - og miðja Miðjuhnar var einmitt setUr keisar- ans. Þáð ér iiinhverfis þetta svæði sem Tine Kurent finriur að borgih er mörkuð tölunni 432. Kublai Khan hefur þá á 13. öld gert séf ímynd af alheiminum Sem væntanlega var fyrifrnynd Mlðgafðs, þjóðfélagsins, með sömu tölvísi og Búddatrúarmenn á Jövu um 750-860. Þetta gefur alveg einstakt tækifæri til rannsókna á heimsmyndum miðalda og hugmyndunum að baki þeim. Og þar erum við íslendingar komnir með slíkan fjölda af niðurstöðum, að ætla má að rannsóknin endist fjölda fræðimanna í ijölda ára. Það er svo umhugsunarvert að ímynd alheimsins fannst ekki hér nyrðra af því hún væri höggvin í stein, heldur af því hún var greypt í mannshugann. Það var „ekkert“ til að mæla á Þingvöllum, ein- ungis hugsun sem varð ráðin af líkum. En með því að halda sér við vísindalega vinnu- aðferð reyndist mögulegt að finna svar. Er fyndið til þess að hugsa að það var ein- mitt þetta sem reyndist arkitektum nánast óskiljanlegt í Flórenz um árið, hvernig í ósköpunum unnt var að reikna út íslenzku mælingarnar - ef „ekkert“ var til að mæla nema hugmynd. í Flórenz urðu mælingar að sjálfsögðu ráðnar af því að glöggar bygg- ingar var að mæla, fræg listaverk. En að mæla „ekkert" fannst arkitektunum kynd- ugt, svo ekki sé meira sagt. En svo gengur það til í veröldinni að unnt er að finna stað- reyndir, ef menn setja tilgátur fram til að prófa þær, ekki fullyrðingar til að trúa þeim. Þessi aðferð sýnist einföld, en henni er þó ótrúlega sjaldan beitt í húmanistiskum fræðum. Útreikningar Tine Kurent eru stórmerki- legir. Hvort styður annað, niðurstöðurnar um Borobudur og Peking og niðurstöðurnar um Þingvelli, Jalangur og Uppsali. Þar fer ekkert milli mála. En mikilvægast er þó hitt að nú höfum við íslendingar alveg ein- stakt tækifæri til könnunar og miðlunar fróðleiks - í menningarsögu Kína og raun- ar allrar Asíu. Skrýtið, furðulegt, en full- ljóst. Höfundur er fræðimaður og höfundur ritraðar- innar Rætur íslenskrar menningar. „Hraðar en her hugsananna44 Um fmnska skáldið Paavo Haavikko. Formáli og ljóðaþýðingar eftir LÁRUS MÁ BJÖRNSSON „ Við erum ósammála, það er ágætt, ein- huga þjóð er vitlaus þjóð, hun þræðir slóð hestanna, hænsnanna og kindanna. “ (P.H.) aavo Haavikko er vafalítið það skáld finnskt sem vandasamast er að draga í dilka. Hann er frumlegur, verk hans einkennast af kaldhæðni, dýpt, torræðni. Þrátt fýrir þessa sérstöðu, eða kannski vegna hennar, er hann það núlifandi skáld Finna sem mestrar athygli hefur notið og flestar viðurkenningar hlotið utan föður- landsins. Haavikko er „lærður" maður, „lært“ skáld; í verkum hans eru ótal tilvísan- ir til sögu, ekki síst menningarsögu og hins rökkvaða heims goðsagnanna. Ýmis „hnyttinyrði" eru höfð eftir Paa- vikko. Ein þeirra hljóða svo: „Heimurinn er við- sjárverður staður. En í honum búum við. Og til þess að komast skaplega frá því þurf- um við að kunna næstum allt.“ Ofangreind yfirlýsing felur i sér lífsaf- stöðu skáldsins í hnotskum; skálds sem hefur reynt sig við flest bókmenntaform: ljóðið, skáldsöguna, smásöguna, ritgerðina, leikritið, blaðagreinina og „aforismann"; skálds sem jafnframt er forvitinn maður, rannsakandi, án fylgispektar við nokkrar pólitískar „línur“. Haavikko hefur auk ritstarfa verið virkur þátttakandi í opinberri umræðu í Finnlandi og raunar einnig mikilvirkur bókaútgefandi. Um þá mörgu útlendinga sem telja sig geta „lesið“ stöðu Finnlands gagnvart um- heiminum eins og Litlu, gulu hænuna segir Haavikko í ljóði: „Og það er svo að sá sem aldrei hefur staðið frammi fyrir hinu ómögu- lega, við hlið þess/ hann veit ekki hvers konar hérað sú veröld er.“ Svo mælti maðurinn sem sagði fyrir um hrun finnska útflutningsmarkaðarins til Rússlands löngu áður en stjórnmálamenn- irnir, landar hans, voru reiðubúnir til að horfast í áugu við þann vanda. Paavo Haavikko. Haavikko er efahyggju- og raunsæismað- ur. Hann hvetur til hlutlægni: „Taktu eitt skref frá sjálfum þér/ taktu fyrsta skrefið/ byrjaðu svo ferðina..." Paavo Haavikko er fæddur inn í borgara- lega fjölskyldu í Helsinki þann 25. janúar 1931. Hann lagði um skeið stund á húman- ísk fræði við Helsinki-háskóla, en lauk ekki námi; gerðist á unga aldri rithöfundur í fullu starfí. Heiðursdoktor við gamla háskólann sinn varð hann 1969. Alþjóðlegu Neustedt-verð- launin féllu honum í skaut árið 1984. Mynd- mál Haavikkos er mjög „persónulegt", en alþjóðlegar vinsældir verka hans benda þó til þess að þau hafi breiða skírskotun. I þeim er allt í senn kraftur, óvænt sam- setning orða og hugrenninga, náinn skyld- leiki hljómfalls við talmál og fágæt hæfni til að segja margar sögur samtímis; sögur sem liggja í augum uppi og aðrar síður augljósar. Saga og nútíð eru tvinnuð saman með léttum hætti og leikandi. Spurningar og sí- endurtekin stef einkenna ljóðmál hans. Hinn fágaði og myndríki stíll afvegaleiðir stund- um lesandann: Þau viðhorf sem textinn fel- ur í sér hverfa bakvið glæst fortjald; sumir ná aldrei svo langt að svipta tjaldinu frá. Verk Haavikkos eru rannsakandi, þau eru rannsókn. Eitt kunnasta verk hans „Talvip- alatsi" (Vetrarhöllin 1959) er til að mynda „ferðalag um hið þekkta tungumál“, það er „ljóð um ljóð“ (metapoesi). Enda þótt Haavikko sé aðeins liðlega sextugur að aldri má telja hann fyrsta „hreinræktaða modernistann", sem yrkir á finnska tungu. Fyrirrennarar hans í þeirri grein þar í landi ortu allir á sænsku. Auk Vetrarhallarinnar eru helstu ljóða- söfn Haavikkos: Synnyinmaa (Fóstuijörð 1955), Puut kaikki heidán vihreytensá (Grasið, öll grænka þess 1966) og Viiniá, kiijoitusta (Vín, ritmál, 1976). Meðal annarra athyglisverðra verka Haa- vikkos eru „aforisma-safnið“ Pimeys (Myrk- ur 1984) og leikritið Nuket (Brúðurnar, 1960). Þessi verk eiga óneitanlega heima í íjölskyldu „absúrdismans“, en það var í raun réttri Haavikko sem kynnti Finnum þá stefnu, enda þótt sá gerningur væri aðeins „hliðarspor“ á ritferli hans. Til marks um hversu torflokkanleg verk Haavikkos eru má nefna að um þau hafa verið notaðar jafn fjarstæðukenndar skil- greiningar og „hnignunarsúrrealismi" og „nýrómantík". Ekki er fjær sanni. Haavikko er skáld afstæðis- og efahyggj- unnar. Hugmyndafræðilegur upphafsstaður hans er jafnframt endastöðin: Skáldið breyt- ir ekki raunveruleikanum; það breytir aðeins sjálfu sér. Heimildir: 1. Verk Paavo Haavikkos. 2. Lárus Már Björnsson: Veraldir, Reykjavík, 1998. 3. Kai Laitinen: Suomen kiijallisuuden historia, 1981. 4. Jaakko Ahokas: A History of Finnish Literature, 1973. 6. Kai Laitinen: Finlands moderna litteratur, 1968. 6. Alhert Lange Fiflet: Finlands stemme, Oslo, 1977. Höfundur er kennari í Mosfelsbæ Gríkkirnir byggðu Mykenc, skáid Rómar býggðu Grikkiand, rheð skuggalaúsri vérund sinni, engin nótt óskrifuð, inn íþessi herbergi þarf einnig að skrifa elskendur íklædda ljóðum, þvíþar kemur að við verðum ekki hér lengur til aðgreina frá því að herbergið erekki laust, heldur fullt af andardrætti, faðmlögum, léttum svefni, vertu þvíhljóð, svo viðlosum ekki svefn, menn skrifa í nóttinni. ffjágróðufihh þáff hjáiþáfhönd til áð vaxa úrgfasi, grehitféh. í tvö; kahnski fíihm ár eru þáu okkurþakklát. Síðan hijótum við að veita grasinu iið á flóttaþess undan trjánum. Umhverfis þau verður allt autt, tignarlegt. Ogfuran sem óx ein fimmtán áríkjarri skrýddum lundi einn faðmur á hæð, tágrönn, vindbarin, sliguð af snjó, gerist ræktarleg um síðir. Hún deyðir allt sem hún nærí næstu tvö hundruð árin, árvisst. Þar sem rætur hennar eru hlýturhún að vaxa. Ekki orð um að það vaxi á röngum stað, tréð. FRANKLIN JÓNSSON 1 ' . Súðavík Er vetrar harka og raunir rista, Rúnir djúpt í þjóðarberg; Þá mun lýður helsi afhrista, Og heimta kraft úr fornum merg. Frá dýpstu vogum veltur bára. Vermir klaka heitúr hver. Besti Iæknir sviða sára, Er sál sem þjóðar velferð ber. Náttúruhamfarir hefja sín völd, Sem holskeflur raddir þær drynja. Snjókyngi ábreiðan ísvafin köld, í ánauð þar vordísir stynja. Það er bara hending ef hrannar á byggð, En hreint ekki útkljáður rómur. Náttúran öll er sem teningskast tryggð, Og tilviljun ein er sá dómur. Sem framandi gestur ég finn það svo glöggt, Að fornaldar blysin hér loga. Og hamfarir aldanna hafa ekki slökkt Þann hug til að duga og voga. Og fylkja þar liði til frænda í neyð, Og fallna upp reisa að nýju. Hjartsláttur kærleikans lýsir þeim leið, Með logandi alúðar hlýju. Frá næturhimni stafar geisla glóð, Þar glitrar stjarna skærum tryggðar Ijósum. Og glampar þessir gefa heilli þjóð, Á Guð sinn traust að hinstu ósum. Trú á lífið lýsir hveijum þeim, Sem lamað hefur tilverunnar dagur; Og þjóðarsálin signir þeirra geim Og sólargeislinn stafar vonaglaður. Höfundurinn er bóndi í Odda í Geysisbyggð við Winnipegvatn, en hefur dvalið á íslandi í vetur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. MARZ1995 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.