Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1995, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1995, Blaðsíða 2
við gengum í áttina að Hótel Loftleiðum. Þegar við komum loks inn í anddyrið rétt fyrir þrjú sáum við að þarna voru sam- ankomnir englar sem ætluðu sér í flárhúsið. Þama var einnig maður með amerískt homa- boltakaskeyti sem hafði rassvasabókhald á því hvort allir mættu. Í u-sófanum fyrir fram- an afgreiðsluborðið í anddyrinu sá ég mann með sérkennilega húfu á höfðinu. Ég hugs- aði með mér að kannski væri þama kominn annar Austurlandavitringur. Sennilega var þriðji vitringurinn kominn í fjárhúsið, en ég vissi að hann var margfalt frægari en ég og vitringurinn með húfuna. Húfa mannsins var mjög sérstök. Hún var eins og dolla gerð úr marglitum taubútum. Hann var með alskegg frekar nærskorið eða lítt vaxið og ósnyrt, með sérstaklega gáfuleg gleraugu. Við biðum þarna stundarkorn á meðan englunum fjölgaði í anddyrinu. Síðan var okkur boðið til sætis í fólksflutningabílnum sem ekið var af elskulegri konu sem talaði góða íslensku en einhveijar dúllur vora á talanda hennar þannig að auðheyrt var að hún var af erlendu bergi brotinn. Það var laust sæti við hliðina á vitringnum og ég notfærði mér það og fylgiengillinn minn settist fyrir aftan mig. Þegar við höfð- um setið stundarkom í bílnum og hann fór ekki af stað fór ég að velja því fyrir mér hvort að ekki væri við hæfi að ávarpa vitring- inn, sessunaut minn. Það var greinilegt að við voram báðir vitringar. Svo að ég segi við hann: „Ert þú vitringur?“ „Já“ segir hann „ég er vitringur". Eg hélt að þetta myndi duga til þess að maðurinn segði eitt- hvað. Sérstaklega af því að hann var vitring- ur. Auðvitað hefði hann átt að spyrja mig hvort að ég væri vitringur. Hann hefði átt að vera nægilega mikill vitringur til að átta sig á því. Svo leið samt sem áður drykklöng stund og ég velti því fyrir mér hvað ég gæti sagt við hann næst. Ætti ég að spyija hann að heiti, nei, við höfðum kynnt okkur þegar ég settist. Vitringurinn segir skyndilega: „Gerir þú eitthvað annað?“ Eg spyr sjálfan mig, geri ég eitthvað annað. Það var eins og hann hefði þegar spurt spurningarinnar sem hann spurðu aldrei. Þegar ég hafði sagt honum að ég væri aðstoðarskólastjóri í grunnskóla, þá sagði hann: „Það er bara ekkert annað.“ Pípulagningamaður sagðist hann vera, en hefði ekki verið við vinnu sína um nokkurt skeið þar sem álitið væri að það væri liðmús í öðru hnénu, það stæði til að skera. Ég sá fyrir mér lítið hvítt kvikindi fast á milli liða. Við þurfum sennilega að standa, hugsaði ég, ekki getur verið gott að standa mikið með liðmús. Rétt um það leyti sem við lögðum af stað, þá kom greinilegur Jósef. Dökkhærður, síð- hærður, brúneygður amnefjaður, nokkuð skarpleikur en samt með mildilegt augnatil- lit og bar sig svolítið eins og vatnsberi. Jó- sef fór með rassvasabókhaldsmanninum í fjórhjóladrifnum hlaðbak frá Japan. Við ókum sem leið lá vestur fyrir Straums- vík. Þegar við komum að fjárhúsinu, tveim kílómetram vestan við Straum, var þar hins vegar ekki nokkur sála. Þegar við litum í átt til sjávarins sáum við málverk eftir Jos- eph Mallord William Tumer. Þessum glæsi- leika í baráttu sjávarins við ströndina tók Jósef eftir og hafði orð á því hversu fallegur bakgrunnur þetta gæti verið fyrir senuna sem nú átti að taka. Hvar var myndatöku- gengið? Þegar við höfðum ekið nokkum spotta af Krísuvíkurafleggjaranum sáum við ljósa- gang í fjarska. Nokkrir menn í bláum og rauðum göllum merktum Landsbanka ís- lands stóðu í hnapp fyrir framan ljósbláa skemmu sem ef til vill hefur einhvem tím- ann verið fjárhús. Þessi hópur virtist ekki vera að gera nokkurn skapaðan hlut, slíkt var hreyfingarleysið. Leigubílstjóri ók frá mannsöfnuðinum þegar við komum að. Leigubflstjórinn var þriðji vitringurinn en ég vissi að hann er prentari sem stundum er látinn gera grín að fólki opinberlega. Vitring- urinn, leigubflstjórinn, virtist vera í brottfar- arhugleiðingum. En þá sá ég ótrúlega stórt myndavélarauga sem stóð út úr mannsöfnuð- inum í íslenska fánanum sem hafði reimað höfuðbúnaðinn niður að augum og upp að nefí svo ekki var hægt að bera kennsl á nokkurn mann. Nú fóram við aftur í rauðu fjárhúsin sunn- an Straums, um það bil þremur fjórðungum og klukkustund síðar. Bílunum var ekið upp að fjárhúsunum, það var nokkuð farið að skyggja í Tumer-málverkinu niður við sjó- inn. Bílunum var raðað upp einsog vögnum var raðað upp í villta vestrinu til þess að veijast árásum indíánum á ofanverðri 19. öld. Japanski glæsijeppinn var setinn stór- furstum. Undir stýri sat kvikmyndatökumað- urinn með svart glæsilegt og þykkt skegg, ef það hefði verið hvítt hefði hann verið eins og amerískur jólasveinn. Við hlið hans sat aðalmaðurinn, hinn heimsfrægi kvikmynda- mógull íslands, þó að ég sæi hann úr nokkr- um fjarska sá ég að þetta var hann. Hann virtist sitja nokkuð fast og þétt í sætinu sínu. Það sá ég vegna þess að hann bifaðist ekki þegar kvikmyndatökumaðurinn svartskeggj- aði kom og kíkti á gluggana á bílnum okkar og ég hélt að hann væri að mæla út andlit okkar og líkamsburði fyrir kvikmyndatök- una. Rétt eitt andartak fannst vitringnum að hann væri api og hafður til sýnis. Það reyndist ekki rétt því að dóttir kvikmynda- tökumannsins sat í aftasta sætinu og hann var að láta hana vita af sér. Hann brosti til hennar út að eyram, það sá ég á augum hans. Hún brosti sömuleiðis til hans með stóram, sérkennilega fallegum bamsaugum. Fyrst fóra englamir inn og voru dubbaðir í gervi sín. Ég, vitringurinn, fýlgdist með öllu af nákvæmni. Eftir appelsínið þurfti ég að fara út í rokið að pissa. Það var leitandi að góðum stað til þess að pissa í rokinu. Enn dökknaði Turnermálverkið. Það tók að dimma. Góði drengurinn kom og sagði við okkur vitringana og bflstýrana að brátt gætum við farið og fengið okkur kaffi. Við ættum að bíða eftir því að tökumennirnir kláruðu sig af, í húsbílnum. Eftir hæfilegan biðtíma fóra vitringarnir inn í húsbílinn. Þegar við opnuðum hurðina og stigum inn blasti mógúllinn sjálfur við okkur. Ég vissi ekki hvemig ég ætti að ávarpa svo tigna persónu sem sat nú reynd- ar þarna eins og hálfgert hrúgald við borðið út við gluggann. Hann varð nú fyrri til að ávarpa okkur og sagði: „Era þetta vitring- amir?“ Einhveiju bætti hann við um það að augljóst væri að við væram þessir umræddu vitringar. Þótti mér nokkur upphefð í því, þó vissi ég nú ekki hvemig ég ætti að taka því. Samvitringur minn sagði bara góðan dag- inn. Ég vildi sýna menntun mína og kynnti mig fullu nafni og bukkaði mig eilítið. Það þótti engum öðrum í bílnum ástæða til að kynna sig en einhvers konar góðan dag fékk ég og við báðir. Það var greinilega ekki til þess ætlast að maður rétti fram lúkuna. Þarna sat mógúllinn afslappaður í hominu. Fyrir framan hann var diskur með hlaða af samlokum sem skomar höfðu verið horna á milli og mynduðu þannig þríhyrninga með mismunandi áleggi. Þama var líka krydd- brauð. Maður sat undir stýri, Japaninn með myndavélamar uppi á vélarhúsinu, matselja við vaskinn til vinstri og innar vora tvær ungar konur að greiða engli. Nú stóð ég þama við vaskinn í húsbflnum, hafði ekkert að segja af því að ég var ekk- ert sérstaklega mikill vitringur í samanburði við alla hina. Mig langaði óskaplega mikið í samloku, svona þríhymingssamloku sem lá á diskinum beint fyrir framan mógulinn. Það sagði enginn gjörðu svo vel, svo ég hugsa með mér, í kvikmyndaheiminum þarf maður áreiðanlega að vera djarfur til þess að bjarga sér. Enda varð ég að bæta fyrir það að hafa verið svona óvitur í sambandi við sykurinn. Ég verð bara að stökkva á samlokumar, svo teygði ég mig í efstu sam- lokuna án þess að skoða hana nánar og sagði um leið svona eins og við mógulinn: „Má ég ekki teygja mig í eina samloku." Það sagði enginn neitt en það var allt í lagi. Þrátt fyrir allt var andrúmsloftið tiltölulega afslappað. Það virtist myndast svona afs- lappað andrúmsloft i kringum kvikmynda- mógulinn. Mógulinn sagði ekkert. Það hafði nóg um að tala svona eins og sín á milli og mógúllinn sat stöðugt út í hominu með næstum lokuð augu af afslapp- elsi. Nákvæmlega eins og hann hafði verið í áramótaskaupinú. Hann var greinilega meinlaus og elskulegur maður. Nú var farið að tala við Japanann með myndavélamar, hvort hann þurfí ekki að fara að drífa sig heim í nudd, massage. Þarna var sem sagt Japaninn sem hafði hlaupið um allt með myndavélarnar sínar. Var hann kannski aðalleikarinn sem málið snerist um? Ekki vildi hann fara strax í bæinn, hann vildi gjarnan halda áfram að fylgjast með og mynda. Það mátti keyra hann á eftir sagði mógúllinn. Þá er matseljan sest við hliðina á mógúln- um og hann fer að fræða hana á því hvem- ig massage sé í Japan. Þar geti menn borg- að sig lengra og lengra í massage-meðferð- inni. Allt eftir því hvað menn vilja fá mikið massage. Þeim mun meira sem þeir borga, þeim mun meira og .nærgætnara massage fá þeir þarna í Japan. Nú fóra hlutimir að gerast hratt, enda var allt að vera tilbúið inni í fjárhúsunum. Ég gekk þangað inn til að sjá umbúnaðinn. Það var búið að setja upp kvikmyndatökuvél yfír miðja stíuna og þar fyrir framan var búið að króa af rollurnar inn í litlum fer- hyrndum reit, þannig að þær yrðu inni í myndinni. Fyrir framan myndavélaraugað var búið að setja litla glerrúðu og maður var í óða önn að sprauta freoni á hana svo að hún virtist vera frosin. Það var kalt inni í fjárhúsinu. Kvikmyndatökumennimir og að- stoðarmenn þeirra voru í kuldagöllunum sín- um, bláu og rauðu. Það var verið að hengja upp ljóskastara undir þakið og í sperrumar. Hér og þar vora sett upp hvít spjöld til þess að endurvarpa ljósinu. Þegar ég kom út aftur máttum við fara inn í rauðu háfættu rútuna til þess að klæða okkur, en þar vora englarnir fyrir og vora næstum því tilbúnir, það var mikið mál að festa á þá vængina. Þá kom góði drengurinn hlaupandi og spurði hvernig staðan væri, hvað væra margar mínútur í þetta. Það eru enn tíu eða fímmtán mínútur var svarið og hann kom því áleiðis í labbrabb-tækinu sínu til hinna inni í fjárhúsinu. Ég og samvitringur minn mátuðum klæð- in í rútunni sem voru kyrtlar og kápur utan yfír, þungar og þéttar. Svo kom Jósef til okkar og fór í kyrtil eins og við. Þegar við fórum út fengum við kórónurnar okkar, gullnæpur á glitofnum tauhringjum, nema Jósef sem átti að vera fátækur. Við drifum okkur inn í fjárhúsið og gengum inn eftir einni stíunni. Þar var ljósmyndari sem vildi mynda okkur í bak og fyrir. Við voram af- skaplega virðulegir, tókum í kápuboðungana og stóðum eins og höfðingjar með alvöru- svip á andlitunum. Það leið ekki á löngu áður en englarnir komu inn. Aðstoðarleikstjórinn var á þönum við að láta hvem og einn fá sitt. Englarnir fengu gullna lúðra, blokkflautur og hörpur. Nú kom í ljós að búningahönnuðurinn átti að vera María mey. Hún var komin í falleg- an kóngabláan einlitan sari með hvítu líni inn í höfuðbúnaðinum. Við gengum inn í stíuna á bakvið rollum- ar beint fyrir framan myndavélaraugað. Við stilltum okkur upp. Englamir voru settir upp á jöturnar til hliðar og á bakvið okkur. Það var hrópað á bakvið myndavélina. Það skyldi færa þennan og hinn, þessi átti að snúa svona og þessi hinsegin. Svo kom leigubíl- stjórinn sem nú var orðinn vitringur. Hann var rúmlega höfðinu hærri en við báðir og fyllti áreiðanlega vel út í myndarammann og var fyrir miðju. Hann var látinn koma fram og standa fyrir aftan Maríu mey og Jósef. Samvitringur minn var örlítið aftar en ég. Ég var látinn halda á gullnu skríni. Aumingja englunum var óskaplega kalt og þeim var illt í rassinum að sitja á jötubrúnum. Englamir fengu að sitja í úlpunum sínum og sumir með teppi yfír sér áður en byijað var að mynda. Stóri vitringurin sem var aðalmaðurinn í uppstillingunni var grafalvar- legur. Maður var að bíða eftir því að hann segði eitthvað fyndið, segði eitthvað snið- ugt, af því að hann er alltaf að því. Einhver sagði eitthvað um gufumar sem stigu upp af rollunum. Mikið rýkur af rollun- um. Stórgrínarinn sagði að í gamla daga hefðu þær verið hafðar til upphitunar í bæn- um og svo til einhvers annars sem honum fannst fyndið og að einhveijir yrðii nú bara eftir þegar hinir væra famir. Ég reyndi mikið til að skilja fyndnina í þvi. Sumir era komnir svo langt í fyndninni, miklu lengra en maður sjálfur. Svo heyrðum við í öllu þessu gríni að kallað var frá myndavélinni hvort að María vildi ekki vera ber að ofan. Þá var hlegið og stórvitringurinn sagði að nú væri kominn krummi í leikstjórann. Nú hlógu allir sem einn því að þetta var fyndið og ég skildi það. Svo var byijað að mynda. Fyrst stóðum við grafkyrr og síðan vorum við látin syngja „Í Betlehem er bam oss fætt“ og það gerð- um við með mikilli andakt. Við máttum ekki horfa í myndavélina, við urðum að horfa á Jesúbarnið sem lá Jiama eins og stein- gervingur í heyinu. I einni tökunni byijaði grínarinn að syngja „Adam átti syni sjö ...“ svona eins og til að létta okkur stundimar. í annað skipti drafaði hann „í Betle- heeee ...“ Hann var sem sagt að reyna að vera fyndinn og honum tókst það vel. Að loknum kvikmyndatökunum vorum við ljós- mynduð. Þetta var reyndar allt hið undarlegasta mál og hið merkilegasta ævintýri að fá að taka þátt í þessu. Grínvitringurinn sagði um þessa uppákomu: „Það sem mönnum getur látið sér detta í hug að gera.“ Svo hló hann, svo að höfuðið á honum hristist eins og fót- bolti sem sat á herðum hans frekar vindlít- ill, ekki þessir nýju köflóttu heldur eins og gamall og gulur. Austurlenska kórónan dill- aði ofan á fótboltahöfðinu. Ég hugsaði hins vegar að sá sem hér um vélaði og kom okkur í þessa sérkennilegu aðstöðu hljóti að vera með „very cold fever“. Gert í Reykjavík 29. janúar 1994. Höfundur er aðstoðarskólastjóri í grunnskóla. SÓLVEIG KR. EINARSDÓTTIR Vorkoma í september- byrjun Vinur, voríð kom í gær vetrínum er lokið ég bauð því í bæinn og brosandi gekk það inn frostnætur á förum framandi raddir hljóma Ómkrákan kallar: komdu og sjáðu trúðagrípurínn tístir tignaríeg fjöllin vaka undir hýjalíni himins heyrðu mig, vinur í skærum skógi vona skartar laufið hugsanafiðríldi flögra fjörlega í sólarlandi í gær sá ég mann kyssa konu á hveitiakrinum græna í morgun blómgaðist möndlu- tréð misturhvít blóm og rauð silfurglitrandi eðlur í sandi syngjandi froskar nú geta fangar fortíðar rofið fornt mynstur Einn og afskiptur trónir eldiviðarhlaðinn lokkandi eld á arni kveikir enginn lengur því að vorið er komið með marglitum friði Vorið er feimið og fölleitt á ijarskalega annríkt staldrar stutt við stenst ekki mátið æðir til annarra staða æ, vinur, vertu mér nær Hér þurfum við að varast að voríð á það til hæglega, hljóðlega í húmi að læðast hjá og öllum að óvörum með ógnarhita skellur sumaríð á Vinur, þá skima ég ein um eftir hálfnumdu Ijóði vorsins Höfundur býr í Ástralíu þar sem vor- koman er í september. HELGA SVERRISDÓTTIR Hugfangin Hugfangin á gangi við sjávarsíðuna um kvöld umvafin þangi sjávarins böðuð í kölnarvatni næturinnar horfi á sólina hverfa inn í eilifðina öldurnar hamast við að flytja mér tvíræð skilaboð minnir mig á hann sem vildi breyta jörðinni í flatköku og mér í álfkonu mikið var ég fegin að vera bara venjuleg kona á gangi við sjávarsíðuna eitt kvöld um sólarlag. Höfundur'er bókavörður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.